Þjóðviljinn - 27.06.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.06.1962, Blaðsíða 7
Dýrategundin homo sapiens er nú komin á fremsta hlunn með að fyrirfara sjálfri sér og öðru kviku á jarðarhnettinum. Kjarnorkusprengjurnar bíða ;síns tíma í birgðaskemmum stórveldanna. Aðeins einn tíundi hluti þess magns sem nú er fyrir hendi væri nægilegur til að eyða allri heims- byggðinni. En hvernig hefur þetta gerzt? Hvað vakti fyrir þeim snillingum sem urðu til þess að vekja upp ófreskjuna, undirbúa allsherjarsjálfs- morðið? Þessum spurningum leitast Friedrich Durrenmatt við að svara í leikriti sínu EÐLIS- FRÆBIN G ARNIR. ar, .þekkirig o.kkár bánvæn. Við) eðlisfræðingar eigum ekki ann- arra kosta völ en að gefast upp ‘fyrir veruleikanum . .. Við verðum að afturkalla fróðleik okkar og' ég hef afturkallað hann. — Aðeins á geðveikra- hælunum erum við enn frjáls- ir, úti ií frelsinu eru hugsanir okkar hreint sprengiefni. Þess vegna varð ég að drepa hjúkr- unarkonuna mina áður en hún ljóstraði öllu upp: Hún taldi mig vera vanmetinn snilling'. Hún sk.'ldi ekki að hú er það ' : skylda snillingsins að vera van-, ■ metinn.: ígs héf 'myrt til að verða ekki til þess dð' komaj!-; í kring enn hroðalegra m0rði“.;; Og honum heþpnast hið- ösenni- *>’ lega;.iHinir tveir; útóéridu* eðlis- j fræðingar . fallast á að vera ‘ um kyrrt og leika hlutverk ;; .sin til enda. „Gef oss kraft til að varð- veita í fTfÍsiík: leyndardóma vísinda okkar“, segja beir og skála. Síðan tóna beir: Vitlausir, en vitrir. Fangar, en frjálsir þó. Eðlisfræöingar, enl ekki sekir. En ekki er öll nótt úti enn. Smám saman verða kringum- stæðurnar ógnvekjándi. Hnefa- leikararnir hafa sett járn- rimla fyrír gluggana og nú birtast jþeir með kaskeiti og skammbyssuhylki dinglandi við magann. „Hendurnar aftur fyr- ir hnakkann“, skipar frk. von Zahnd. Húsið er , umkringt varðmönnum, ljóskastarar varpa glampa sínum ;nn \ gegrium gluggana. Njósna-eðl- isfræðingarnir era afvopnaðir og hin levnilegu sendítæki þeirra jnnsigluð. Það hafði verið hlustað á allar samræður þeirra og áætl- anir Möbiusar voru ljósmynd- aðar fyrir Iqngu. X. krafti þegs- ara ljósmynda hefur yfirlækn- irinn stofnað vígþúnáðarauð- hring, og i þeim hring i>ar geðveikrahælið fjársjóður sem vakaðovar yfir. Heimurinn er nú faljinn V hendur kræklóttrar p'párkerlingar, brjá’.aðs geð- veikrálæknis. Hinn; beizki lærdómur leik- ritsins er lagður Möbius: i munn. í>au orð segir hann rétt áður en hann ’—■ eins og hinir — breytist i sína gömlu hold- tekju, Salómon konung, drottn- ara yfir gljásvörtum eyði mörkum og geislavirkri jörð: „Það sem einu vsirni Ihefur verið hugsað er ekki framar unnt að afturkalla“. Vísindamennirnir verða ekk'i^ aðeins að varðve'ta hugsanif1 sinar í þögninni, Aðeins með: þvi að forðast að hugsa þær geta þeir komizt undan af- leiðingum þeirrar tækni sem: þeir hafa siálfir tekið bátt í að gera framkvæmanlega. Hússtjórn fœr fjölskyldu- frœðing Hingað til lands er . kominn danski Iögfræðingurinn Ing- rid Poulseni, en hún kennir við háskó’ann í Árósum við sérnámskeið fyrlr húsmæðra- kennara. Kennir hún námsgrein þá, er nefnd hefur verið fjölskyldu- fræði, en sú fræðigrein heijur nú verið innleidd við hús- mæðraskóla á Norðurlöndum, og er tal.n hafa mik'.a þýðingu í nútímabjóðfélagi í sambandi við sálarfræði, þjóðfélagsfræði og hagfræði. Gert er ráð fyrir, að þessi námsgrein verði bráð- lega innle.'dd víð miklu fleiri skóla en húsmæðraskóla. Kennarafé'.agið Hússt'jqrn hefur fengið frú Pou'.sen hing- að til þess að halda námskeið í fræðigrein sinni með íslenzk- um húsmæðraskólakennurum. Námskeið.ð verður haldið á jsáíirði óg'é'ru kennarar og J,Aetá§fi'á\lr áð'!l'4&ra-'''' þángað. b'Þéjgár tftún •• >l6ithUr að vefetan /ÍÁOÍfn fhúst 'þaldanfyrfFlestovhér .í, R^kjayiji,.,,um þetta; efni. Fyr ríesturinn verður haidirin í Tjamarbaé fimmtudaginn 5. júlí kl. 9 e.h. á vegum Banda- lags kvenna. arvopnið Síðan hefst keðjuverkunin. Hnefaleikurum er nú fengið ■stárf v hjúkrunarkvenn&nna, á meðal þeirrá er svertinginn MoArthúiv fyrryérandt'bheims-''* limeistárioii ■ véltrwigt. Möbiusr biður iögregluna' um að hand- taka sig. Og' Beutlör trúir lög- regluforingjanum fyr'r -iþví að hann :sé hvörki Newtoií> 'Ein- stein ,eða Beutler, heldur Alee Jasper Ki'.ton ..brautryðjandi ana!ogistákurinnar.u ’ ! Kveðst hann vera sendur af „leynileg- ustu d.éild leyniþjónustunnar“ til að þvinga Möbius — , mesta eð’.isfræðing allra tima“ — í hernaðarlega samvinnu. En án þess að eftir hafi ver- ið tekið. er Ernesti köminn í dyrnar með fiðluna undir handleggnum og ógnandi á svip: hann er einn.'g eðlisfræðingur og sendur af leyniþjónustu síns lands. Joseph E'sler heit- ir hann, sá er uppgötvaði Eisl- erverkunina. Skyndilega eru þe'r báðir með skammbyssur á lofti. Þeir sjá þó valdajafn- vægið og ákveða að leggja nið-. ur ’bvssurnar gagnkvæmri af- vópnun. Við kvöldverðarborð- ‘ið 'lofa:1 þeir Möbius til ' skipt- iS' rióbelsverðlaunum og valda- stöðúm, aðeinS1 -ef Hann vildi afhenda þeirra herforingjaráði handrit sín. — Handritín, segir Möbius og brosir. —•-•béím hafði hann einrnitt verið að brenna þegar lögreglanik'om. — Það sem við hugsum hef- ur sínar afleiðingar, segir hann. jfÞað var skvlda mín að rann- saka til fulls hverjar yrðu af- leiðirigár upngðtvana minna. Niðurstáðan var hörmuleg. Ef árangur rannsókna minna félli í hendur mannanna myndi ný, óbeizlanleg orka losna og tsekni sem yfirskyggir aht hugmynda- f’.ug yrði framkvæmanleg. Vís- indi okkar eru orðin óttaleg, rannsóknir okkar lífshættuleg- Cliristian Bloch'sem Möbius ug Ilanne Hiob sem Minika Stettler. Snemma á fjórða tug aldar- innar las ég tvær fyrstu bækur Hans Kirks hvora á eftir ann- arri, Fiskimenn og Daglauna- menn; þessar bækur geymi ég meðal mætisgripa í endurminn- íngunni um bókmentir frá þeim tírna. Það er ekki efamál að þessar bækur eru sá traustur grundvöllur sem stóð undir verki Hans Kirks sem rithöf- undar. Þetta var danskt fram- lag af fullri stærð til sósíalist- isku þjóðfélagsskáldsögunnar sem sprakk út í heiminum á síðustu áratugum fyrir heims- styrjöld síðari. Martin Ander- sen Nexö og Henrik Pontoppi- dan virðast mér að nokkru leyti fyrirrennarar Kirks dansk- ir, en í öðrum löndum heíd ég Gladkoff og Sjolokoff f Rússlandi. Upton Sinclair og Theodore Dreiser í Bandaríkj- um, séu því nær að mega telj- ast hliðstæðir honum. Mörgum þótti undraverð sú þekkíng, næstum mannfræði- leg, sem Hans Kirk hafði til brunns að bera á þeim fólks- hópum sem hann gerðist þeirra fulltrúi og fyrirsvarsmaður, svo og staðháttum sem fólk þetta bjó við. Menn aðhyltust frá- sagnarhátt hans meira af sök- um þess jafnvægis er þar réði en sveiflu hugsunarinnar, — svo var fyrir þakkandi, liggur mér við að segja. Þar var hvorki æsi- legur orðagnýr rié látalæti. Hann kom fram á þeim tíma sem mjög var lagður fyrir þrætu og fortölur, oft með störyrðum og háreysti, svo nýnæmi þótti að heyrá þjóðfélagslegt skáld sem kostgæfði aðrar' dygðir. Innristjðrn og" al’gáðúr hugur var rneðál ‘ sérstakra einkenna .& y .■ (':C,*. -1 , iá> ............—-................... þessa höfundar, fast augnaráð, kyrlátlegt hljóðfall í röddinni, vandað orðaval. Taugastyrkur mannsins bar þess vott hve trausta undirstöðu hann átti 1 sjálfum sér. Aðdrættir hans a efniviði voru einir fyrir sig mikið afrek. Og þegar þar við bættist að efni þetta hlaut i meðförum yl af heitum trún- aði þessa öðlíngsmanns við stórt málefni, gat ekki hjá því farið að jósk ,,smáþjóð“ yrði fyrir hans tilverknað má.Ii gædd og þess um komin að mæla sterkum rökum fyrir öll- um heimi. Síðar á árurn kyntist ég Hans Kirk persónulega og kannaðist óðar við hann af bókum hans. Við hittumst oft að máli þegar ég var á ferð í Kaupmanna- ihöfn, stundum á vinnustað hans hjá Landi og fólki. í sam- kvæmum, heima hjá honum eða í herbergi mínu. Þessi maður ljómaði af greind; vi.rðuleiki og lítillæti var samru.nnið í fari hans ásamt einhverjum sérkennilegu.m blæ af andlegri stétt. Af stiltri hjartnæmri fram- komu hans stafaði krafti sem gerði sterka menn ómerkilega við hlið honum. Fagurformaðar hendur hans voru einkennilega smáar, líkt og á únglíngi, og mintu stöðugt á að þúngir hnefar eru ekki aðalatriðið. Mér er lífsferill Hans Kirks ekki með öllu kunnur, en qS ■hygg að hann hafi upphaflega veriö löglærður maður óg em- ibættismaður í Danmörku. Af bernsku hans segir í. minnínga- bók hans Skyggespil. Starf hans sem stjórnmálablaðamað- ur þekti ég ekki nema í brot- um með því Varla kemur fyrír HANS • # mBnningargresn Hans Kirk að ég Jesi dönsk blöð utan Dan- merkur, og oft laus’ega þó ég staldri þar við, ges.tur í nokkra daga. Þó duldist mér ekki að Hans Kirk fór með sverð skUmingamannsins og fimleik og hnitmiðu.n í þeim skyldugu skiftum á rauðum belg fyrir gráan sem daglega fara fram í blöðum. Það sem í stjórnmála- þrætum reyndist nokkurs vert var oftast nær reiknanlegt að- eins í smálagfæríngum í verki, knúnum fram með aðstoð penn- ans. á kjörum manna sem voru afskiftir með einhver.jum hætti. Mér er bað fullljóst að maður sem hafði í lífi sínu jafnhreinan tilgáng, og stýrð; nenna sem var gulli skírri hefur einnig á þessu sviði aflokið verki sem hlutvandir menn munu virða mest og landar hans minnast af þakklæti og virðíngu þegar dægurlángar ástríður hafa stilst og umliðin barátta sést í birtu sögunnar. Halldór Laxness. Miðvikudagur 27. júní 1962 — ÞJÖÐVILJINN — (7j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.