Þjóðviljinn - 09.08.1962, Blaðsíða 4
BJORN BJARNA
og
Verkalýðshreyfingin
BANDALAGIÐ
I skýrslu sinni til 4. þings
Alþjóðasambandsins, W.F.T.U.,
sem haldið var í Leipzig í okt.
1957, sagði aðalritari þess, Louis
Saillant meðal annars þetta um
Efnahagsbandalagið: Með virk-
um stuðningi einokunarhringa
Bándaríkjanna reynir auðvald
Evrópu, með Efnahagsbandalag-
inu, að jafna innri mótsetningar
og að auka arðrán sitt á auð-
■ lindum Vestur-Evrópu og viss-
um löndum Afríku. Undir þess-
um kringumstæðum getur efna-
hagsleg pólitísk samsteypa þess-
ara sex ríkja ekki þýtt annað
fyrir verkalýð þeirra en að lífs-
kjör hans verði jöfnuð niðurá-
við. Skerðing á þjóðlegu sjálf-
stæði þeirra gefur þýzku auð-
hringunum frjálsari hendur“.
1 aðalályktun þingsins er
verkalýðnum svo bent á leið-
ina til að mæta þessari nýju
hættu, en þar segir meðal ann-
ars: „Þessar kringumstæður
gera það nauðsynlegra en nokk-
' urntíma áður fyrir verklýðinn
og samtök hans að skapa ein-
ingu, á vinnustaðnum og í
samtökum sínum bæði þjóðlega
og alþjóðlega”.
Á 5. þinginu, sem haldið var
í Moskvu, í des. 1961, var því
slegið föstu að áhrifa Efnahags-
bandalagsins væri farið að gæta
í versnandi lífskjörum verka-
lýðsins í viðkomandi löndum.
í baráttústefnuskrá 5. þings-
ins segir meðal annars:
„1 Vestur- Evrópu í skjóli
Efnahagsbandalagsins, herða
auðhringarnír tökin á kostn-
að minni fyrirtækjanna. Þeir
loka verksmiðjum og nám-
um og auka arðrán sitt á
verkalýðnum".
1 þessu máli sem öðrum, er
varða' hágsmuni verkalýðsins,
stóð Aiþjóðasambandið -vörð og
benti á aðsteðjandi hættu - en
það sama verður því miður
ekki sagt um verkalýðssamtök
VesUir-?y@^p^ij s,þau sem eru
innán AÍþjÓðSsáritbands ffjálsra
verkalýðsfélaga, I.C.F.T.U. Flest
þeirra tóku þegar í upphafi af-
stöðu með Efnahagsbandalaginu
en reynsla undanfarinna ára
hefir nú breýtt afstöðu sumra
þeirra ér áður stóðu með því.
Sem dæmi um þá breyttu af-
stöðu. serri réynslan hefir knú-
ið fram, má nefna aðalritara
Gaselco, sambands gas- og raf-
virkja í Belgíu, Jacques Yerna.
Hann skrifar langa grein í viku-
blaðið „La Gauche", 1. júní s.l.,
þar sem hann skorar á verka-
lýð Efnahagsbandalagslandanna
að sameinast í einhuga baráttu
gegn síharðnandf þrælatökum
auðhringanna. Hann segir þar
meðal annars: „Blekið varnaum-
ast þornað á Rómar-samningn-
um“, þegar auðhringarnir byrj-
uðu að endurskipuleggja sam-
tök sín og samræma árásarað-
gerðir sínar á hendur verka-
lýðnum. En verkalýðssamtökin
voru varbúin að mæta þess-
um samræmdu aðgerðum auð-
hringanna á lífskjörin, vegna
skorts á samstarfi og alþjóð-
legri einingu þeirra. Viðbrögð
auðhringanna,. sem þrátt fyrir
- allt t.sitt; sktaþ ;um frjálsa sam-
keþþríi setja héilar framleiðslu-
greinar í öllum löndum Efna-
hagsbandalagsins undir eina
stjórn, ættu að geta orðið
verkalýðnum áminning um að
samhæfa betur s>nar starfsað-
ferðir. „Að berjast sameigin-
lega eða falla sem einstakling-
ar, eru þeir kostir, sem verka-
lýðshreyfing Evrópu á um að
velja í dag“, segir greinarhöf-
undur að lökum.
Reynslan af Efnahagsbandalag-
inu, sem knúið hefir fram þau
skoðanaskipti, sem fram koma
í skrifum þessa belgíska verka-
lýðsforingja, virðist hafa haft
sín áhrif, einnig í þeim löndum
sem enn eru ekki orðin aðilar,
en hafa sótt um aðild, eins og
Danmörku. Jakob Rasmussen
Stavros Niarchos, keppinautur
og fyrrv. mágur gríska skipa-
kóngsins Onassis, lét smíða
handa sér hraðskreiðustu
snekkju heims, til þess að
íerðast mtlli lúxusíbúðar sinn-
ar- á eyju í Miðjarðarhafinu
■cg' .skrifstqfunnar í Píreus.
Vegaléngdin á milli er 90
kílómetrar. Snekkjan náði 100
km. hraða á klukkustund. Nú
hefur Niarchos boðið þetta
farartæki til sölu eftir litla
notkun. I snekkjunni eru
tveir hreyflar, 3500 hestöfl
hvor. Þessum olíuskipakóngi
þótti olíueyðslan allt of mik-
il.
★
Ivo Andric, Nóbelsverðlauna-
hafi fyrir bókmenntir 1962,
hefur ánafnað heimabyggð
sinni Herzegovíníu helming
verðlaunanna (um 18 milljón-
um dinara eða um 750 þús-
und kr.). Fénu á að verja til
að setja ó stofn almennings-
bókasöfn og bókmenntarann-
sóknastofnanir í héraðinu.
Andric
Raymond S. Hareld, 31 árs
gamall bandarískur liðþjálfi
í hernámsliðinu í Wiesbadcn í
Vestur-Þýzkalandi, hefur beð-
ið um hæli sem pólitísku.r
flóttamaður í Tékkóslóvakíu.
í íylgd með honum Var ung
þýzk stúlka, sem einnig baðst
hælis í Tékkóslóvakíu. Hareld
sem er blökkumaður, er vél-
fræðingur að mennt.
★
Julius Nyerere, fyrrv. forsæt-
isráðherra Tanganjíku, verður
í framboði' ff'komandi forseta-
kosningum í landinu af hálfu
flokks síns TANU. Tanganjíka
verður lýðveldi hinn 9. des-
ember n.k.
*
Eisenhcwer, fyrrv. Banda-
ríkjaforseti, hefur lýst yfir
andúð sinni á því kappsmáli
Bandaríkjamanna að verða
fyrsti.r til að komast til
tunglsins. Skoðun sína setur
Eisenhower fram í grein í
blaðinu Saturday Evening
Post. Flann kveðst vera mjög
hlynntur geimrannsóknum, en
kostnaðurinn við fyrstu tungÞ
feröina verði svo gífurlegur að
ekki sé rétt að hraða sér um
of.
★
J. Vincent Kéogh, fyrrverandi
dómari við hæstarétt New
York-ríkis hefur verið dæmd-
úr í tvéggja ára fangelsi fyr-
ir mútuþægni. Keogh haföi
tekið við 35.000 dollara
greiðslu ásamt lögfræðingi
nokkrum fyrir „að beita áhrif-
Fauikner
um sínum“ í máli, er höfðað
var gegn verkalýðsleiðtogan-
urn Antono Coralo.
★
William Faulkner, bandaríski
nóbelshöfundurinn sem nú er
nýlátinn, var sagður hraustur
drykkjumaður, en fór aldrei
úr andlegu eða líkamlegu
jafnvægi, þrátt fyrir mikla
viskídrykkju, og hafa ýmsar
sögur um það birzt nú, eftir
dauða hans. Hér kemur ein:
Ferðamenn laumuðust . að
kvöidíagi til einkabústaðar'
■ hins fræga ritþöfundar. í-
fyrrasumar. Beindu þeir vasa-
Ijósum að skaldinu þar sem
það sat að drykkju á svölum
hússins og vildu nú sjá hvern-
ig „ei.nkalíf" þess færi fram.
Nóbelsskúldið stóð upp frá
borðinu, tæmdi úr þvagblöðru
sinni yfir handriðið og hróp-
aði til óboðnu gestanna:
„Þarna sjáið þið einkalífið,
piltar“.
★
skrifar í blað dönsku sjómanna-
samtakanna, Ny Tid, grein um
Efnahagsbandalagið og segir þar
meðal annars: „Hugmyndin um
jnarkaðsbandalag Evrópu, eða
Bandaríki Evrópu, er síður en
svo ný af nálinni eða nokkuð
sem ekki hefir verið áður reynt.
Hitler talaði líka um Bandaríki
Evrópu og þá eins og nú voru
öfl innan dönsku ríkisstjórnar-
innar og stóratvinnurekstursins
sem reyndu að beina dönsku
þjóðinni inn á þessa lífshættu-
legu braut“. Síðar í greininni
segir: „Fyrir Þýzkaland þýðir
þessi bandalagshugmynd fram-
kvæmdina á draumi Hitlers og
þýzku auðhringanna um sam-
einaða Evrópu þar sem auð-
hringarnir hefðu öll völd og
ótakmarkaða möguleika til að
framkvæma þýzku hefndarpóli-
tíkina".
Að lokum segir greinarhöf-
undur: „Leið okkar getur ekki
legið með sexveldunum, við eig-
um um annað og betra að velja.
Við verðum að efla og byggja
upp atvinnu- og efnahagslíf
okkar í vinsamlegum samskipt-
um við sósíalistisku löndin, með
efnahagslegri samvinnu við all-
ar þjóðir, einnig utan Evrópu,
en þau samskipti verða að vera
á grundvelli jafnréttis og sjálf-
stæðis. Það verður að vera Ieið
Danmerkur".
Við svipaðan tón kveður einn-
ig í blöðum verkalýðshreyfing-
arinnar í brezku samveldislönd-
unum. í tímariti Kjötiðnaðar-
mannasambands Ástralíu birtist
s.l. vetur grein með yfirskrift-
inni „Efnahagsbandalagið er al-
varleg hætta fyrir okkur“. Þar
er því slegið föstu að ef Bret-
land gangi í Efnahagsbandalag-
ið muni það valda algeru hruni í
matvælaframleiðslu Ástralíu og
eigi hún þá aðeins eina leið
opna, verzlun við sósíalistisku
ríkin.
I S i * I » • *" •* > * i ’ * •=• •
I bælkingi, er indverska
verkalýðssambandið, A.I.T.U.C.,
gaf út s.I. vetur og fjallar um
þau áhriif er tengsl við Efna-
hagsbandalagið myndu hafa á
lífskjör verkalýðsins á Indlandi,
er þetta niðurstaðan: „Við meg-
um undir engum kringumstæð-
um verða herfang þessarar
valdapólitíkur eða tengjastEfna-
hagsbandalaginu á nokkurn
hátt, þótt sterk öfl séu að verki
og reyni að draga okkur í þá
átt“.
Svona mætti halda áfram
að fletta blöðum verkalýðs-
hreyfingarinnar og víðast hvar
er afstaðan hin sama til Efna-
.hagsbandalagsins. Allt það,
sem þar er sagt á ekki sfður
við gagnvart okkur hér heima
og verðum við því að vera vel
á verði gagnvart þeim óhappa-
mönnum, innan og utan verka-
lýðshreyfingarinnar, sem vilja
fjötra okkur á ldafa Efnahags-
bandalagsins. Alþýðusamband-
ið hefir varað okikur við en
við megum ekki sofna á verð-
inum.
Alþjóðasamband verkalýðs-
félaga, W.F.T.U. hefir ákveðið
að kalla sarnan ráðstefnu á
hausti komanda til þess að
revna að skipleggja vörn verka-
lýðsins gegn árásum Efnahags-
bandalagsins. Ráðstefnan verð-
ur haldin í Leipzig 31. okt.
til og með 2. nóv. Til hennar
hefir verið boðið 26 verkalýðs-
samböndum í Evrópu og 16 ut-
an Evrópu. Mörg þeirra sam-
banda, sem boðin hefir verið
þátttaka, eru utan Alþjóða-
sambandsins.
Flelrl flöldamorðlngjar
dregnlr fyrir dómstólana
BONN 7/8 — Tólf fyrrverandi
SS-mönnum og Gestaiiómönnum
verður innan skamms stefnt fyr-
ir rétt í Bonn, sökuðum um morð
cða þátttöku í morðum á um
170.000 gyðingum í heimsstyrj-
öldinni síðari.
Hinir ákærðu nazistar tóku
þátt í fjöldamorðum í fjölda-
fangabúðum í Kulmhof við Poz-
nan í Póllandi á árunum, 1941—
1945. I ákæruskjalinu, sem er um
202 síður að lengd, segir að um
1000 gyðingar hafi verið fluttir
til fangabúða þessarra á hverj-
um degi. Varðmennirnir hafi rek-
ið þá upp á yfirbyggða vörubíla.
Síðan var þeim lokað og þeir
einangraðir og útblástursgas bíl-
anna notað til að myrða fangana.
Líkunum var ýmist brennt eða
þau grafin í skóglendi í grennd
við fangabúðirnar.
BONN — Vestur-þýzka sam-
göngumálaráðuneytið hefur fund-
ið sig knúið til að kvarta opin-
berlega yfir ferðamannapésa sem
vestur-þýzka flugfélagið Luft-
hansa hefur gefið út í samvinnu
við Air-France. Kvarta hinir háu
herrar yfir því að nöfn borga
og bæja á svæðinu fyrir austan
landamæri Austur-Þýzkalands
eru rituð á' pólsku.
Þrátt fyrir það að svaeði þetta
er nú pólskt, skorar samgöngu-
málaráðuneytið á Lufthansa að
„rannsáka málið gaumgæfilega'’.
Ekki lætur ráðuneytið undir höf-
uð leggjast að vekja athygli á
því að enda þótt Lufthansa sé
sjálfstætt fyrirtæki, sé mikill
hluti af tekjum þess kominn
undir ríkisstjórninni.
il!
*<-»
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 9. ágúst 1962
- <y -jt