Þjóðviljinn - 15.12.1962, Blaðsíða 12
Samdi ekki
allt um Helga
Að gefnu tilefni skal það hér
með vottað, að mér er kunnugt
um að Stefán Jónsson fréttamað-
ur hefur ekki samið nema suma
af gamanþáttunum. sem Karl
Guðmundsson leikari hefur flutt
á undanförnum árum um Helga
Sæmundsson, formann Mennta-
málaráðs.
Guðmundur Jakobsson.
■Þjóðviljanum barst ofanskráð
yfirlýsing í gær. og mun skýr-
ingar á henni að leita í ritdómi
sem Alþýðublaðið birti í gær-
morgun um sögu Stefáns Jóns-
sonar Mínir menn. Höfundur rit-
dómsins er Helgi Sæmundsson.
og hellir hann sér yfir bókina
og höfundinn.
Gráskinna hin
meiri kom«n nt
f dag kemur í bókaverzlanir
Gráskinna hin meiri sem Bóka-
útgáfan Þjóðsaga gefur út en
prófessor Sigurður Nordal og
Þórbergur Þórðarson rithöfund-
ur hafa tekið saman. Verk þetta
er tvö stór bindi. hið fyrra end-
urprentun þjóðsagnasafnsins
Gráskinnu en í hinu eru nýjar
frásagnir Útkomu þessarar bók-
ar verður getið nánar hér !
blaðinu á morgun.
Kjördæma■
kepphi
Áustfirðingafjórðungur 39" „
Reykjavík 34%
Réykjaneskjördæmi 33%
Norðurland, vestra 32%
Vesturland 31%
Suðurlandskjördæmi 23%
Vestfirðir 20%
Norðurland, eystra 17%
Jæja, þá er nú höfuð-
staðurinn fallinn úr efsta
sæti. Austfirðingar skutu
þeim ref fyrir rass og er
það vel af sér vikið að
hoppa úr neðsta sæti í
efsta sæti. Hvort munu
papeyjarbuxur hafa veriö
þar að verki? Þá hefur
Norðurland vestra hoppað
um tugi prósenta og Vest-
firðingar sótt sig drjúgum.
Allsstaðar er þakkarverð
hreyfing.
En í heildina er prósentu-
talan of lág og við verð-
um að herða sóknina, fé-
lagar, því að óðum nálgast
lokadagur.
En við viljum færa Aust-
firðingum þakkir í þetta
Hin óþrotlega flæðarmús
Laugardagur 15. desember 1962 — 27. árgangur
msrse
275. töluþlað.
Fyrr á tímum þótti flæðar-
mús hinn eigulegasti gripur á
Vesturlandi og Vestfjörðum.
Enda dundu þar tíðast
músabyljir.
Þann þraut aldrei fé, sem
komst yfir þetta merkilega
kvikindi, sem seiddi gull úr
sjó. Músin var látin í hveiti-
stokk og kúrði þar í hári af
óspjallaðri meyju ásamt stoln-
um gullpeningi
Þó að minnzt sé á fjárafl-
anir fortíðarinnar, þá mun nú
slíkt ekki vera til staðar a
Vesturlandi og Vestfjörðum í
dag.
En við erum illa sviknir af
afkomendum hinna miklu
galdramanna fortíðarinnar, ef
þeir bregðast ekki vel við
fjáröflun blaðsins og vilji
láta kalla sig ættlera með
skömm eina.
Við viljum þakka Akurnes-
ingum fyrir harða sókn á
liðnum dögum en snjóþungi
mun vera á Snæfellsnesfjali-
garði eða hvað?
Óðum dregur að lokadegi
og við viljum biðja félagana á
þessum slóðum að herða sókn-
ina og gæta að sér í tíma.
Umboðsmenn Happdrættis
Þjóðviljans.
1 Vesturlandskjördæmi:
Guðmundur M. Jónsson,
Rein, Akranesi, sími • 630.
Olgeir Friðfinnsson Borg-
arnesi.
Jenni R. Ólafsson Stykkis-
hólmi.
Skúli Alexandersson, Hell-
issandi.
Benjamín Guðmundsson,
Ólafsvík.
Bjöm Guðmundsson, Graf-
amesi.
1 Vestf jarðakjördæmi:
Halldór Ólafsson, isafirði.
Sigurvin Jónsson Bolunga-
vík.
Helgi Björnsson, Hnífsdal
Friðgeir Magnússon Þing-
eyri.
Gunnar Valdimarsson, Bíldu-
dal.
Þorgeir Sigurðsson, Hólma-
vik.
VR-fundur sam-
;ir mótmæli
arna
Við f járlagaafgreiðsluna í
gær samfylktu þingmcnn Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokks
ins til að fella tillögur, sem
þingmenn Alþýðubandalagsins
l’luttu um áfengisvarnir og
barnavernd og fleir'i félagsleg
mál.
Lúðvík Jósepsson flutti tillögu
um einnar milljón króna fram-
lag „til þess að vinna gegn áfeng-
is- og tóbaksneyzlu æskufólks.
Dómsmálaráðuneytið úthluti
fénu til félagssamtaka í sam-
ræmi við starf þeirra að þess-
um málum“. Tillagan var felld
að viðhöfðu nafnakalli með 31
atkvæði gegn 25. Greiddi hver
einasti viðstaddur þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins atkvæði gegn þessari
merku tillögu, en allir þingmenn
Alþýðubandalagsins og Fram-
sóknar (nema Björn Pálsson sem
sat hjá) tillögunni atkvæði.
Einar Olgeirsson og Geir
Gunnarsson fluttu þá tillögu, að
varið skyldi 1 Vj milljón „til þess
að styrkja félagsstarfsemi og
skemmtanir æskulýðs scm haldn-
ar eru án þess að vín sé veitt,
af hálfu félagsheimila og annarra
aðila, enda sé tryggt að verðiagi
öllu við skemmtanahaldið sé í
hóf stillt, og sé styrknum út-
hlutað samkvæmt reglum er fé-
lagsmálaráðuneytið setur“. Sjálf-
stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn felldu einnig þessa til-
lögu.
Sömu þingmenn, Einar og' Geir,
fluttu tillögu um einnar milljón
á veit-
ingahúsum frá 26. |).m.
I króna framlag „til rekstrar dag-
heimila fyrir börn þeirra mæðra
J er vinna utan heimilis, úthlut-
að samkvæmt reglum ejr fjár-
. málaráðuneytið setur.“ íhaidið
og Alþýðuflokkurinn felldu þá
tillögu. Einar og Björn Jónsson
fluttu tillögu um hækkun úr
215 þús. í 500 þús. til sumar-
dvalarheimila, dagheimila og
vistheimila fyrir börn úr bæjum
og kauptúnum, gegn jöfnu fram-
lagi annars staðar að. Sjálfstæð-
isflokkurinn og Alþýðuflokkur-
inn létu sig ekki muna um að
fella einnig þessa litlu tillögu.
Sömu þingmenn, Einar og Björn,
fluttu tillögu um hækkun fram-
lags til mæðrastyrksnefnda svo
hægt væri að hækka framlagið
til mæðrastyrksnefnda utan
Reykjavíkur i 75 þús. kr. íhaldið
og Alþýðuflokkurinn felldu
þessa tillögu.
Geir Gunnarsson flutti tillögu
um að 60 þúsund krónum yrði
varið sem þóknun til myndlist-
armanna sem kynna skólafólki
sýningar sinar. íhaldið og Al-
þýðuflokkurinn feildu þá tll-
lögu.
Á fjölsóttum fundi í Verzl-
unarmannafélagi Reykjavík-
ur í fyrrakvöld var einróma
samþykkt að mótmæla ein-
dregið framkominni tillögu
um afgreiðslutíma verzlana
hér í borginni og lögð á-
herzla á að með samþykkt
margra liða í tillögunni yrði
stigið stórt spor afturábak í
verzlunarháttum á íslandi.
í framsöguræðu benti formað-
ur VR, Guðmundur Garðarsson.
m.a. á að ekkert samráð hefði
verið haft við félagið í sam-
bandi við undirbúning og
samning hennar, enda þótt VR
hefði ávallt lýst sig reiðubúið
til sanngjarnra viðræðna um
lokunartíma sölubúða. Átaldi
formaður þessi vinnubrögð sér-
staldega.
Aðrir ræðumenn á fundinum
tóku í sama streng, en í lok um-
ræðna var svofelld ályktun gerð
samhljóða og samþykkt að hún
skv’di send sem svar VR við
bréfi borgarráðs:
..Verzlunarmannafélag Reykja-
víkur mótmælir eindregið tillögu
hð samþykkt um afsreiðslutíma
verzlana í Reykjavík o.fl., sem
lögð var fvrir borgarráð Reykja-
v'kur 4 des s.l.
Sérstaklega vill félagið mót-
maeia beirri málsmeðferð, sem
v’ðhöfA hefur ver’ð með bví að
l eefa félaginu ekki kost á að
fia’la um þetta mál frá upp-
hafi. Flefði bá ef til vill mátt
porða bví að iafn einhliða oe
f’-áleitar tillögur hefðu ' komið
ryrir augu borgarráðs og neyt-
“nda sem raun ber vitni.
Félagið t.elur að með samþykki
margra liða í fyrrnefndri tillögu
í vrði stigið stórt spor aftur á
| bak í verzlunarháttum á fs-
: landi. Nægir í þvi sambandi að
I benda á þá staðreynd að öll
j
verzlunarþjónusta myndi stór-
hækka oS sú hækkun að sjálf-
sögðu lenda á neytendum. Auk
þess lengist vinnudagur af-
greiðslufólks stórlega, en slik
þróun stangast á við árangur
annarra vinnustétta þjóðfélags-
ins, sem bætt hafa kjör sin sam-
fara fækkun vinnustunda. f
þessum iið tillaganna felst ó-
tviræð viðurkenning á því að
verzlunarfólk geti ekki í dag
lifað mannsæmandi lífi af laun-
um sinum með svipuðum vinnu-
stundafjölda o.g aðrar stéttir og
því eigi að fara Þá leið að
lengja vinnudaginn með hlut-
fallslegri kauphækkun. Þessari
aðför mótmælir félagið eindreg-
ið
V.R. mun fylgjast með fram-
gangi þessa máls og er sem á-
vallt áður reiðubúið til sann-
gjarnra viðræðna um lokunar-
tima sölubúða en álítur tillög-
ur tvimenninganna til borgar-
ráðs óraunhæfar, einhliða og ó-
líklegar til samstöðu þeirra að-
ila sem málið snertir".
^æilð bæjarmálin
W
Félag óháðra kjósenda í Kópa-
vogi gengst fyrir kaffikvöldum
í Þinghól við Reykjanesbraut
hvert mánudagskvöld. Ætlazt er
til að meðlimir og stuðnings-
menn félagsins komi þar saman
og ræði bæj.armálefnin yfir
kaffibollanum. Einhver af bæj-
arfulltrúum félagsins verður við-
staddur og gefst mönnum því
gott tækifæri til að koma sko.ð-
unum sínum og málefnum á
framfæri.
Húsið er opnað kl. 20.30 og að
sjálfsögðu eru allir velkomnir
hvort sem þeir vilja ræða stór
mál eða smá, eða bara fá sér
gott kaffi og meðlæti ódýrt.
Á annan í jólum, 26.
þ.m., leggja um 400
starfsmenn veitingahúsa
niður vinnu hafi samn-
ingar ekki tekizt um
kaup og kjör fyrir þann
tíma. Nær verkfallsboð-
un þessi til allra gisti- og
veitingahúsa hér í borg,
um 45 talsins.
Félag starfsfólks í veitingahús-
um sagði upp samningum við
Samband veitinga- og gistihúsa-
eigenda sl. haust. Gengu samn-
ingarnir úr gildi 1. desember
sl. Samningsumleitanir hafa stað-
ið yfir að undanfömu, en engan
árangur borið og hefur deilunni
nú verið vísað til sáttasemjara.
Jafnframt hefur Félag starfs-
fólks í veitingahúsum boðað verk-
fall í veitinga- og gistihúsum,
sem fyrr segir, og kemur það
til framkvæmda 26. þ. m. eða
á annan í jólum, ef samningar
hafa ekki tekizt fyrir þann tíma.
Aðalkröfur Félags starfsfólks
í veitingahúsum eru þær, að
starfsfólkið fái sama kaup og
starfsfólk sjúkrahúsanna hefur
fyrir hliðstæða vinnu, en kaup
stúlknanna á veitingahúsunum
er 14—20% lægra en kaup 6tarfs-
stúlkn_a á sjúkrahúsum. Þá sem-
ur félagið og fyrir næturverði
í gistihúsum og birgðaverði (kjall-
arameistara).
Sem fyrr segir nær verkfalls-
boðun Félags starfsfólks í veit-
ingahúsum til allra gisti- og
veitingahúsa í Reykjavík, 45 tals-
ins, og tekur til um 400 manna.
Auk þess mun vinna matsveina
og þjóna á gisti- og veitinga-
húsunum að sjálfsögðu falla nið-
ur, ef starfsstúlkumar leggja
niður vinnu.
Framangreindar upplýsingar
fékk Þjóðviljinn í gær hjá skrif-
stofu Fulltrúaráðs verkalýðsfé-
laganna í Reykjavík.
félaginu kl. 16
12 f. h. í dag
í dag, laugardag, er kosið í
stjórnarkosningunni í Sjómanna-
félagi Reykjavíkur frá 10—12 ár-
degis. Sjómenn! Munið að kjósa,
meðan þið eruð í landi, það er
of selnt, þegar komið er út á
sjó.
Listi starfandi sjómanna er
B-Hsti. — X-B.
Sýningu Helga S. Bcrgmann málaramcistara að Týsgötu 1 fe
nú senn að Ijúka. Þar eru sýndar fjölmargar skoptcikningar o
málverk. Hcr fyrir ofan er ein myndanna á sýningunni: Fr
Vcstmannaeyjum. (Ljósm. Þjóðv. A. K.)