Þjóðviljinn - 15.12.1962, Qupperneq 5
Laugardagur 15 desember 1962
ÞJOÐVILJINN
SIÐA 5
NauBsyn stóraukinna fram
laga til verklegra framkv.
ÞINCSJA ÞJÓÐVILJANS
Hér er birt lýsing Karls Guð-
;ónssonar á breytingartillögum
þeim sem hann flutti við 2.
umr. fjárlaga, sem fulltrúi Al-
þýðubandalagsins í fjárveitinga-
nefnd. Allar þessar tillögur sem
fjalla um stóraukið fé til verk-
legra framkvæmda, felldu
stjórnarflokkarnir við atkvæða-
greiðsluna í gær.
Vegir, brýr, hafnir
Um breytingatillögurnar við
13. gr. fjárlaga segir Karl:
„Hér eru gerðar tillögur um
að tvöfalda vega- og brúafram-
lög frá því, sem þau voru 1959.
Að því er vegagerðina varðar
eru þó dregnar frá tvöföldun-
inni 5.4 millj. kr., sem fjárveit-
inganefnd leggur til að veittar
verði til samgöngubóta á landi,
en sá fjárlagaliður var ekki til
1959. Þegar heildarfjárlagaupp-
hæð hækkar um 112%, ætti
ekki að vera of djúpt í ár tekið,
þótt gerð sé tillaga um 100%
hækkun eftirtalinna liða eins
og hér er gert:
Til nýrra akvega.
Til endurbyggingar gamalla
þjóðvega.
Til brúargerða.
Til en durbyggingar gamalla
brúa.
Til fjallvega.
En um framlag til steyptra
og malbikaðra vega í kaup-
stöðum er gerð tillaga, sem ekki
er byggð á sama grundvelli og
aðrar tillögur við A-lið 13. gr.,
enda hefur um langt skeið ver-
ið á fjárlögum 100 þús. kr.
framlag til þessara barfa, en
þó aðeins 95 þús. hin síðustu
ár. Þetta er auövitað alveg ó-
raunhæf upphæð, og væri alveg
eins gott að félla ha | burt
af fjárlögum og hafa haaa þar
óbreytta, eins og verðgildi krón-
unnar er nú orðið. Hér er þvi
gerð tillaga um að hækka þessa
fjárveitingu í 2 millj. kr.. og
væri þá von til, að hún gæti
komið að einhverju gagni sém
styrkur, en það gerir hún ekki
eins og hún nú er.
Varðandi hafnargerðir er hér
einnig gerð tillaga um tvöföld-
un hafnargerðarfjár frá 1959. og
eiga þar við hin sömu rök og
um vegi og brýr, bó að því
viðbættu, að hér er — auk
ríkisþátttöku í árlegum fram-
kvæmdum — um framlags-
skuldir að ræða, er nema nokkr-
um milljónatugum, sem einnig
þurfa að borgast upp.”
Mjólkurbú, slysa-
varnir, Hafrannsóknir
Um breytingatillögur sínar
við 16. gr. fjárlaga segir Karl
í nefndaráliti sínu:
„Samkvæmt lögunum um
framleiðsluráð landbúnaðarins
er ríkið skylt til að taka á-
kveðinn þátt í kostnaði við
byggingu mjólkurbúa. Lengi
stóð í fjárlögunum 100 bús.
kr. til b°ssara þarfa. Eftir að
verðlagið reis til þeirrar hæðar.
sem nú er orðið. varð þessi
upphæð eins og dropi í haf-
inu. Nú hefur hún verið hækk-
uð nokkuð og er 500 þús. kr.
í frumvarpinu. Það er hins veg-
ar hvergi nærri nóg, og er hér
lagt til, að hún hækki í 2
millj. kr.
Fyrir . Alþingi liggur nú til-
laga um, að komið verði upp
kerfi i I; V' til að fylgjast með
ferðum Liskisk'ipa. Reynslan
sýnir, að þessa er fyllsta þörf.
enda líklegt, að málið hafi fylgi
þingsins. Hitt er augljóst mál.
að þetta er ekki hægt að fram-
kvæma kostnaðarlaust. Því er
hér lagt til, að í þessar þarfir
verði tekinn upp sérstakur fjár-
lagaliður á bálki sjávarútvegs-
ins og ætlaðar til hans 250 þús.
kr. á byrjunarstigi, en reynsl-
an yrði síðar að sýna, hvað
þessi þjónusta kostaði.
Lengi hefur verið talað um.
að byggja þyrfti fiskirannsókna-
skip fyrir þá vísindastofnun.
sem hér hefur fiskirannsóknir
á hendi fyrir íslenzka ríkið.
Þótt nokkur tekjustofn hafi
verið til þessara þarfa lagður.
þá virðist ganga harla seint að
koma þessu nauðsynjamáli
fram, og er hér lagt til, að á
fjárlögum verði 2 millj. kr. til
bessa skips lagðar. og mætti
samþykkt beirrar tillögu skoð-
ast sem sérstök áskorun Al-
þingis til þeirra, er fyrir þessu
skipsbyggingarmáli ráða, um að
láta ekki að þarflausu dragast
framkvæmd þessa nauðsynja-
máls.
Nsumlega bjargað
Sú tillaga, sem næst komst
því að verða samþykkt af
breytingartillögum þingmanna
stjórnarandstöðunnar við fjár-
lögin,var tillaga Einars Olgeirs-
sonar. um 70 þúsund króna
styrk „til þess að bjóða græn-
lenzkum stúdent, námsmanni
eða áhugamanni til námsdvalar,
til að læra íslenzka tungu, sögu
og bókmenntir.”
■ Tillagan var felld með 27 at-
kvæðum gegn 26 svo það var
forsetinn Friðjón Skarphéðins-
son sem bjargaði handjárna-
heiðri stjórnarflokkanna í það
sinn og afstýrði því að Alþingi
samþykkti að rétt væri íslenzk
bróðurhönd grönnum okkar á
Grænlandi.
Felil að hœkka lislamanna-
féð í 3 eða 3,5 millgénir
Báðir stjórnarandstöðuflokk-
arnir fluttu nú við 2 umræðu
fjárlaga tillögur um allmikla
hækkun listamannafjárins.
Einar Olgeirsson og Geir
Gunnarsson fluttu tillögu um
hækkun listamannafjár upp í
3 milljónir, og um hækkun á
heiðurslaunum Gunnars Gunn-
arssonar og Halldórs Kiljan
Laxness úr 33.220 kr. í 60 þús-
und krónur. Nafnakall fór
fram um þessa tillögu og var
hún felld með 33 atkvæðum
gegn 22. Voru það allir við-
staddir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins,
að viðbættum Bimi Pálssyni.
er atkvæði greiddu gegn tillög-
unni en stjórnarandstæðingar
með. Gylfi Þ. Gíslason taldi að
nóg væri gert með hækkun
þeirri sem fjárveitinganefnd
stóð að en samkvæmt benni
hækkar listamannaféð nú upp
í 2.2 milljónir. Sú tillaga var
samþykkt. Líka virtust þessir
flokkar alls ófeimnir að fella
hækkunina til Gunnars og
Halldórs.
Þórarinn Þórarinsson og þrír
aðrir Framsóknarþingmenn
fluttu tillögu um hækkun á
listamannafénu upp í 3V2 millj-
ón. Var sú tillaga felld með
29:25 atkvæðum.
/ -'i
Skáldsaga GUNNARS
M. MAGNÚSS er saga
um ungt fólk — fyrir
ungt fólk.
Þetta er ásíarsaga sem lát-
in er gerast í Reykjavík
fyrir fáum árum og aðal-
persónurnar eru dægur-
lagasöngkonan og stjarnan
upprennandi, Bára Lóa, og
unnusti hennar, Börkur
Jónsson, sérstæður piltur,
sem er efni í uppfinninga-
mann, en kemst í kast við
lögregluna og dómsvaldið
fyrir annarra skuld, alsak-
laus, og ratar af þeim sök-
um í miklar þrengingar og
raunir. — Þetta er spenn-
andi og skemmtileg saga,
tilvalin jólagjöf fyrir unga
fólkið. — Verð kr. 164,80.
FYRRI BÆKUR ÚTGÁFUNNAR, skáldsagan
Lífsneisti eftir Remarque og unglingabókin
Borizt á banaspjótum eftir Allan Boucher fást
enn hjá bóksölum um land allt.
• Lífsneisti cr stórbrotið skáldverk eftir heímsfrægan
höfund. Bók sem á erindi til allra hugsandi manna.
• Borizt á banaspjótum cr fyrsti h,uti unglinsa
sögu er gerist á íslandi í fomöld og segir frá Halla á Meðal-
felli í Kjós og ævintýrum hans. Höfundur bókarinnar er
ungur brezkur menntamaður sem nú dvelst á Ísiandí og er
þaulkunnugur íslandi og íslenzkum bókmenntum. Þetta er
spennandi bók sem er tilvalin jólagjöf fyrir unglinga.
<D
Otgefandi:
Ritstjórar:
Sameinmgarfloklíuj alþýðu — Sóslallstaflokk-
urinn. —
Magnús Kjartansson. Magnús Torfl Olafsson.
Sigurður Guðmundsson Cáb.í
Fréttaritstjórar: tvar H Jónsson. Jón Bjamason.
Ritstjóm afgreiðsla auglýsinear orentsmiðja: Skólavörðustíg 19
^l'mi '7 snr 'S lírt.iri A ítrino-vrr? (rr 6S 00 4 mánuði
Loftleiöir
og IATA
BÖKAÚTGÁFAN DVERGHAMAR
þau dólgslegu ummæli sem framkvæmdastjóri
IATA, sir William Hildred, hreytti í Loftleið~
ir fyrir skemmstu hafa að vonum vakið mikla
athygli. Af orðum aðalsmannsins kom einnig
glöggt í ljós fyrirlitning hans á íslendingum,
þessari hlægilegu smáþjóð sem leyfði sér að
standa uppi í hárinu á auðhringum og stórþjóð-
um. Öll minnti þessi framkoma á viðbrögð
brezkra valdamanna í landhelgisátökunum, og
kannski hafa málalokin í þeim átökum orðið til
þess að brezkir fyrirmenn ímynda sér að þannig
beri að koma fram við íslendinga, séu þeir beitt-
ir dónaskap í orði og ofbeldi í verki láti þeir
fljótlega undan síga. Og síðan muni Morgunblað-
ið halda því fram eftir hæfilegan tíma að átök
Loftleiða við IATA hafi í rauninni verið tilraun
til kommúnistískrar byltingar á íslandi.
^lþýðublaðið beinir í gær reiðilestri til sir
Williams Hildred í forustugrein sinni og seg-
ir m.a.: ,,Framkoma yðar minnir á harðsvírað-
an einokunarforstjóra, sem tilheyrir annarri öld
en þeirri, sem nú er uppi“. Blaðið virðist þannig
ímynda sér að aðalsmaðurinn sé eitthvert forn-
aldarfyrirbæri sem enn lifi í trássi við lögmál
okkar tíma. En þetta er mikill misskilningur.
Auðhringar og einokunarsamsteypur eru vold-
ugasta aflið í auðvaldsheiminum og hafa aldrei
ráðið jafn miklu og nú. Einokunarhringarnir
drottna ekki aðeins yfir öllum arðbærum stór-
afvinnurekstri, heldur fara þeir og með hin
raunverulegu völd í ríkisstjórnum landa sinna,
gera m.a. hergagnaframleiðsluna að gróðalind
fyrir sig og þar með hið kalda stríð um örlög og
framtíð mannkynsins. Átökin við Loftleiðir eru
aðeins örlítið dæmi um sífelldan yfirgang ein-
okunarhringanna í löndunum allt umhverfis
okkur. í hvert skipti sem einhver aðili reynir
að framkvæma hin fornu lögmál auðvaldsþjóð-
félagsins um „frjálsa samkeppni“ og „framtak
einstaklingsins“ þannig að einokunarhríng-
um stafi hætta af, taka þeir þegar 1 taumana
og ýmist innlima þá ósvífnu með samningum eða
brjóta þá á bak aftur, en Loftleiðum er nú sýnt
framan í báða þá kosti.
Jslenzk fyrirtæki geta því aðeins staðizt sæmi-
lega óháð í slíkum átökum, að þau hafi sjálf-
stætt íslenzkt ríkisvald að bakhjarli og að því sé
beitt þeim 'til verndar í átökum við einokunar-
hringana. En með tillögum stjórnarflokkanna um
aðild að Efahagsbandalagi Evrópu er lagt til að
sjálfs'tæði íslands verði að engu gert á þessu
sviði. Um leið og ísland hefur verið ten^t skipu-
lagslega hinu nýja stórveldi hafa auðfyrirtæk-
in tögl og hagldir í öllum samskiptum við smá-
fyrirtækin okkar. Sir William Hildred þarf þá
ekki framar að fróa sér með fúkyrðaaustri í
Stokkhólmi; hann ge'tur sagt Loftleiðum fyrir
verkum, — m.