Þjóðviljinn - 09.08.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.08.1962, Blaðsíða 3
frrtt Taugaveikibróðir Upprunninn í andabúi • Eftir mikil rannsóknarstörf, unnin að KelduYn og í Reykjavík,- telur borgarlæknir að fullyrða megi ,,með hokkurn veginn öruggri vissu“ að upp- runa taugaveikibróðurfaraldursins, sem gengið hefur hér að undanförnu, megi rekja í andabú í Minni-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Erá þessu er skýrt í frétt frá bcrgarlæknisembættinu sem Þjóðviljanum barst í gærdag, og •er svohljóðandi: Eins og frá hefur verið skýrt, liefur sleitulaust verið leitað að uppruna faraldurs þess, sem geng ið hefur hér að undanförnu og hlmennt er kallaður taugaveiki- bróðir. Við rannsókn á sýnishorn- um, sem Tilraunastöðin að Keld- um og Rannsóknarstofa Háskól- ans hafa unnið að í sameiningu, hefur ræktast frá nýklöktum and- •arungum úr' ándabúi í Minni- ■Vátnsleysu, , yatnsleysuströnd, sams konar sýkill, Salmonella typhi murium, og sá, er valdið hefur faraldrinum. Má með nokkurn veginn ör- uggri vissu fullyrða, að hér sé fengin skýring á uppruna veik- innar, að þvf er varðar flest sjúkdómstilfellin, en smitunar- leiðir eru þó ekki full kannaðar enn. Fuglum á andabúi því, er hér á í hlut, verður öllum eytt, og andabúið lagt niður. Er þar með tekið fyrir þessa uppsprettu veik- innar. Mjög víðtækar rannsóknir hafa verið gerðar á hænsnabúum og hænueggjum, en þær hafa ekki leitt í ljós, að sýkingarhætta stafi af þeim. Nánari tilkynning u.m gang .málsins verður birt síðar. iifsvör á Ákureyri nær 25 milljónir króna AKUREYRI — Niðurjöfnun útsvara lauk hér á Akur- eyri í síðustu viku. Jafnað var niður tæpum 25 millj. króna á 2789 gjaldendur, 2714 einstaklinga og 84 félög. Sami álagningarstigi er nú not- aður í kaupstöðum um, land allt cg voru útsvörin lækkuð um 5% frá honum. Eru innifalin í út- svarsupphæðinni 8,5% fyrir van- höldum, ranglega álögðum út- svörum, niðurfellingum og iækk- unum við leiðréttingar. 1 fyrra voru álögð útsvör 24. 591.300.00 kr. á 2768 gjaldendur, einstaklinga og félög. Voru veltu- útsvör á fyrirtæki innifalin í þeirri upphæð, en þau hafa nú verið lögð niður og í stað þeirra er komið svonefnt aðstöðugjald, sem iagt er á sérstaklega auk út- svaranria. Hæstu útsvör félaga bera nú: Samb. ísl. samvfél. kr. 589.100 Slippstöðin h.f. — 282.500 Kaupfél. Eyfirðinga — 202.300 Amaro h.f. — 168.200 tltgerðarfélag KEA — 146.100 Linda h.f. — 109.200 Hæstu útsvör einstaklinga bera: Kristján Kristjánsson — 87.200 Valtýr Þorsteinsson — 60.200 Brynjólfur Kristinsson — 56.200 Vilhelm Þorsteinsson — 53.100 Helgi Skúlason — 47.700 Baldur Ingimarsson — 46.900 Tómas H. Traustascn — 46.200 Öskar Hermannsson — 42.900 Friðþj. Gunnlaugsson — 39.200 Baldvin Þorsteinsson — 38.500 Sverrir Valdimarsson — 37.700 Oddur C. Thorarensen, , Bjarmast. 9 — 37.300 Oddur C. Thorarensen, Hafnarstr. 104 — 35.800 Skattstjórinn á Akureyri hefur lokið álagningu aðstöðugjalda og bera þessi fyrirtæki hæst gjöld: Kaupfél. Eyfirðinga kr. 1.444.200 Verksmiðjur SlS — S52.200 Útgerðarfél. Ak. h.f. — 475.500 Slippstöðin h.f. — 108.900 Kaffibrennsla Ak. — 104.000 Amaró h.f. — 103.300 Af einstaklingum bera þessir hæst aðstöðugjöld: Valgarður Stefnásson kr. 78.000 Valtýr Þorsteinsson — 50.000 Kristján N. Jónsson — 46.000 Brynjólfur Brynjólfss. — 41.000 Tómas Steingrímsson — 32.200 O. C. Thorarensen, Bjarmast. 9 — 30.600 Haust í Þjórsárda! Einn sat ég, einn hjá affaravcgi um hádegi í haustrauðri sól. Og stigháir fákar með fjúkandi manir fram hjá mér þutu áh myndar og hljóðs. Og vitund mín gróf sig í myrkur og moldu með sóttheitum unaði svita og blóðs. Og hjarta mitt sló undir stálcfnum stakkl hins sterkasta manns. Mín leyndasta kennd og minn dimmasti draumur Iýstu sem eldur úr augum hans. Steinn Steinarr. Nú um helgina fer Sósíalista- j íélag Reykjavíkur í skemmti- j l'erö austur í Þjórsárdai undir lciösögu Björns Þorsteinssonar sagnfræðings. Hér skulu í flýti hripaðir nokkrir fróð- leiksmclar um Þjórsárdr|'., en hvatki er missagt í fræðum þessum þó leiðréttir Björn það á sunnudaginn kemur. Þjórsárdalur byggðist á land- námsöld. og segir Landnáma, að Þorbjörn. sem nefndur var laxakarl, hafi numið hann og Gnúpverjahrepp að Kálfá. Emna ku.nnastur af íbúum dalsins á þessu.m tímum mun vera Gaukur Trandilsson, sem bjó á Stöng. Lítur að því gam- alt viðlag, sem allir kunna: Önnur var öldin, er Gaukur bjó á Stöng; þá var ei til Steinasitaða leiðin löng. Af Gauk þessu.m var til saga. sem nú er glötuð. I F'Iateyjarbók standa skrifuð þessi skilaboð til ritarans: Láttu hér rita Gauks sögu Trandilssonai', mér er sagt að herra Grímu.r eigi hana. Þau urðu afdrif Gauks, að fóst- bróðir hans Asgrímur Elliða- grímsson drap hann — hvort sem það hefur verið fyrir kvennamál eða eitthvað mikil- vægcra, Lætur Njáluhöfundur Ásgrím afsaka þann verknað sinn með þelm orðum, „en það mu.nu margir mæla, að eigi dræpi ég Gauk fyrr en mér væri nauður á“. Ekki hafa aðrar sagnir farið af sögu. þessari. Þó má g°ta þess, að Húnvetningur nokkur, sem Vigfús hét og var kallaður Geysir. kvaðst hafa átt sög- una en lánað hana og aldrei séð síðan. Ef satt er, sýnir þetta betu.r en flest annað, að aldrei skyldu menn lána bæk- ur. En þess ber að gæta, að Vigfús lifði fram yfir miðja síðustu öld, og er heldur ó- sennilegt, að afskrift sögunnar hafi leynzt svo lengi án þess að verða norrænufræðingum að bráð. Næst Gauk mun trúfíflið og uppskafningurinn Hjalti Ekeggja'on vera kunnastur þeirra dalveria. Þekktastu.r er Hjalti af afskiptum sínum af kristriilöke.nm,' og vísa- ,hans Vil ek eigi gqð geyia hefu.r alla daga síðan verið Isleridingum. ku.nn og hugbekk ei.ns og aðr- ar níðvísur. Helzt er haldið, að Hjalti hafi búið á Skelja- stöðu.m, og er sagt að hann h."fi látið gera kirkju á bæ si'num og takið blýi. Kemur það heim við það. að á Skelja- strðum hafa fu.ndizt nokkrár blýplötur. I Þjórsárdal hefur um eitt skeið verið blómleg byggð en nú er þar helzt að iíta hrika- lega auðn. Um eyðingu Þjórs- Háifoss í iÞjórsárdal. árdals eru margar sagnir rg fæjtar áiæiðanlegar, en slíkt í’æð.ir Björn betur á sunnu- dag. Geta fróðleiksfúsir sósíal- istar leitað sér allra nánari upplýsinga í ritgerð þeirri, er Brynjólfur Jónsson frá Minna- núpi reit í árbók Fornleifafé- lagsins 1885. Telu.r Brynjólfur 18 eyðibyli fyrir innan Skriðu- fell og sést á því að mikil umskipti hafa hér orðið. Þjórsárdalur hefur orðið vin- sæll með ferðamönnum eink- um eftir að upp voru graín- ar bæjarrústirnar á Stöng, hmu forna býli Gau.ks Trand- ihsonar. En dalu.rinn hefur einnig orðið íslenzkum lista- mönnum hvöt til dáða. Ás- grímur Jónsson hefur sótt í Þjórsárdal og rnálað þaðan margt fagurra mynda. Steinn Steinarr yrkir eitt sinna snilldarkvæða um haust í Þjórsárdal og Hannes Hafstein ímyndar sér að hann sé stadd- ur á Skeljastöðum ;og sjái dal- inn eyðast. Hannes kveður: Þá allt í einu finnst ísköld hrylling. 1 lofti hreinu dylst lævís trylling, og þrumur boða með undra óm um albjart hádegið skapadóm. Svo steypist svartnætti sárkalt yfir, og Heljar illvætti hátt nú lifir. Svo a).lt er grenjandi gnýr og org, sem gnauði Helvítis sölutorg. Auk þess, sem hér er á drepið, er ýmislegt fleira í Þjórsárdal, sem gleður ferða- mannsins auga, og skal frek- ari upptalningu sleppt. Er þess að vænta, að sósíalistar í Reykjavík noti þetta tæki- færi til að kynnast í fyrsta sinn eða enn á ný þessum furðudal, og gleðjast um leið í góðum félagsskap samherja sinna. Hjálparfoss i Þjórsárdal er af mörgum talinn einn ifegursti foss landsins. I ■ I i i 111 O.D'j) l n.j *....... ; ujii i.!11 TT tr Fimmtudagur 9. ágúst 1962 ~ ÚJÓÐVILJINN (3 l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.