Þjóðviljinn - 15.12.1962, Blaðsíða 8
8 SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
Laugardagur 15. desember 1962
ic I dag er laugardagurinn
15. desember. Maximinus. 8.
vika vetrar. Tungl í hásuðri
kl. 3.47. Árdegisháflæði kl.
7.55. Síðdegisháflæði kl 20.18.
ti! minms
★ Næturvarzla vikuna 8.—15.
desember er í Vesturbæjar-
apóteki, sími 22290.
★ Neyðarlæknir vakt alla
daga nema laugardaga kl. 13
— 17. Sími 11510.
★ Slysavarðstofan i heilsu-
verndarstöðinni er opin allan
sólarhringinn. næturlæknir á
sama stað kl. 18—8. sími
15030
★ Slökkviliðið og sjúkrabif-
reiðin sími 11100.
★ Lögreglan sími 11166
ic Holtsapótek og Garðsapó-
tek eru opin aiia virka daga
tek eru opin alla virka daga
kl. 9—19. laugardaga kl. 9—
16 og sunnudaga kl. 13—16.
★ Sjúkrabifreiðin Hafrar-
firði sími 51336.
★ Kópavogsapótek er > i3
alla vi’-ka daga kl. 9.15—20
laugardaga kl. 9.15—16.
sunnudaga kl. 13—16.
★ Keflavíkurapótek er opið
alla virka daga kl. 9—19.
laugardaga kl. 9—16 og
sunnudaga kl. 13—16.
★ Útivist barna. Börn yngri
en 12 ára mega vera úti til
kl. 20.00. böm 12—14 ára til
kl. 22.00. Bömum og ungling-
um innan 16 ára er óheimill
aðgangur að veitinga- dan>
og sölustöðun. eftir kl.
20.00
★ Bókasafn Dagsbrúnar et
opið föstudaga kl. 8—10 e.h
laugardaga kl. 4—7 e.h. og
sunnudaga kl. 4—7 e.h.
★ Þjóðminjasafnið og Lista-
safn ríkisins eru opin súnnu-
daga. briðjudaga. fimmtu-
daga og laugardaga kl. 13.30
— 16.
★ Bæjarbókasafnið Þing-
holtsstræti 29A. sími 12308
Útlánsdeild. Opið kl. 14—22
alla virka daga nema laug-
ardaga kl 14-H9. sunnu-
daga kl. 17—19 Lesstofa
Opin kl. 10—22 alla virka
daga nema laugardaga kl. 10
—19. sunnudaga kl 14—19
Útibúið Hólmgarði 34. Opið
kl. 17—19 alla virka daga
nema laugardaga, Útibúið
Hofsvallagötu 16 Opið kl.
17.30—19.30 alla virka daga
nema laugardaga.
★ Tæknibókasafn IMSf er
opið alla virka daga nema
laugardaga kl. 13—19.
Listasafn Einars Jónsson-
ar er lokað um óákveðinn
tíma.
Krossgáta
Þjóðviíians
ic Nr. 52. — Lárétt: 1 árs-
tíð, 6 bullara, 8 keyr, 9
klukka, 10 meiðsli, 11 verk-
færi, 13 einkennisstafir, 14
máttleysis, 17 salerni. Lóðrétt:
1 krókur, 2 tvíhljóði, 3 tjón-
inu, 4 átt, 5 átrúnaður, 6 vél,
7 illar, 12 rúmfatnaður, 13
vínstúka, 15 menntastofnun.
16 frumefni.
★ Minjasafn Reykjavíbni
Skúlatúni 2 er opið alla
daga nema mánudaga kl.
14—16.
★ Þjóðskjaiasafnið er opið
alla virka daga kl. 10—12 og
14—19.
★ Ásgrtmssafn Bergstaða-
stræti 74 er opið briðjudaga
fimmtudaga og sunnudaga
kl. 13.30—16.
★ Bókasafn Kópavogs. Útlán
þriðjudaga og fimmtudaga i
báðum skólunum.
★ Landsbókasafnið. Lestrar-
salur opinn alla virka daga
klukkan 10-12, 13-19 og 20-22.
nema laugardaga klukkan 10-
12 og 13-19. Útlán alla virka
daga klukkan 13-15.
skipin
■jc Jöklar. Drangajökull er í
Hamborg og fer þaðan til
Bremerhaven, Gdynia og R-
víkur. Langjökull fór í gær
frá Rvík til Cuxhaven, Ham-
borgar og Reykjavíkur. Vatna-
jökull fer frá Palo í dag til
London, Rotterdam og Rvik-
ur.
ic Hafskip. Laxá losar sem-
ent í Skotlandi. Rangá fór frá
Roquetas 13. þ. m. til Vest-
mannaeyja.
ic Eimskipafélag lslands.
Brúarfoss kom til New York
12. þ. m. frá Dublin. Detti-
foss fór frá Hafnarfirði í gær-
kvöld til Rvíkur, Akraness
og Keflavíkur og þaðan til
Rotterdam, Hamborgar, Dubl-
In og New York. Fjallfoss
fer frá Leith í dag til Rvík-
ur. Goðafoss fór frá Vest-
mannaeyjum í gær til Rostock,
Gdynia, Ventspils og Finn-
lands. Gullfoss kom til Rvík-
ur 10. þ. m. frá Kaupmanna-
höfn og Leith. Lagarfoss fer
frá New York 20. þ. m. til
Rvíkur. Reykjafoss fór frá
Gautaborg 10. þ. m. til Vest-
mannaeyja og Rvíkur. Selfoss
fer frá Reykjavík á morgun
til Dublin og New York.
Tröllafoss fer væntanlega frá
Gdynia í dag til Antwerpen.
Rotterdam, Hull og Rvíkur.
Tungufoss fór frá Hjalteyri
í gærkvöld til Raufarhafnar.
Þórshafnar, Eskifjarðar og
þaðan til Belfast, Hull og
Hamborgar.
ic Skipaútgerð ríkisins. Esja
er i Rvík. Hekla er á Norð-
urlandshöfnum. Herjólfur fer
frá Vestmannaeyjum kl. 21.00
í kvöld til Rvíkur. Þyrill kom
til Krossaness í gær á leið til
Siglufjarðar. Skjaldbreið er á
Norðurlandshöfnum. Herðu-
breið er á Austfjörðum á
norðurleið.
ic Skipadeild SÍS. Hvassafell
fer frá Norðfirði í dag til
Seyðisfjarðar. Arnarfell er i
Rvík. Jökulfell lestar á Vest-
fjörðum. Dísarfell er í Stettin.
Litlafell fer væntanlega 20. b.
m. frá Rendsburg áleiðis tíl
Reykjavikur. Helgafell kemm
til Rendsburg í dag, fer þaða’-
áleiðis til Hamborgar og Leith
Hamrafeil er væntanlegt ti’
Rvikur 20. þ. m. frá Batumi.
Stapafell losar á Austfjörðum.
Cornelia B XI. lestar á Skaga-
fjarðarhöfnum.
flugið
ic Millilandaflug Loftleiða.
Snorri Sturluson er væntan-
legur frá New York kl. 6.
Fer til Luxemborgar kl. 7.30.
Kemur til baka frá Luxem-
borg kl. 24. Fer til New York
kl. 1.30. Snorri Þorfinnsson
er væntanlegur frá Hamborg.
Kaupmannahöfn, Gautaborg
og Osló kl. 23. Fer til New
York kl. 0.30.
ic Frá Guðspckifclaginu.
Jólabazarínn er á morgun,
sunnuda \ 1 16. desember kl.
3 síðdegis í Guðspekifélags-
heimilinu, Ingólfsstræti 22.
Þar verður ýmislegt á boð-
stólum svo sem jólaskraut,
kökur. leikföng, dúkkuföt,
barnafatnaður og margt fleira.
ic Alþingismönnum boðið á
Hart í bak.
Því ég spái að þingmenn fái
núna
ef þeir hrökklast út á skak
undan Jökli hart i bak.
- há -
Athugasemd við dóm
Vegna fréttatilkynningar
frá sakadómi Reykjavíkur,
sem birtist í dagblöðum borg-
arinnar í gær, þar sem m. a.
var sagt írá dómi sakadóms
Reykjavíkur yfir Sigurði Erni
Hjálmtýssyni vegna vanskila,
vill Sigurður ö. Hjálmtýsson
koma eftirfarandi á framfæri:
1. Hann hefur áfrýjað dóm-
inum, þar eð hann telur sig
hafðan fyrir rangri sök.
2. Kærandinn, sem jafn-
framt var annað aðal-vitnið í
málinu, svo og hitt aðal-vitn-
ið hafa báðir hlotið dóm íyrir
auðgunarbrot.
3. Málið á rætur sínar að
rekja til ágreinings, viðskipta-
legs eðlis, milli dómfellds ann-
ars vegar og þeírra tveggja
aðila hins vegar, sem um getur
í lið 2 hér að framan, um
það, hvort upp hafi verið
gerð skuldaskipti þeirra á
milli þar sem m. a. er um að
ræða útlagning pcninga af
hálfu dómfelids í þágu kær-
anda og skuldajöfnun í sam-
bandi við bifreiðasölu, fyrir
kæranda, með öðrum orðum:
kröfur og gagnkröfur og er
því ágreiningurinn í eðli sínu
hreinlega einkamálalegs eðlis,
en ekki refsiréttarlegs.
4. Dómarinn fellst á það
með dómfelldum, að hann
hafi staðið að nokkru leyti
skil á fjárhæðinni, kr. 41.000,-
00 sem málið rcis af en ekki
allri. Dómarinn telur sannað,
að um refsivorð vanskil sé að
ræða á kr. 29.000,00, en dæm-
ir þó dómfelldan til að greiða
kæranda kr. 34 300,00 Mis-
munurinn á kr. 29.000,00 og
kr. 34.300,00 er kr. 5.300,00 og
hlýtur það samkvæmt niður-
stöðu dómsins, að vera krafa
einkamálalegs eðiis og þvi
sakadómi óhcimiit að dæma
um hana. Þetta sýnir, eitt
með öðru, glögglega einka-
málalegu hlið málsins.
Reykjavik 14. desember 1962.
SigiiriVur Ö. Iljálmtýsson.
D C3
o
blöd og tímarit
★ Jólablað Fálkans er komið
út, 76 blaðsíður að stærð. Er
það stærsta jólablað, sem
Fálkinn hefur gefið út. Af
efni blaðsins má nefna: ,,Eng-
in þjóð les einungis góðar
bækur“, viðtal við Gunnar
Gunnarsson skáld, „Hjá
vondu fólki“, frásögn af för
blaðamanns og ljósmyndara
Fálkans um Snæfellsnes,
„Sæmundur fróði var aldrei í
Sorbonne", grein eftir Jökul
Jakobsson, „Jólasveinar einn
og átta“, spjall um jólasvein-
ana í gamla daga og rætt við
fimm nútíma jólasveina,
„Jólin í mínu ungdæmi“,
Sveinn Sæmundsson ræðir við
Kristin Pétursson og Svein
Halldórsson, „Hinn árlegi
heilaþvottur", skopgrein um
jólin eftir Hans Moser. Fjór-
ar sögur eru í blaðinu:
„Faðir minn á himnum" jóia-
saga eftir Gunnar Gunnars-
son, „Heimkoman", jólasaga
eftir Paul örum, „Jólanótt við
Glendarock“, saga byggð á
sönnum atburðum.
Fjölmargar getraunir eru í
blaðinu t.d. „Jólagetraun Fálk
ans“, þar sem lesendur eiga
að þekkja kjörorð tíu verzl-
ana hér í bæ, tveggja síðna
jólakrossgáta, myndagáta og
ótalmargt fleira. Fálkinn hóf
fyrstur blaða á íslandi útgáfu
sérstakra jólablaða og hefur
jólablað hans ævinlega selzt
upp á örskömmum tíma.
bazar
Hádegishitinn
ic Á hádcgi í gær var all-
hvasst norðvestan á Stór-
höfða en annars mátti heita
norðlæg átt um allt land.
vísan
Eftir marga hildar hríð
held ég fargan þryti.
Hafði argan heljarlýð
huslað varga bryti.
bg.
hart í bak
Sólmánuður
Framhald af 7. síðu
ið út. — Það var eitt kvöld á
þessum vetri, að í bókakynn-
ingu Útvarpsins las Lárus
Pálsson úr Sólmánuði og meðal
annars Maríuvers úr Skálholts-
ljóðum. Má mér ekki gleymast
sá lestur. Fannst mér þá marg-
ir vildu þessi vers kveðið hafa,
svo fögur og einföld voru þau
og svo forkunnlega lesin af
þessum fágæta flutningmanni.
Verðug skyldi vanda
vé þín, drottins mær,
hof, cr háreist standa,
hcigilund, scm grær,
ljóð í ástarcldi skírð,
söng, cr megi þóknast þér,
þinni björtu dýrð.
Þannig vinnur Þóroddur frá
Sandi í garði listar sinnar. Fáa
veit ég, sem ganga á vit hennar
hátignar listgyðjunnar, af slíkri
lotningu og alaöru sem hann.
Til hennar dirfist hann ekki ó-
þveginn að líta, en er albúinn
þess að hlýða duttlungum henn-
ar og láta henni til reiðu allt
það, sem hún vill af honum
krefjast. Þess vegna vílar hann
ekki fyrir sér að yrkja undir
hinum dýrustu háttum, stund-
um svo dýrum, að manni óar
hvílíka ögun og járnvilja þarf
tfl þess að skila heilu kvæði,
oft löngu, í svo ramfelldum
skorðum, án þess að úr verði
tapkvæði. Skal það aldrei átal-
ið af minni hálfu hvaða form
hver og einn velur sér, þá er
hann vill tjá hug sinn af alúð
og einlægni, — og hljómur
samrímsins getur verið freist-
andi. Nú hef ég fyrir því engar
sannanir að það hafi nokkru
sinni hent Þórodd frá Sandi
að láta málið yrkja fyrir sig,
en þó veit ég að sannara og
léttara hefði orðið kvæðið Fjór-
tán ára stúlka, bls. 17, ef
skáldið hefði ekki Jmýtt sér
* þann fjötur aö yrkja það undir
tvöföldu §amrími. En stundum
var það í gamla daga, þá er
gefinn var í vinargjöf, kistill
vel skafinn, þá var gefandi þó
ekki ánægður fyrr en hann var
einnig svo vel grafinn, sem
verða mátti. Sem sagt: þetta
er einkamál hverju sinni. En
aftur á móti kemur ekki til
mála að ætla að náðst hefði
betur markið með öðrum hætti
en á er hafður, þá er Þóroddur
yrkir hyllingarkvæði sitt til
Davíðs frá Fagraskógi, enda
verður ekki annað sagt en að
þar hafi Þóroddur mikið loft
undir vængjum í hrifni sinni
og dragi arnsúg á ílugnum.
Ekki má ég skiljast svo við
þessar línur, sem tæpast ber
að skoða sem ritdóm, frekar
sem kvittun fyrir góða bók, að
ég ekki geti þess að frágangur
allur er góður, þó ég vissulega
fallist aldrei á þá sparsemi,
hvort heldur er hjá Menning-
arsjóði eða öðrum, að tíma
ekki að hafa auða síðu í Ijóða-
bók, milli seinasta kvæðis og
efnisyfirlits. Það er jafn smekk-
laust hvar sem er, en ekki er
það höfundi að kenna. Próf-
arkalestur er með slíkum á-
gætum að fágætt er, og mega
þeir kenna nokkurrar öfundar,
sem að jafnaði hafa burft að
horfa upp á hinar fáránlegustu
og ókennilegustu orðskreyting-
ar í þeim kverum sem þeir
hafa látið frá sér fara.
Ég vil að lokum þakka Þór-
oddi Guðmundssyni alveg sér á
parti og innvirðulega fyrir
kvæðin tvö: Á Þingvelli, bls.
64, og Móðirin góða bls. 99.
Heyrði ég hann frumflytja þau
ljóð bæði, við þökk og hrifn-
ingu margra áheyrenda. Eru
bau mér hugfólgin síðan.
Guðmuntlur Böðvarsson.
ÍC NÝTlZKU
> HÚSGÖGN
H N 0 T A N
húsgagnaverzlun
Þórsgötu 1.
Takið eftir
Úrvals æðardúnssængur fást
ávallt á Sólvöllum, Vogum.
Góð jólagjöf, sem seint mun
gleymast.
Póstsendi.
___Sími 17 Vogar.
ítvarpid
13.00 Óskalög sjúklinga.
14.40 Vikan framundan:
Kynning á dagskrárefni
útvarpsins.
16.30 Danskennsla.
17.00 Þetta vil ég heyra:
Jökull Jakobsson rit-
höfundur velur sér
hlj ómplötur.
’8 00 Útvarpssaga barnanna:
Kusa í stofmnni.
8.30 Tómstundaþáttur barna
og unglinga.
20.00 Leikrit: „Ég man þá
tíð“ eftir Eugene
O’Neill; Bogi Ólafsson
þýddi; Þorsteinn Ö.
Stephensen gerði út-
varpshandritið. — Leik-
stjóri: Indriði Waage.
Leikendur: Valur Gísla-
son, Arndís Björnsdóttir.
Brynjólfur Jóhannes-
son, Sigríður Ilagalín,
Margrét Guðmunds-
dóttir, Gísli Alfreðsson,
Jón Aðils, Guðmundur
Pálsson, Þórunn Magn-
úsdóttir, Jón Júlíus
Jónsson, Arnar Jónsson
og Stefán Thors.
22.10 Danslög — 24.00 Dag-
skrárlok.
ÓDÝRT! ÓDÝRT!
Telpukópur (alull)
Stærðir 4—12 ára. — Verð aðeins frá kr. 445.00.
SMÁSALA — Laugavcgi 81