Þjóðviljinn - 04.11.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.11.1962, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. nóvember 1962 Barizt til þrautar Skáldsaga eftir RICHARD CONDON konunglega skjaldarmerki til að minna á úrslit bjóðaratkvæða- greiðslunnar hinn 6. júlí 1947 sem sýndu að 82,24% voru fylgjandi konungsstjórn. Við hliðina á sseti dómarans var stór kross úr messingi. svo að ekki þyrfti að vinna eið með hönd á biblíunni. Blaðamönnum og áheyrend- um var hleypt inn þegar réttur- inn var settur og lögfræðingar og ákærðir á sínum stað. Blaða- mönnum var ekki ætlaður sér- stakur srtaður Fyrir bragðið var æðislegt kapphlaup á hverjum morgni milli blaðamanna frá öll- um löndum um að komast í sæti í fremstu röð. en fyrir framan hana var langborð sem gott var að skrifa á. Ljósmyndarar máttu ekki athafna sig i réttarsaln- um en bættu sér það upp frammi á göngunum. Eva hafði gengið alla leiðina frá Call.e de Marengo. til dóms- hallarinnar, en hún treysti sér ekki til að fara inn. Hún rölti um í tilgangsleysi megnið af morgninum. Um hádegisleytið hringdi hún til hertogafrúarinn- ar. en hún var kölluð sem vitni og ekki heima. Þreytt 02 ör- vílnuð settist Eva loksins niður við lítið torg hjá dómshöllinni. En allt í einu datt henni í hug að einhver væri kannski að reyna að ná í hana i símann og hún þaut aftur heim á hótelið. j Réttarhöldin hófust á þriðju- dagsmorgni, tuttugu og áex dög- um eftir morðið á dr. Munoz. Réttarforsetinn ásamt fjórum lögmönnum kom inn um bak- dyr og settist. Hann laut fram og sagði „Audiencis Púb1ica!“ með hárri. sterkri röddu. Hlið- ardyr voru opnaðar og lög- fræðingar og ákærðu komu inn. Hvor fangi gekk milli tveggja lögregluvarða með alvæpni. Þeir voru ekki handjárnaðir. Verðimir settust að baki fang- anna. Síðan voru aðaldyrnar opnaðar og blaðamenn strevmdu inn ásamt mestu kempum úr á- heyrendahópnum. Réttarritarinn stóð upp Og las ákæruna; sem lauk með kröfunni um dauða- dóm yfir hinum ákærðu. Þetta var löng og þreytandi ákæra. Sagt var að Robert Ev- ans Cryder sem þekktur væri undir nafninu James Bourne. dve1dist á Snáni með fölsuð skil- ríki os hefði á lúalegan hátt undirbúið stuld á tilteknum verðmætum málverkum og ætl- að að setja i staðinn eftirlíking- ar, málaðar af glæpafélagá hans, Jean Marie Calbert. sem reynd- ar hefði verið árum saman riðinn við falsanir af ýmsu tagi, Öll atriðin í játningu Jeans Marie voru tekin með og nýjum bætt við. Eva Boume var nefnd, sem verkfæri til að koma eftirlík- ingunum til Spánar, sem reynd- ar var enginn glæpur. Ekkert var minnzt á Dos de Mayo eða morðið á Cayetano Jiminez. Forsætisráðherrann og Dómsmálaráðherrann höfðu spjallað við réttarforsetann, sak- sóknara og verjanda og allir voru innilega sammála um að halda þeim flóknu atriðum ut- an réttarhaldanna. Ríkisstjómin hélt því fram að Goya-málverk- ið væri aðeins horfið um stund- arsakir og Dos de Mavo kæmi fljótlega i leitimar. Á meðan hékk eftirlíking Jeans Marie uppi í Goya-salnum svo enginn einastj maður yrði neins var. Meðan hinn langi upplestur stóð yfir. hvíldist Boume mak- indalega i stól sínum og brosti ögn við. Hann fékk að heyra að margnefndur Robert Evans Cryder. þekktur undir nafninu James Bourne og Jean Marie Calbert. hefðu lent í illdeilum við Victoriano Munoz og unnið það óhappaverk að myrða hann. Vegna játningar Jeans Marie, fingrafara hans á morðvopinu og yfirlýsinga frá vitnum sem komu á staðinn rétt eftir morð- ið, var málið svo að segja klapp- að og klárt. Þessi uþplestiTr' stóð alveg fram að hádegi. Rétti var frestað til síðari hluta dags. Allir — meðal þeirra fangar og varðmenn — flykktust út úr salnum. Þegar vopnaði vörðurinn nálg- aðist, gaf Boume verjandanum merki og hann kinkaði kolli. Fangarnir voru fluttir í sitt hvorn klefa í kjallaTanum. Rétt á eftir kom verjandinn á fund Bournes. Hann var ungur að árum, konungssinni, vinur her- togafrúarinnar. bráðgáfaður. yf- irlætisfullur og óþqlinmóður. Hann var duglegasti og dýrasti lögfræðingur Spánar. Hann fyrirleit Jean Marie bæði sem persónu og Frakka. en á Bourne hafði hann eins konar forvitnilega aðdáun. Hann hafði hlakkað til að borða há- degisverð. en hann vissi hver skylda hans var og hann vissi líka hvemig níu af hverjum tíu ákærðum var innanbrjósts eftir upphaf réttarhalda. Hann var vanur að fullvissa skjólstæðinga sína um að þeir þyrftu engu- að kvíða þótt saksóknarinn væri harður í horn að taka, og flestir trúðu honum. Meðan hann beið eftir hinni venjulegu spumingu. virti hann Boume fyrir sér með föðurleg- um svip, bauð honum sígarettu og kveikti í henni. Hann settist kæruleysislega á stólkollinn í hominu. en þegar hann sá að Boume gerði sig ekki líklegan til að setjast, reis hann í skyndi upp aftur. Seinna settist Bourne á kojubríkina. svo að Corruno lögfræðingur gæti tyllt sér á kollinn. „Ég vil gjaman fá að lesa ræðu yðar áður en þér flytjið hana“. „Hvað sögðuð þér?“ „Hvers vegna fékk ég ekki að heyra ákæmna fyrirfram? Þér eruð lögfræðingur. Hvem fjand- an vitið þér um þetta mál. ef þér fáið ekki að heyra mitt sjónarmið? Hafið þér hugsað yður að styðjast við staðreyndir eða ætlið þér einvörðungu að byggja á lagabrellum?" Corruno spratt á fætur. „Við hvem haldið þér að þér séuð að tala?“ hvæsti hann. ,.Ég dreg mig til baka og tilkynni réttar- forsetanum það undir eins“. Hann var á leiðinni út. en Bourne lagði stóra krumluna á bringu honum og ýtti honum upp að klefaveggnum. „Hugsið yður um andartak. Dragið yður til baka — og ég skal segja hertogafrúnni að þér hafig bara stuðzt við játningu Jeans Marie og ég hafi hvorki fengið tækifæri til að sjá ákær- una né málsyfirlitið frá hvor- ugum aðila. f dag var ýmislegt lesið upp sem byggist á mein- særi. Ef þau atriði væru dregin fram, þá gæti það leitt til sýknu. Eruð þér þess konar lögfræðing- ur? Ætlið þér að draga yður til baka, ha?‘‘ Corruno starði á höndina á Bourne. alveg þar til Bourne sleppti takinu og sagði; „Afsak- ið“ Svo starði hann í augun á Bourne þar ti! mesti ofsinn rann af honum. .Fáið yður sæti“. sagði hann stuttur í spuna. Bourne settist. „Hvaða vitnisburð eigið þér við?“ „Vitnisburð hjúanna Pablo og Jósefínu sem alla'-œvi hafa ver- ið í þjónustu hertogafrúarinn- ar, en einhverra hluta vegna voru stödd hjá Munoz á morð- daginn. Næstum allt sem þau sögðu lögreglunni er lygi. Mað- urinn segist hafa verið að bera fram kaffi. þegar Munoz hringdi og bað hann að koma undir eins“. Já?“ „Það er lygi. Hann seglr að Munoz hafi tekið á móti okkur frammi þegar við komum. Lygi. Hann segir að á kortérj hafi orðið svo mikill hávaði og gaura- gangur að konan hans hafi hringt í lögregluna sem strax kom á vettvang. Eintóm hauga- lygi. Það er hægt að ákvarða tímann af skýrslu læknisins, upphringingu Munoz til skipti- borðsins á hótelinu og hringing- unni í lögregluna og komu lög- reglunnar á staðinn. Þetta er ósköp einfalt. Hið eina sem vafi gæti leikið á. er timaákvörð- un læknisins á látinu. En það hlýtur að standa í eðlilegu sam- bandi við hitt. því að Munoz hlýtur að hafa dáið einhvern- tíma milli sinnar eigin upp- hringingar til mín og hringing- arinnar til lðgreglunnar — eða réttara sagt komu lögregl- unnar“. „Þetta er mjög þýðingarmik- ið ef hægt er að sanna það“, sagði Corruno ákafur. „En hvers vegna ætti þetta þjónustu- fólk að fara svona að ráði sínu? Okkur vantar tilefnið“. „Ég hef verið að velta því fyrir mér. Óvæntar aðstæður breyta lífi margra manna. Kannski hafa þau heyrt þegar hann hringdi og bað mig að koma. Rödd hans var bæði há- vær og reiðileg. Hann var ekki í neinni hættu staddur þá stund- ina. Hann hefði ekki getað tal- að við mig á þann hátt. ef hann hefði haft grun um að ætti að myrða hann. Á þennan hörku- lega yfirlætisfulla hátt — minnti reyndar svolítið á yður — og hann ætlaði áreiðanlega ekki að deyja næstu árin. því megið þér trúa“ „Ég bið afsökunar ef ég hef komið yfirlætislega fram. Ger- ið svo vel að halda áfram“. „Setjum nú svo. að þjónustu- fólkið hafi heyrt hann hringja, það hefði síðan myrt hann til fjár. hirt það sem það náði í. hringt í lögregluna og beðið þess að við gengjum granda- lausir í gildruna. Þjónninn ýtti okkur bókstaflega inn til líks- ins og læsti á eftir okkur. Lög- reglan sá um hitt“. ,.Þetta þyrfti að athuga nán- ar og þér megið reiða yður á. að saksóknarinn er búinn að hvggjg upp pottbétt morðtilefni fyrir yður og Calbert“. „En ef lögreglan finnur eitt- hvað af munum úr eigu Munoz hiá þessu þiónustufólki?" „Þá er öðru máli að gegna. En haldið þér að bau myndu hafa hlutina undir höndum svona lengi — það er næstum mánuður liðinn frá morðinu?" „Lögreglan verður að gera sín- ar athuganir. Það er ekki svo fljóflegt fyrir leikmenn að selja verðmæta hluti. Álítið þér ekki að grunurinn muni beinast að þeim. ef allar tímaákvarðanir standast og þýfi finnst hjá þeim?“ „Og yrði þá grunurinn á okk- ur að sama skapi minni?“ ..Það getur hugsazt". Hugsanir Bournes fóru allt í einu að snúast um andlitslaus- an mann sem hét Enrique Lóp- ez. Hann sá López stela ein- hverju úr íbúð dr. Munoz og lauma þvi í vasa Pablos. Hann sá lögregluna kasta sér yfir Pablo og Jósefínu. Svo varð honum allt i einu óglatt og hann fór að titra og neyddi sjálfan sig til að hugsa ákaft um Dos de Mayo Hann skildi ekki hvernig á því stóð að honum hafði allt í einu dottið Enrique López í hug. Hann vissi að hann var veiddur í gildru. Hann vissi að hann hafði ekki drepið Mun- oz og Pablo og Jósefína hlutu þess vegna að hafa gert það. En honum varð ljóst að óttinn var að ná tökum á honum þama í fangelsinu og innan skamms myndi hann samþykkja allt sem yrði til þess að losa hann það- an heilan á húfi, jafnvel þótt aðrir yrðu að líða fyrir það. Eins og í draumi heyrði hann Corruno segja að hann yrði að ná tali af réttarforsetanum, hvar svo sem hann sæti að snæðingi og það þyrfti að upphefja nýjar rannsóknir og yfirheyrslur. Svo fjarlægðist röddin. Corruno. var UNGLINGA vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi1 Framnesvegur Langholt Kleppsveg Meðalholt Teigar H'ringbraut. Kársnes I og II Vesturgata Búsaðahverfi Talið strax við afgreiðsluna — sími 17500, L e f Þjo \ * övtljmn 1 fylgd með Bob og Henry voru aðeins þrír menn. Er þeir gengu fram hjá kjarrinu notuðu þeir félagamár tækifærið til þess að flýja. Rétt á eftir heyrðist i flugvél, er varpaði niður eldsprengjum til þess að reyna að hindra flótta þeirra. Nú loks ákvað Ross að hafa samband við Braunfisch um talstöðina. Það var allt komið upp hvort sem var. Automatic saumavélar Ný gerð endurbætt með fullkomnu innbyggðu mynztur- og sikksakkspori. Heimilissaumavél í fyrsta flokki. Verð með mótor aðeins kr. 7,465,08. Garðar Gísloson hf: Hverfisgötu 4—6. Nf SENDIN6 ítalskar kvenpeysur og herðasjöl Glugginn Laugavegi 30. N s K O M I B ítalskar peysur grófprjónaðar. HATTABÚÐ REYKIAVÍKUR. Laugavegi 10. ÚTBOÐ VEGNA NIÐURRIFS Kópavogskaupstaður hefur ákveðið að fjarlægja íbúðar- hús og önnur hús við Lögberg, sem eru í eigu baejarins. Þeir sem hefðu áhuga á að taka að sér umrætt verk geta fengið nánari upplýsingar á skrifstofu minni fram til 15. þ.m. BæjarverkfræSingm: —*■ Basar! - Basar! Félag austfirzkra kvenna hefur sinn árlega basar á morgun, raánudaginn 5. nóvember kl. 2 cftir hádegi í G.T.-húsinu (uppi). Margt eigulegra muna á hóflegu verði. Komið óg ger- ið góð kaup. Munið, að um leið styðjið þið okkur í því að gleðja sjúka og ellihruma, sem dvelja fjarri átt- högum og vinum. BASARNEFNDIN. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.