Þjóðviljinn - 09.08.1962, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 09.08.1962, Qupperneq 5
Komizt hefur upp um stórfelldustu njósnir og' formúluþjófnað í lyfjaiðnaðinum sem um getur síðan heimsstyrjöldinni lauk. ítölsk lyfjafyrirtæki hafa komizt yfir uppfinningar bandaríska lyfja- framleiðsluhringsins Cynamid og framleiða nú fúkkalyf fyrir margfalt lægra verð en aðrir fram- | Þetta varð til þess að ítalir I gerðust „sjóræningjar“ á sviði lyfjaframleiðslu eftir heimsstyrj- öldina. Kepptust allskionar brask- arar við þessa framleiðslu við frumstæð skilyrði, enda um ör- uggan gróöaveg að ræða. Fjölg- aði lyfjaframleiðslufyrirtækjum á ítalíu upp í 1300 á skömmum tíma. Frá 1954 til 1961 tvöfaldað- ist lyfjaframleiðsla Itala og út- flutningurinn þrefaldaðist. Bóluefni frá Italíu voru yfir- leitt þrefalt ódýrari en annars- staðar í Evrópu og vítamínlyf allt að tíu sinnum ódýrari. Allt þetta sýndi líka, að Bandaríkja- menn hafa lagt gífurlega mikið á lyfjaverðið í skjóli „þróunar“- og „uppfinningarkostnaðar“, þar sem Italir gátu selt lyfin svona miklu ódýrari og auðgazt «samt vel. • Áfall fyrir Cyanamid Cynamid var gerður mikill ó- greiði með þjófnaði þeirra Fox og Caneerlarich. Fyrirtækið neyddist til. að lækka lyf javerð- ið að mun vegna samkeppni ítal- anna. T.d. var verðið á hver 250 milligrömm af Aureomycin um 600 krónur árið 1948, en vegna samkeppni ítölsku framleiðend- anna mun það nú vera komið niði'.r í 150 krónur. Það þykir kaldhæðnislegt að bandaríska hermálaráðuneytið hefur keypt lyf fyrir heri sína frá ítalíu und- anfarið meðan Cynamid hefur átt í sívaxandi erfiðleikum. leiðendur. i ustu framleiðsluleyndarmál Sydney Fox seldi leyndarmál fyrir 40 milljón kr. ’i:'1smenn Cynamid-hringsins segja að fyrirtækið hafi orðið fyrir 40 milljón dollara tjóni vegna formúluþjófnaðarins. Cynamid er meðal hundrað stærstu iðnfyrirtækja í heimi. Það hefur sjö stórar rannsókna- miðstöðvar og 27 erlend dóttur- fyrirtæki. Mánaðarvelta hrings- ins nemur um 25 milljörðum kr. Cynamid-hringsins og boðið þau sex ítölskum lyfjaverksmiðjum til sölu. Á' þessari verzlun mun Fox haJa auðgazt urh 40 miHjónir kr. Hann hafði lofað félaga sínum Cancerlarich helmingi ágóðans, en sveik hann um upphæðina. Þá varð Cancerlarich svo æfur, að hann brá sér í bandarísku ræði.smannsskrif:tofuna í Milanó og skýrði frá öllu athæfi þeirra kumpánanna, og þótti sú saga líkust glæpareyfara og upplögð til kvikmyndunar. Cancerlarich skýrði frá því hvernig hann hefði stoli.ð heilum stöflum af leyni- skjölum um lyfjaframleiðslu og síðan selt þau ítölskum fyrir- tækjum ásamt Fox. Sœftir leiðtoga Serkja í Alsír A „£ muaðuuiu • Bóluefni stolið Cynamid hefur varið 12 millj- ónum dollara (um 520 milljónir kr) til að þróa og framleiða nýtt mænusóttarbóluefni, en hefur til þessa ekki hagnazt um einn eyri af því, þar sem það er ekki full- komnað enn. Þá hefur fyrirtækið greitt milljónir dollara til upp- finningar annarra . bóluefna og náð mjög góðum árangri á mörg- um sviðum. Cynamid-verksmiðj- urnar framleiða bóluefni gegn hverskonar sjúkdómum, og hafa framleiðslu sína í mörgum lönd- um, eins og áður segir. öll þessi bóluefni hafa verið talsvert dýr, enda miklu fé var- ið til uppfinningar þeirra. Það vakti því mikla furðu þegar byrjað var að bjóða ýmis þess- ara dýru bóluefna til sölu í lyfja- verzlunum í Vestur-Þýzkalandi I # fyrir þrem mánuðum fyrir hlægi- l lega lágt verð. Umboðsmenn Cvnamid voru ekki í neinum vafa um að hér væri enn eitt dæmið um stuld ítalskra fyrir- tæk.ia. á formúlum Cynamids, en nokkuð er liðið síðan tók að bera á slíku. I l.jós kom að ítölsk lyfjaverk- smiðja hafði ráðið mann að nafni John Cancelarich sem tæknilegan forstöðumann útibús sínsc í V- Þýzkalandi. Maður bessi hafði áður starfað við þróunardeild bnndaríska lvfjahringsins. Hjá Cvnamid hafði einnig starfað efnafræðingurinn Sidney Fox, cg sameiginlega höfðu þessir menn haft á brott með sér mikilvæg- Samkvæmt tilskipun frá Músso- lini einræðisherra árið 1939 er á ítalíu ekki virtur einkaréttur á framleiðsluaðferðum í lyfjaiðnað- inum og er þetta enn í gildi. Þar er hægt að líkja eftir erlendum lyfjum án þess að ítalskir fram- leiðendur þurfi að borga leyfis- kostnað eða þróunarkostnað eins og tíðkast í öðrum löndum. Ben Bella er orðinn valdamesti maður í hinu frjálsa Alsír, eftir að hann hafði náð samningum og fullum sáttum við Ben Khedda. Á miðri myndinni sést aðalsamningafulltrúi Ben Bclla, Mo- hammed Khider, lesa upp sáttmálann mn samkomulag leiðtoganna. Við hlið hans stendur Bel- kacem Krim (t. v.),og Boudiaf (t. h.). Thalidomid veldur bœði vansköpun og dauða NEW YORK — í New York er nú verið að rannsaka fyrsta dauðsfallið í sambandi við neyzlu barnshafandi kvenna á hinu skaðléga deyfilyfi thalidomid. 43 ára gömul kona, sem tekið hafði róandi lyf á meðgöngutímanum, fæddi nýlega vanskapað barn, er dó skömmu eftir fæðinguna. Það var geðsjúkdómalæknir sem ráðlagði konunni að taka inn thalidomid. uð vegna langan tíma, og ógæfunni varð ekki forðað. Dómstóll í bænum Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur synjað tilmælum barns- hafandi konu um að henni verði gefið leyfi til fóstureyð- ingar. Konan hefur neytt thalidomids á meðgöngutím- anum cg óttast nú að barnið thalidomid-neyzlu _^verði vanskapað. Bandarísku læknasamtökin hafa boðað að þau muni gang- ast fyrir ítarlegri rannsókn og skilgreiningu á áhrifum thali- domids á þróun barnsfósturs- ins. Slóðaskapur ráðherra Fyrir skömu var brezki heilbrigðismálaráðherrann En- och Powell borinn þungum sökum í neðri málstofu brezka þingsins, og sakaður um slóða- skap í baráttunni gegn þessu umdeilda lyfi. Ráðherrann harðneitaði þeirri kröfu að láta ríkið borga skaðabætur til þeirra mæðra sem fætt hefðu vansköpuð börn vegna thalidomid-notkunar. 40 í Kanada I K.anada er vitað um 40 börn sem fæðst hafa vansköp- mæðranna. Lyfið var bannað á Bretlandi og Vestur-Þýzka- landi. En áður en bannið var lögleitt, höfðu verið seldar þúsundir af thalidomid-töflum í Kanada, segir í frétt frá fréttastofunni Canadian Press. Átti að varna ógleði Thalidomid var upphaflega selt til að varna ógleði log uppköstum barnshafandi kvenna á morgnana, en brátt tók að bera á því að lyfið olli vansköpun barna. Olli það all- miklum deilum og úlfaþyt, eins og vænta mátti og hundr- uð kvenna hafa orðið fyrir þeirri ógæfu að ala vansköp- uð börn vegna þessa lyfs. Allt þetta varð til þess að lyfið var bannað, en þá hafði það verið selt í stórum stíl í all- Tveir kanadískir þingmenn hafa skorað á Diefenbaker forsætisráðherra að gangast fyrir myndun sérstakra nefnda á hverjum stað, er annist hin vansköpuðu börn. Benda þing- mennirnir á, að stjórnarvöld- unum beri siðferðileg skylda til að veita þessum böiTium alla þá hjálp sem hægt er með aðstoð vísindanna. Fyrrverandi formaður Al- þjóða-heilbrigðismálastofn- unarinnar, dr. Brock Chris- hiolm, hefur hvatt til að stofn- að verði sérstakt ráð eða nefnd, sem úrskurði það hverjum vansköpuðum börn- um „skuli hlíft við að lifa“. Verði þá skorið úr því þegar eftir fæðinguna hvort börnin séu það vansköpuð að lífið hljóti að verða þeim óbærileg kvöl. Fimmtudagur 9. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.