Þjóðviljinn - 27.06.1962, Síða 3

Þjóðviljinn - 27.06.1962, Síða 3
Hópferð íslendinga til mótsins skipulögð • Senn eru síðustu forvöð fyrir íslendinga að skrá sig til þátttöku í tiltölulega ódýra ferð héð- an á hina árlegu Eystrasaltsviku, sem haldin verður í hafnarborginni Rostock og nágranna- sveitum í Þýzka alþýðulýðveldinu dagana 7.— 15. júlí næstkomandi. „Eystrasaltsvikan“ er jafnan sett á aðaltorginu í Rostock, hinni ört vaxandi hafnarborg í Þýzka alþýðulýðveldinu. Gefst þátttakendum gott færi á að kynnast umsvifamiklum framkvæmdum í bok-ginni, hafnargerðinni miklu og athafnalífi í skipasmíðastöðvunum. Mynd- in er frá Rostock og sér yfir elzta borgarhlutann og gömlu höfn- ina. Fremst á myndinni er nýlegt stórhýsi við breiðgötuna „Langa- s.træti“. 'Eystrasaltsvikan er nú haldin hátíðleg í fimmta skipti. í fyrsta sinn var efnt til bessa alþjóð- lega vináttumóts sumarið 1958. Var þá þegar mikil þátttaka í mófnu o g hefur aukizt með hverju árinu sem liðið hefur. Til þátttöku í Eystrasa’tsvik- unni er boðið þeim þjóðum. sem lönd eiga að Eystrasalti: Þjóð- verjum (austur Qg vestur), Dön- um, Svíum, Finnum, Pólverjum og- Eystrasaltsþjóðum Sovétrikj- anna. E.nnig Norðmönnum og íslendingum. Fjölbreytt hátíð á baðströndinni „Eystrasaltið á að vera friðar- Fimm sumarleyfisferðir á fagrar og framandí slóðir Ferðaskr'fstofan Landsýn, sem tók til starfa í fyrravor, er nú að hefja sumarstarfsemi sína og ræddi framkvæmdastjóri henn- ar, Örn. Erlendsson, af því til- efni við fréttamenn fyrir helg- ina. Aðalstarfsemi skr.’fstofunnar er fólgin i því að skipuleggja hópferðir til útlanda með ís- lenzkum fararstjórum og hefur hún frá upphafi gert sér far um að skipulegeja hópferðir á þær slóðir, sem lítt hafa verið sótt- ar t;i þessa af íslenzkum ferða- mönnum. Hefur þar einkum verið um að ræða sérlega ódýr- ar ferðir til Austur-Evrópuland- anna, en skrifsto.fan skipuleggur einnig sérstæðar ferðir til landa í Vestur-Evrópu og Norður-Afr- íku. >á ieggur ferðaskr'fstofan áherzlu á að fá þaulkunnuga fararstjóra til þess að annast leiðsögn og útvegar ódýr en góð hótelherbergi og aðra fyrir- greiðslu. í sumar hefur Landsýn skipu- lagt fimm ferðir og hefst hin fyrsta þe.'rra 7. júlí n.k. Er það ferð á Eystrasaltsvikuna, um Austur-Þýzkaland og Tékkó- slóvakíu. Er nánar sagt frá iþeirri ferð á öðrum stað i blaðinu. 'i Alpalönd — Vínarborg — Ungverjaland 28. júlí hefst 19 daga ferð um Alpa’.önd og til Ungverjalands. Flogið verður til Hamborgar og gist þar en síðan haldið með lest til Vínarborgar, þar sem dvalið verður í þrjá daga og borgin og nágrenni skoðuð. Síð- an verður haldið til Ungverja- lands, Búdapest skoðuð og dval- izt á sumarhóteli við hið.fagra Balatonvatn i nokkra daga. Síð- haf“ er kjörorð Eystrasaltsvik- unnar, en tilgangur hennar er fyrst og fremst sá að efla pers- ónuleg og gagnkvæm kynni með þátttakendum frá hinum ýmsu þjóðlöndum, jafnframt því sem boðið er upp á ánægjulega dvöl í fögru umhverfi og margvisleg- ar skemmtanir. Á Eystrasalts- strönd Þýzka a’.þýðulýðveldisins eru sem sé einhverjar beztu og frægustu baðstrendur norðan- verðrar Evrópu, þar sem ein- stakt færi gefst til sól- og sjó- baða. Skemmtanir eru mjög fjöl- breyttar á Eystrasaltsvikunni. Frægar hljómsveifir leika, ein- leikarar og einsöngvarar koma fram, dansflokkar, kórar o,s.frv. Ekki má gleyma íþróttamótun- um, því að íþróttakeppni Eystrasaltsvikunnar er orðin einn af meiriháttar íþróttavið- burðum á’.funnar ár hvert. Keppt er í knattspyrnu, frjáls- um íþróttum, hjólreiðum og sundi, svo að dæmi séu nefnd. Ferð liéðan 7. júlí Það er ferðaskrifstofan ..Land- sýn“, sem skipuleggur ferð héð- an á Eystrasaltsvíkuna. Verður flogið t.l Kaupmannahafnar 6; eða 7. júlí, en íslendingarnir munu búa í Kiihlungsborn, á hóte’.um við hina frægu bað- strönd skammt utan við Host- ock-borg. Mikil síld er við Eyjar VESTMANNAEYJUM 26/6 — Rejmir kom hingað í dag með 850 tunnur af síld oz Ófeigur II með 500. Urðu þeir varir við mikla síld, en hún er stygg og erfitt að fást við hana. Síldin er vestan við Eyjar á þeim slóðum þar sem Reynir hefur aflað töluvert á fjórðai þúsund tunnur undanfarna daga. Bátarnir fara nú norður á síid jafnóðum o.g þeir eru til- bún'r. Gul’.borg og Eyjaberg sig’.du í dag með eigin afla tiL Bretlands. Gylfi fer sennileea í kvöld með dragnótrfisk á Bret- lands- o" Danmerkurmarkað. Síldarsðltendur óþreyjufullir SIGLUFIRÐI 26/6 (Frá fréttaritara) — Síldarsalt- endur hafa nú lokið öllum undirbúningi og biða nú bara óþreyjufulbr eftir því að Sí’.darútvegsnefnd leyfi að söltun hefjist. T augaveikibróðir hagar sér ekki eins og faraldur Hópferðavagnar í Dutyrovnik. an verður ek.'ð um marga feg- urstu staði Alpafjalla í Austur- riki. Norður-Ítalíu og Sviss, en farið heim með lest um Þýzka- land og Kaupmannahöfn. Þessi ferð mun kosta 17.500 krónur. Fararstjóri verður Hjalti Krist- ge.rsson hagfræðingur. Þátttak- endur þurfa að skrá sig fyrir 18. júlí. rí_ Gr-V tutiW Spann — Marokko — Fans önnur 19 daga ferð um Mar- okkó, Spán og Frakkland hefst 24. ágúst. Flo.gið verður til London og gist þar. Frá Bret- landi verður farið yfir til Belg- íu og síðan ek.ð suður Belgíu og Frakkland til Spánar. Því næst heldur ferðin á.fram suður Spán ; með tveggja daga viðkomu í Madrid og ennfremur verður staðnæmzt í Cordoba og Sevilla. Frá Spáni verður siglt yfir til Tangier í Afríku og ekið t-1 Casablanca, höfuðborgarinnar Rabat, Meknes og Fez o,g þess- ar borgir skoðaðar. Heimleiðis verður ha’.dið um Miðjarðar- hafsströnd Spánar, um Malaga og Granada og síðan norður Frakkland tii Parísar, þar sem dvalizt verður í elnn dag og flogið heim um London. Ferðin mun kosta kr. 16.950. Fararstjóri verður Hjálmar Ólafsson lektor í Amsterdam. Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir 4. ágúst. I Sovétríkin — Pólland 3.—23". september verður 'fárrri 21 dags ferg til Sovétríkjanna o.g iPóllands. Flogið verður t:l Kaupmannahafnar og síðan siglt um Eystrasalf með viðkomu í Stokkhólmi og Helsinki til Len- ingrad. X Leningrad verður dval- izt í 2 daga og borgin skoðuð en síðan haldlð til Moskvu. Þar verður staðið við í 3 daga en þvínæst ekið með lest til Svartahafs og dvalizt í hinum heimsfræga baðstað Sochi við rætur Kákasusfjalla í 6 daga. Frá Sochi verður haldið he.m- leiðis með lest allt til Kaup- mannahafnar með viðdvöl í Framhald á 10. síðu. Þjóðviljinn sneri sér í gær til Jóns Slgurðssonar borgarlæknis og leitaði hiá honum upplýs- inga um útbreiðslu sjúkdóms þess, sem hefur verið að stinga sér niður hér i Reykja- vik og nefndur er taugaveikl- bróðir. Er hér um að ræða sér- stakt afbrigði, svokallaðan músa- týfus. Lét borgarlæknir blað- inu í té eftirfarandi upplýsing- ar: Sjúkdómsins varð fyrst vart í Kópavogi snemma í maí, en sl. þrjár v.'kur hefur orðið vart við hann hér í Reykjavík, nokk- ur dr.eifð tilfelli. Vitað er með vlssu um 14., sjiíiflinga hér en grunur leikur á um fleiri. Hafa 1'6 sjúklingar með einkenni veik- innar verið lagðir inn í borg- arsjúkrahúsið, þar af 3 úr Kópa- vogi og Hafnarfirði. Einkenni veikinnar eru upp- köst, niðurgangur, magaverklr Og hiti. Leggst hún misjafnlega á fólk og verða sumir allilla haldnir en aðrir velkjast lítið. Getur veikin staðið yfir nokkra daga. Til þess að ganga úr skugga um, hvort um er að ræða tauga- veikibróður eða venjulegt iðra- kvef, þarf að rækta frá saur sjúklinganna eða gera blóðrann- sókn, Annast rannsóknarstofa Háskólans við Barónsstig þessar bakteríurannsóknir. Reynt hefur verið að grafast fyrir um uppruna sjúkdómsina með því að athuga, hvers sjúk- lingarn.'r hafa neytt og hvar þeir hafa gert matarkaup og rannsökuð hefur verið mjólk svo og neyzluvatn. Ennfremur hefur farið fram skoðun á starfsfólki nokkurra stofnana, er fást við matargerð. Ekkert af þessu hef- ur þó borið árangur. Athyglis- vert er, að ve:kin hagar sér ekki eins og faraldur og heldur ekki sem venjuleg matareitrun. Fólk á öllum aldri hefur sýkzt en fátt a.f ungum börnum og gamalmennum. Borgarlæknir tók það fram. að ástæða væri til, þótt ekkt væri vitað um smitleiðir sjúk- dómsins, að brýna fyrir fólkl fyllsta hreinlæti hvívetna, einkum í sambandi við mat- reiðslu o.g meðferð matvæla, ennfremur að þvo sér vel um hendur fyrír máltíðir og sér- staklega eftir notkun tsalerna. Fólk með framangreind sjúk- dómse'nkenni má ekki vinna við meðferð matvöru utan heim- ilis unz gengið hefur' verið úr skugga um, að aí því stafi ekki smithætta. Er fólki bent á að sjóða vel allan mat eftir því sem við verður komið. Fimmta Eystrasalts- vikan 7.-15. júlí Miðvikudagur 27. iúní 1962 — ÞJÖÐVILJINN — (J

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.