Þjóðviljinn - 08.12.1962, Page 7

Þjóðviljinn - 08.12.1962, Page 7
I Laugardagur 8- desember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 7 0 bókmenntir Yfir Vatnajökul 1875 Wllliam Lord Watts: — Norður yfir Vatnajökul. Jón Eyþórsson sneri á L- lenzku. — Reykjavík, Bókfellsútgáfan 1962. Árið 1871 kom tvítugur laga- nemi frá Lundúnaborg hingað til lands og hélt austur í Skaftafellssýslu. Hjarnbreiðan mikla að baki sveitarinnar freistaði hans. Komst hann alla leið austur í Fljótshverfi og gekk ásamt félaga sínum á Vatnajökul, skammt frá Græna- lóni. Munu þeir aðeins hafa farið skammt inn á jökulinn. Svo virðist sem Watts hafi þá um sumarið komið til hugar að færast í fang meiri átök við jökulinn. Þrem árum síðar, 1874, kom hann aftur og hélt austur að Núpsstað. Þar eystra fékk hann sér fylgdarmenn og lagði á jökulinn. Fengu þeir félagar rysjótt veður, og urðu að snúa við nálægt miðjum jökli, enda voru þeir að ýmsu leyti vanbúnir og orðnir nest- islitlir. Ritaði Watts bók um þessa ferð, sem hann nefnir Snioland, og kom hún út í Lundúnum 1875. 1 þriðja sinn leggur Watts upp í Islandsferð sumarið 1875. Hann er nú reynslunni ríkari og betur búinn að fararefnum. Ungur Skaftfellingur ræðst til fylgdar með honum, Páll Páls- son að nafni, sem síðar varð frægur af ferðinni og almennt kallaður Páll jökull. Kynntust þeir sumarið áður og lögðu upp frá Núpsstað 25. júní. Valt á ýmsu með veður og færð á jöklinum, en yfir hann komusi þeir á tólf dögum og komu niður skammt frá Kistufelli. Var þá lokið fyrstu ferð um þveran Vatnajökul, sem vitað er um með fullri vissu. Fró jökulröndinni héldu þeir félag- ar að Grímsstöðum á Fjöllum og höfðu þeir verið sextán daga milli byggða. Um þessar mundir voru eldar uppi i öskju og á Mývatns- öræfum. Höfðu Mývetningar komið í öskju um veturinn, eftir að gos voru byrjuð, en áður en aðalgosið hófst. Olli gos þetta miklum usla á Aust- urlandi, en var í rénum, þegar kom fram á sumarið. Watts hafði séð eldana á leiðinni norður, en vildi nú kynnast þeim nánar. Lagði hann upp frá Grímsstöðum eftir skamma hvíld, fór inn í öskju og komst alla leið til eldstöðvanna, fyrst- uif manna eftir aðalgosið. Lýs- ir hann því, sem fyrir augun bar, og er lýsingin merk, þó að hún svari ekki öllum spum- ingum, sem lestur bókarinnar vekur eða kunna að rifjast upp fyrir þeim, sem stendur á barmi Vítis og horfir yfir leiksvið þessa löngu liðna hrikaleiks, sem af ýmsum orsökum hefur orðið þjóðinni harla minnis- stæður. Á heimleið suður Bárð- ardal frétti Watts, að nýtt gos væri byrjað í Sveinagjá á Mý- vatnsöræfum, og lagði hann þá lyfekju ó leið sína til þess að skoða það, en hélt að bví búnu eins og leið liggur suður Og stendur ðnnur með álfum Á Hájökli Vatnajökuls. Séð af Svíahnjúk vestri horns og Grímsvatna. Gríðar- Þorsteinn Valdimarsson: Heiðnuvötn. Ljóð 1962. 1 ljóðinu um Ingimund fiðlu lætur Þorsteinn Valdimarsson fiðlarann kveða um hljóðfærið og smíði þess: Ég skar hana’ um óttu vlð skugga mót; hin skorna björk hafði tvenna rót, og stendur önnur með álfum. Hið sama má segja um s»»«a kvæðabækur Þorsteins. Þær fjalla öðrum þræði um dægur- mál og veraldarvafstur mann- anna, baráttu þeirra fyrir líf- inu og gegn dauðanum, en þess á milli yrkir hann ævintýra- lega falleg kvæði, létt eins og dún, stökk eins og fífukveik, umvafin mánabirtu og frost- rósadýrð. Þetta er fjórða bók skáldsins og kynni mörgum að virðast i fyrstu sem hún stæði tveim síð- ustu bókum hans nokkuð að baki. Hitt mun sanni nær að hún vinnur ótrúlega á við auk- in kynni, línurnar skýrast, les- andinn fær dálæti á sumum kvæðunum, leggur önnur til hliðar um sinn eða fyrir fullt og allt. Voru ekki einmitt svona áhrifin af fyrri bókum hans líka? Dyngjujökull séður af Kistufelli, en skammt frá því komu Watts og félagar hans af jöklinum. Það er undarlega hljótt um þetta skáld. Hann gerir að vísu aldrei neitt til að trana sér fram og ekki verður séð af Ljósmæður í hundrað ár lslenzkar ljósmæður I. Æviþættir og endurminn- ingar. Séra Sveinn Vík- ingur bjó til prentunar. Kvöldvökuútgáfan. — Ak- ureyri 1962. Þessari bók er ekki ætlað að vera ljósmæðratal né ljós- mæðrasaga. Henni er aðeins ætlað að verða safn æviþátta og minninga einstakra kvenna úr þeirri stétt. Þættirnir í fyrsta bindi eru flestir úr safni séra Björns O. Björnssonar. skráðir af ýmsum, og segja fró ljósmæðrum er störf hófu fyr- ir síðustu aldamót. Séra Sveinn Vikingur bjó þetta hefti ti) prentunar og segist í formóia hafa „haft í huga að velja þá þættina, sem ljósasta hugmynd gáfu um störf ljósmæðranna á þessu tímabili cg sem víðast að af landinu". Ennfremur segir hann að verkið sé gefið út „til þess að gefa nokkra hugmynd um starf þessarar stéttar og starfsskilyrði á síðastliðnum hundrað árum“. Þættirnir í þessu bindi eru tuttugu og sex. Svo lík verður lýsing þeirra á starfi og að- stöðu þessara aldamótakvenna. að einn þáttur eða kannske tveir hefðu nægt til að ná yfir- lýstum tilgangi með útgáfunni. Aftur og aftur er sagt frá sömu vandamálum: erfiðleikum við að komast' til náms, kvíða byrjandans, lélegum kjörum. fátækt fólksins og handleiðslu guðs. Tuttugu og sex sinnum svo til sama sagan. Þetta er reyndar mjög íslenzkt einkennl og þessi bók er ekkert eins- dæmi: það er mikil árátta i svokölluðum íslenzkum mann- Eræðum og reyndar sagnfræði líka að láta sér það nægja að safna saman ótölulegum grúa af staðreyndum og prenta síðan áreynslulaust, án tilraunar ti) að greina sundur smátt og stórt. án tilraunar til yfirlits. Ef að- standendur útgáfunnar hefðu sagt, að tilgangurinn væri að safna fögrum eftirmælum um tslenzkar Ijósmæður þá hefði útkoman verið í samræmi við tilganginn. Það er nú svo, að það margt hefur verið prentað um sveita- heimilin eins og þau voru og þá erfiðu lífsbaráttu sem þar var háð, að þessi bók getur litlu við bætt. Einnig höfum við margt frétt af handleiðslu guðs á þessum árum. Kannske er gott fyrir eldri kynslóðina í landinu að rifja upp þessa daga og fá um leið nánari fregnir af skapara sínum og „ljósum". Það er ekki gott að vita. En það er betra að fá hug- mynd um líf fólks á þessum tíma og öðrum af bókum beztu skálda, enda er þar komið nær manninum og lffi hans en nokkru sinni er hægt í ævi- minningum, sízt þeim sem gerð- ar eru í eftirmælast.íl. Og raun- ar finnst manni að þessar kon- ur ættu það skilið að þeim yrði fundinn betri staður í bók- menntum en nú; þær ættu skil- ið að þeim yrði fundinn stað- ur í skáldskap. H. B. Þegar Watts kom heim ritaði hann bók um ferð sína, Across the Vatna Jökull, og kom hún út í Lundúnum 1876, en hefur nú verið gefin út í íslenzkri þýðingu Jóns Eyþórssonar. Watts__ yar írábær . fgrðamað- 'ui",' kjafkmaöur og úrræðagóð- ur í hverri raun. Hann var fyrst og fremst gloggur og for- vitinn ferðamaður, en sennilega ekki náttúrufróður að sama skapi. Þó held ég, að Þorvald- ur Thoroddsen halli verulega á Watts í frásögn sinni ,og hafa ýmsir farið að dæmi hans í þeim efnum. Vafalaust skorti Watts eitthvað á að gera því, sem fyrir augun bar, þau skil, er samtíð hans kunni bezt, en hann hefur látið okkur eftir skemmtilega og rækilega frá- sögn af því sem varð á leið hans. Watts segir vel frá, og lýsingar hans eru glöggar svo langt sem þær ná. Nokkuð hef- ur það tafið fyrir lesendum að átta sig á atburðunum, hve lítt hann tímasetur frásögn sína, en úr því hefur þýðandi bætt eftir föngum í íslenzku útgáf- unni. Athyglisgáfu hefur Watts haft í bezta lagi, og bera marg- ar athugasemdir hans þess ljós- an vott. Yfir allri frásögninni er göfugmannlegur þokki og mr vel taka undir þau orð þýð- andans, að honum hafi „þótl ánægjulegt að kynnast slíkum heiðursmanni, — eins og hann kemur til dyranna í ferðsbók- um sínum, og gaman að verða honum samferða". Jón Eyþórsson veðurfræðing- ir hefur þýtt bókina á við- elldna íslenzku og ritað for- mála um hana sjálfa og höf- und hennar, en Watts andaðist tveimur árum eftir Vatnajök- ulsferðina, 1877, aðeins 26 ára að aldri. Framan við frásögnina ai Vatnajökuls- og öskjuleiðangr- inum 1875 birtir þýðandi ágrip af ferðasögu Watts frá árinu áður og er það góð bókarbót. Margar myndir prýða bókina Eru nokkrar þeirra úr bókum Watts sjálfs, en fleiri eru tínd- ar saman úr ýmsum erlendurr ferðabókum frá þessum árun' auk nokkurra nýrra mynda Frágangur bókarinnpr er a)lu- hinn s"ntr,rf: Haialdur Sigurðsson. Því g'eymi éa aídrei.. Kvöldvökuútgáfan á Akur- eyri hefur gefið út 21 frásögu- þátt og nefnt bókina „Þvi gleymi ég aldrei“. Fimm þess- ara þátta eru úr verðlauna- samkeppni útvarpsins en hinir eru skrifaðir fyrir þessa bók. Eins og við mátti búast hafa margir skrifað lífsháskasögur. sögur af slysum og svaðilför- um á sjó og landi, sögur af baráttu við hríð, frost, hung- ur og hafstorma. Þetta efni er okkur kunnugt úr ótal bókum, enda höfum við Islendingar oftast farið halloka í viðskipt- um okkar við náttúru landsins. Það er eðlilegt að atburðir sem þessir verði mönnum minnis- stæðir, en bókin hefði orðið sýnu fróðlegri ef höfundar hefðu valið reynslu sem ekki er eins algeng á íslenzkum bókum. Lífsháskasögurnar eru — eins og aðrir þættir bókarinnar — vfirleitt lipurlega skrifaðir, frá- sögnin gallalaus, en hinsvegar verður því ekki neitað að höf- undunum tekst yfirleitt ekki að gefa máli sínu þá reisn sem sæmir minnisverðum atburðum. lesandinn saknar tilþrifa og innlifunar. Þó er ýmislegt vel gert; ég vildi sérstaklega nefna þátt eftir Ragnheiði Jónsdótt- ur sem nefnist Hverf er haust- grfma — þessi frásögn um unga ^immta ástarsaga Tlieresii Charles Þýdd ástarsaga eftir Theresu Charles er komin á markaðinn og heitir Tvísýnn leikur. Sögu- hetjurnar eru skurðlæknir og hjúkrunarkona og systir læknis- ns kemur einnig mjög viðsögu Þetta er fimmta skáldsagan eftir h^nnan höfund sem Skuggsjá íefur út. Þýðandi er Andrés Kristjánsson. Bókin er 208 bls, í Prentverki Akraness. konu sem bíður eftir því að skip manns hennar komi fram er þokkaleg og eftirminnileg. Þættir sem þessir eru gjarn- an kallaðir fróðlegir. Það er rétt, en ekki vegna þess að við þekkjum áður illa erfiða glímu þjóðarinnar við náttúruna, held- ur vegna þess að við fræð- umst nokkuð um höfundana andspænis háska og hörmung- um. Þeir sem bjargast úr háska hafa gjarna eflzt í trú á guð og þakka honum. Þeir sem lýsa slysum og hörmungum eru blátt áfram daprir og minnast ekki á æðri máttarvöld. Sem betur fer fækkar jafnt og þétt tilefnum til slíkra sagna sem nú voru nefndar. Það er gott til samanburðar að fá frásögn Stefáns E. Sigurðssonar um nútímalífsháska: tveir menn nauðlenda flugvél á öræfum og tókst sæmilega; þeir eru ó- breyttir, sæmilega klæddir. þurfa að halda sér vakandi eina nótt, en finnast morgun- inn eftir, enda er þá kominn af stað tugur leitarflokka og átta flugvélar. Og mennirnir með merkjabyssu ó sér. Þann- tg eygjum við sem betur fer bann möguleika að íslenzkar svaðilfara6ögur líði undir lok. Ekki eru allir þessir þættir sama efnis. Einar Ásmundsson lögfræðingur getur ekki gleymt sérkennilegum kvilla sem greio hann á hótelherbergi í Róm og ráðin var bót á með upprifjun á lækningabók Jónassens. Ein- ar Kristjánsson rithöfundur man þegar snotur kaupmanns- dóttir kyssti hann ellefu ára gamlan á vegamótum. Og Krist- íán frá Djúpalæk segir frá því begar hann var austurlenzkur múnkur á fyrra tilverustigi. barðist við villimenn og var að lokum drepinn af þeim eft- > illar pyndingar. Þannig sýn- 'r bókin, að Islendingum tek't -■ð lenda í ýmsu öðru en sjó- slysum og hrakningum á heið- um. — A. B. þessari síðustu bók að útgef- anda eigi hann neinn. Ég nef átt tal um ljóðagerð síðustu ára við vísa menn og undrazt hve djúpt var á Þorsteini í upptaln- ingu þeirra. Ef til vill er hann bara skáld nokkurra sérvitr- inga. Kvæði eins og „Fiðluklettar“, „Um Glókoll og sumartungl- ið“ eða „Bláklukkur“ ættu samt ekki að þurfa að vefjast lengi fyrir neinum. Fegurð þeirra kemur hlaupandi upp í fangið á lesandanum. önnur eru kannski dálítið seinteknari — „Kvöldstef úr grasi“ (ógleym- anlegt listaverk), „Dýjamosi, „Ingimundur fiðla“, „Kvöld- lokka“ o.s.frv. Hið síðasttalda er furðuleg bragþraut; sléttu- böndin, keppikefli allra hag- yrðinga, hafin í nýtt og æðra veldi. Þorsteinn er tvímælalaust einn mestur rímsnillingur þeirra er nú yrkja á íslenzku og hinn ógætasti háttasmiður. Þó ber það við að hann gefur skáld- fáknum lausan tauminn, svoað Pegasus æðir þindarlaust í maraþonhlaupi yfir stokka og steina. Sá langlokustíll hefur mér aldrei fundizt fara kvæð- um hans vel, og um eitt þeirra „Sprunginn gítar" mun sann- ast sagna, að það hlýtur að fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem ekki hafa spum- ir af tilefni þess. Ég get hugs- að mér að eftir eitt eða tvö hundruð ár verði varin dokt- orsritgerð um symbólikkina í þessu kvæði og margvíslegar kenningar fram settar um merkingu hinna torskiídu staða í textanum. Þá skyldi ég hlæja ef ég væri ekki dauður. En hverfum að lokum ó vit • hinnar einföldustu fegurðar og rifjum upp vögguvísuna um Glókóll og sumartunglið. Hún er „breytt söngljóð úr þýzku“, líkt og kvæðið sem Jónas ís- lenzkáði forðum um reið álf- anna í tunglsljósinu. Blás, blær, um geima. — Tunglið er ekki heima; það villtist á bak við vorskýin og veiðir þar st.jörnufiðrildin. — Blás, blær, um geima. — Tunglið er ekki heima. Blás, blær, að glóðum. — Tunglið nálgast óðum; það heldur á sigð í hendi sér og himinöxin gullnu sker. — Blás, blær, að glóðum. — Tunglið nálgast óðum. Glókoiiur sofi. — Tunglið skín í rofi; nú fyllir það disk með silfursand og sáldrar út yfir draumaiand.— Glókollur sofi. — Tunglið skín i rofi. Þetta er falleg bók, einnig hið ytra. í viðráðanlegu broti, prentvillulaus og á kápu eftir Barböru Ámason flýtur heiðna á vötnum, en í þeim speglast huldufjöll og yfir fljúga svanir — beint út úr einu kvæðanna. Þórarinn Guðnason. — ★ — Tvær Dodda- bækur Tvær bækur um hann Dodda litla sem á heima í Leikfanga- landi eru komnar á jólamark- aðinn. Þetta eru bækur handa yngstu lesendum með mörgum litmyndum. Höfundur er Enid Blyton. önnur bókin heitir Doddi í ræníngjaliöndum og segir frá viðureign hans við Svartálfa Hin nefnist Afreksverk Dodda og fjallar um eltingaleik hans við þjófgefna rauðálfa. Mynda- bókaútgáfan gefur bækurnar út en þær eru prentaðar í Félags- prentsmiðjunni. Þýðanda er efcki getið. t i I * <

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.