Þjóðviljinn - 06.11.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.11.1962, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. nóvember 1962 Reykjavíkurborg komi upp hljómplötusafni A síðasta borgarstjómaríundi var til umræðu svohljóðandi til- laga frá Ragnari Arnalds, borgarfulltrúa AlþýðubandalagsinS: „Borgarstjóm samþykkir að setja á stofn hljómsplötusafn til útlána fyrir almenning eftir nánarí 'reglum er síðar yrðu ákveðn- ar. Safn þetta verði starfrækt í tengslum við Bæjarbókasnfn Reykja- víkur og á hliðstæðum grundvelli". dýrar, að erfitt er fyrir einstakl- inga að koma sér upp góðu safni þeirra. Kosta hæggengar plötur rú yfir 300 krónur stykkið. Al- menningssafn myndi ráða mlkla bót á þessu og verða til þess að auðga menningarlífið hér, sem I eölilega er ekki mjög fjölbreytt, I sagði ræðumaður. Ragnar sagði, að safn sem þetta yrði ekki gróðafyrirtæki og því væri þess ekki að vænta, að , einkaframtakið hefði forgöngu um að koma því upp. Tónlistar- félög hefðu heldur ekki bolmagn til þess og væri það því skylda borgarinnar að hrinda þessu í framkvæmd, enda hefði framlag hennar til menningarmála ekki verið of mikið að undanförnu. 1 Með því að reka safnið í ; tengslum við Öæjarbókasafnið 1 þvrfti reksturskostnaður ekki að verða mikill, sagði Ragnar. Plöt- ui taka lítið geymslupláss og safnið þarf ekki að vera opið nema ákveðna tíma á viku. Stofn- kostnaður yrði heldur ekki til- finnanlegur. Fyrir 500 þús. kr. fremlag mætti koma upp álit- legum vísi að plötusafni. Gat Fagnar þess að lokum, að menntaskólanemar hefðu komið Ragnár Arnalds. 1 framsöguræðu fyrir tillögunni sagði Ragnar, að slíkt safn myndi auðvelda almenningi kynni af góðrí tónlist líkt og almennings- bókasöfn hafa aukið kynni manna af bókmenntum. Sagði hann, að útlánasöfn stuðluðu mjög að góðri alþýðumenntun. Góð tón- list er tormelt og það þarf að hlýða oft á hana. Hljómplötur hafa valdið gerbyltingu í kynn- ingu tónlistar en þær eru svo Tillaga sáttasemjara Framhald af 1. síðu arnir þori ekki annað en að hækka skiptaprósentu „miðlun- artillögunnar“ um 1—2% frá gerðardómsúrskurðinum. Kjör sjómanna lækkuð, þegar allir aðrir fá hækkun ■ Tillaga sáttasemjaranna gerir þannig ráð fyrir lækkuðum kjörum sjómanna, á sama tíma Og allar aðrar stéttir þjóðfélags- íns hafa verið að fá kauphækk- anir og búa sig undir að bæta kjðr sín enn. Það er vert að minna á það, að sjómenn fóru fram á að skiptapróséntan hækkaði um eitt prósent frá gömlu síldveiðisamningunum. 1 „miðlunartilögunni“ er því ekki n opnar málverka- sýningu Magnús Tómasson opnar í dag sýningu á 28 málverkum í Boga- sal Þjóðminjasafnsins. Magnús er nitján ára gamall mennta- skólanemi; það er víst í fyrsta skipti að fimmtibekkingur i menníaskóla opnar sjálfstæða málverkasýningu. Magnús Tómasson hefur notið fremur lítillar kerfisbundinnar kennslu í myndlist, Var fyrir nokkrum árum í módelteikningu i myndlistarskólanum, hefur sótt heim ýmsa ágæta listamenn. En hann ætlar skilyrðislaust að snúa sér að myndlist að skóla loknum. Magnús málar fígúratíft, en það segir hánn alls ekki vera sér ófrávíkjanleg regla, hann væri fordómalaus í þessu efni. Á sýningunni ber mikið á sjó og bátum og hafnfirzkum eða grindvískum eða allavega Vísk- um húsum; margir íslenzkir listamenn hafa haft æskuást á þessum viðfangsefnum og ýmsir varðveitt þann kærleik lengi. Það var ekki alveg Ijóst hve lengi þessi sýning yrði opin — líklega eina tíu til tólf daga. ,að. finna, .eitt einasta jálevætt at- riði fyrir sjómenn. Útgerðarmenn órólegir Það er einnig athyglisvert, að hér er veríð að gera tilraunir til þess að rýra kjör sjómanna, á sama tíma og þær fréttir ber- ast frá öðrum þjóðum, að þær eru að bæta kjör sinna sjó- manna með stórhækkuðu fisk- verði, eins og sagt er frá á öðr- um stað í blaðinu í dag. Mun tillagan fram komin vegna þess að mikill órói er meðal útgerðarmanna og telja margir þeirra engan veginn stætt á kröfunum um rýrð kjör sjómanna, og því horfur á, að þeir heimti tafarlausa samn- inga Við Sjómenn á sama grund- velli og áður. En stjómarklíka LÍÚ með ríkisstjómina að bak- h.iarli krefst þess nú af sátta- semjara að hann geri „skyndi- áhlaup“ til að reyna að knýja fram svipaða lausn og gerðar- dóminn í sumar. Svarið með því að fella „gerðardóm" sát.ta- semjara „Miðlunartillaga" sátta- seihjaranna er í raun og veru nýr gerðadómur sem ætlazl er til að sjómenn samþyU sjálfir! En sjómenn munu svara þann hátt einn sem verðugui er: Með því að kolfella þessa smánarlegu tillögu, sem er hreinasta móðgun við sjó mannastéttina. Með þvi ítrel þeir einnig mótmæli sín < gerðardómslögum ríkisstjórn arinnar frá því í sumar. Hollenzki Jónas fsafold hefur gefið út bama- bókina „Hollenzki Jónas" (eða Pilturínn sem átti ekki sinn líka í víðrí veröld). Höfundur er Gabríel Scott en þýðinguna gerði Sigrún Guðjónsdóttir. Bók þessi hefur víða erlendis verið gefin út og talín til úrvalsbama- bóka, m.a. í Noregi. í íslenzku þýðingunni er bókin 108 síður. sér upp slíku útlánasafni og hefði þaö gefið mjög góða raun. C'lfar Þórðarson kvað rétt að gefa tillögu þessari nokkurn gaum en taldi, að mál þetta þyrfti ræki- legrar athugunar við. Taldi hann að hætta væri á skemmdum á plötunum, ef þær væru lánaðar heim og sagði að athugandi væri, h-'ort ekki væri rétt að koma upp plötusafni, er aðeins yrði til notkunar á staðnum. Flutti hann loks tillögu um að fela boigarráði að athuga hvort rétt værí að koma upp slíku safni og þá jafnframt, að komið yrði upp við Bæjarbókasafnið plötu- safni til tungumálakennslu. Ragnar Arnalds svaraði athuga- semdum Úlfars. Kvað hann það einmitt eiga að vera tilgang safns- ins að lána plötumar heim, svo að menn gætu leikið þær oft og í næði og með því móti kynnzt tónlistinni sem bezt. Lagðist hann gcgn tillögu Úlfars um að vísa málinu til borgarráðs og taldi rétt, að borgarstjóm sjálf gæfi viljayfirlýsingu um stofnun safns- ins Sigurjón Pétursson benti á, að söfn sem stuðla ættu að aukinni menningu gætu aldrei borið sig fjárhagslega og mætti ekki gera ráö fyrir því. Þá sagði hann, að í safninu ætti að vera tónlist fyrir alla. Menn þyrftu einmitt að ala upp í sér tónlistarsmekk og þá byrjuðu menn ógjarna á mjög þungum verjcum, svo sem eftir Wagner eða Beethoven. Kristján Benediktsson lýsti sig hlynntan tillögunni og taldi hana eiga fullan rétt á sér . Nokkur ágreiningur varð um fundarsköp í sambandi við af- greiðslu tillagnanna. RagnarAm- alds og Guðmundur Vigfússon töldu, að tillaga Úlfars væri sjálf- stæð tillaga og gengi skemur en tiilaga Ragnars og ætti því að berast upp síðar en hún. Forseti, Auður Auðuns, úrskurðaði hins vegar, að hún væri breytingar- tillaga við tillögu Ragnars, þótt, crðalag hennar gæfi enga for- sehdu til slíks úrskurðar og flutn- ingsmaður hefði ekki nefnt það er hann lýsti tillögunni. Mót- mælti Ragnar úfskurði forseta. T'llaga Úlfars var síðan sam- þykkt með 9 samhljóða atkvæð- um. ^iglfirðíngur Elektrónik á hijóm- sve/tartónleikum Sinfóníuhljómsveit íslands heldur þriðju tónleika sína á þessu starfsári í Háskólabíói n.k. fimmtudagskvöld og eru tvö ný tónverk eftir íslenzka höfunda á efnisskránni, annað þeirra elektrónískt, hið fyrsta sem hljómsveitin flytur. „Punktar“ nefnir Magnús Bl. Jóhannsson elektróníska verkið eftir sig, samið í byrjUn þessa árs. Flutningur þess tekur 14 mínútur. Vefkið er í einum , kafla, hljómsveitarleikur (tals- verðu af slagverki bætt við | sveitina) og elektfónísk innskot, i flutt af segulbandi, mynda eina j helld. Þorkell Sigurbjörnsson kallar sitt verk „Flökt“. Það er mjög stutt, tekur 4—5 mínútur að flytja það, frjálslegt að formi, segir höfundur, ekki elektrónískt heldur gamaldags hljómsveitar- verk. Auk þessara verka eftir inn- lendu tónskéldin verður fluttur konsert eftir Hindemith fyrir píanó, málmblásara og hörpu. Gísli Magnússon leikur á sóló- píannið, en hann er nýkominn heiin frá ársdvöl í Lundúnum. önnur verk á efnisskránni eru vefk eftir Berlioz og „Moldá“, kafli úr hljómsveitarverki Smet- ana „Föðurland mitt“. William Strickland stjómar hljómsveitinni á fimmtudags- kvöldið. Hann segir að íslenzku verkin séu erfið í flutningi en athyglisverð. Ekki hefur Strick- land áður stjómað flutningi elektróniskrar tónlistar. William Strickland V/2-W2 lest Tálknafirði 5/11 — Haustróðr- ar hófust héðan 25. október. Stunda tveir bátar veiðar með línu: Sæúifur og Guðmundur á Sveinseyri Afli bátanna hefur veríð 314—914 lest í róðri, en þeir róa með 36 bala línu. Þriðji báturinn, Sæfari, mun hefja róðra á næstunni. — JE Kópavogi Aðalfundur Sósíallsta- flokks Kópavogs verður haldinn í Þinghól, fimmtu- daginn 8. nóvember kl. 8.30 . Dagskrá: t. Venjuleg aðalfundar- störf. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Útbreiðsla Þjóðviljans. Mætið stundvíslega! STJÓRNIN. Á laugardaginn var dregið í 7. fl. Happdrættis D.A.S. um 100 vinninga og féllu hæstu vinn- ingar þannig: 3ja herb. íbúð Ljósheimum 20. VIII. h. (C). tilbúin undir tré- verk kom á nr. 8483. Umboð Siglufjörður. 2ja herb. íbúð Ljósheimum 20, 20, VIII. h. (B) tilbúin undir tré- verk kom á númer 59166. Verzi. Réttarholt Þing Iðnemasambands islands Stórfelldar gen kalla á hærri lágmarkslaun Hér vcrður á cftir getið helztu ályktana, sem samþykktar voru á 20. þingi Iðnnemasambands ís- lands, sem haldið var fyrir nokkru í Reykjavík. Ályktun um kjaramál A síðast liðnu sumri náðist, vegna margra ára baráttu Iðh- nemasambandsins. hækkun á prósentutölu lágmarkslauna iðn- nema, sem nemur 5% áf kaupi sveina á öðru og þriðja ári og 10°/f á fjórða ári. Þessari hækk- un ber sérstaklega að fagna um leið og 20. þing I.N.S.Í. ítrekar enn fyrri kröfur sínar að lá- markslaun iðnnema verði sem hér segir: Á 1. ári 40°/( af kaupi sveina — 2. — 50% — — — — 3 — 60% — — — — 4 — 70% — — — Sífelldar gengislækkanir á undanförnum árum, gera nauð- syn á því að lágmarkslaun iðn- nema verði hækkuð í fyrmefnda prósentutölu af kaupi sveina enn brýnni. 20. þing I.N.S.l. vill vekja sér- staklega athygli á því, að á með- an öðrum stéttum er að nokkru leyti bætt hin gífurlega kjara- skerðing undanfarandi ára, leggst hún með fullum þunga á iðn- nema sem fæstir hafa fyrir fjöl- skyldu að sjá og verða því með öllu afskiptir þeim uppbótum er aðrir launþegar fá. Þess vegna skorar 20. þing I.N.S.Í. á iðn- fiæðsluráð að ganga nú til fulls ac kröfum Iðnnemasambandsins. Þingið þakkar þeim sveinafé- lögum, svo og öðrum stéttarfé- lögum sem stutt hafa kröfur íönnemasamtakanna og væntir enn frekari stuðnings sveinafé- laganna og annarra víð hags- munamál iðnnema. Fræðslu- og menningar- mál iðnnema 20. þing I.N.S.I. telur að efla þurfi fræðslu og menningarstarf- semi iðnnema að miklum mun. I því skyni felur þingið væntan- j legri sambandsstjóm, að kann» möguleika á því að eftirfarandi fræðslu og menningarstarfsemi verði komið á fót meðal iðn- nema: I. Málfundamámskeiðum, þar sem kennt yrði: Framsaga, fund- arsköp og fundarreglur. II. Námskeiði um sögu íslenzku verkalýðshreyfingarinnar. III. Almennri listkynningu (um bókm.. málaralist o.fl.). Kúbufundur AKUREYRI 5/11. — Á Sunnu- daginn var haldinn fundur í Samkomuhúsinu hér á Akureyri, þar sem kynnt var byltingin á Kúbu og síðustu viðburðir henni tengdir. Magnús Kjartansson ritstjóri flutti ræðu og sýnd var kvikmyndin Eyjan Iogar. Aðsókn var allgóð. Fór kynning þessi hið bezta fram og gerðu menn að henni góðan róm. — ÞJ — Undrandi verkfræðingur Gísli Halldórsson verkfræð- ingur skrifar grein í Morgun- blaðlð í gær og er ævareiður út af skrifum Morgunblaðs- ins og annarra hemámsblaða um þróun Kúbumálsins. „Ér er svo Undrfira;" fræðine orða bundizt". Og orð hans em síðan á þessa leið: „Hvern annan skynsamleg- an kost gat nú Krústjeff tek- ið, ef það hentaði honum ekki í svipinn, að Bandaríkja- menn gerðu innrás og hreins- uðu . til í víghreiðri hinna málfúsu og ögmnargjörnu andítta Castro-klíkunnar? Að skoðun minni er það 'jeff sem hér hefur í /ipinn unnið mikinn sigur. Hann hefur afvegaleitt hita :g þunga þess framtaks, sem rafið var, og gert Bandaríkja- nenn ráðlausa í svipinn. Lomið í veg fyrir hertöku Kúbu og skapað möguleika til endanlega margra viðbragðe 'g þindarlausra umræðna. iem í mega taka þátt Rússar. Kúbumenn, Sameinuðu þjóð- imar og kahnski Bandaríkja- menn! Á meðan þessu vindur fram og erfitt reynist að ná sam- komulagi, dregst timinn á langinn, og er það þá von Krústjeffs og þeirra Castro manna, að erfiðara verði urr vik fyrlr Bandaríkjamenn að framkvæma þær aðgerðir. sem þeim væri nokkurt ör- yggi í. En á meðan kynni samúð heimsins með Banda- ríkjamönnum að dvína“. Þessi ummæli verkfræð- ingsins minna mjög á andann í hinum frægu orðum sem Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra mælti 1956, að með árásinni á Egyptaland væru Frakkar og Bretar „að gefa óþokka á kjaftinn“. Að mati leiðtoga Sjálfstæðisflokksins eru smáþjóðir sem tryggja sér frelsi og sjálfstæði í löndum sínum óþokkar og bandíttar sem ber að undiroka með vopnavaldi, jafnvel þótt heimsstyrjöld hljótist af. E-id barf að efa hver ummæli þessir menn munu velja sinni sigin þjóð eða hver prlög þeir kjósa henni. þegar hún á- kveður að reka bandaríska hernámið af höndum sér. — Austri. I 4»

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.