Þjóðviljinn - 16.12.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.12.1962, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. desember 1962 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 1 .• • -x-;- : ' Vökumenn slái trumbur Jóhannes úr Kötlum. Jóhannes úr Kötlum. Öljóð. Mál og menning, Heimskringla. 1962. Allra karla yngstur Því hefur verið haidið fram að fáir menn eldist jafnilla og Ijóðskáld. Meira að segja að ekkert sé haettulegra en vera velheppnaður ungur lýriker. Við þekkjum ýmis dæmi: ung skáld hafa lofsungið nautnir lifsins með gáska og ofstopa, sagt drottni til syndanna svo og kaupmönnum og yfirleitt verið með allra handa brambolt og umsvif. Síðar hafa þeir stirðrað í leikni sinni, heldur leiðinleg- um kristindómi, skrúðmælgi um fornar dyggðir, tækifæris- yrkingum. Jóhannes úr Kötlum líkist ekki þessu fólki. Nýja bókin hans Sem heitir hvorki meira né minna en Óljóð staðfestir það ágætlega sem við reyndar vissum: að Jóhannes er allra karla yngstur, lifandi maður og leitandi; hann er enn sem fyrr á „órólegu deildinni“, er ósáttur við sjálfan sig og af- skaplega óánægður með heim- inn og vill umbylta honum eins og vonlegt er. Vandi á höndum Jóhannes er eins og öllum lífandi mönnum öðrum margur vandi á höndum, — og hann er alls ekki feiminn við að ræða þau mál. í upphafskvæði bókarinnar spyr hann hvernig Ijóð skuli kveða á þessari öld þegar sálin er þota, hjartað kafbátur, þegar: vér erum blásnir út í hlægi- legar stærðir oss hnoðað saman í grátleg- ar smæðir og svo er ráðgert að kveikja í öllu saman. Skal ljóð á slíkum tímum vera sjálfu sér nóg, er þá allur boðskapur móðgun, segir hann. Hví hefur það gerzt að ung skáld vantreysta orðinu: er ekki kominn tími til að leita í grasinu eða eru myntfalsararnir bún- ir að gleypa hinar gullnu töflur erum vér þá að verða að mál- lausum betlurum og vor hrímhvíta móðir að skækju. Og svar Jóhannesar í þess- um ótvíræða formála bókar- ;hnar allrar verður þetta; , é& er ekki hræddur ég er • hryggur og reiður þetta eru mótmæli þetta er iiiHiiiini>ii»iniii»".wiMniiirn»i»i|«MimL''miiÍTÍ|j>ii»w«»> eg motmæli þvi að jorðm se Á árinu 1957 þegar menn héldu að allt gott og fagurt hefði farizt í Ungverjalandi var prentað í Birtingi viðtal. Þar segir Jóhannes úr Kötlum við ung skáld: „þið eigið að húðfletta spillinguna, þið eigið að húðstrýkja þjóðina fyrir her- mang hennar og stríðsgróða- brask, værugirni hennar og sljóleika". Hann segir ennfrem- ur: „Hvarvetna í heiminum, jafnt í alþýðuríkjum sem auð- valdslöndum þarf mikla og hugrakka listamenn, túlkendur mannlegleikans og framtíðarinn- ar, til að hamla á móti gerfi- mennskunni og vélmennskunni sem hinni óhjákvæmilegu skipulagningu nútímaþjóðfé- lags hættir til að leiða af sér.“ Óljóð Jóhannesar sanna að þessi orð eru ekki sögð út í bláinn. Þau eru snúin af tveim þáttum nátengdum þeim hugs- unum sem nú var vitnað til: annar er árás á okkar „svindl- araþjóðfélag“, hinn er ástríðu- full kappræða um hugsjónina og örlög hennar og bústað hennar í hjörtum manna. Á sölutorgi Jóhannes er sannarlega ekki að hlífa okkur þegar hann tal- ar um heimsku okkar, aum- ingjaskap og gleymsku. Gott dæmi er fjórða kvæði DægUr- laga: íslendingar kveikja sér í vindlingi og fá sér í staup- inu meðan fjallkonan og ægir eru boðin upp (hryssingslegur uppboðshaldari nefnir þau reyndar hraunkerlinguna og MptM' gerð að leiksoppi ábyrgðarlausra svefngengla. ég krefst þess að vökumenn slái trumbur. Tveir þættir Vandamálin — nei það er 'kki guð, ekki eilíft persónulegt 'íf, þökk sé farsælli skapgerð Jóhannesar. 1 fyrsta kvæði Dægurlaga spjallar hann kump- ánlega við drottin, hann er þokkaleg bernskuminning sem við förum um gamansömum og miskunnsömum orðum — en alls ekki sá hátíðlegi háski sem setur furðumörgum eldri og yngri mönnum stólinn fyrir dyrnar. Nei, eins og þegar sést á upphafskvæðinu, þá er annað og meira í húfi. Dægurlög margvíslegt og gengur til verks í jöfur þorskhausanna). Um- hverfið er heldur dapúrlegt eins og segir í þessum gagn- orðu línum: mhvp* stórlaxar spígspora um sölu- torgið skáld hnipra sig saman í leynibý það setur hroll að smáfugl- unum. fjalla einmitt um svindl og spillingu Jóhannes rösklega fordæmingu sinni og særingum. Máske helzt til rösklega — ég á ekki við það að orð hans séu ekki réttmæt, heldur það að Jóhannes hefði mátt sýna meiri yfirburði. meiri fyrirlitningu. I þessum kvæðum er tilgangur skáldsins mjög ljós, túlkun hans nak- in. En í ýmsum öðrum kvæðum þessarar bókar, t.d. Þjóðvísum er með nokkrum öðrum hætti fjallað um þá hluti sem halda fyrir okkur vöku. Þar er brugð- ið upp stuttum myndum og oft mögnuðum; sumar hafa fú- túristískan svip: englar skjóta stjörnum á háþróaðar vélbrúður athöfninni er sjónvarpað aðrar svip þjóðkvæða: ganga skal ég í hamrahamra bergrisann vil ég finna kvikar mér stingandi burst í nefi gapaldur undir fæti. Þessi kvæði bera miklu minni svip af rökræðu og frá- sögn en þau sem áður voru nefnd, þau eru dularfyllri, myndrænni; þessar stuttu og oft mjög gagnorðu myndir renna saman í galdraþulu sem geymir skáldskaparlegar minn- ingar frá öllum tímum. Galdra- þulu sem lýsir mörgum skugga- legum viðburðum og minning- um, vekjandi ugg og reiði, en um leið baráttu, ósáttlyndi og þrjózkufullri von um að mannshjartað sundurkramið og sundurmarið verði loksins glatt. Hugsjón og veruleiki Jóhannes veit það manna bezt að við getum ekki leyft okkur ódýra bjartsýni and- spænis öllum ósköpum heims- ins: ég verð að þora að horfast i augu við sjálfan mig, ég verð að þora að horfast í augu við lífið, segir hann á einum stað. Hann gerir sér tíðrætt um hug- sjón sína og þau miklu og illu tíðindi sem gerast þegar „nak- inn og blóðugur" veruleikinn , „kemur skálmandi inn í brjóst- ið með rýting milli tannanna" og vill sameinast hugsjóninni. Hann yrkir um harmleik bylt- ingarmannsins: þeir sem áður hófu hann til skýja færðu hann úr klukkunni rauðu, kreistu úr honum lífið og andann, huls- uðu hann í smánargröf. Síðan gerðist það að: dys hins útskúfaða var skyndilega. rofin við lúðraþyt og blómaregn og líkið var ílutt í yndis- lega heiðursgröf. Jóhannes úr Kötlum hefur ekki sætzt á málin — hann segir með þeim myrta: ég hef enn ekki risið upp. Og á öðrum stað segir hann: ekkert er eins sárt göfuga hugsjón og að vita þig gráta finna krampateygjur þínar í luktu brjósti sínu Og hann spyr: heppnast þá engum að beita sjálfa hugsjón munt þú þig valdi göfuga sífellt visna upp í brjósti hins sterka grát þá í brjósti mínu unz það verður nógu veikt og auðmjúkt til að sameina þig miskunn- sönnum veruleika. Uppgjör Kvæði Jóhannesar úr Kötlum um hugsjónina eru ekki nöldur uppgjafamanns. Þau lýsa sárs- auka heiðarlegs manns, þau lýsa þeim spurningum sem vaknað hafa með róttæku fólki á síðustu árum. Þau lýsa sárs- auka, efasemdum, spurningum — þau svara ekki öllum þess- um spurningum; viðkvæðið í bréfinu til Kína er einmitt: ég veit ekki. En það sem skiptir mestu máli: gott og heiðarlegt skáld ræðir það sem okkur varðar miklu. Þessi kvæði eru með nokkr- um hætti óhjákvæmile'g. Bylt- ingamenn margra alda — og okkar aldar einnig — hafa oft- ast lifað í ákveðinni bjartsýnni skynsemistrú á þjóðfélagslegar framfarir: við breytum skipu- laginu, eignarréttinum og þá er skjótra breytinga að vænta á öllum öðrum sviðum mannlegs lífs. Þessi trú (Jóhannes kallar hana pýþagórasarreglu) hefur gefið mörgum styrk, en hún er vélræn og hlýtur að hefna sín þegar hugsjón skal verða að veruleika. Ekki vil ég samt boða örlaga- lagatrú í þessum línum: von- brigði hugsjónamanna eru einnig á valdi þeirra sjálfra. Eitthvað á þá leið verður ein- mitt það svar sem Jóhannes úré> Kötlum gefur við spurningum í bók sinni: haldi hver vöku sinni, á öllum vígstöðvum — innri og ytri. Förum varlega félagar, segir Jóhannes á ein- um stað „allsnægtir einar færa oss ekki hamingju, leghöll úr marmara nægir oss ekki til sálubótar". Eða — eins og seg- ir í ofangreindu viðtali: alls- staðar, í öllum löndum þarf hugrakka menn „túlkendur mannlegleikans og innar“. Óljóð Jóhannesar eru uppgjör, þau fræðileg pólitísk reikningsskil, heldur mannlegt skjal um mannlegar efasemdir og bar- áttu. Þau eru ekki uppgjöf eða vesæl iðrun — enda hefur Jó- hannes ekkert að skammast sín fyrir. Þessi bók er ekki uppgjöf því hún er barmafull af reiði og uppreisnarhug bæði gegn vísum féndum hvers heið- arlegs manns svo og gegn eig- in blekkingum. Sá maður sem varðveitir þessa reiði, slíka ástríðu, hefur ekki játazt undir þá kenningu að allt sé til ein- skis unnið, mannleg viðleitni er honum dýrmæt og raun- veruleg svo og sú hugsjón sem fer fyrir henni. Örólegt skáld Mál og bygging Óljóða ber vott um áræði skáldsins. Ekki svo að skilja að Jóhann- esi takist alltaf að ná þeim á- hrifum sem þjóðin vilL Smekk- vísi hans er ekki óbrigðul; ég segi ekki að hann ætti að dul- búast betur í árás sinni, en hann mætti sýna meiri yfir- burði í viðureign sinni við féndur. Stundum kemur þetta fram í því að okkur finnst á- kveðið orð ekki á réttum stað. Og það getur komið los á bygg- inguna, ýmsir þættir kvæðisins hafna utangarðs. En skemmtilegt er að fylgjast með Jóhannesi. Hann leitar víða til fanga. Hann kann að beita fyrir sig karlmannlegum rabbstíl, pólitískum fréttum, glannalegu táningamáli. Kald- ranalegar og jafnvel antieste- tískar fútúrískar myndir sjást við hlið gamalla stefja, — dans- ar og þjóðkvæði leggja mikið af mörkum til þessarar bókar. Nakin og „lágt sett“ veruleika- lýsing kemur ekki í veg fyrir upphafnar og kosmískar mynd- ir. Ekkert orð er bannað í þess- ari bók, ekkert það orð sem við látum okkur um munn fara, öllum má finna stað í þessum fáorðu, skörpu og oft óvæntu myndum sem ryðjast áfram með miklum hraða eins og líf- ið liggi á. Jóhannes hrærir af mikilli atorku í þessum firna- lega soðkatli, og þó hann gerist stundum nokkuð móður við þessi störf, þá er mjöðurinn rammur og áreiðanlega vel hollur. Jóhannes úr Kötlum er „óró- legur“ maður og „órólegt“ skáld. Þessi ágæti eiginleiki hefur dugað honum til góöra hluta. Ámi Bergmann. framtíðar- úr Kötlum eru ekki Skáldsaga úr brœlastríðinu Prentsmiðja Guðmundar Jó- hannssonar hefur gefið út skáld- sögu sem gerist í þrælastríðinu i Bandaríkjunum. Bókin nefnist „Bryndrekinn" og höfundurinn Clarence Éud- inton Kelland, en þýðinguna hefur Gissur Ó. Erlingsson gert. Sagan er sögð byggð á söguleg- um heimildum úr þrælastríðinu, lýst er að n<?kkru sönnum at- burðum sem þá gerðust og of- ið saman ástarsögu og æsileg- um frásögnum um spellvirki, njósnir, mannrán og morð. Þetta er nær 200 síðna bók með all- mörgum myndum. ! ! Villihundurínir Dingc Söguhetjan, hálfvaxin stelpa sem heitir Tanja situr niðri við sjó. Hún er að hugsa um öldurnar og hafið og strend- umar hinum megin við hafið og um dagana og himininn sem er eins í dag og hanr var í gær. Vinur hennar kemur til sögu og við komumst að raun um það, að kannske er hún að hugsa um eitthvað fleira en haf og himin. Hún þekkir ekki föður sinn, hefur aldrei séð hann. Stráksi fer að spyrja hana nánar útí þetta. „Hann er langt í burtu, svarar hún. „Hvar?“ „Handan við hafið.“ „Er hann þá í Ameríku?" En hún spyr þá á móti: „Veiztu hvar Alsir er?“ Jú, auðvitað veit hann það, Alsír ar land í Afríku. Er hann þá : Alsír? „Nei“ svarar hún — )g eftir dálitla umhugsun tekur hún rögg á sig og lýsif vfir: Hann er í Maraseika. En landið Maraseika er ekki til eins og allir vita, enda kemur faðir hennar til sögu og með honum sonur vinar hans, sem hann hafði tekið að sér. Sá heitir Kolja og er á sama reki og sögu- hetjan, Tanja. Og nú byrjar ballið. Henni geðjast hreint ekki að þeim — og þó. Að minnsta kosti fer þeim Kolja að koma bara vel saman und- ir lok. En það gengur ekk. brösulaust — endalausir á- rekstrar eins og til dæmis þegar kötturinn hennar dettu' í sjóinn. Hún bjargar kettin- um og þar sem Kolja er þarna nærstaddur sakar húr hann um að hafa hent kettin um í sjóinn. En þar sem það er nú bara eins og hver önn- ur vitleysa verður hún a? styrkja röksemdir sínar og segist þá einfaldlega hafa séð það með eigin augum. Eða í annað sinn: þau eru að þvi komin að sættast. Kolja kena- ur til hennar á afmælisdag inn með gullfisk til að gef: henni. En hann kom nokku? seint — hún orðin ergileg og segist ekki þola gullfiska Osobík (til vinstri) leikur Kolja og Galína Polskíkh Tönju ; þessari ljóðrænu frásögn um þessa merkilgu daga þegar við erum hvorki börn né fullorðin. Hvað eigum við þá að gera •ið hann, spyr hann, — steikja hann?“ „Já“, hrópar hún hin borubrattasta og þó með tárin i augunum. „Steikjum hann bara! Frænf" deiktu hann!“ Og svona er brugðið upi hverri myndinni af annarr af því, hve það er skrýtið að vera hvorki barn né full- orðinn — sýndar þessar furðulegu kenjar, tilfinningar og viðbrögð sem maður skil- ur sízt sjálfur. Stundum jafnvel eins og Hamsun gamla bregði fyrir í nýrri bók. Leikstjórinn Karasik er framúrskarandi vandvirkur. Þess fíngerði vefur tilveru og tilfinninga á þessu aldurs- skeiði leikur í höndum hans Og leikaramir standa sig með afbrigðum vel og eru þó flestir bráðungir. Eftir að hafa séð þessa mynd finnst okkur einkar rökrétt að Villihundurinn Dingo (það er reyndar Tanja sjálf sem svo er kölluð) fékk Gullljón heilags Markúsar, en það er I. verðlaun, sem bezta kvikmynd fyrir böm og nglinga á kvikmyndahátíð- nni síðast liðið sumar í Fen- 'yjum. Magnús Jónsson,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.