Þjóðviljinn - 24.08.1962, Page 7

Þjóðviljinn - 24.08.1962, Page 7
plðÐVlUINN Otgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. -- Ritstiórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: fvar H. Jonsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Rit- 6tjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavorðustig 19. Sími 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 55.00 á manuði. _____ ^mmmmm Ekki sama hver í hlut á Ctríð núverandi ríkisstjórnar gegn aukinni kaupgetu ^ almennings birtist í mörgum myndum. Nýjasta dæmi þess er 40% hækkun aðflutningsgjalda á vel- flestum vörum, sem til landsi»s flytjast. Þessi hækk- un aðflutningsgjalda mun að sjálfsögðu hafa í för með sér almennar verðhækkanir innanlands, áður en langt um líður. 'Má glöggt sjá á þessu dæmi sem fleirum, að allt tal stjórnarflokkanna um umhyggju þeirra fyr- ir *lfaupmœtti almennings er helber hræsni og ekkert annað. Þetta 'kemur m.a. fram í því, að Vísir, málgagn fjármálaráðherra, talar um þessa gífurlegu hækkun farmgjalda sem ,",spor í rétta átt“ og í leiðara blaðs- ins 21. ágúst s.l. er sagt berum orðum að hæklkunin sé gerð sérstaklega fyrir eitt stærsta milljónafyrir- tæki landsins, Eimskipafélagið. T leiðara Viísis er það meira að segja tvítekið fram, að hér sé þó einungis um að ræða „nokkra leið- réttingu“, sem Eimskipafélagið hafi fengið, og er því augljóst, að ríkisstjórnin hyggst hækka farmgjöld enn meira í náinni framtíð. En síðan reynir blað fjár- málaráðherra að breiða yfir þá hlið þessa máls, sem að almenningi snýr, með því að segja að farmgjalda- hækkunin muni ihafa „nokkurn kostnaöarauka í för meö sér fyrir farmeigendur.“ Það er rétt eins og blaðið 'haldi, að farmeigendur muni taka þessa hækkun á sig, en ekki velta henni yfir á almenna neytendur. Þann- igihyggstlheildsalamálgagnið leiða athygli lesenda sinna fram hjá starfsháttum húsbændanna, enda þótt það viti áreiðanlega betur. Og þess mun ekkí langt að bíða að neytendur fcomist að raun um það, hve mik- inn hluta hækkunarinnar farmeigendur taka á sig. pn þó er annar þáttur þessa máls ekki síður athygl- ^ isverður fyrir vinnandi fólfc lí landinu. Undanfarið hefur veifcalýðshreyfingin unnið að því að bæta kjör ineðlima sinna vegna þeirrar miklu dýrtíðaraukning- ar, sem allt brölt „viðreisnarstjórnarinnar“ hefur haft í för með sér. Og enda þótt stjórnarflokkarnir hafi neyðst til að viðurkenna, að óumflýjanlegt væri að bæta kjör vinnandi fólks, hafa þeir barizt með hnúum og hnefum gegn sérhverri viðleitni í þessa átt. Ríkis- stjórnin hefur beinllnis stofnað til verkfalla, sem vald- ið hafa stórfelldu tjóni, til þess að reyna að koma í vveg fyrir bætt kjör verkalýðsins, eins og fram kom járnsmiðadeilunni í vor. Og ríkisstjórnin hefur 'beitt valdi sínu til þess að láta rýra kjör sjómanna á síld- veiðunum. Þannig hefur ríkisstjórnin ekfci einungis neytt allra ráða til þess að koma í veg 'fyrir aukna kaupgetu almennings, heldur beinlínis notað vald sitt til þess að knýja fram aðgerðir, sem minnki kaup- getuna. jhi þegar stærsta gróðafélag landsins, Eimskipafélag- ið, á í hlut, er afstaða ríkisstjórnarinnar skyndilega allt önnur. Félagið þarf ekki annað en rétt að ýja að hækkun farmgjalda til þess að geta enn aukið gróða sinn, og samstundis lætur ríkisstjórnin fram- fcvæma stórfelldari farmgjaldahækfcun, en nokkurn hefði órað fyrir. Þá er ekki verið að horfa í 8%, eða 10% eða 14%. Nei, þá gildir ekkert minna en 40% haékkun, enda er þetta einungis „spor á rétta átt“, eins og Vísir segir. Ketta eru staðreyndir, sem vinnanúi.stéttþ þurfa að íhuga vel. Þegar hagsmunir auðfélaga og atvinnu- rekenda eru annars vegar, stendur ekki á núverandi ríkisstjórn að gera ráðstafanir, sem auki enn á gróða þeirra. En þegar um það er að ræða, að auka, k’aup- mátt almennings, er ríkisstjórnin gersamlega, klumsa. Þann leiða kvilla þarf að lækna, og það vérður bezt ,gert með því að gefa núverandi stjórnarhérrum langt frí frá störfum. — b. z I ATTLEE JARL. FYRRVERAND! FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS Þessi grein Attlees hefur vakið verulega athygli í umræðunum um inn- göngu Bretlands í Efnahagsbandal agið. Þjóðviljanum þykir rétt að gefa lesendum kost á að kynnast sjónarmiðum hins aldna stjórnmálaleiðtoga yerkamannaflokksins brezka, þó þ vTí fari fjarri að blaðið hafi t.d. eins háar hugmyndir um brezka samveldið og fram kemur í grein hans. Hléið á samningaumleitun- unum um inngöngu Bretlands í Eínahagsbandalagið gefur þeim landsmönnum, sem til þessa hefur ekki verið ráðgazt við, tækifæri til að íhuga, hvert stefnt er undir forystu núver- andi ríkisstjórnar. Það er óheppilegt, að ríkis- stjórnin hefur tekið árinni svo djúpt í, að hún hlýtur að bíða verulegan álitshnekki, ef samn- ingaumleitanirnar fara út -um þúfur. Ég efast um, að þjóðin hafi gert sér glögga grein fyrir þeim breytingum á stöðu Bretlands, sem fyrirhugaðar eru. Þ'lóBararf- urinn Sakir iegu sinnar hefur Bret- land til þessa ekki verið hluti af Evrópu, þótt það væri af evrópsku bergi brotið, ef svo má að orði kveða. Aðra hönd sína rétti það að Evrópu, en hina að Nýja heiminum hand- an Atlanzhafsins og að Asíu og Eyjaálfunni. Ef undan eru skilin hernað- arbandalög til bráðabirgða, hef- ur Bretland varazt að bindast sterkum böndum nokkru stór- veldi eða stórveldasamtökum á meginlandi Evrópu. En nú skal okkur gert að taka upp efnahagsleg og hern- aðarleg tengsl við sexveldin. Við hlytum að afsala okkur at- hafnafrelsi til þess að stjórna hagkerfi okkar að geðþótta, en við tökum einnig upp náin tengsl við ríkin á meginlandinu og öðlumst hlutdeild í arfleifð ástar og haturs, sem þeim fyig- ir. Okkur er talin trú um, að efnahagslegt hrun blasi við okkur, ef við tökum ekki þenn- an kost. Án efa er álitlegt að ganga inn í markað 250 milljón manna, sem hafa verulega kaupgetu, en ekkar eigin márk- aður, sem þeim er ætlað að fá aðgang að, er ekki ósjálegur Og lönd Efnahagsbanddlagsins' eru mikil iðnaðarlönd. SjonarmiS 1 þessu skyni verðum við að varpa fyrir borð tollaívilnunum samveldisins. Vaxtarskilyrði iðnaðar samveldislandanna er gífurleg, þótt iðnaður þeirra hafi ekki tekið út fullan vöxt, heldur sé' á vaxtarskeiði. í þeim njótum við mikils vel- vilja. Á efnahagslegan ávinning af inngöngu hafa ekki verið færðar sönnur, þótt ekki sé meira sagt. En mér virðast stjórnmála- legar afleiðingar inngöngu vera viðsjárverðar. Við erum að ganga til náins og varanlegs bandaiags við hluta af Evrópu, eri ekki hana alla. Það virðist ■: til of mikils mælzt, áð Brétland, sem sigr- að hefur tvö þéssara sex landa í stýrjöld og leyst fjögur þeirra úr fjötrum hernáms, gangi nú með húfuna, í höndunum til þess að biðja um aðild að stofn- un þessari. Fyrsta mótbára mín er sú, að tvö þau helztu aðildarríkjanna búa við óstöðugt stjórnarfar. EinrœÓi Frakkland sveiflast milli lýð- ræðis og einræðis. Sama máli gegnir um ítalíu. Lýðræði í reynd hefur aldrei þrifizt í Þýzkalandi. Þegar það hefur komið á hjá sér lýðræði hefur það ekki gefizt vel. Stuðningmönnum Efnahags- bandalagsins verður tíðrætt um það, sem verða kann eftir 20 til 30 ár. Hver getur sagt það fyrir? Hver sá valdatöku Hitlers fyr- ir? Hver hefði látið sér detta í hug, að maður sem Hitler hefði komizt til valda svostuttu eftir fall keisarans sem á varð raun? Samt sem áður \ skulum við tengdir þessum löndum svo, að ekki verði aftur tekið. Erum við þess fullvissir, að Þjóðverj- ar .ha.fi hórfið frá öllum áform- um útþenslu? Það stæði að sjálfsögðu til bóta, ef lond, þaulreynd að lýð- ræði sem Noregur og Danmörk, gerðust aðilar, en getur raunin ekki orðið sú, að fremur gerist aðilar Spánn Francós cg Portú- gal faíazars? . •; M ir er ékkiv;áð skapi tilhögun Efnahagsbandalaigsins. Aætl- unarbúskap vil ég fyrir alla muni hafa, en ekki vil ég að áætlu.narbúskapnum veiti for- stöðu alþjóðlegir enibættis- menn. hve samvizkusamir sem þeir kunna.að vera. ValdsviSiS Frámkvæmdastjórpin - yirðist ;mér hafa álltof -mik-il völd, en lýðræðis gæta lítið. Þótt til góðs horfi, að Frakk- land og Þýzkaland séu að: setja niður forn deilumál sín og þótt aukin eining í Vestur-Evrópu horfi til góðs, fæ ég ekki séð, hvers vegna Bretland ætti að gerast aðeins hluti af Evrópu. Ég minnist þess að hafa reiðst tilraunum sumra Bandaríkja- manná að lítá á Bretland rétt aðeins sem eitt smáríki í Evr rópu og að hafa orðið' að benda á," að Bretland væri miðdepill samveldis, sem hæði ’ um heim allan. Samveldið nær til margra kynstofna, það er reyrt saman böndum, sem augum framandi sýnast veik. Samt sem áður hafa þau ekki veikzt í þrek- raunum tveggja heimsstyrjalda. Þótt í fyrstu væri það takmark- að við þjóðir af evrópskum uppruna, hefur samveldið breitt úr sér og telur nú innan vé- banda sinna Asíu.búa og Áf- ríku.búa. Það hefur þau brezku einkenni að styðjast ekki við formlegar stofnani.r. Ég hef mörgum sinnu.m verið í foivæti á fu.ndum forsætl«rááherra þess. Á þeim eru ekki grc'.dd atkvæði fremu.r en á rác’u.neytisfundum, en samt sem áður er komi.zt að semeiginlegum viðhorfum. Á þessurn samkomum ríkir fjöl- skylduandi. Satt áð segja verður samveld- inu líkt við fjölskyldu. 1 því em ung og gömul aðildarríki, en enginn fer formlega með for- ræði. Sérhvert þeirra kann að hafa sínar skuldbindingar og hagsmuni, sem aðrir aðhyllast ekki, en það varpar ekki rýrð á hina almennu sameiginlegu hagsmuni samveldislandanna. Skuldbind- ingar Nazistar og hermennskuandi vaða uppi í Þýzkalándi Adenauers, — Hver veit hvernig þróun- in verður þar næstu áratugi? Samt skal sá nú verða hlutur Bretlands að verða einungis lið- ur í samsteypu á meginlandinu, sem Þýzkaland kann að taka forystuna fyrir. Til þessa hefur það verið hafið, sem tengt hef- ur okkur öðrum löndum. Sú höfúðskepna, sem skildi aðrar þjóðir að, varð þjóð- braut milli okkar og vina okkar' í öðrum meginlöndum. Ég kysi miklu heldur, að Bretland yrði hluti af Atlanz- hafssamfélagi en evrópsku sam- félagi. Náin tengsl ökkar við Bandaríkin eru skilyrði fyrir varðveizlu f riðar og lýðræðis í heiminum. En viðsjárverðr.stu afleiðing- ar inngöngu Bretlands í Efna- hagsbandalagið yrðu áhrif hennar á samveldið. Véböndin Upp úr úreltri heimsvalda- stefnu og nýlendustefnu hafa sprcttið þessi einstæðu sam- tök frjálsra þjóða. Aðildarlönd- in í öllum heimsálfum sækja uppörfun í sameiginlegar hug-. myndir um frelsi, lýðræði ,og mannhelgi. Við skulum gera ráð fyrir, að í fjölskyldu, þar sem ein- drægni ríkir, taki sig til einn meðlimurinn, sá elzti og at- kvæðamesti, cg kvænist og flytjast einnig á brott og taki að búa hjá tengdafólki sínu og láti hagsmuni venzlamanna sinna sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum hinna nýju venzla- manna sinna. Við skulum síðan gera ráð fyrir, að hann komi á fjöl- skyldufund bundinn í báða skó af tengdafólki sínu. Sköpuðust þá ekki alveg ný viðhorf? Samt er það einmitt þetta, sem fyrirhugað er. Evrópuménn mtmu njóta betri aðstoðu í Bretlandi en Kanadamenn og Ástralíumenn. Viðskiptin við sexveldin munu sitja í fyrirrúmi fyrir viðskipt- urn við Nýja Sjáland. Á samveldið framtíð fyrir höndum? Við erum að hefja nýtt tímabil stjórnarstefnu á meginlandinu, bandalags grund- vallaðs á forsendu landafræði og nálægðar, ekki á forsendum sögu og lífsviðhorfa. Ef þessi nýja stjórnarstefna yfir á meginlandinu. verður alls ráðandi, hvernig íarnast þá öðrum samveldislöndum? Mun Kanada taka u.pp jafn náin tengsl við Bandaríkin og ef til vill Mexíkó eða önnur ríki vestan hafs? Mun Ástralía tcngia t suðaustur-Asíu eða Filipseyju.m ti.l að stofna Kyrra- haísblökk? Viðbrögð í þá átt kcma fram í þeirri uppástungu Bakistan, að það skuli tengjast fran og Afganistan og ef til vi.ll öðrum ríkjum Múhameðstrúarmanna. Ég er einlægur stuðningsmað- ur heimsstjórnar, og ég er þess albúinn, að Bretland láti af ihendi nokkurn hluta af fullveldi sínu til að tryggja heimsfriðinn, en vandamál stríðs eða friðar er heimsvandamál, sem leysa verð- ur með tilliti til b.eimsins alls. Ég held ekki, að sameiginleg- ur markaður né ríkjandi stefna á meginlandinu. séu skref í þersa átt, öllu heldur hið gagn- stæða. mmn Sá er mikiVl kostr.r samveld- isins, að það er haf'.ð yxir mis- munun manna saklr kynþáttar, litarháttar, Uúarbrágða og legu. Með myrdun samtaka Samein- u.ðu þjóðanna var hrundið í framkvæmd miki'.li (hugsjón, en úr árangri þeirra hafa dreg- ið hernaðsrbandalög, hvort sem að þeim hafa staðið kommún- istar, Bandaríkjamenn eða Afríku-Asíumenn. Allt til þessa hefur samveld- ið staðið í vegi fyrir myndun nýrra ríkja sakir klofnings fyrri ríkja. Ég óttast, að þessi stefna á inngöngu í Efna- hagsbandalagið mu.ni eyðileggja mikið fordæmi einingar I Aiarg- breytni og frelsi í samtokum. Vegna þess að ríkisstjórninni hefur síðustu 10 árin mjstekizt að virkja orku þjóðarinnar, er hún nú að kasta á glæ starfi margra kynslóða fyrir tálvinn- mga. Guardian 15. ágqst 1959 <5>- rris konungs Faðemi Sverris kon- ungs hefur löngum ver- ið mikið umræðuefni sagnfræðingum og þá einkum norskum; einn- ig hefur Prófessor Árni Pálsson skrifað um það ágæta grein, sém marg- ir íslendingart, kannast við. Nú hefuT hirrn þekkti norski sagnfræð- ingur prófessor H-alv- dan Koht skrifað grein um þetta mál og tekur Sverri að engu truan- lggan, X fréttabréfi frá „Norges Almenviten- skápelige . ForSknings-, rád“ er sagt frá skoð- unum prófessor Kohts, og fer sú frásögn hér á eftir. Sagan segir Sverri konung fædúaln árið 1151, en hann hlýt- ur að hafa sagt sig sjö árum yngri en hann raunverulega var , segir prófessor Haivdan Koht í grein í sagnfræðitima- ritinu Historisk Tidskrift. Þegar Sverrir var 24 ára, segir sagán, fékk hann þær fréttir frá Gunnhi'ldi móður sinni að hann væri fæddur ut- an hjónabands og faðir hans. væri elíki maður hennar Unas , kambari eins og hann hafði. áður ihaldið. Sagan segir ennfremur, að þegar Sverri bárst þessi vit- neslpa, hafi hann þegar verið vígður til prests. Samkvæmt þeim upplýsingum, er við höf- um, rriá gera ráð fyrir því, að hann hafi hlotið þessa vitneskju árið 1174. En á þeim tíma var það ráðandi kirkjuréttur, að engan innan þrítugs mátti vígja til prests. Hvað Sverri viðkem- ur ihefur þetta í. för með sét', að hann hlýtur að vera fæddur 1144 og þá er það útilokað, að hann geti verið sonur Sigurðar munns, sem sjá-fur var fæddur 1133 eða 1134. Annað. atriði sem bendir í sömu átt er eftirfarandi: Sverr- ir átti yngri systur, sem var gift og átti einn son. Þessa son- er getið sem höfðingja með Syerri konungi 1.184. Hann hlýt- ur þá að hafa verið minnst 20 ára -gamall, segjum 22, og fæð- ingarár hans ætti þá að vera 1162. Þegar drengurinn fæddist hlýtur móðirin að hafa verið fullvaxta, .látum oss segja 17. ára. Eldri getur hún ekki hafa verið þar eð hún var yngri en Sverrir konungur. Hún hlýtur þá að vera fædd 1145. Þriðja atriðið sem bendir í sömu átt hvað aldri Sverris konungs viðkemur er þetta: Þegar hann kvæntist 1185 átti hann fyrir fjögur börn utan hjónabands, tvo sonu og tvær dætur. Saxo segir, að eldri son- uririn Sigurður, háfi í fyrstu verið nefndur Unas og hljóti því að vera fæddur meðan Sverrir hélt sig enn vera son Unasar. En þá er einnig hugs- anlegt, að önnur -börn Sverris utan hjónabands — Hákon, Ceceilia og Ingibiörg — hafi í fyrstu -haft önnur miður kon- urigleg nöfn. S:gurður Sverrisson er nefnd- ur sem höfðingi í liði föður síns 1193 og Hékon 1197. Báðir -hljóta þá að hafa verið minnst tvítugir til þess að hljóta höfð- ihgjanafn, og sennilega hafa þeir einnig verið fæddir í Fær- eyjum. Dóttir Ceciliu var gift höfðingja sem nefndur var Einar prestur, síðar Einar kon- ungsmágur. En sagan nefnir hann ekki fyrr en árið 1201, svo þess vegna getur Cecilia vel verið fædd -í Noregi. Er síð- ar ’ á hana minnzt sem elztu dóttur Sverris og hin yngsta — Ingibjörg — var 1196 gi-ft sænska konungssyninum Karli Sverkissyni, sem féll 1198. Allt þetta bendir til þess, að báðar dæturnar hljóti einriig að vera fæddar í Færeyjum. Sverrir hefur ef svo er komið sér upp heilli f jölskyldu í Færeyjum áður en hann kom til Noregs 1176 og þá getur hann ekki hafa verið ýkja ungur. Allt þetta -bendir til þess, seg- ir prófessor Koht, að Sverrir hafi sagt sig -minnst sjö árum yng'ri en hariri rau.riverulega var og hvað mér viðkemur er ég ekki í vafa um að ái'talið 1144 er réttara fæðingarár en 1151. Pi'ófessor Koht telur það ósérinilegt, að Gunnhildur hafi sagi Sverr.i að Sigurður munn-ur væri faðir • hans. .Gunnhildur fór pílagrímsferð til Rómar ogJÍ skriftaði þar og sagði presti fráB i! Halvdan Koht syni, sem hún ætti utan hjóna- bands og væri prestvígður. Gunnhildur fékk -boð um að segja Sverri hverníg í málinu lægi, og ástæðan getur aðeins hafa verið sú að hann skyldi hætta prestsskap. Um Sigurð munn sjálfan -vissi Sverrir tæp- ast meir en það, að hann hafði verið fórnardýr svívirðilegs of- beldis. En það var nóg til þess að vefja hann dýrðarljóma heil- agrar virðingar: Sverrir vildi Framhald á 10. síðu. ; 6) ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 24. ágúst 1962 Föstudagur 24. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN (7i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.