Þjóðviljinn - 06.11.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.11.1962, Blaðsíða 7
m í>riðjudagur 6. nóvember 1962 Óskar Garibaldason, varaformaður Þróttar. ÞJÓÐVIL.TINN SfÐA 7 SICLUFIÖRÐUR „Siglufjörður liggur miðsvæðis fyrir öllum beztu fiskimiðum við Norðurland og hér er langsamlega bezta höfnin frá náttúrunnar hendi, hér eru harðduglegir sjómenn sem hafa trú á fiskimiðunum, og fullvíst. ’ð ef þeir fengju aðstöðu ekki síðri en aðrir staðir bjóða sjómönnum sínum, myndi Siglufjörður geta orðið miðstöð þorskveiða fyrir Norðurlandi, ekki síður en síldveiða.“ Framtíð bæjarins er komin undir bátahöfn r r segir Oskar Garibaldason, varaformaður ÞROTTAR Óskar Garibaldason, varafor- mann Þróttar og starfsmann verkalýðsfélaganna á Siglu- firði hittum við í skrifstofu verkalýðsfélaganna í Gránufé- lagsgötu. Þar er mjög gest- kvæmt á sumrin. Núsitjagegnt honum karl og kona, bæði komin til að £á hann til að rétta hlut sinn í viðskiptum sínum við atvinnurekendur. Karlmaðurinn er að rekja mála- vöxtu, og þótt það geti verið fróðlegt — og gagnlegt, á að hlýða er ekki víst að mannin- um sé gefið um óviðkomandi gesti, og þetta virðist talsvert langt mál. Þess vegna hef ég mig út aftur þar til um hægist hjá Óskari. en Gunnar Jó- hannsson opnar þá fyrir mig inn í sal hinumegin: við erum allt í einu komnir í tónlistar- skóla þeirra Siglfirðinga, stönd- um frammi fyrir þeirri stað- reynd að þessi litli síldarbaer norður við Dumbshaf hefur sinn eigin tónlistarskóla — fullsetinn. En meistarinn Sig- ursveinn er víðs fjarri nú, að- eins hljóðfærið hans heima, — og því ekki meira um það. Loks verður hlé hjá Óskari, og við grípum tækifærið. — Þið hafið verið á kafi i síld í sumar, — og leikur þá ekki allt í iyndi? — Útaf fyrir sig mætti kannski segja svo; það er ekk- ert atvinnuleysi hér á þessum tíma en með tilliti til framtið- arinnar, og miðað við það sem æskilegast væri, er margt sem þyrfti að bera öðru vísi, svarar Óskar. — Er nú ekki síldin aðalat- riðið hér? — Blessuð síldin gefur, góðan pening — þegar hún veiðist, en bregðist hún höfum við ekki um langt órabil átt að neinu að hverfa Hinsvegar var hér fyrir nokkrum áratugum mikil þorskútgerð og róðrar stundað- ir af miklum fjölda báta, þ. á m. aðkomuþátum. — Vilt þú leggja meiri stund á þorskveiðar? — Já, það er Hfsspursmál að hugsað væri meira hér um þorskveiðar. eins og gert er í bæjunum í kringum okkur. En stjórnarforsjón þessa bæjar virðist ekki hafa komið auga á nauðsyn þess. — Hvrsvegna stundið þið ekki meiri þorskveiðar? — Það er ekki hægt! Það er líklega héimsmet að þeir sem stunda héðan línuveiðar skuli vera dæmdir til þess að liggja í landi yfir sumarið af því hér er ekki tekið við ninum fiski til frystingar — en keppzt við það á öllum stöðum í nágrenn- inu. — Er ekki tekið við neinum fiski! — Nei, það er enginn línu- fiskur tckinn á sumrin, en það er tekið á móti færafiski — og þá til söltunar. — Þá stunda náttúrulega engir línuveiðar? — Ungir sjómenn tóku 50 tn. bát, Hring, á leigu í sum- ar og ætluðu að gera hann út til þorskveiða en þeir fóru að- eins nokkra róðra áður en síldin kom, síðan urðu þeir að hætta, og fara að vinna í landi. — Er ekki allsstaðar hugsað mest um síldina á sumrin. — Þeir sem eiga heima á Húsavík, Dalvík, Ólafsfirði og Hofsósi geta losnað við sinn fisk þó það veiðist síld. Á Ólafsfirði er unnið við fiskað- gerð dag og nótt, ef nokkuð berst að. Hér þyrfti að auk- útgerð til þorskveiða. — Er nokkur áhugi fyrn bví? — Eg geri ekki ráð fyrir að hér væru neinir tilburðir í þá átt ef togararnir hefðu ekki farið? — Svo það er þá einhver á hugi? — Já, nokkrir ungir menn hafa snúið sér til bæjarstjórn- arinnar með ósk um hlutafélags- m.yndun þar sem bærinn væri aðili, og keypti þetta félag tvö 50—60 tonna skip, en skip af þeirri stærð eru talin heppiieg hér. Héðan hafa verð gerð út nokkru stærri skip, en þau hafa skapað minni atvinnu en vænzt var (Síðan þetta viðtal var skrif- að, síðla sumars, hefur málinu miðað það áleiðis að tvö báta- félög hafa ver mynduð, annað keypt gamlan bát af Vestfjörð- um, hitt pantað bát frá skipa- smiðju i Noregi). — Er nokkur framtíð fyrir slíka báta? — Nei, það er lítil framtíð fyrir slíka báta hér ef ekkert verður gert til þess að þeir geti losnað yið áflann. En slíkir bátar, sem gætu stundað héðan fiskveiðar allt árið ættu að hafa framtíð fyrir sér. — Hvernig er aðstaðan í landi til slikrar útgerðar? — Aðstaðan í landi er þann- ig að það er hvergi bryggju- pláss fyrir þá, nema þeir fái það hjá einhverjum síldarsalt- endum, því bærinn hefur leigt allar Ióðir sínar við höfnina undir söltunarstöðvar, nema hafnarbryggjuna — og hluta af henni hefur hann einnig leigt undir söltunarstöð. Það er ekki einu sinni aðstaða til að beit;! línu — Nú, mig minnir að fyrir mörgum árum væruð þið að sýna mér hvar byrjað væri á framtíðar bátahöfn. — Það er unnið að undir- oúningi framkvæmda í innri höfninni. Þær framkvæmdir hafa raunar að mestu legið niðri síðan 1948. Fyrir áratug var komið upp fyrirstöðuþili. stálþili, og ætlunin er að dæla upp úr höfninni inn fyrir það, og á þar að fást ágætt athafna- svæði. Út frá stálþilinu yrðu svo settar bátabryggjur. Það eru skiptar skoðanir um hvort heppilegra sé að dýpka þarna með sanddælu eða gröfu. marg- ir telja dýpkunarskip betra tæki þarna en dælu. — Hvaða horfur eru á að þetta verði framkvæmt? — Það er afskaplega tak- markaður áhugi og skilningur sem forráðamenn bæjarins hafa fyrir uppbyggingu hafnar- mnar. Þeir segja að „athafna- mennirnir“ eigi að sjá um slíkt, en bænum beri engin skylda tii að hafa neinp forgöngu um það — Hvernig hafa trillubátarn- ir aflað, og eru þeir margir? — Þeir hafa aflað vel. Ýsu- gengdin hefur aukizt þannig að þeir sem róa með línu hafa fengið allt að helming ýsu, og hún er vel vinnsluhæf Það munu vera 15—20 trillubátar og 3 litlir dekkbátar sem stund- að hafa veiðar hér. — Þú hefur mikla trú á auknum þorskveiðum héðan? — Siglufjörður liggur mið- svæðis fyrir öllum beztu fiski- miðum við Norðurland og hér er langsamlega bezta höfnin frá náttúrunnar hendi, hér eru harðduglegir sjómenn sem hafa trú á fiskimiðunum, og fullvíst að ef þeir hefðu aðstöðu ekki síðri en aðrir staðir bjóða sjó- mönnum sinum myndi Siglu- fjörður geta orðið miðstöð þorskveiða fyrir Norðurlandi, ekki síður en síldveiða. Reynslan úr nágrannabæjun- um er su, að það eru bátar af minni gerð sem mesta atvinnu skapa. Stærri bátarnir freistast stundum, af skiljanlegum ó- stæðum. til bess að halda á önnur mið — og skapa þar af leiðandi ekki atvinnu heima, og það eru jafnvel ekki einu sinni Siglfirðingar á þeim. Blesuð síldin er góð, þegar og meðan hún er. En það er óumdeilanlegt að framtíð Siglufjarðar er komin undir því að hér sé bátahöfn og að- staða fyrir fiskvinnslu í landi — að það sé ekki lengur neit- að að taka á móti fiski til vinnslu. Þannig fórust Óskari Gari- baldasyni orð. En skyldi maður ekki, næst þegar leiðin liggur til Siglufjarðar, sjá stálþilið mara inni í pollinum líkt og hálfsokkinn girðingargarm — eða verður kannski komin þar bátahöfn? J. B. Bátur (Hringver VE) á lcið inn á Si glufjarðarhöfn, Hólshyrnan í baksýn. Theódór Skúlason læknir: Læknar og spítalastörf Um læknadeiluna hefur ver- ið mikið ritað í dagblöð undan- farna daga, og rnest af velvilja og skilningi. Þó eru ákveðin 'atriði, sem ekki hefur verið lögð á sú áherzla, sem vert væri að mínu viti. Vil ég því biðja dagblöðin að birta al- menningi eftirfarandi athuga- semdir Öll málsmeðferð aí hendi stjórnarvalda hefur verið furðu- leg. Bréfum læknanna er ekki svarað mánuðum og árum sam- an, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli og ábendingar um erfiðleika, er af hijóti að leiða, ef deilan ekki leysist í tæka tíð. Aðgerð- ir valdhafanna á viðræðufund- um beinast síðan allar að því að tefja málið í stað þess að leysa bað. Kórónað er svo verk- ið með því að vísa málinu til íélagsdóms á síðustu stundu. Þessi aðferð er okkur óskiljan- leg með öllu. Vissulega var þessi leið opin stjórnarvöldum þegar í apríl — þ. e. fyrir V5 ári — ef hún var svo nauðsyn- leg, sem nú er látið í veðri vaka. Samt er beðið til elleftu tundar, sem sagt enn ein að- erð til að tefja lausn. Þá érum við mjög undrand) fir ummælum dómsmálaráð- herra á Alþingi fyrir skemmstu, eru þau ummæli endurtekin ritstjórnargrein Mbl. 2. þ. m. ■ar eru læknar áminntir um ið minnast þjóðernis síns og bess að ríkið hafi kostað miklu ti’ menntunar þeirra. Við héld- um að Ijóst væri að öll þjóð- félög stuðla að aukinni mennt- t-n þegna sinna og sérhæfingu, til þess að íylgja meö í fram- próun. Mest lé og fyrirhöfn leggja þó námsmennirnir sjálf- ii af mörkum, og eru spítala- menntaðir læknar þar þó senni- lega fremst í ílokki. Hitt er svo fráleitt, að þeir hafi þar með selt sig undir að njóta lak- ari lífskjara en aðrir menn, enda hlyti það fyrirfram að hindra að þjóðfélagið fengi not- ic hæfileika þeirra og mennt- unar. Þessar hugleiðingar íyrr- greindra aðila minna helzt á útreikninga á búfénaði, sem krafizt er að skili arði af eldi sínu þegar í næstu sláturtíð. Það er ósannað mál að spítala- læknar séu verri íslendingar en aðrir menn, en þeir og skyldu- lið þeirra eru sama marki brenndir og aðrar dauðlegar tærur, að þeir lifa ekki lengi af „munnva'ni sfn Theodór Skúlason. ■^lessun.” Vert er að minnast þess, a iðrir starfshópar lækna, þ. e léraðslæknar, hafa nýlega feng ið nokkra leiðréttingu mála sinna úr hendi þeirra stjómar- valda, sem nú taka þvert fyrir að veita spítalalæknum hið sama. Hagfræðilegir útreikningar "þr» nð æi'i'niíjur fastlauna- lækna eru lægri en hinna svo- kölluðu láglaunastétta þjóðfé- lagsins, þegar tekið er tillit til námskostnaðar, starfsævi og tieiri atriða. Undirbúnings- menntun spítalalækna er hin lengsta sem um getur í þjóðfé- aginu, og vegna strangra krafna, •:em réttilega eru gerðar þegar im æðri spítalastöður er að tæða, er venjulegast að menn séu komnir á fimmtugsaldur, er þeir hljóta þær, og þá skammur tími til að njóta .imbunar af erfiði sínu og fjár- sagsfómum. Spítalalæknar fara fram á aunagreiðslur, er megi nægja þeim til framfæris og greiðslu námsskulda, án þess að leita sér uppeldis af öðrum störfum og án óhóflega langs vinnu tíma, enda full þörf allrar starfsorku þeirra á sjúkrahús- unurn, eins og síðar verður að vikið. Með þessu vilja læknarnir ryggja: Að þeir læknar, sem spít- . alastörf vinna hér, sjái síg ekki tilneydda að hverfa til annarra starfa eða annarra landa, þar sem störf þeirra eru metin að verðleikum. Að ungir hæfileikamenn í • læknastétt telji eftirsókn- arvert að leggja á sig óhjá- kvæmilega langt og dýrt framhaldsnám til undirbún- ings spítalastörfum. *) Að unnt verði að bæta enn þjónustu við sjúa menn og samtímis leggja grundvöll að vísindastörfum á spítölum hér. Takist ekki að tryggja þetta, er augljóst að spítalavinnu hér- Lendis hlýtur að hnigna. Óþarft ætti að vera að taka fram, að umræður um þetta mál snúast ekki eingöngu um launagreiðsl- ur. heldur engu síður um bætta starfsaðstöðu, en án hennar er ill framþróun vonlaus. Spítalalæknar hafa því til r.essa séð sig knúða að takast -í hendur aukastörf, unnin að fullum starfsdegi loknum, á síð- kvöldum og nóttum, til að sjá fjölskyldum sínum farborða. Þetta óhóflega vinnuálag er heilsuspillandi og sviptir menn Framhald á 8. síðu. i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.