Þjóðviljinn - 15.11.1962, Page 10

Þjóðviljinn - 15.11.1962, Page 10
10 SIÐA ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 15. nóvember 1962 CHARLOTTE ARMSTRONG: GEGGJUN „Og í rauninni er ekkert fyrii- yður að gera“. Hún heyrði allt í einu að Eddie hélt áfram að tala í hinu herberginu og Pétur svaraði með einsatkvæðisorðum. „Baðherbergi Bunnýar er auð- vitað þarna“. Rut siökkti nokkur af ljósunum og nú var aðeins kveikt á iampanum milli rúm- anna. „Og þessar dyr“, hún benti á dymar fram á ganginn „eru auðvitað læstar. Og nú má Bunný fá sér einn konfektmola í viðbót og svo á hún að bursta í sér tennumar og hlusta á sögu og þá er hún áreiðanlega orðin vel syfjuð“. Hún kiappaði litlu stúlkunni á kinnina, sem var út- tútnuð af súkkulaðinu. Hún leit fram um opnar dymar milli herbergjanna. Eddie sagði hárri röddu: „'Jæja ........ já . ég lít inn til Nell ððru hverju ef þér hafið ‘ekkert við það að athuga. . .“ ,.Það er ágætt“. Pétur tók fram veskið sitt. Rut sá á bak- svipnum, að hann var bæði gramur og uppgefinn. ,.Og ...... svo þakka ég yður kærlega fyr- !r“. ..Nei, þökk fyrir". Eddie hörf- aði fyrir dollaraseðlinum. „Nei, mér er ánægja að gera þetta. t>etta er svo. gott fyrir Neil Þér eigið bara að borga henni það sem henni ber. Fimmtíu sent trmtímann Það er meira en nóg. Við vorum búin að koma okkur saman um það. Nell þykir gaman að fá tækifæri til að vinna sér inn aura. Það er gott fyrir hana. Jœja ......“ hann leit framhiá Pétri. ..... og ég vona að þið skemmtið ykkur reglulega vel i kvöld" Rut var Ijóst að hann var eínnig að ávarpa hana. ,,Þakka yður fyrir, herra Munro. Verið þér sælir". „Sælar. Hm ........ verið þið sæl. Skemmtið ykkur reglulega vel“. Hann lyfti handleggnum eins og til áréttingar og lét hann síðan síga aftur. Loksins kom bann sér út. „Ertu tilbúin, Rut?“ sagði Pét- «r dálítið óþolinmóður. „Eftir andartak. Nell ...... “ Stúlkan hreyfði sig þegar á hana var yrt. Rut heyrði sullið i Bunný sem var að bursta tenn- trmar. „Pétur, viltu ekki finna símanúmerið hjá okkur? Svo að þér getið hringt í okkur ef svo ber undir. Þá leggjum við það héma hjá símanum, Nell, og ef eitthvað er að, þá getið þér náð sambandi við okkur. En þér verðið að muna að spyrja um Pétur O. Jones. Gleymið ekki O-inu. Annars er svo lengi ver- ið að flokka alla þessa Jonesa". Hún hló. Rut fór að slökkva Ijósin i j herþergi númer 897, svo að eftir , var aðeins ljósið á standlamp- anum við stóra, dökkrauða stól- tm og lampanum milli rúmanna. „Er nógu bjart svona. Nell?“ Stúlkan kinkaði kolli. „Og ef yður langar í eitthvað að lesa, I þá er eitthvað af vikublöðum ! þarna. Ef yður syfjar, þá getið j þér lagt yður hér. Þetta verður sjálfsagt allt í lagi. Og ...“ hún lækkaði röddina ...... bað 1 er sjálfsagt betra að þér notið . þetta herbergi. Er annars nokk- uð sem ég hef gleymt?" Hún stóð þama í allri sinni dýrð og hrukkaði ennið svolít- ið .... var ekki alveg ánæsð. stúlkan hafði sagt svo. lítið. En á hinn bóginn .... hvað átti hún svo sem að segja? Eitthvað hefði hún þó getað sagt. hugsaði Rut óþolinmóð. eitthvað smáveg- is ... af fúsum vilja .... bara eitthvað til að sýna að hún hefði skilið hana! „Munið þér eftir nokkru?“ Hún reyndi að koma henni af stað. Stúlkan stóð ekki lengur álút. Hún var með há kinnbein og augun voru stór og örlítið ská- sett. Hakan var lítil og hvöss og munnurinn nettur Hún var ekki með neinn andlitsfarða og hörundið var með riómalitum blæ. Hún var alls ekki ósnotur. hugsaði Rut undrandi. Já. hún gæti litið Ijómandi vel út á und- arlega eggjandi hátt. Jafnvel vaxtarlag hennar i illa sniðna kjólnum var orðið gott núna. þegar hún stóð upprétt oe ekki álút eins og auðmýkt Augun voru blá. Þau voru of blá. Það var eins og augasteinninn væri of lítill og lithringurinn breið- ari en almennt gerist. Gulbrúnt hárið féll laust niður um eyrun og Rut tók eftir því, að þau voru lítil og lágu þétt að höfðinu. j „Ég held þér hafið hugsað fyr- j ir öllu“, sagði Nell. Hikandi bros ! færðist yfir nettan munninn. | Rut virti hana fyrir sér. Sem snöggvast fannst henni sem í þessari hversdagslegu setningu hefði verið fólgið eitthvað ill- gimislegt, eitthvað stríðnislegt og háðslegt. „Eigum við ekki að koma okk- ur af stað“ sagði Pétur ein- beittur. „Hér er símanúmerið, Nell, á þessu blaði. Ég býst alls ekki við að þér þurfið á því að halda. Það getur vel verið að við hringjum hingað, svo að þér megið til með að svara í sím- ann“. Hann lagði miðann á sima- borðið. Svo gekk hann rösklega að fataskápnum. Rut fannst eins nú væri kvöldið aftur að byrja eftir trufiunina. Bunný stóð og ók sér upp við dymar að hinu herberginu og það voru tannkremsleifar kring- íjm munninn á henni. „Hoppaðu nú upp í rúm, Bunný“, sagði Rut. „Nell ætlar að lesa svolítið fyr- ir þig“. Hún stóð í skugganum og horfði á þær meðan þær gerðu eins og hún mælti fyrir ........j Bunný fór úr sloppnum, skreidd-1 ist upp í rúmið, dró teppin yfir | sig, kastaði fléttunum aftur á' bakið ...... hún sá stúlkuna ganga nær og setjast hikandi, I j eins og til reynslu á rúmstokk- inn og bjarminn frá lampanum 1 féll á hár hennar. Allt i einu tók Bunný við stjóminni. „Lestu fyrir mig um Jenný og tvíburana“. Hún fleygði bókinni til stúlkunnar. j „Já“, sagði Nell auðmjúk. Rut sneri sér undan. Hún fór I að láta niður í kvöldtöskuna ! sína, armbandsúrið, púðurdós- ! ina, vasaklút, hárspennur, vara- I lit. Hjarta hennar sló dálítið örar. j Pétur stóð þegjandi í frakk- ! anum og hann hélt á flauels- j kvöldkápunni hennar. Hún gekk j til hans og hann hélt kápunni 1 upp fyrir hana. Hún leit upp ! til hans og spurði án orða: | „Heldurðu að þetta verði í lagi?“ 1 Án orða svaraði hann: „Já, hvað gæti svo sem komið 1 fyrir?“ Kvöldkápan var mjúk og svöl við bera handleggi henn- ar. „Eddie fylgist með þeim“, 1 hvislaði Pétur í eyru henni. Og hún skildi samstundis að það var , alveg rétt. Eddie bar ábyrgðina. | Eddie hafði unnið þarna í fjórt- ■ án ár. H-ann færi ekki að leggja stöðu sína í hættu. Og Eddie var svo dæmalaust samvizku- samur. Hann hefði áreiðanlega vakandi auga á öllu saman. f rauninni var það Eddie sem þau 1 höfðu ráðið til sín. Hann myndi sjá um allt. „Við erum lengi á leiðinni yf- ir þvera borgina". sagði Péthr upphátt. Svo fylgdust þau að inn í hitt herbergið. Stúlkan var að lesa upphátt. Rödd hennar var lág og tilbreytingarlaus. Orðin eltu hvert annað án minnstu til- brigða. Hún las eins og barn. „Fer ekki vel um ykkur?“ sagði Rut. „Góða nótt. Bunný.“ Hún snart litla, heita ennið með vþrunum. Pétur sagði: „Gleymdu ekki morgunmatnum. Bless á meðan, elskan litla“. „Bless. pabbi. Haltu nú góða ræðu“ Ó guð blessi hana! hugsaði móðir hennar. Guð blessi hana! „Ég skal reyna hvað ég get, telpa mín“, sagði Pétur blíðlega, jafnsnortinn og hún. Stúlkan sat á rúmstokknum Qg hélt fingrunum við línuna í bókinni. Hún fylgdi þeim með augunum þegar þau fóru. Þegar þau fóru út lím herbergi númer 807, heyrði Rut að hún byrjaði aftur stamandi að lesa upphátt. Það var ekki Rut öll sem fór út um dyrnar og fram á gang- inn. Hluti af henni var eftir og fann hve andrúmsloftið inni var dauft og dapurlegt þegar þau voru farin. Hvernig myndi Bunný nú spjara sig, þegar þau voru farin og hlýjan og kærleik- urinn sem umvafði hana annars? Voru umskiptin ekki allt of snögg? Hluti af henni gerði sér í hugarlund, hvernig það væri að liggja þama inni í myrkrinu á ókunnum stað og heyr.a hljóð- | in frá þessari ókunnu borg ... og vita að enginn var nálægur í nema ókunnug manneskja sem fékk borgun fyrir, ef hún skyldi verða hrædd við eitthvað seinna um kvöldið. Pétur snart flauelsklædda öxl hennar. Lyftan var að koma. Það var ekki Eddie og hún var fegin því. Hana langaði ekkert til að heyra hann segja einu sinni enn: „Skemmtið ykkur nú reglulega vel“. Hún rak þessar hugsanir burt. Hún vissi að Pétur hafði þörf fyrir hana. Hún reyndi að taka sig á, (Bunný var níu ára. Hún myndi steinsofa). Mún neyddi hmn helminginn af sjálfri sér — þann sem helzt vildi verða eftir á gistihúsinu — til að fylgj- ast með, og þegar hún stóð við lyftuna i veizluklæðum sínum, var hún aftur orðin heil persóna. Hún leit upp til Péturs og sýndi honum að hún var orðin eins og hún átti að sér. Þetta var kvöldið mikla ...... loksins! 3. K A F L I Jed Towers sótti ungu stúlkuna sem hann ætlaði með út, í ibúð foreldra hennar í 36. götu Aust- ur. Hún hét Lyn Lesley og var annað og meira en stundarkunn- ingsskapur. Stjarna hennar hafði farið hækkandi hjá Jed, já, í rauninni var hún efst á listanum hjá honum. Lyn var grönn og dökkhærð með snoturt nef og hún átti það til að skotra til hans augunum. hvorki daðurslega né útundir sig heldur bara fjör- lega. Hann hafði þekkt hana í meira en ár, en það var ekki fyrr en síðasta hálfa mánuðinn. í leyfinu áður en hann skyldi byrja í nýja starfinu. að hann hafði verið með henni að staðaldri. Það hafði komið alveg að sjálfu sér .... hægt og skemmtilega. En á morgun átti Jed að fara j vestur á bóginn — aiveg yfir að j vesturströndinni og starf hans útheimti að hann yrði þar um ‘ kyrrt um tima. f kvöld, þetta j siðasta kvöld þeirra, lá það eig- 1 inlega i loftinu að þau yrðu að taka einhverja ákvörðun — án j þess að Jed hefði i rauninni í- hugað það vandamál. Kannski var þetta alls ekki síðasta kvöldið þeirra saman — heldur síðasta nóttin sem 1 þau voru ekki saman. Hann vissi það ekki. Það var engin afsök- un ..... hann vissi það einfald- lega ekki. Þau voru ekki veizluklædd. Lyn var í loðinni, blárri kápu með stórum vösum og stórum tölum og litla bláa húfu í hnakkanum. Þau ákváðu að ganga. Enda vissu þau ekki hvert þau voru að fara. Andrúmsloftið var óráðið ...... glaðlegt ..... hinn væntanlegi aðskilnaður var ekki farinn að hafa áhrif. Lyn hoppaði áfram, þangað til Jed hægði svolítið á sér. Þau röltu þangað sem himinninn var bjart- , astur. Kannski færu þau ; leik- 1 húsið ..... kannski ekki, Það var undir ýmsu komið. f 39. götu. dálítið vestan við, 5. tröð, slóst betlari upp á þau og sagði eymdarlega við ungu Þórður var glaður yfir að hafa heimt alla um borð heilu og höldnu. Sg trúi þessu varla, sagði Ross. Á eyjunni stóð allt i björtu báli. Svo virtist sem síð- ustu fyrirskipunum foringjans hefði verið fylgt dyggi- lega. Stúlkurr.ar horfðu á eyðilegginguna með hryli- ingi. Þarna í landi voru margir kunningjar þeirra. Skyldi vera hægt að gera eitthvað þeim til bjargar? Málverkasýning Magnúsar í Bogasal, opin írá kl. 2—10 til sunnudags. Jólapappír og leikföng í MIKLU ÍJRVALI. HEILDSÖLUBIRGÐIR: DAVID S. JðNSSON & COMPANY. Hafnfírðingar Höfum opnað nýja verzlun að Strandgötu 35 með blóm og gjafavörur. önnumst alls konar skreytingar. Körfur, skálar og krar,sar, kistuskreytingar. Áherzla lögð á góða bjóaustu. Sendum heim. Sími 50941. Blómaverzluitin B U R K N I . ASvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti, Samkvæmt kröfu tollsfjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. trsarz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda söluskatt 3. ársfjórðungs 1962, svo og söluskatt og út- flutningssjóðsgjaid eldrj ára, stöðvaðar, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt á- föllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja kom- ast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til *ollst,V5raskrifstofunnar, Amarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 14. nómember 1962. SIGURJÓN SIGURESSON. BUKKSMIÐIR - RAFSUÐU MENN - ADSTOMRMENN óskast strax. Upplýsingar ekki gefnar í síma. BLIKKSMIÐJAN GLÓFAXI Ármúla 24. Verkamenn Viljum ráða nokkra verk&menn í fasta vinnu. H.F. Kol og Salt Sími 11120 og 19920. Sendisveinar óskast strax. — Vinnutnn. tvrii hadegi. Þurfa að hafa hjái Þjóóviljmn 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.