Þjóðviljinn - 04.11.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.11.1962, Blaðsíða 4
4 SÍÐA Þ J ÓF> VIL.TINN Laugardagur 3. nóvember 1962 Engin haldbær rök fyrir kjara- skerðingarkröfu útgerðarmanna áður heíur tíðkazt, að málinu verði skotið til hlutaðeigandi aðil> ti! úrlausnar Kröfur útgerðarmanna nú eru nánast þær sömu og í vor, að farið sé með sjómannakjörin á síldveiðunum langt niður fyrir gerðardómsákvæðin. Á þessum kröfum hafa þeir, staðið allar þessar v’kur sem samningaum- leitanir hafa staðið og standa enn. — Hvemig virðist þér samn- ingsaðstaðan nú og horfur 5 síldveiðideilunni? Það er Tryggvi Helgason, fulltrúi Al- þýðusambandsfélaganna f samn- inganefnd sjómannanna, sem er til svara. — Satt að segja sýnist mér allt standa fast, svarar Tryggvi, og ekki auðvelt að sjá ncina breytingu framundan. Samn- ingatilraunir eru búnar að standa þrjár vikur. Samninga- nefndarmenn sjómanna hafa verið og eru á einu máli um afstöðuna og allar fréttir scm borizt hafa frá sjóplássunum benda til þess að sjómenn séu nú eins og áður ákveðnir í að láta ekki á sig ganga í þessari deilu. ÖII félögin sem hlut eiga að máli hafa lýst yfir vinnu- stöðvun frá 1. og 2. nóvember. — Hver er tilgangur verk- fallsins eins og nú er ástatt? — Verkfalisboðun var nauð- syn til þess að félögin gætu betur haldið á málum eftir venjulegum leiðum, og til þess að herða á því að samningar verði gerðir. Vilja ofbeldislausn — Hvað virðist þér helzt ein- kenna afstöðu útgerðarmanna? — Þar finnst mér vera algjör- lega ný viðhorf, afstaða sem ég kannast ekki við að hafa mætt fyrr öll þáu ár sem ég hef ver- ið við samningastörf í umboði sjómanna, en það eru nú orðin 29 ár. Það er eins og útgerð- armenn sjái alltaf fyfir sér annarskonar lausn á deilunni en tíðkazt hefur undanfama ótatugi, að málin séu leyst á lýðræðislegan hátt með skír- skotun til hlutaðeigandi deilu- aðila, til sjómanna og útgerð'- armanna almennt, með at- kvæðagreiðslum um lausn málsins . — Hvemig heldur þú að sú afstaða útgerðarmanna sé til komin? .— Eg veit ekki nema þarft væri almenningi til glöggvunar að rifja upp aðaldrættina í að- draganda deilunnar um síld- ■veiðikjörn. Og þá er fyrst að athuga málatilbúnað Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna. Fjárkúgrunarvíxlar Svo virðist sem Landssam- bandsmenn hafi átt fremur örð- ugt að koma sér saman um uppsagnir og kröfugerð, en verið er að segja upp eidri samningunum árið 1961 og á þessu ári 1962. Jafnframt upp- sögnunum gerði Landssam- bandið sérstakar ráðstafanir, sem benda til að ekki hafi allir útgerðarmenn gengið með jafn- ljúfu geði til þessa leiks. Stjóm LÍÚ reyndi að styrkja sam- heldnina innan eigin raða með því að láta útgerðarmenn gefa út þrjú hundruð þúsund króna víxil fyrir hvern bát og átti það fé að glatast eiganda bátsins ef hann bryti í bág við fyrirmæli LÍÚ-stjórnarinnar í deilunni. Hefur þetta sjálfsagt verið gert til þess að binda þá sem tregastir voru til beirra verka sem vinna átti. TJt af fyrir sig er þetta víxla- mál athyglisverður kapítuli í viðskipta- og félagsmálastarfi siðustu tíma. Slíkur víxill í höndum harðdrægs handhafa er býsna skætt vopn gagnvart skuldugum manni, enda þótt flestir góðir lögfræðingar telji víxia sem þessa fjárkúgunar- tæki, sem ekki hafi venjulegan víxilrétt. Óhönduglegar aðfarir — En hvernig voru svo kröf- ur LÍÚ um kjaraskerðingu sjó- tnanna undirbyggðar? — Uppsagnirnar sjálfar tók- ust ekki alltof hönduglega hjá stjórn Landssambandsins. og virðast forystumenn þess ekki hafa talið sig þurfa að líta i lagafyrirmæli oa reglur er gilda um uppsögn samninga. Fjórtán eða fimmtán útgerðar- stöðum síldveiðiskipa barst ekki nein uppsön á síldveiðl- samningunum, svo að um það bil þriðjungur síldveiðiskip anna lepti utan við þær upp- sagnir sem sambandið var að framkvæma. Ennfremur hafði stjóm LÍÚ látið undir höfuð leggjast að segja upp samningum við Far- manna- og fiskamannasamband íslands, en þeir samningar taka til allra skipstjóra, stýrimanna og sennilega allt að helmings vélstjóra síldveiiðskipanna. Stefnt að misrétti Þannig var sýnt að aðalkraf- an sem útgerðarmenn báru fram, sem nánast V§r 22—25°4 til lækkunar á fyrri kjörum gat ekki tekið til meira en í hæsta lagi til helmings þeirra sem að síldveiðinni starfa á skipunum. Hefði verið gengið að þeirri kröfu hefði ekki ein- ungis skapazt það misrétti, að skip sem vom að veiðum hlið við hlið væru með stórkostlega misjöfn kjör, heldur var þá einnig stofnað til misréttis inn- byrðis á hverju skipi, þar sem hæst launuðu mennirnir, skip- stjórarnir og allmargir vél- stjórar unnu samkvæmt eldri samningum. Og þeim mun fremur var þetta með öllu ó- hæft að þarna var ekki um neitt smáatriði að ræða, það var ekki ætlazt til að einungis væri fiktað við samningana, heldur var krafa útgerðar- manna hvorki meira né minna en fjórðungs lækkun á kaupi mannanna sem sagt var upp hjá. Tæki fái tvo hásetahluti — Hverjar voru helztu rök- semdir útgerðarmanna fyrir lækkun? — Röksemdirnar voru fyrst og fremst varðandi nýju tækin. Á undanförnum fimm, sex, sjö árum hafa verið að koma betri og fullkomnari fiskileitartæki < flest skipin, og auk þess hafa tækin hækkað stórlega í verði nú síðustu árin eins og annað. Vegna þessara tækja vildu útgerðarmenn fá tvo háseta- hluti sem takast skyldu af þeim hluta aflans sem skips- höfninni hefur verið greiddur. Tæki sem þessi hafa verið að koma sem mikilvæg ný- breytni í fiskiskip þeirra þjóða sem helzt beita tækninni við fiskveiðar sínar, svo það er ekkert sérstakt fyrir íslenzku fiskiskipin. En ekki er um það kunnugt, að neins staðar ann- arsstaðar séu uppi kröfur um að sjómennirnir verði að fórna nokkrum hluta af aflahlut sín- um til greiðslu kostnaðar við ný tæki. Heldur ekki hér hafa neinar slíkar kröfur verið bornar fram við neinskonar fiskveiðar aðrar. Kraftblakkarbullið — Var ekki talað mikið um Kraftblökkina frægu til stuðn- ings kröfum útgerðarmanna? — Jú, það var í kröfum út- gerðarmanna að fynr kraft- blökkina skyldi tekinn einn há- setahlutur. einnig af þeim hundraðshluta aflans sem sjó- mennirnir höfðu. Og þetta var ekki einungis hugsað þannig að útgerðarmaðurinn skyldi með þessu móti fá kostnað greiddan af því að eignast kraftblökkina og setja hana í bátinn, heldur átti heill hásetahlutur að verða varanleg greiðsla vegna rekst- urs þessa tækis og aukins kostnaðar við næturnar sem af þvi leiddi. Og útgerðarmenn spöruðu ekki að gera þann kostnað sem mestan í útreikningum. Samn- inganefnd sjómanna reyndi í sumar að gera sér nokkra grein fj'rir þeim aukna kostnaði, og taldi hann ekki nema lítinn hluta af þvi sem útgerðarmenn vildu vera láta. Og með hinum stórauknu aflamöguleikum hefur, reynsla undanfarinna ára sýnt að útgerðarmenn hafa fengið meira en uppborinn þann kostnað af sínum hlut. Falsaðir útreikningar Eitt atriði þessa aukna kostn- aðar var kostnaðurinn við nót- ina. Sá liður var metinn af tvejmur dómkvöddum mönn- um, skipstjóra og netagerðar- meistara. Það mat varð sem næst helmingi Iægra en út- gerðarmenn höfðu áætlað! Blökkin er tæki, sem búið er að nota um langt árabil við ýmiskonar nótaveiðar hjá Kön- unum og nokkuð einnig hér í Evrópu. Höfum við ekki getað fcngið spurnir af því að þessi vélavinna við það að draga veiðarfæri inn í skip hafi nokkurs staðar verið notuð til þess að breyta skiptakjörum sjómannanna, frekar en önnur véltæki sem komiö hafa til sögunnar undanfarna áratugi, svo sem línuspil, dragnótaspil, vélar og véldrifin spil í nóta- hóta né önnur vinnutæki Enginn grundvöllir að kröfum LÍÚ Þegar hvort tveggja er haft i huga, hvernig það fór stjórn LÍÚ úr hendi að segja upp samningunum, þannig að kraf- an um kjaraskerðinguna tekur ekki til nema nokkurs hluta síldveiðisjómannanna, og hins vegar að þau tæki, sem hér eru notuð til að rökstyðja með kjaraskerðingarkröfuna, hafa verið að koma í skipin um margra ára bil og geta ekki haft neina sérstöðu umfram aðrar tækninýjungar, má Ijóst verða að ekki er til neinn hald- bær grundvöllur fyrir þessum kröfum útgerðarmanna. Sjómenn leggja fram sinn hlut — Hver mótrök önnur hafa sjómenn helzt flutt fram gegn kjaraskerðingarkröfunum auk hinna augljósu um dýrtið og nauðsyn kjarabóta? — Sjómenn hafa réttilega bent á að með notkun þessara nýju tækja og hinum aukna afla sem þeim hefur fylgt hef- ur vinna sjómannanna aukizt að sama skapi. Áður urðu menn að leita og bíða eftir því að síld væði á , yfirborðinu, en nú er hægt að leita með síldarleitartækjum á öllum tíma sólarhringsins og einnig í miklu verra veðri en oft áður. Sjómenn leggja því fram af sinni hálfu miklu meiri vinnu, kasta t. d. miklu oftar á vertíðinni, og að sjálf- sögðu fylgir auknum afla meiri vinna við löndun. Sjómenn leggja þannig fyllilega fram sinn hlut á móti þessum nýju tækjum, það er þeirra vinna. Augljóst er einnig að með þessu móti verður miklu meiri nýting á skipi og veiðarfærum. Skipshöfnin þarf alltaf að vera til taks meðan skipið er að veiðum. á öllum tímum sól- arhringsins, hún leggur ábyggi- lega fullkomlega fram sinn hlut. Bera sjómenn of mikið úr býtum? — Og svo er áróðurinn um að sjómenn beri alltof mikið úr býtum. — í því sambandi ættu menn að athuga hve mikil tízka það er orðin að tala um akkorðs- fyrirkomulag sem æskilegt. Þeir sem gera það hafa tekið eftir því hve harðir keppnis- menn íslendingar eru yfirleitt. Eðlilegt er að líta á skipshöfn sem akkorðshóp, sem fær viss- an hundraðshluta af afla að vinnulaunum. Og þar kemur berlega fram hve harðir keppn- ismenn íslenzkir sjómenn eru. Á hverri verfcíð eru menn og bátar sem bera úr býtum marg- faldan hlut á við þá sem neðar- lega eru í afla eða hafa lökust tæki, og ná ekki þeim keppn- isárangri. Það er einmitt þessi keppnis- árangur skipstjóra og skips- hafnar sem skapar háu hlut- ina. Toppmennirnir svonefndu, mennirnir er ná þessum mikla árangri, eru svo dregnir fram í sviðsljósið í áróðrinum, endur- tekið er í sífellu í blöðum og út- varpi, þetta hafa síldarsjómenn, svona hafa þeir háar tekjur! Svo eru þeir gerðir að eins konar sökudólgum, á því er stöðugt hamrað að þessir menn fái of mikið í sinn hlut, og muni ekki finna mikið til þess þó tekið sé af háum upphæð- um. Sjaldnast eða ekki er minnzt á hina sem eru lágir eða með miðlungshlut. Gerðardómurinn ofbeldisverk og rán — Og þetta átti að vera rök- stuðningur fyrir kjaraskerðing- arkröfunni og gerðardómnum. — Já, á þessu er tönnlazt sí og æ. Forysturhenn LÍÚ minn- ast hins vegar varla á annað það sem þrengir raunverulega að útgerðinni eins og öðrum landsmönnum, afleiðingum ,,viðreisnarinnar“ hóflausa dýr- tíð og okurvexti og annað það sem lagt hefur verið á atvinnu- rekstur þeirra af ríkisvaldinu, og sjómenn hafa raunar ekki farið varhluta af heldur. Og engin réttlæting hefur fundizt fyrir gerðardómslögun- um í sumar og gerðardómnum. Bein afskipti ríkisvaldsins af vinnudeilum eru venjulega flótti frá lýðræði, flótti frá lýðræð- islegri lausn, en hér var meira að ’gert: Ég hika ekki við að telja gerðardómslögin og gerð- ardóminn í framhaldi af beim Iöghelgað ofbeldisverk og ráns- skap af versta tagi. Lansrt niður fyrir Sferðardóm t - — Og virðist þér að útgerðar- menn séu að bíða eftir ein- hverju slíku? — Nú eins og í vor bendir allt háttalag útgerðarmanna til þess. að þeir sjái sér enn færi á því að geta fengið málin leyst á einhvern annan hátt en Sjómenn íhugi málin vandlega — Hvað vildir þú að lokum segja um ástandið? — Ég vil alveg sérstaklega skírskota til sjómanna, ekki sízt til þeirra vngri. að þeir íhugi þessi mál vandlega. Sjó- mönnum, sem fengu háa hluti í sumar. kann einhverjum að finnast að þeir muni standa uppréttir þó hlutur þeirra sé skertur mikið. En ég vil biðja þá og heita á þá aö minnast allra þeirra sjómanna sem eru á bátum sem minna afla, en eiga samkvæmt kröfum útgerðarmanna að láta hlutfallslega jafnmikið af hlut sínum. Og ekki er úr vegi að leiða hugann að þeim seytján sumr- um sem sjómenn hafa allflestir komið heim af síldveiðum með lágan hlut. Sumarið í sumar var algerlega einstakt hvað veðurlag og sjólag snerti. svo rosknir ' sjómenn vart eftir sumri sem hafi notazt jafn^töð- ugt til veiða. Hugsa mætti einnig til vetrarsíldveiðanna, sem enn er ekki löng reynsla af, og krefjast mikils erfiðis, samfara algjörri óvissu um mikinn afla og háa hluti. Og ég vil heita á sjómenn að skoða mál þetta frá sjónarhóli sjómannastéttarinnar allrar. en ekki frá sjónarhóli hvers og eins. Ég vildi mega vona að þessi upprifjun gæti orðið til ein- hvers gagns öllum almenningi, sem skoða _vill þetta mál af sanngirni. til aukins skilnings svo menn átti sig betur á því áróðursmoldviðri og sviðsetn- ingum og geypi sem ætlaðerað læða því inn að sjómenn beri of mikið úr býtum, að kjörin sem þeir hafa búið við sé of- rausn í þeirra garð . — S.G. Pökkunarstúlkur óskast strax. — Mikil vinna. HRAÐFRYSTIHOSIÐ FROST H.F. Hafnarfirði — Sími 50165. Háaleitísbverfi Hvassaleiti Ný verzfun Höíum opnaS nýja kjörbúð að Háaleitisbraut 68. — Þar mun fás* m.a.: kjötvörur, nýlenduvörur, snyrtivörur mjólk, brauð og kök- ur, og einnig fiskur eftir bví sem hægt er að koma við. Við munum leggja áherzlu á fjölbreytta vöru og góða biónustu. 4usturver hi. ,iáaleitisbraut 68. — Símar 32372 og 38340. Tryggvi Helgcson. full- trúi Alþýðusambandsins í samninganefnd sjómanna, skýrir fró mólatilbúnaði LÍÚ og hrekur áróðurinn gegn sjómönnunum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.