Þjóðviljinn - 08.12.1962, Page 4

Þjóðviljinn - 08.12.1962, Page 4
4 SIÐA ÞJOÐVILJINN Laugardagur 8. desember 1962 „Siðferðis - úrslit" fyrir áhorfendurna 8-liða-undanúrslítakeppnin í Evrópubikarkeppninni í knatt- spymu á að verða einskonar „siðferðis-úrslit“ fyrir áhorf- Leikir í kvöfd I kvöld er næstsíðasta leik- kvöld Reykjavíkurmeistara- mótsins í handknattleik, og fara þá fram þessir leikir: II. fl. kv. (b): Víkingur-Fram II. fl. kv. (a): Ármann-Vík- ingur. II. fl. k. (a): Vikingur-Valur (úrelit) II. fl. k. (b): Víkingur-Fram III. fl. k. (a): Víkingur-Valur I. fl. k.: IR-KR. (úrslit) endur, enda mun full þörf á að iáta til skarar skríða í þess- um efnum. Fonseti Knattspyrnusambands Evrópu, Jose Crahay frá Belgíu, hefur birt alvarlegar aðvaranir til áhoríenda í sambandi við niðurröðun ' leikja í undanúr- slitin. Hann sagði að borið hefði á „óþolandi þjóðemisrembingi” hjá áhorfendum að mörgum leikjum í Evrópubikarkeppn- inni. Hafa heimamenn sýnt gestaliðum hina svívirðilegustu ókurteisi ekki aðeins með orð- um og óhljóðum, heldur einnig með að varpa flöskum og skemmdum ávöxtum að þeim Nú verða dómurum gefnar fyrirskipanir um að grípa til róttækra ráðstafana, t. d. stöðva leiki, ef slíkum ósóma verður haldið áfram. Einnig mega lið- in, sem skipuleggja ólátaleikina, búast við bungum fjáreektum. Ef brot verða endurtekin verð- •ur jafnVel tekinn af liðum rétt- ur til að leika á heimavelli. ENDURREISN" SUND- KNATTLEIKS AÐ HEFJAST ■ i Það er að lifna yfir sundknattleiknum í höfuðborginni, en þessi ágæta íþrótt hefur verið í öldudal um langt skeið. Einu sundknatt- leiksmóti er að ljúka með góðri þátttöku og þrjú í viðbót eru fram- undan í vetur. Að undanförnu hefur komið fram aukinn áhugi fyrir sund- knattleik hér í borg og hefur Sundráð Reykjavíkur beitt sér fyrir því að auka sundknatt- leiksmönnum verkefni og koma á Haustmóti í sundknattleik. Hefur ráðið gefið bikar til keppni í móti þessu, sem hefur staðið yfir undanfarið, og er það svo langt komið að 2 leikir eru eftir. Tii úrelita keppa Ár- mann og KR, en þessi félöq hafa löngum barizt í úrelitui.i í sundknattleik. Einnig keppa IR-Ármann-B um 3. og 4. saet- ið Fjögur lið tóku þátt í mót- inu, og hafa leikir þeirra farið þannig hingað til: Ármann-A — Ármann-B 11:1, KR-ÍR 6:4, KR-Ármann-B 8:1, Ármann-A — IR 13:4. Er veldi Ármanns í hættu? Ármann hefur verið svo að segja ósigrandi í sundknatt- - léik í meir en tvo' tugi ára, og má gera ráð fyrir að KR hafi fullan hug á að stöðva þá sig- q [UrfiÖUSU. rr f nf rjg /■<-» cs ' 1 liði Ármanns eru yfirleitt gamalreyndir keppnismenn, sem að þessu sinni munu reyn- ast , hinum . ungu og efnilegu KR-ingum erfiðir, en talið er að KR-piltarnir hafi æft vel, og lofi gpðu þegar þeir fá meiri keppnisréynslu. Munu þeir á- byggilega berjast og selja sig dýrt í leik þessum. Lið ÍR samanstendur af ung- um og gömlum og reyndum keppnismönnum og má þar nefna Atla Steinarsson og öm Ingólfsson. tTrslitin á móti þessu fara sem sagt fram annað kvöld í Sundhöllinni, og má vaenta harðrar keppni, þar sem Ár- mann er anhar aðilinn í báð- um leikjunum. Mót framundan Það er greinilegt að sund- ráðið ætlar að gefa bessum áhugasömu sundmönnum næg ÍR-ingurinn Guðmundur Gislason hefur sett 10 Islandsmet i sundi árlega fjögur ár í röð. Hcr sést hann ásamt þjálfara sínum. Jónasi Halldórssyni. Fjölbreytt starf IR IR-ingar rnestu metakóngarnir Aðalfundur íþróttafélags Reykjavíkur var haldinn 26. nóv. sl. Formaður félagsins, Sigurður Þórðarson, setti fundinn, minntist stofnanda félagsins, Andreas J. Bert- elsens, sem lézt á árinu. Þá flutti hann skýrslu stjórn- arinnar, rakti í stórum dráttum starfsemi félagsins á árinu, sem var bæði fjölbreytt og blómlegt. Formaður minntist á 55 ára afmælishátíð félagsins, en í sambandi við afmælið voru hcildin afmælismót í öllum greinum, sem sýndu glöggt af- reksgetu iR-inga. Reynir Sigurðsson gjaldkeri las og skýrði reikninga félags- ins er síðan voru samþykktir. Iþróttastarfsemi félagsins var mjög öflug. Það starfaði í sjö deildum. Var hin síðasta þeirra Lyftingadeild, stofnuð í lok síð- ’asta starfsárs. Iþróttaafrek IR- inga urðu mörg og sum mjög góð. Hefur félagið sennilega aldrei .verið sterkará íþróttalega séð. Studdi formaðurinn það með nokkrum dæmum. Frjálsar íþróttir *• Frjálsíþróttamenn félagsins hafa sett öll ísl. met sem sett hafa verið á árinu í þeirri grein, tíu talsins. Þrír af fjór- um EM-förum Islands voru IR- ingar og félagsmenn unnu fleiri meistarastig á öllum meistara- mótum í frjálsum íþróttum en nokkurt annað félag eða hér- aðsamband. iR-ingur vann og m.a. forsetabikarinn 17. júní Körfuknattleikur Körfuknattleiksdeild félagsins gekk nær óslitna sigurgöngu. Á Islandsmótinu sigraöi ÍR í fjórum aldursflokkum af fimm og ennfremur eru ÍR-ingar R- víkurmeistarar í greihinni. — Meistaraflokkur félagsins átti sjö af þrettán landsliðsmönn- um sem tóku þátt í Norður- landamótinu í Stokkhólmi. Gangið úr skugga um að innbústrygging yflar sé í lagi áður en jólahátífl- in gengur >' garð. Nýii skilmálar fyrir heimilistryggingu eru víðtækari en áður var. Hringið til vor og tryggingin tekur samstundis gildi. Sími 11700. SjóvátrqqqifiÍjÉlag Islando Sund Sundfólk félagsins myndaði einnig hóp beztu afreksmanna Islands í sinni grein. Tveir þátt- takendur íslands á EM í Leip- zig voru ÍR-ingar og sundfólk félagsins er eitt um að hafa sett íslandsmet á liðnu ári. Guðmundur Gislason hefur sett átta met það sem af er árinu, en undanfarin fjögur ár hefur hann fengið gullmerki ISÍ fyr- ir tíu met eða fleiri óg Héfur enginn íslenzkur íþróttamaður unnið slík metafrek. Hörður Finnsson ruddi ,og Islandsmet- um og setti jafnframt Norður- landamet, sem enn standa. Sundfólkið vann íslandsmeist- aratign í nafni SRR í öilum einstaklingsgreinum. Skíðaíþróttir Skíðadeild félagsins beindi aðalkröftum sínum að bygg- ingu -6kíðaskála- í Hamragili. Var hann tekinn í notkun á afmæli félagsins í marz. Frá opnunardegi til vetrarloka hafa yfir 2000 manns heimsótt skál- ann m.a. forsetahjónin, sem dvöldu þar í 3 daga. Bygging þessi er og mesta fram- kvæmdaafrek félagsins á und- anfömum árum. Félagsmenn sjálfir hafa lagt fram sem svar- ar 600 þús. kr. í sjálfboðavinnu, en heildarkostnaður við skál- ann er nú 1.4 millj. kr. Auk þessa unnu skíðamenn félagsins mikil og góð íþrótta- afrek. Þeir unnu allar sveita- keppnir í svigi hér syðra og áttu svig- og brunmeistara Reykjavíkur. Eirii Islandsmeist- aratitilinn sem Reykvíkingum féll í skaut var unninn af IR- ingi. Handknatticikur Handknattleiksdeild félagsins gekk erfiðlegast, en átti þó góð- ar sveitir í flestum aldursflokk- um. Á Islandsmótinu hafnaði meistaraflokkur félagsins í 3. sæti. Fimleikar Miklu fé hefur verið varið á árinu til íþróttastarfseminnar af hálfu félagsins, þótt vissu- lega hefði það þurft mun meira fjármagn til starfsemi sinnar. I þessu sambandi þakkaði for- maður hinum fjölmörgu vel- unnurum félagsins, sem gefið hafa stórgjafir og m.a. gert því kleift að hafa hér erlendan úr- valsþjálfara í frjálsum íþrótt- Verzlnnin Efstasundi 11 auglýsir Fyrir karlmenn: Skyrtur, sem ekki barf að strauja, terelyn og perlon bindi, vasaklútar, tokKar, vettlingar, næx-fatnaður, vinnu- buxur og m. fL Fyrir konur: Golf-treyjur, peysur, allskonar, undirfatnaður úr nylon og prjóna-silki, gjaíaumbúðum t. d. undirpils, nátt- kjólar, náttföt, greiðslu-sloppar, ennfremur annar nær- fatnaður í miklu úrvali, slæður, sokkar, sem ekki kemur lykkjufall á og margar aðrar tegundir, síðbuxur úr nylon-styrktum ullar-efnum o. m. fl. Fyrir drengi: Peysur, vesti, skyrtur hvítar og mislitar, nærfatnaður í miklu úrvali, sokkar, vettlingar, gallabuxur, úlpur, jakkar o. m. fL Fyrir telpur: Síðbuxur, köflóttar og röndóttar, peysur, golftreyjur alls- konar, nærfatnaður, slæður, vasaklútar, sokka-buxur, sokkar og hosur í miklu úrvali o. m. fl. Fyrir ungbörn: Peysur, sokka-buxur. gamosíu-buxur, kjólar mjög falleg- ir og ódýrir, náttföt, verð frá kr. 57/—, alls konar nær- fatnaður o. m. fl. Gjafa-vörur: Ódýr leikföng i mjög fjölbreyttu úrvali, skartgripir, burstasett, skyrtuiuíappa-sett, snyrtivörur, o. m. fl,- Jóla-vörur: Jóla-kort, jóla-merki, jóla-bönd, loft-skraut, jóla-lím- bönd, jóla-pappír o. m. fl. Bækur: Myndabækur, litabækur. dúkkulísur, föndurbækur, minn- ingabækur, ritföng i miklu úrvali o. m. fl. Vefnaðarvara: Kjólaefni, nýjar gerðir í miklu úrvali, terelyn-kjólaefni, terelyn búxna-efni, léreft, flónel, sirts-efni, poplin skyrtu- efni, gluggatjalda-efni. ' miklu úrvali, sængurvera-dam- ask hvítt ög mislitt, borðdúka-damask o. m. fl. einnig allskonar smávörur fyrir saumaskap. Plast-efni: Plast í gluggatjöid fyrir baðherbergis- og eldhúsglugga o. fl. nillu-plast, jóladúka-plast í ströngum, breidd: 130 cm, verð kr. 16/50 mtr. o. fL Nú geta viðskiptavinir okkar fengið jólagjafir fyrir alla fjölskylduna á einum og sama stað, hvort sem þeir gefa fatnað, leikföng, skartgripi eða annað Gjörið svo vel og lítið inn og kynnið yður verð og vöru-úrval hjá okkur — Póstsendum. Verzlun Asgeirs Þorlákssonar Efstasundi 11 Reykjavík. — Sími 36695. RAUÐl KROSS lSLANDS Með því að kaupa q 0 ’s Krossis styðjið þið Aisírsöfnunina Kortin eru gerð eftir myndum frú Barböru Árnason.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.