Þjóðviljinn - 03.11.1962, Side 7

Þjóðviljinn - 03.11.1962, Side 7
jp j cra* v.jl&jJ jlív N Laugardagur 3. nóvember 1962 Atlaseldflaugar á færibandi í bandariskri verksmiðju. Sídustu mánuði hafa farið fram miklar umræður um þá stefnuyfirlýsingu bandarisku ríkissjórnarinnar í kjarnorku- málum, sem R. McNamara landvarnarmálaráðherra flutti 16. júní, en þessi ræða hans er sögð hafa verið nær sam- bljóða þeirri, sem hann flutti á ráðstefnu Atlanzhafsríkjanna í Aþenu. Ráðherrann komst svo að orði: Uppi er alls konar ágreiningur innan Atlanzhafs- bandalagsins, sem setja verður niður með því að komast að sameiginlegri niðurstöðu innan samtakanna til að varðveita styrk þeirra og einingu .... sakir þess að Bandaríkin verða æ berskjaldaðri fyrir árás með kjamorkuvopnum, er því hald- ið fram, að þau muni veigra , sér við þátttöku i vörnum Evr- ópu og þess vegna mega sín síður til að bægja frá slíkri árás . . . Því hefur verið hald- ið fram, að getan ein til að beita kjamorkuvopnum skipti máli andspænis aukinni stork- un með kjarnorkuvopnum, og að kjamorkuafli óháðra þjóða nægi einsamall til varnar þjóð- um Evrópu . . . . Ég held, að allar þessar röksemdir séu haldlausar. Ég held, að rétt sé að setja fram sjónarmið Banda- ríkjanna, eins og þau hafa ver- ið birt bandamönnum okkar. „Svo virtist sem ráðherrann teldi að hyggja yrði að þess- ur þremur atriðum við íhugun þessara mála: 1. Atíanzhafsbandalagið ræð- ur yfir nægum kjamorkuvopn- um til að bjóða byrginn hverj- um þeim, sem rís gegn þvi. 2. Þessi styrkur þeirra dreg- ur úr horfunum á kjarnorku- styrjöld. 1 skjóli hans verður upp tekin hemaðarstefna, sem miðuð er við varðveizlu þjóð- félagsbyggingar bandalagsríkj- anna, ef til styrjaídar kemur. 3. Þjóðfélagsbygging banda- lagsríkjanna gæti orðið fyrir miklum skakkaföllum af völd- um kjarnörkustyrjaldar. Af hugleiðingum sinum dró R, McNamara landvarnarmála- ráðherra þá élyktun, að setja beri allan kjarnorkuherafla landa Atlanzhafsbandalagsins undir eina yfirstjórn. Auk Bandaríkj- anna hafa ekki önnur þeirrc en Bretland og Frakklantl kjamorkuvopn, Þess vegna hef- ur verið litið á ræðu McNam- ara sem tilmæli til þeirra um að setja kjarnorkuherafla sinn undir yfirstjóm Bandaríkjanna. I Vestur-Evrópu hefur skipt í tvö horn um þær undirtekt- ir, sem' ræðan hefur hlotið. Að- eins verður vikið að ummæl- um tveggja blaða. I forystu- grein Sunday Timcs 24. júnf sagði: „McNámara gerir ráð fyrir pólitískum einhug At- lanzhafsbandalagsins: meðsam- hentutn hemaðarlegum undir- búningi er honurn umhugað um að hafa sem mest afl að baki þess. Við engar þess háttar forsendur miðar de Gaulle hershöfðingi. Honum er það trúaratriði, að Frakkland eigi sjálft að ráða örlögum sínum, að jafn mikið tillit sé tekið til raddar þess sem hvers ann- ars aðildarríkis: það hafnar stöðu sem annars flokks her- veldi án kjarnorkuvopna. Það mundi fremur taka þann kost að hallast að hlutleysisstefnu sem leið til þjóðlegs sjálfstæð- is en að fallast á engilsaxnesk yfirráð. . . . Mál er þegar á að íhuga tilhögun kjamorku- herja innan Atlanzhafsbanda- lagsins, sem hefur innan vébanda sinna tvo mikla félaga, Norð- v.r-Ameríku og Evrópu, eins og Heath hefur spáð. — Ekk- ert síðra en jafnræði þessára tveggja getur orðið við þörf- um á þessu æðsta sviði land- vamanna". Undir fyrirsögninni „Ekkert skjól að kjarnorkumergðinni“ fjallaði Observer í forystugrein um þessa ræðu R. McNamara landvarnarmálaráðherra 24. júní. í forystugreininni sagði: „Er það hagur sérhvers lands, sem á því hefur ráð að kom- ast yfir kjarnorkuvopn? Þessi spuming liggur til gmndvallar þeim ákaflega alvarlegu um- ræðum. sem nú fara fram í heyrenda hljóða milli Washing- ton og Parísar um sjálfstæða eða þjóðlega kjamorkuheri, — en London horfir á og tekur tvíræða afstöðu. en umheim- urinn leggur eyrun við. Afstaða Bretlands er tvíræð sökum þess, að ekki er ljóst. að hvaða marki við höfum frjálsar hendur um meðferð ógn- arvalds okkar, þessari þversagn- arkenndu stöðu veldur, að tæki okkar til að koma kjamorku vopnum á áfangastað hafa ver- ið „felld inn í“ útbúnað Banda- ríkjanna, sem er miklu öflugri. þótt tækin séu enn í hinzta legi undir brezkri stjóm, (eins og talsmenn ríkisstjómarinnar og stuðningsmenn minna stöku sinnum á). Að dómi ýmissa AFERLENDUM VETTVANGI í ræðu sinni um Kúbu 22. október sagði for- seti Bandaríkjanna: ,,Við lifum ekki lengur í heimi, þar sem hleypa verður af skoti, til þess að talið verði, að um svo mikla ógnun við ör- yggi einnar þjóðar sé að ræða, að það teljist skapa hámarkshættuástand. Kjarnorkuvopn hafa slíkan eyðingarmátt og eldflaugar eru svo fljót- ar í förum, að aukinn möguleiki á notkun þeirra verður að teljast bein ógnun við friðinn. — Árum ( saman hafa Sovétríkin og Bandaríkin gert sér grein fyrir þessari staðreynd og umgengizt kjarn- orkuvopn af mikilli varúð, og aldrei hreyft við því jafnvægisástandi, sem tryggði, að þau yrðu ekki notuð, nema því aðeins, að um mikla hættu væri að ræða.“ (Þýðing Morgunblaðsins). Við lestur þessara orða rifjaðist upp sú stefnuyfir- lýsing Bandaríkjanna í kjarnorkumálum, sem R. McNamara, landvarnarmálaráðherra flutti í ræðu sinni í Ann Arbor 16. júní 1962. Bandaríkjamanna hafa þau verið svo rækilega felld inn í tgskjabúnað þeirra, að það jafn- gilti þvi í reynd, að þau séu orðin hluti af kerfi banda- manna. Ósennilegt sé þess vegna, að við riotum þau nokkru sinni upp á eigin spýt- ur. En de Gaulle staðhæfir, eins og margir brezkir tals- menn, að nota megi þau án tillits til óska Bandaríkjanna. De Gaulle hershöfðingi öf- undar okkur af þessari aðstöðu. Það er sjónarmið hans, að ekk- ert ríki skuli eiga öryggi sitt undir öðru ríki. Spumingunni: Eigið þið ráð á kjamorkuvopn- um? svarar hann í reynd: já, ef við tengjum iðnaðarmátt vom iðnaðarmætti annarra ríkja Vestur-Evrópu, einkum Vestur-Þýzkalands." Horfurnar á, að herir Vestur- Þýzkalands, — skipts lands með Iöng landamæri, handan hverra búa 16 milljónir Þjóðverja, sem mörgum hverjum er ekki gefið um kommúnistastjórn sina, — ráði yfir kjamorku- vopnum, (jafnvel þótt nefndir verði evrópskir herir,) vekur hroll í brjósti margra manna, i Vestur-Þýzkalandi sem ann- ars staðar. En ef réttmætt er það sjónarmið de Gaulle, að ekkert ríki skuli eiga öryggi sitt undir öðru ríki, þegar á reyni, hlýtur það að gilda jafnt um skipt ríki og lítil ríki sem ísrael, — og raunar þegar öllu er á botninn hvolft um sér hvert stórt eða smátt ríki í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. En á þetta sjónarmið rétt á sér? Það er án efa rétt, að það sé helzta skylda sérhverrar ríkis- stjómar að tryggja öryggi þjóðar sinnar. Til skamms tíma munu vart hafa þótt á- höld um, að þessi skylda yrði því aðeins rækt, að viðaðar Brezka cldflaugin Blue Streak. Hætt var við framleiðslu á þessu vopni eftir að búið var að verja til þess yfir 1200 milljónum kr. væru að nægilegar birgðir nýj- ustu vopna, — það var hinn grandvari Clement Attlee, sem lét hefja framleiðslu brezkra kjamorkusprngja 194;7, og fáir voru þeir hérlendis eða erlend- is, sem töldu þá ákvörðun orka tvímælis, Byltingar í hernaði og milli- ríkjamálum hafa fylgt í kjölfar tæknibyltingar, síð- an sú ákvörðun var tekin. Komið héfur fram staða, sem er án fordæmis og krefst yfirvegunar kenningar- innai um fullveldi, eins og hún hefur verið um margar aldir. Um þessar mundir er stöðug- leiki í alþjóðlegum málum um heim allan kominn undir til- viljunarkenndu jafnvægi milli tveggja stórra iðnvelda. Sagt verður, að það hafi komizt á fyrir tilviljun, því að það var yfirlýstur tilgangur þeirra að fara hvort fram úr öðru f yígbúnaðarkapphlaupinu. En þau búa yfir svo geigvænlegu afli, að það hefur leitt til mestu gagnkvæmrar varfæmi í beinum samskiptum, eins og fram hefur komið i allri Ber- línardeilunni, og jafnvel í ó- beinum samskiptum þeirra, eins og birzt hefur í því undar- lega fyrirbrigði að umdeildum löndum sem Kóreu og Viet- r.am hefur verið skipt eftir lmum kortagerðarmanna og að þau hafa haldizt skipt. Sakir þessa jafnteflis í kjam- orkumálum er bæði Banda- ríkjunum og Ráðstjómarríkjun- um hagur að því að telja frá Framhald á 8 .síðu. // 25 ár undir oki vinnufriðar" „Verkalýðssamtökin og meðlimir þeirra verða sífellt að vera á verði og reiðubúin að afhjúpa falskenningar, í mörgum tilfellum studdar af hægrisinnuðum foring]- um verkalýðssamtakanna sjálfra, um stéttasamvinnu í formi „þjóðarkapítalisma11, almenningshlutafélag“ og Sið- væðingarhreyfingar og annarra þess háttar fyrirbrigða. Öll miða þau að því að viðhalda og auka arðránsmögu- leika auðvaldsskipulagsins, sem þegar hefur sýnt sig að vera óhæft að valda við’fangsefnum vorra tíma“. Þetta er kafli úr ályktun er lá fyrir þingi Alþjóðasambands málmiðnaðarverkamanna er haldinn var í Berlín, 1. til 6. þ. m. Um það hvernig fer fyrir þeim verkalýðsamtökum, er brjóta gegn þessum grundvall- arreglum stéttabaráttunnar, mætti taka sem dæmi verka- lýðssamtökin í Sviss og þá sér- staklega Málmiðnaðar- og úr- smiðasambandið. Hinn 21 júlí s. 1. birtist i svissneska dagblaðinu „Voix Ouvriére“ grein undir yfir- >kriftinni „25 ár undir oki ,vinnufriðar“ “ og verða hér teknar nokkrar glefsur úr þeirri grein. „Það var fyrir 25 árum, hinn 19. júlí 1937 að einhver svart- asti kaflinn í sögu svissneskrar verkalýðshreyfingar var skrif- aður. Þann dag undirritaði Málm- iðnaðar- og úrsmiðasambandið, FOMH, og samtök atvinnurek- enda hinn svokallaða sáttmála um „vinnufrið“, sem kvað svo á, að aðilar slcyldu leysa öll ágreiningsmál sem upp kynnu að koma á friðsamlegan hátt og halda fullum friði meðan sáttmálinn væri í gildi. Sátta- tilraunir skyldu fara fram i fjórum stigum, fyrst innan verksmiðjunnar, þaðan til sam- bandsins, næðist ekki sam- komulag þar, þá til sérstakrar sáttanefndar og síðasta stigið var svo gerðardómur og var niðurstaða hans óáfrýjanleg. Þessi sáttmáli hefur haít varanleg áhrif og mótað alla svissnesku verkalýðshrcyfin^- una síðan hann tók gildi, enda mjög lofsunginn af samtökum atvinnurekenda og hægri for- ingjum verkalýðsins. En hvað sem líður lofi at- vinnurekenda um sáttmólann, segja kjör verkalýðsins þó aðra sögu. Eftir 25 ára „vinnufrið" hefur fagmaður í málmiðnaði aðeins 4,33 franka á timann, aðrir verkamenn 3,62 franka og konur 2,55 franka, hér er því ekki af miklu að státa eins og framfærslukostnaðurinn er hér hár. Þess ber óg að bæta að þessi laun eru greidd á miklum blómatíma fyrir atvinnurekst- urinn, annars gefur sáítmálinn engar tryggingar í launa- greiðslum. Þá verður einnig að geta þess að bilið milii launa karla og kvenna er óhæfilega langt. Bein afleiðing af sáttmálan- um um „vinnufrið“ er að fé- lagsmálalöggjöf Sviss stendur langt að baki annarra iðnþró- aðra landa. Þá eru réttindi verkamanna og fulltrúa þeirra. á vinnustað minni enn annars- staðar er orðin venja, nema á þeim fáu stöðum þar sem verkamennirnir hafa brotið af sér ok sáttmálans. Sannleáísurinn er sá, að sái£- málinn um „vinnufrið", sem í framkvæmd hefir afnumið verkfallsréttinn og lamað sókn- armátt verkalýðsins, hefur orð- ið stórkostlegur hemill á kjara- baráttuna, svo að lífskjörin eru á engan hátt í samræmi við þá velmegun er svissneskur at- vinnurekstur hefur búið við síðast liðin 20 ár. Það eru því engin undur þótt málpípur atvinnurekenda hafi varla nógu sterk orð til að láta í ljós áægju sina með sáttmálann og hafi talið sig þess umkomna að láta einstöku mola hrjóta af nægtaborði sínu til vexkalýðsins.“ Það sem hér að framan er tekið úr þessari. svissnesku grein sýnir ljóslega, að vinnu- friðurinn, þó góður sé, getur verið of dýru verði keyptur. Sú verkalýðsforysta er gerir lang- varandi friðarsamninga við at- vinnurekendavaldið getur ekki gert þá nema á kostnað verka- lýðsins, því atvinnurekendur halda ekki þá samninga lengur en þeir telja sig hafa allan hagnaðinn af þeim. Björn Bjarnason. i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.