Þjóðviljinn - 08.12.1962, Síða 2
2 SÍÐA
ÞJÓ®VBLJINN
iÆugardagur 8. desember 1862
Atvinnuofsóknir í Hafnarfirði
Framsðkn hves
íhaldsklærnar
Frá því að Framsóknarflokk-
urinn í Hafnarfirði tók að sér
það afdrifaríka hlutverk að lyfta
til valda í bænum því ofstækis-
fulla íhaldi, sem alþýða bæjar-
ins hafði varizt í 36 ár, hefur
aðaláhugamál þessara samstarfs-
flokka verið að ýta úr störfum
þeim mönnum, sem hafa leyft
sér að vantreysta íhaldinu til
að gæta hagsmuna alþýðufólks.
Enn halda samstarfsflokkarn-
ir áfram á braut atvinnuofsókna,
og nú síðast hefur Markúsi Jóns-
syni verkstjóra hjá Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar verið sagt upp
starfi án annar tilefnis en þess,
aö ólfklegt mun talið, að hann
hafi kosið hina nýju ráöamenn
í bænum.
Á ábyrgð Framsóknar
Formaður jítgerðarráðs Bæjar-
útgerðarinnar er Framsóknar-
maður, fyrsti varabæjarfulltrúi
flokksins, og hlýtur hann að
teljast ábyrgur fyrir uppsögn-
inni. Er í því efni ekki nema
tvennt til: Annað hvort er upp-
sögnin gerð með vitund og vilja
framsóknarfulltrúans — eða þá
hitt, að svo algjörlega hafa fram-
sóknarmenn í Hafnarfirði afsal-
að völdunum í hendur íhaldinu,
að það fer öllu sínu fram án
þess að hafa minnstu samráð
við þá menn, sem hafa léð þeim
fimmta atkvæðið í bæjarstjóm
og munu margir Hafnfirðingar
telja hið síðarnefnda sanni nær.
Þjónustuhlutverk framsóknar-
nianna við íhaldið er aumkun-
arvert. En það mun færa hafn-
firzkri alþýðu fullnaðarsönnun
þess, að af framsókn er einskis
góðs að vænta.
Heit’ að klippa þær
Efnd: að hvessa þær
Einn fulltrúa framsóknar
hvatti Hafnfirðinga til þess í
útvarpsumræðum fyrir bæjar-
stjómarkosningar, að þeir sam-
einuðust um það að „klippa
klærnar af íhaldinu". Efndir
framsóknarmanna undir forystu
Jóns Pálmásonar hafa svo orðið
þær, að frá því að kosningar
fóru fram, hafa þeir verið önn-
um kafnir við það þjónshlutverk
að hvessa klær íhaldsins.
Hins vegar hefur alþýðufólk
í Hafnarfirði gert sér grein fyr-
ír, hvað er á seyði, þegar hafn-
ar eru pólitískar ofbeldisaðgerð-
ir gegn starfsmönnum bæjarins.
Þeir menn sem unnið hafa hin
daglegu störf hjá Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar og byggt hana
upp með vinnu sinni, krjúpa
ekki á kné fyrir íhaldinu, eins
og forystulið framsóknar gerir.
Samtakamáttur gegn
qtvinnuofsóknum
,
■< • -
Leið-
togaefni
Heimdallur hélt fund um
framtíð íslenzkra atvinnu-
vega í Sjálfstæðishúsinu fyrir
nokkrum dögum. Voru þar
fluttar ræður um sjávarút-
veg, iðnað, landbúnað og við-
skipti. Að framsöguræðum
loknum hófust almennar um-
ræður. og komst þá fljótlega
að Heimdellingur nokkur, Pét-
ur Guðjónsson að nafni.
Fannst honum það kynleg
málsmeðferð þegar rætt væri
um framtíð íslenzkra atvinnu-
vega að fjalla um fjórar
minniháttar atvinnugreinar en
víkja ekki einu orði að þeirri
sem mikilvægust væri og ætti
mest gengi fyrir sér: Öll
framtíð íslands væri fólgin í
þeirri staðreynd að hér byggi
þjóð á afskektu landi sem
hefði mikið hemaðargildi, Þá
aðstöðu ætti að hagnýta sem
atvinnugrein; það hefði að vísu
verið gert með góðum árangri
um skeið. en þennan atvinnu-
veg yrði að stunda af miklu
meira kappi eftirleiðis. leigja
og selja allt sem hægt væri
að koma í verð og taka aðeins
hæstu tilboðunum. í þessu
væri framtíð íslenzkra at-
vinnuvega fólgin, og þeir
fjórir þættir sem rætt hefði
verið um í upphafi væru að-
eins aukaatriði sem engu máli
skipti. Var að vonum gerður
góður rómur að máli ræðu-
manns, hann á eflaust mikla
framtíð fyrir sér í flokki sin-
um.
Upp-
nefnt skotmark
Sagt er að Ólafur Thors
forsætisráðherra opni Morg-
unblaðið dag 'hvern með mikl-
um kvíða. Hann hrekkur í
kút í hvert skipti sem hann
les í málgagni sínu að það
séu- landráðamenn einir og
þjóðniðingar sem haft hafi
stjórnarsamvinnu við hina
ógnarlegu sósíalista á Islandi,
og hann rifjar upp j hugan-
um hinar brálátu yfirlýsingar
sínar um það að nýsköpunar-
stjórnin hafi verið bezta og
ánægjulegasta ríkisstjóm sem
farið hafi með völd i landinu.
Hann fölnar þegar hann sér í
blaði sínu að það séu aðeins
erindrekar heimskommúnism-
ans sem láti íslenzka sósíal-
ista hafa úrslitaáhrif á fram-
gang mikilsverðra málefna, og
hann minnist allra lofsyrða
sinna um hýjustu kjördæma-
breytinguna. Ólafur veit það
fullvel að öllum er þessum
skeytum beint gegn honum
og ýmsum félögum hans, þótt
Framsóknarmenn séu einkan-
lega tilnefndir; Morgunblaðs-
menn lcunna vel þá erlendu
íþrótt að uppnefna skotmörk
sín Og Ólafur gerir sér það
vel ljóst að tilefni þessara
skrifa eru þau, að nú eru
Alþingiskosningar framundan
og Morgunblaðsmenn hafa
einsett sér að nú skuli hann
og ýmsir samverkamenn hans
látnir víkja fyrir ungum
mönnum með hreinar hugs-
anir. — Austri.
úsar Jónssonar verkst.jóra, sem
nú hefur verið sagt upp starfi
að ósekju, hafa verið þau, að
þeir hafa í mótmælaskyni sagt
skriflega upp störfum hjá Bæj-
arútgerðinni.
Vinnuflokkur þessi, 14 menn,
hefur annast alla togaraafgreiðslu
fyrirtækisins og verkun afians
í salt og herzlu, og hafa sumir
unnið hjá fyrirtækinu í allt að
20 ár.
Þeir starfshættir, sem íhald
og framsókn eru nú að innleiða
hjá bæjarfyrirtækjum, eru á
þann veg, að þessir verkamenn
vilja ekki við una og hafa því
ákveðið að hætta störfum hjá
bæjarútgerðinni. Þessum mönn-
um er Ijóst, að samtakamáttur
verkafólksins sjálfs er eina afl-
iö. sem getur komið í veg fyrir,
að áfram verði haldið þeim at-
vinnuofsóknum. sem nýju vald-
hafamir hafa innleitt í Hafnar-
firði.
Það er eftirtektarvert í þessu
sambandi, að í síðasta blaði,
sem Framsóknarflokkurinn í
Hafnarfirði gaf út fyrir kosn-
ingar, var því sérstaklega lýst
yfir á forsíðu, að fyrsta bar-
áttumál framsóknar í bæjarmái-
um væri „vinsamleg samskipti
við verkalýö>I„..j=..u“. En nú
er svo komið fáum mánuðum
síðar, að Starfsmannafólag
Hafnaríjarðar mun í fyrsta skifti
: sögu sinni hafa orðið að hefja
málaferli við bæjaryfirvöldin
vegna valdníöslu þeirra, að
verkamenn hjá Bæjarútgerðinni
hafa orðið að bindast samtök-
um til að mótmæla aðgerðum
hinna nýju valdhafa gegn starfs-
félaga sínum.
Skal íhaldið eiga
fimm fulltrúa?
Framferði framsóknarforyst-
unnar í Hafnarfirði og undir-
lægjuháttur hennar gagnvart í-
haldinu hcfur undanfarið vakið
furðu bæjarbúa og sætir mcgnri
andstöðu fylgismanna flokksins.
En nú mun á reyna, hvort hin-
ir almennu félagsmenn í Fram-
séknarfélagi Hafnarf jarðar búa
yfir sama þroska og samtaka-
mætti og verkamenn hjá Bæj-
arútgerðinni og láti nú túl sín
taka að losa Framsóknarflokk-
inn og alla bæjarbúa undan í-
haldsokinu — eða hvort þeir
hafa ætlað bæjarfulltrúa sínum
það hlutverk eitt að vera fimmti
fulltrúa íhaldsins.
Dýrasögur fyrir börn eftir
Ólaf Jóhann og Líneyju
Manncfráps-
þoka í London
LONDON 7/12 — Sóttblandin
eiturþoka sem legið hefur yfir
London síðan á mánudag þykkn-
aði enn í dag og hafa um 106
manns látið lífið af því að anda
að sér eiturloftinu og 629 manns
eru undir læknishendi á spítöl-
um af sömu sökum. Engar flug-
samgöngur hafa verið við Lon-
don síðan á mánudag.
Ólafur Jóhann Sigurðsson.
Komnar eru út hjá Menning-
ersjóði tvær bamabækur eftir
islenzka höfunda, þau Ólaf Jó-
hann Sigurðsson og Líneyju
Jóhannesdóttur.
Bók Ólafs Jóhanns heitir Spói
og segir þar fró ævintýrum spóa
nokkurs, sem leggur cd stað í
kvonbænaferðalag og tittir á för
sinni i ýmsa skrítna fugla. Eins
og kunnugt er samdi Ölafur
Jóhann ungur tvær barnabækur
sem urðu afar vinsælar, og nú
þegar hann er löngu viðurkennd-
ui einn af listfengustu rithöf-
t.ndum þjóðarinnar snýr hann
sér aftur til ungra lesenda.
Helga B. Sveinbjörnsdóttir teikn-
aði myndir í bókina, sem er 44
blaðsíður í stóru broti, prent-
uð í Odda.
í Iofti og Iæk nefnist bók Lín-
eyjar, og i henni eru fjórar dýra-
SPAR 1Ð S RORSN
Verzlið í Kjörgarði 25 verzlunardeildir
KJALLARI I. HÆÐ II. HÆÐ
Húsgögn Karlmannaföt Kvenkápur
Húsgagnaáklæði Frakkar Kvenhattar
Lampar og ljóstæki Drengjaföt Kvenhanzkar
Heimilistæki Skyrtur Kventöskur
„Abstrakta“ Bindi Kjólar
útstillingakerfi Nærfatnaður Kjólasaumur
Peysur (upppantað til
• Sportfatnaður áramóta)
Vinnufatnaður Undirfatnaður
III. HÆÐ Sportvörur Peysur
Kaffi, kökur og Jólatrésskraut Greiðslusloppar
brauð Leikföng Snyrtivörur
Heitur maíur Búsáhöld Hárgreiðslustofa
í hádeginu Glervörur (upppantað til
• • áramóta)
Kaffistofan er leigð Nýlenduvörur •
til funda og veizlu- Kjötvörur Garn og smávörur
halda, utan verzl- Tóbak Ungbarnafatnaður
unartíma. Sælgæti Telpnafatnaður Tækifæriskjólar V ef naða rva ra
Inngangur og bilastœði Giuggatjöid
Hverfisgötumegin Blómadeild og ^krautvörur
KJÖF iGA LAUGAVEGI 59 RÐUR
sögur. Heita þær Fótbrotna
maríuerlan, Hrafnshjón, Uglan
Blóðugklóa og Lækjarlontan.
Líney sendi í fyrra frá sér aðra
bamabók úr heimi fuglanna.
Barbara Ámason hefur mynd-
skreytt bókina sem er 53 blað-
síður í stóru broti, prentuð í
Prentsmiðju Hafnarfjarðar.
eftir Jónas Guð-
mundsson stýrimann.
Þetta er sjómanna-
bók ársins.
Vilhjálmur Stefáns-
son segir af land-
könnuðum allra alda
í bókinni Hetjuleiðir
og landafundir.
er eftir Ib. H. Cavling
mest lesna rithöfund
Norðurlanda.
200 síður af æsispenn-
andi lestrarefni.