Þjóðviljinn - 07.12.1962, Síða 2

Þjóðviljinn - 07.12.1962, Síða 2
2 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. desember 19S2 Mogginn sakar ferðaskrif- stofu um skipulagt smvg í fyrradag birtist óvenjiilegur leiðari í Morg- unblaðinu. Þar var ónafngreind íslenzk ferðaskrif- stofa sökuð um að beita sér fyrir skipulögðu smygli, og þess farið á leit, að ferðaskrifstofan hætti við ferðalög, sem hún er búín að skipuleggja. Hér á eftir segja álit sitt tveir méíin, sem málið er skylt. Leiðari Morgunblaðsins ber aðalfyrirsöngina Smygl skipulagt og hefst með þessum orðum: s,Ein af ferðaskrifstofum í höf- uðborginni hefur látið þau þoð út ganga, að hún muni beita eér fyrir verzlunarferðum til út- landa og aðstoða fólk við inn- kaup hvers kyns vamings þar. Þetta lítur ef til vill sakleysis- lega út við fyrstu sýn, en þeg- ar betur er að gáð, þá er hér i raun réttri um að ræða skipu- lagt smygl". Síðar segir: „Auðvitað á ekki að amast við því þótt menn kaupi nokkrar flikur, þegar þeir eru að ferðast utanlands. Við viljum frjálsræði og umburðar- lyndi yfirvalda, en þegar ferða- ekrifstofa beinlínis gengst fyr- ir smyglferðalögum er ekki um annað að ræða en herða stór- lega tolleftirlit og rannsaka gaumgæfilega farangur hvers einasta manns sem ferðast á vegum þessarar ferðaskrifstofu til innkaupa erlendis, á meðan hún ekki lætur af þessum ósóma. Morgunblaðið telur raunar, að það sé af hugsunarleysi, sem forstöðumenn ferðaskrifstofunn- ar hafa lagt út á þessa braut og mundi fagna tilkynningu þeirra um, að þeir væru hættir að skipuleggja þessi ferðalög" Fréttamaður Þjóðviljans þóttist vita, að Mbl. mundi eiga við ferðaskrifstofuna Lönd og leiðir. Hann náði því tali af fram- kvæmdastjóra hennar Ingólfi Emi Blöndal, og spurði: Hvað gerir hin ásakaða ferðaskrifstofa? — Er það rétt til getið, að það sé Lönd og Ieiðir, sem Morg- unblaðið á við? — Þama í Mogganum er ekki tekið sérstaklega fram, hverja vm er rætt, það er þara talað um einhverja ferðaskrifstofu. Það eru fleiri en við, sem koma til greina. — Það er þá rétt, að þið séuð með ferðir, þar sem boð- in er aðstoð við innkaup? — Ja, við erum ekki að bjóða aðstoð við innkaup, við bjóð- um bara fararstjóra, eins og við gerum alltaf, leisögumann til að hjálpa fólki að komast leiðar sinnar. — Eruð þið nýbyrjaðir með svona ferðir? — Nei, við höfum verið með þær frá byrjun. Lönd og Ieiðir tók til starfa fyrir tveimur ár- um, og eftir fyrsta árið hófum við þessar ferðir, éða strax og við fengum leyfi til. Og við er- um ekki einir með þetta, það eru allar ferðaskrifstofur • með þetta. — Morgunblaðið ber fram þr't „frómu ósk“, að þið hættið að skipuleggja þessi ferðalög. Hvað ætlið þið að gera? — Við þöfum ekki hugsað Raptus hystericus Vita menn hvers vegna landhelgin var stækkuð 1958? Einhverjir halda kannski að það hafi verið gert til þess að endurheimta foman rétt þjóðarinnar, tryggja Islend- ingum yfirráð yfir beztu fiskimiðum sínum og bæta lífskjör þjóðarinnar í bráð og lengd. En slíkar hugmyndir éru mikill bamaskapur. Með stækkun landhelginnar var verið að framkvæma ógnar- legt samsæri, eitt af hlnum alkunnu myrkraverkum heimskommúnismans. Morg- unblaðið segir í forystugrein f gær: „Það er ekkert laun- ungarmál, að í landhelgis- deilunni töldu kommúnistar, að þær aðstæður gætu skap- azt, að hér yrði hægt að koma á byltingu. Þeir miðuðu allar aðgerðir sínar við það að torvelda friðsamlega lausn málgins og haga aðgerðum þannig að leiddi til sem mestra átaka . . . svo að Is- lendingar byggju nú við sælu „kúbansks" stjórnarfars". Stækkun landhelginnar átti þannig að vera upphaf að byltingu, og auðvitað vori’ það Islendingar sem réðu'1 á friðsamlegan og sak.lausán flota hennar brezku hátignar. Jafnframt skýrir Morgunblaðið frá því að byltingin hafa mis- tekizt vegna þess eins að yfiraðmíráll íslenzka árásar- flotans hafi komið í veg fyr- ir hana. Hann hafi gert leyni- samning á miðunum við hinn brezka kollega sinn án þess að láta íslenzku ríkisstjóm- ina vita, og þeir félagamir hafa meira að segja komið sér saman um hvemig þeir ættu að blekkja Islendinga með yfirborðságreiningi þótt þelr væru í rauninni sam- mála um allt. Þannig hafi Eiríkur Kristófersson einn manna komið í veg fyrir hina fyrirhuguöu byltingu 1958, þegar svo hafði verið villt um fyrir íslendingum að meira að segja Morgunblaðið studdi um skeið hin komm- únistísku ofbeldisverk í land- helgismálinú; þvl sé Eiríkur þjóðhollur afreksmaður sem hafi unnið stórvirki. Því miður er ekki unnt að ræða þennan málflutning; hann heyfir til allt öðru sviði en xiútima sagnfræði. Hins veg- ar er ástæða til að benda ís- lenzkum læknum, sem nú ræða um skorður við ofnotk- un lyfja, á það, að hinar nýju reglur mega ekki vera strangari en svo að ritstjór- ar Morgunblaðsins geti feng- ið róandi pillur hvenær sem þeir þurfa á að halda. — Antri okkur að gera neitt stórvægi- lcgt — það er lítið, sem mað- ur getur gert í sjálfu sér. Þessi skrif Morgunblaðsins eru ákaf- lega heimskuleg og vanhugsuð. — Þið hættið sem sagt ekki? — Það kemur ekki til mála. — Þið álítið þá ekki, að þið séuð með þessu að fremja lög- brot? — Við erum ekki frekar að fremja lögbrot með okkar ferð- um en t.d. flugfélögin með sín- um farþegaflutningi. Eini mun- •Lrinn er, að við veitum frekari fyrirgreiðslu en þau og ódýrari. — Viltu taka fleira fram? — Mér finnst það aðalatriði í þessu máli, að við fáum aðstöðu til að starfa, vegna þess að ferða- skrifstofur eru álitnar frekar gagnleg þjónustufyrirtæki á er- lendum vettvangi. Gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar af erlendum ferðamönnum gætu verið mun meiri en þær eru, en okkur er fyrirmunað með lögum að afla þessara tekna. Það eina sem við getum gert er að gera eitt- hvað fyrir okkar eigin lands- menn, og það er náttúrulega sjálfsagður hlutur, að við fáum að gera það. Og hvað segir toll- gæzlustjóri? Fréttamanninum þótti hlýða að leita álits tollgæzlunnar á þessu máli. Hann náði því tali af Unnsteini Beck, tollgæzlu- stjóra, og spurði hann álits: — Ég get lítið um þett.a sagt. Ég get varla búizt við þvi, að •ferðaskrifstofur séu að ginna farþega út í það að fara svona ferðalög til að gera innkaup og eiga svo á hættu, að þegar þeir koma heim með varning sinn, verði þeir látnir borga toll, og þannig verði þeir að borga bæði smásöluálagninguna erlendis og tollinn hér heima. — En hvaða reglur gilda um tollun á vamingi farþega? — Samkvæmt tollskrárlögum er það tollfrjálst, sem menn hafa haft með sér út úr landinu; einnig það, sem menn hafa keypt nýtt í ferðinni, ef það er ekki fram yfir það, sem telja má hæfilegt miðað við lengd dvalar- tíma og eðli ferðalagsins. — Farþegar fá að hafa með sér ákveðið magn af sígarettum og víni. Gilda ekki slíkar regl- ur um aðrar vörur? — Nei, þegar þessu sleppir, er raunverulega engin lagaheimild til að láta fólk sleppa við toll. En af praktfskum ástæðum er ekki hægt að fara eftir þessu. Framkvæmdin yrði svo dýr, ef það ætti að fara að eltast við hvert snifsi — auk þess sem það er nú heldur nærgöngul inn- heimta. Þar af leiðandi verður tollurinn alltaf að sleppa ein- hverju smáræði hjá hverjum manni. I nágrannalöndunum hafa menn leyfi til að koma inn í landið með tollfrjálsar vörur fyrir ákveðna upphæð — þetta er eitthvað um 2400 íslenzkar krónur á Norðurlöndum. Hér er sem stendur engin slík lagaheim- ild til, og er það miður, því að þá hefði maður einhverjar fastar reglur að fara eftir. Það verður sjálfsagt bætt úr þessu, þegar nýja tollskráin kemur. — í Morgunblaðinu er talað um, að herða verðí tolleftirlit stórlega og rannsaka gaumgæfi- lega farangur hvers einasta ic England vann Wales með 101:33 í undankeppninni fyrir Evrópubikarkeppnina í körfu- knattleik. Bretar keppa við Hollendinga í janúar, og ef þeir vinna þann leik, fá þeir rétt til þátttöku í úrslitakeppn- inni i Varsjá seint á næsta i ári manns, sem ferðast á vegum umræddrar ferðaskrifstofu. Hvað sogir þú um þetta? — Það hefur nú staðið til hvort eð var að herða tolleftir- litið og er verið að vinna að því. Flestir af farþegum frá út- löndum koma flugleiðis, og á flugvellinum eru mjög erfiðar aðstæður til að vinna tollgæzlu- störfin nákvæmlega. Það hefur staðið til og við erum að bíða eftir því, að húsakynni þar verði er.durbætt og öll aðstaða, en það er dálítið erfitt með fram- kvæmdimar, vegna þess, að allir veigra sér við að leggja í kostnað. En það er sem sagt unnið að því að koma á auknu eftirliti. Vetrarhjálpin í Reykja vík aS hefja störf sín Vetrarhjálpinni í Reykjavík bárust í fyrra rúmiega 750 beiðn- ir um hjálp fyrir jólin frá ein- staklingum og f jölskyldum, efink- um öldruðu fólki og barnafjöl- skyldum, og í ár er þörfin fyrir hjáip sízt minni. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar verður í Thorvaldsensstræti 6 (skrifstofu Rauða Kross Islands) eins og undanfarin ár, opið 10—5 sími 10785, en móttaka fatnað- ar er * 1 Ingólfsstræti 4, og þar er opið milli kl. 2 og 6 síðd. 1 fyrra nam fjársöfnun Vetrar- hjálparinnar í Reykjavík tæpum 200 þús. kr., þar af söfnuðu skát- ar 126 þúsundum. Framlag 'r borgarsjóði nam um 200 þús. kr. Uthlutað var fyrir 333 þús. kr., þar af matvælum fyrir 160 þús. kr. og nýjum fatnaði fyrir 152 þús. kr. Auk þess barst mikið af nýj- um og notuðum fatnaði, sem út- hlutað var, en öll fataúthlutun var gerð í samvinnu við Mæðra- styrksnefnd. Skátamir brugðust vel við 90.000 kr. og tonn aí mjólkurduftí söfnun fyrir Vetrarhjálpina sem ætíð fyrr. Var þetta 25. árið sem þeir söfnuðu fyrir Vetrarhjálp- ina og jafnframt sú söfnun þeirra sem beztan árangur gaf. Á fundi með fréttamönnum sl. miðvikudag bað stjórn Vetrar- hjálparinnar blöðin að flytja borgarbúum þakkir fyrir velvild þeirra og skilning um leið og hún vænti stuðnings þeirra í ár sem endranær. Rauði Kross Islands hefur sem kunnugt er gengizt fyrir fjár- söfnun til styrktar vannærðum börnum í Alsír að undanförnu. Blaðið hefur verið beðið að geta þess, að söfnuninni lýkur á morgun, laugardag. Safnazt hafa á skrifstofu RKl tæpar 90 þús. kr. og auk þess hefur félagið gefið út tvö jólakort til ágóða fyrir söfnunina, listakonan Bar- bara Árnason teiknaði kortin og gaf söfnuninni myndimar. Mjólkursamsalan hefur ákveðíð að gefa í söfnunina 1 tonn af mjólkurdufti og kona nokkur kom á skrifstofuna með tvo kertastjaka, sem boðnir verða upp á næsta listmunauppboði Sigurðar Benediktssonar. Hæstu gefendur í söfnuninni eru þessir: ,.Til þín“ 2x18 ástarljéð eftir Valborgu Bents Til þín nefnist nýútkomin bók eftir Valborgu Bentsdóttur. A aukatitilblaði er frá því greint að bókin geymi „tvisvar átján ástarljóð ásamt sjö sögukom- um“. Valborg er þekkt fyrir þátt- töku sína í stjórnmálum og fé- lagsmálastarfi, en skáldskap sín- um hefur hún lítt flíkað fyrr en nú. Efni bókarinnar skiptist í þrjá kafla. Fyrst eru „Átján ljóð um þig og hina“, síðan koma „Sögukomin sjö“ og lest- ina reka „Önnur átján ljóð um hina og þig-“ Teikningar eftir Valgerði Briem prýða bókina, sem er skemmtilega og vandvirknislega út gefin hjá Leiftri. Nemendur og starfsfólk Réykja- skóla, 5500.00 Nemendur Héraðsskólans á Laugarvatni, 5335.00 Kvenfélagið Alfa, 5000.00 Kvenfélag Neskirkju, 5000.00 Þjónusturegla Guðspekifélags- ins. 5000.00. Mafrosaföt frá 2 til 7 ára Drengja-jakkaföt frá 6 til 14 ára Drengjabuxur dökkgráar — bláar Dökkgrátt Terylene í drengjabuxur Matrosakragar Flautubönd Hvítar drengjaskyrtur væntanlegar, allar stærðir Æðardúnssængur til iólagjafa Vöggusængur Æðardúnn Koddar Sængurver Póstsendum Sími 13570 Vesturgötu 12 í kjóla — í pils Ný sending amerískur undirfatnaður Franskir hólsklútar Franskar hálsfestar Franskir skinnhanzkai MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 Unclinga eða roskiö fólk vantar til að bera blaðið til kaupenda í eftirtalin hverfi: í Reykjavík Skjólin um Hafnarfjörð í Kópavogi Kársnes I og um Keflavík HAFNARFJÖRÐUR — útsölumaður: Magdalena Ingimundardóttir ölduslóð 1 KEFLAVÍK — útsölumaður: Baldur Si gurbergsson, Lyngholti 14, sími 2314. /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.