Þjóðviljinn - 14.12.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.12.1962, Blaðsíða 3
Fðstudagur 14. desember 1962 ÞJOÐVILJINN SIÐA 3 I JÓLAMATINN TIL MINNIS FYRIR HOSMÆÐUR SMURT BRAUÐ 1/1 OG 1/2 SNEIÐAR, SNITT- UR, COCT AILSNITTUR, CANAPE, BRAUÐ- TERTUR. VINSAM- LEGA PANTIÐ TÍMAN- LEGA. — SENDUM UM ALLA BORGINA. VERZLUNIN Kjöt og flskur auglýsir í hátíðamatinn: 3VÍNAKJÖT, m.a. Hamborgarhryggir — læri — kóíel- ettur — Lærissteikur o.fl. • ALIKÁLFAKJÖT, í buff, Dg gullac og beinlausir fuglar, steikur og salat • FOL- ALDAKJÖT í buff og gullac, einnig reykt og saltað. • DILKAKJÖT ALLSKONAR m.a. útbeinuð og fyllt læri • DILK AH AMBORGA RHR YGGIR og læri. • ALIENDUR, HÆNSNI og HAMFLETTUR LUNDI • DILKAHANGIKJÖTIÐ GÓÐA feitt og fallegt að vanda. Ennfremur allar fáanlegar nýlenduvörur, öl og gosdrykkir. — Tóbak, sælgæti, ávextir og grænme'ti. — Einnig mjólk og brauð. Verzlunin KJÖT & FISKUR Verzlunín KJÖT & FISKUR Þórsgötu 17 Sími 13828 Laugarásvegi 1 Sími 38140 Grandagarði (skipadeild) Sími 24212 Húsmæbur Hef á boðstólum i jólamatinn: 1. flokks hangið sauðakjöt og dilka- kjöt sérstaklega gott, nýkomið ur reyk. Nýtt svínakjöt, nautakjöt, dilkakjöt. Ödýrir 6 mánaða kjúklingar. Langholtsvegi 17 (Valdimar Gíslason) Ajóloboröiö Svínasteik — Svínakótelettur — Svínakambur — Hamborgarhryggur, reyktur og nýr. — Alikálfakjöt í buff og gullas. Folaldakjöt i buff og gullas. Úrval af nýreyktu hanglkjöti. Kjúklingar Dragið ekki að gera jólainnkaupin Komið strax í dag. Laugalæk 2 — Sími 35020. Kjötborg Urvals hangikjöt, af sauðum og dilkum. Svínakótelettur — Svínasteikur Hamborgarhryggur — Hamborgarlæri. Alikálfasteikur — Parísarsteikur Beinlausir fuglar — Vienarsnitsel. Nautabuff og gullas. Urbeinuð og fyllt dilkalæri. Mikið úrval af allskonar áleggi, grænmeti,, ávöxt- um, bökunarvörur, hrein- lætisvörum og niðursuðu- Kjötborg hf, Búðargerði 10 — Kjötdeild. Sími 34999 Nýlenduvörudeiid: Sími 34945. Nauta- og alikálfa- kjöt í fílet. Buff — Gullas — Hakk. Urvals Hangikjöt. Kjjöfbúðin Sími 19750 BÚRFELL A jólo- matboröiö Svínakjöt, steik og Hamborgarhryggur Snitsel — Pekingendur — Kjúklingar. Úrvals hangikjöt af sauðum og dilkum. Alls konar grænmeti. Allt í jólabaksturinn. Gerið jólainnkaupin tímanlega. KJÖTBÚÐ GRENSÁSS Sími 32947. Nasser bauð Sovét eldflaugastöðvar En Sovétríkin höfnuðu boðinu TEL AVIV 13/12 — Israelska kvöldblaðið Maariv fullyrti í dag, að Sovétríkin hefðu látið Egypt- um í té mikinn fjölda eldflauga undanfarið ár og væru þær gerð- ar fyrir orustuþotur af gerðinni Mig 19 og Mig 21. Sovétríkin hafa einnig látið Egypta fá ýms- ar aðrar gerðir eldflauga, segir blaðið, eftir að þau höfðu hafnað tilboði frá Egyptum um að láta þeim í té land undir eldflauga- stöðvar. Blaðið segir, að eftir þessi vopnakaup hafi Arabíska sam- bandslýðveldið eignazt allar teg- undir nútíma eldflaugavopna. Margar tegundirnar eru smíðaðar í landinu sjálfu með aðstoð þýzkra sérfræðinga. Gaitskell í Sovét LONDOb, 13/12 — Formaður brezka verkamannaflokksins, Hugh Gaitskell, mun fara til Moskvu um næstu áramót að ræða við Krústjoff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna. Talið er, að þeir muni ræða um Berlfnar- vandamálið, afvopnunarmál og fleiri alþjóðleg vandamál. Gait- skell fer til Sovétríkjanna í boði sovézku deildarinnar í alþjóðlegu þingmannasamtökunum. Fomrí sætaskipun breytt í franska binginu PARÍS 13/12 — Forsætisráðherra Frakklands, Georges Pompidou, gerði í dag grein fyrir helztu stefnumálum ríkisstjórnarinnar í þingræðu, og sagði, að áfram yrði unnið að því að koma upp sjálf- stæðum, frönskum kjarnorku- yr_ iaher. Hann sagði einnig, að sam- starfið við Vestur Þjóðverja væri einn af hornsteinum franskrar utanríkisstefnu og miðaðist að því að skapa nýtt sterkt Evrópu- veldi. Hann fullyrti, að franska stjómin óskaði eftir þátttöku Breta í Efnahagsbandalaginu, en sagði, að innganga þeirra í bandalagið mætti alls ekki kosta það að hrófláð yrði við undir- stöðuatriðum Rómars'íttmálans. Við viljum heldur e'/.i, að sá árangur ‘sem náðst hefur innan bandalagsins verði eyðilagður, sagði ráðherrann, sérstaklega ekki vemdun , fransks .. landbúnaðar. Um Sameinuðu þjóðimar komst hann svo að orði, að samtökin ættu ekki að skipta sér af þeim málum, sem væru utan við verkahring þeirra, og átti þá að sjálfsögðu við afskipti SÞ af ný- lendukúgun heimsveldanna. Ýmsar breytingar eru áform- aðar á aldagömlum þingvenjum Frakka. Það hefur t. d. verið föst venja síðan í frönsku stjóm- arbyltingunni, að íhaldsþingmenn sætu lengst til hægri en þeir róttækustu til vinstri í þingsaln- um og miðflokkamir þar á milli. Hugtökin vinstri og hægri f stjómmálabaráttunni um allan heim eiga rót sína að rekja til þessarar sætaskipunar í franska þinginu. Nú mun í ráði að bregða út af þessari venju og munu fylgismenn de Gaulle eiga að taka sér sæti öðrum megin í þingsalnum en stjómarandstæð- ingar munu sitja andspænis þeim. Benn Bella vill vísa frönskum her úr landí HAVANA 12/12 — í viðtali við Ben Bella, forsætisráðherra Alsír, sem kúbanskt dagblað birti i gær, segir hann, að Alsírbúar muni ef til vill segja upp Evian- samningnum við Frakka til að fá breytt ákvæðunum um franskar herstöðvar í landinu. Ben Bella segir, að forsendur samningsins hafi gjörbreytzt, því að nú séu aðeins 200.000 Frakk- ar í landinu í stað rúmlega milljónar áður. Ben Bella segir einnig í við- talinu, að dvöl franskra her- manna í Alsír skapi ekki vanda- mál innanlands, en geti hinsveg- ar valdið erfiðleikum í sambandi við utanríkismál. Við viljum til dæmis aðstoða fólkið í Angóla í baráttu þess gegn portúgölsku fasistunum, og afstaða okkar al- mennt til málefna Afríku er í engu samræmi við stefnu Frakka. Hann sagði, að Alsírbúar væru ekki andkommúnistar, enda þótt kommúnistaflokkurinn hefði ver- ið bannaður. En við erum held- ur ekki kommúnistar. Hann bætti því við, að landbúnaður- inn í Alsír yrði skipulagður á mjög róttækan hátt og stofnuð yrðu alþýðubú í líkingu við sam- yrkjubúin í Sovétríkjunum. Ben Bella sagðist styðja eindregið málstað Kúbumanna í baráttu þeirra við bandaríska nýkolonial- ismann. Frú Bandaranaike mun ræða við Mao og Nehru COLOMBO NÝJU DELHI 12/12 — Ráðstefnu sex hlutlausra ríkja í Afríku og Asíu um landamæra- erjur Indlands og Kína lauk á Ceylon í dag og varð samkomu- lag um, hvaða Ieiðir skuli veija til að reyna að fá Indverja og Kínverja til að semja um deilu- mál sín. Forsætisráðherra Ceylon, frú Surimave Bandaranailce, mun á næstunni fara til Nýju Delhi og Peking og ræða við Ieiðtoga þjóðanna til að reyna að fá þá til að setjast að samningaborði. Tillögum ráðstefnunnar um lausn landamæradeilunnar mun fyrsí um sinn verða haldið lcyndum. Nehru hélt ræðu í indverska þinginu í dag og sagði, að Ind- verjar myndu ekki hefja samn- ingaviðræður við Kínverja, fyrr en þeir hefðu dregið allt herlið sitt frá þeim stöðvum, sem þeir hefðu hertekið i haust. Hann fullyrti. að 197 Indverjar hefðu fallið í bardögum á landamær- unum, 291 hefði særzt en rúm- lega 6000 hermanna væri sakn- að. Nehru endurtók það boð sitt, að landamæradeilunni yrði vís- að til alþjóðadómstólsins í Haag. Hins vegar sagði hann, að ekki kæmi til mála að vísa Kasmír- deilunni til alþjóðadómstólsins. Deilumar við Kínverja væru á- greiningur um, hvar landamæri ríkjanna ættu að vera, en deil- urnar við Pakistan væru allt annars eðlis, \0Í að þar væri deilt um yfirráðin yfir heilu landj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.