Þjóðviljinn - 14.12.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.12.1962, Blaðsíða 2
2 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. desember 1962 P R 1 N S V A L 1 A N 1 2. heíti er komið í bókaverzlanir P II4L1 Fyrsta heftið er senn 1 AthUglð I á þrotum. / S fl Þ Ó R - HAFNARGÖTU 26, - KEFLAVfK. Erindasafn Grétars Fells Annað bindi erindasafns Grét- ars Fells, Það er svo margt . er komið út hjá Skuggsjá. 1 bók- inni, sem er 296 blaðsíður, eru 23 erindi. Fjalla þau um andleg efni, en Grétar Fells er sem kunnugt er einn af helztu for- ustumönnum guðspekinga hér á landi. Bók eftir Kennedy Bókaútgáfan Asrún hefur gef- ið út bók eftir John Kennedy Bandaríkjaforseta og nefnist hún Hugprúðír menn. Hún geymir brot úr asfisögu nokkurra þekktra amerískra stjómmála- manna. Höfundur segir meðal annars í formála að áhugi hans hafi beinzt að hugrekki á sviði stjómmála þegar það birtist í andstöðu við afstöðu kjósenda. „Þessi bók fjallar aðallega um Benoní eftir Knut Hamsun Eitt vinsaelasta skáldverk norska nóbelsverðlaunaskáldsins Knut Hamsun, sagan Benoní, er komin út í íslenzkri þýðingu þeirra Jóns heitins Sigurðsson- ar frá Kaldaðarnesi og Andrésar Björnssonar. Útgefandi er Helga- feU. Jón Sigurðsspn þýddi sem kunnugt er þrjár sögur Ham- suns, „Viktoríu“, „Pan“ og „Sult“, svo frábærlega að síðan er til þess jafnað. Þýðinguna á Benoní mun hann hafa látið eft- ir sig óf’-''>ongna en Andrés síð- an lagf ' hana síðustu hönd. Bökin e~ ?30 blaðsíður prentuð í Víkingsprenti. Það skapar enginn sterka verkalýðshreyfingu nema verkamenn sjálfir og þeir verða að læra að berjast heils hugar og huga að sínu. Þetta eru uppbyggilegar samræður og við er- um staddir í Hallgríms- kirkju, því að Siggi Gísla stendur í kirkjusmíði. Og nú byggir þú kirjkur á efri árum, gamall og þraut- reyndur baráttumaður í verk- föllum og öðmm stéttaátök- um. — Einhversstaðar verða vondir að vera, segir Siggi Gísla og pírir augunum inn- eftir væntanlegmm kórgangi. — Annars er mér þessi vinna ekkert hugarangur, því að einhvemveginn finnst mér meistarinn frá Nazaret ekki hafa verið mótfallinn baráttu hins snauða gegn hinum ríka, þó að ríku mennimir telji hann sinn mann í dag. Hríðarstroka gengur okkur og mér er kalt. — Djöfull er að sjá maður. Kanntu ekki að berja þér til hita. Og Siggi Gísla damlar í mig eftir gamalli sjóarakúnst. Við erum staddir við vænt- anlegar grátur, þegar happ- drætti blaðsins berst í tal. Hríðarmuggan slæst framan í þetta harðneskjulega sjó- yfir þig Við grátur Hallgríms- kirkju á skólavörðuhæð Hann er upprunninn frá Eyrarbakka. Þegar hann var sex ára horfði hann á þetta fræga brim á þessum slóðum og Ferðarolla Magnúsar Sthepensen komin út Komin er út í fyrsta skipti 1 heild dagbók sem Magnús Step- hensen konferensráð hélt í síð- ustu utanferð sinni til Kaup- mannahafnar 1825 til 1826. Hef- ur Jón Guðnason sagnfræðingur gefið út Ferðarollu Magnúsar Stephensen, eins og bókin nefn- ist, fyrir Bókfellsútgáfuna. 1 eftirmála skýrir Jón frá út- gáfu bókarinnar eftir eiginhand- arriti Magnúsar, sem nú er í eigu nafna hans, Magnúsar V. Magnússonar sendiherra í Stokk- hólmi. Sendi Magnús Stephen- sen það konu sinni með vorskipi, en á dönsku hefur birzt þýðing dagbókarkafla sem ná allt til brottfarar hans frá Kaupmanna- höfn, en óvlst er nú hvar það handrit er hiður komið. Voru þessir kaflar þýddir úr dönsku. Áður hefur ferðarollan birzt stytt í Sunnanfara og sérprent- un þeirrar styttingar. Ferðarollan tekur yfir 130 blað- síður, en á undan henni er prentuð ritgerð um Magnús Stephensen /eftir Þorkel Jóhann- esson. Ferðarollunni fylgja skýr- ingar og athugasemdir á 20 blað- síðum og skrá um mannanöfn. Ferðarollan er skemmtilega gefin út og vandvirknislega unn- ín. 1 henni eru allmargar sam- tímamyndir frá Kaupmannahöfn og myndir af hefðarfólki dönsku sem við sögu kemur, en Ma<r»- ús var tíður gestur við 1t> Bókin er 208 blaðsíður. Á fundi með fréttamönn-m gær skýrði Birgir Kjaran alhi"'* ismaður, framkvæmdastjóri Bók- fellsútgáfunnar. frá því að með Ferðarollunni væru komnar út allar fimm bækur forlagsins á þessu árí. Hinar fjórar eru: Fjórða bindi sjálfsævisögu Krist- manns Guðmundssonar, fsold hin gullna. Fimmta bindi með við- tölum og greinum Valtýs Stef- ánssonar ritstjóra nefnist Með Valtý Stefánssyni. Þar er einnig viðtal í 10 þáttum sem Matthías Johannessen hefur átt við Val- tý. Jón Eyþórsson hefur þýtt ferðasögu Englendingsins Watts Norður yfir Vatnajökul 1875, en þar er sagt frá fyrstu ferð sem öruggar spumir eru af yfir jökulinn þveran, en, Watts hitti einnig á öskjugos og annað eld- gos á Mývatnsöræfum. Meginverkið frá útgáfunni á þessu ári, sagði Birgir Kjaran, er fyrsta bindi nýs flokks ævi- sagnasafnsins Merkir fslendingar, og sér séra Jón Guðnason fyrrv. skjalavörður um útgáfuna. Þar eru ævisögur 12 íslendinga sem spanna yfir níu aldir, og er ætl- unin að álíka vítt verði seilzt til fanga í framhaldi útgáfunn- ar. Á 19 starfsárum hefur Bók- fellsútgáfan gefið út 155 bækur, og á síðari árum hefur hún í auknum mæli einbeitt sér að ís- lenzkum bókum, frumsömdum eða endurútgáfum, og þýddum bókum um íslenzk efni. Birgir Kjaran þakkaði góða samvinnu við þá aðila sem unnið hafa að útgerð bókanna auk höfunda og hýðenda. Atli Már hefur teiknað kápu.r. Prentmót unnið mynda- mót, Oddi prentað og Sveinabók- bandið bundið. endurminningin frá þessum tíma er bundin við hvarf föðurs hans á sexæringi í sorta og byl einn kaldan vetrardag. Móðir hans stóð uppi með sjö börn og það elzta var þrettán ára. — Þetta var harður skóli, sagði Siggi Gísla. — Þegar ég var þrettán ára var ég sendur út í heiminn. Nú verður þú að sjá um þig sjálfur, sonur sæll, sagði móð- ir mín. Það hef ég gert síðan, stundað sjómennsku og erfið- isvinnu fram á þennan dag. Ég réri aðallega í Vest- mannaeyjum og austur á fjörðum. Ein sannindi hef ég lært öðru fremur. íslenzkur alþýðumaður verður að heyja harða bar- áttu og hann hefur ekki efni á að standa einn uppi og slást við heiminn. mannsandlit úr margri raun og hann veifar hendinni yfir væntanlegri altarisbríkinni og pírir augum út í hryðjumar. Það er harka og eldur í gamla manninum. — Það hafa komið fram á fundum svimandi upphæðir í reksturskostnaði blaðsins og við sjáum kannski fram á stöðvun útgáfunnar. Það yrði mér gömlum manni þung raun að horfa upp á eina málgagn verka- manna hverfa af sjónarsvið- inu og missa þann eina hlífis- skjöld í stéttarbaráttunni, sem heldur fram sóma og rétti verkamanna á gírugri öld. Við stæðum þannig við upphaf baráttunnar. Þá misst- um við mikið. Ég vil hvetja alla stéttar- bræður mína á sjó og landi að hlaupa hér undir bagga. Þetta blað er dýrasta vopn okkar alþýðumanna í dag. e TÓBAKSVERZLUNIN LONDON - pipuna þekkja allir pípumenn. Ný sending • Hentug jólagjöf • Póstsendum Tóbaksverzlunin LONDON P.O.B. 808 — Reykjavík JóSatrés- salan byrjuö up Tryggið ykkur tré í tíma. Lítið inn á jóla- bazarinn í leiðinni. Alaska VIÐ MIKLA- TORG SÍMAR 22822 _ 19775 MUNIÐ SÖLUSKÚRINN Á LAUGAVEGI GEGNT STJÖRNUBÍÓI. ** FERÐAROLLA MAGNÚS- 9 AR STEPHENSEN v ÉSSTf ll Sérstætt rit eftir sérkennilegan mann JÉPlk J NB máí Út kemur nú í fyrsta sinn frásögn Magnúsar Steph- ***** 1 Sj '\ -TawaJK ensen konferensráðs af för hans til Kaupmannahafn- ar árið 1825 og dvöl hans við hirðina þar. Hefur hún að geyma alveg bráðskemmtilegar lýsingar á hirð- í lífinu og aldarhætti þess tíma, nákvæmar lýsingar á kóngshöllum og kræsingaveizlum aðals og fyrirfólks. Auk þess er í bókinni fróðleikur um fslandsmálin á fyrsta fjórðungi síðustu aldar. T’að leiðist ábyggilega engum sem m íjIiSbKk&', les Ferðarollu í , r*,:~ h „ BÓKFELLSÚTGÁFAN r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.