Þjóðviljinn - 16.12.1962, Blaðsíða 12
ÍFrægur sovézkur píanó-
isniilingur heldur þrenna
Ihljómleika hér
Klukkan hálítíu í gærmorg-
un settist Loftleiðavél frá
New York á Reykjavíkurflug-
velli og út stigu þau Vladimír
Asjkenazí og kona hans Þór-
unn Jóhannsdóttir. Þessi á-
gæti píanisti var kominn til
íslands eftir að hafa sigrað
heiminn.
Eins og vonlegt var spurðu
menn einna fyrst að þvi,
hvað þau gætu verið lengi á
landinu. Þau bjuggust við því,
að það yrði svo sem vika. Það
hafði fyrir löngu verið ákveð-
ið að þau færu til London að
lokinni Amerikureisunni, —
ekki til hljómleikahalds held-
ur til að heimsækja fjöl-
skyldu Þórunnar. Og þau ætla
sér að vera komin til Moskvu
á gamlárskvöld.
Pétur Pétursson, forstöðu-
maður Skemmtikrafta, en á
hans vegum er þessi för gerð,
lýsti ánægju sinni yfir komu
þeirra hjóna, íslenzkir hefðu
lengi borið góðan þokka til
Þórunnar, og ekki væri þeim
síður ánægja að því að kynn-
ast svo ágætum manni henn-
ar. Vladímír Asjkenazí kvað
af og frá að nokkur gæti haft
meiri ánægju af þessari ferð
en hann sjálfur. Hann hafði
augsjáanlega gaman af því
hve vel íslendingar þekktu
Þórunni: það var hringt til
þeirra á hótelherbergi í
Bandaríkjunum — íslenzk
rödd í símanum spyr: Er það
Þórunn litla? . .
Við spurðum: hvenær feng-
uð þið að vita af því að þessi
íslandsferð yrði farin? Það
mun hafa verið 11. eða 12.
desember, við vorum þá stödd
í Portland á Kyrrahafsströnd-
inni, sagði Asjkenazí, áður
héldum við að við myndum
fara beint til London. Hvort
Þórunn hafi ekki hoppað af
kæti? Asjkenazí brosir auð-
vitað að slíkri spurningu.
Það var spurt um hljóm-
leikaferðina til1 Bandaríkj-
anna. Þau tíðindi hafa borizt
til Islands að þú sért eins vin-
sæll í Bandaríkjunum og Van
Cliburn í Sovét. Hittirðu
hann í ferðinni?
Nei, það gat varla heitið.
Við töluðum saman fimm
Vladímír og Þórunn Asjkenazl nýstigin úr flugvélinni. Þau hefðu átt skilið að koma hingað
um sumar . . . (Ljósm. Þjóðv. A. K.).
mfnútur á flugstöð; hann var
að fara í eina átt, ég í aðra.
En ég hitti marga ágæta
músíkanta aðra: Horowitz,
Heifetz og fleiri. Við fórum
um öll Bandaríkin, vorum í
Texas, Kalifomíu, einnig
komum við til Kanada. Jú,
þetta var erfitt ferðalag — ég
hélt 22 konserta; en það var
bráðskemmtilegt.
Asjkenazí mun halda þrjá
konserta hér. Á efnisskránni
verða sömu verk og hann lék
í Bandaríkjaförinni, því mið-
ur sagði hann er ekki tími til
að undirbúa nýtt prógram.
Á fyrstu tónleikunum, sem
verða haldnir í Þjóðleikhús-
inu á morgun, leikur hann
D-dúr sónötu Mozarts, sjöttu
sónötu Prokoféfs, 12 etýður
op. 25 eftir Chopin. Síðar
mun hann leika í Háskólabíói
sinfónískar etýður Schumans,
b-dúr sónötu Mozarts, Mef-
isto-vals Liszts og einnig verk
eftir Ravel og Ovtsjínnikof,
ungt rússnekt tónskáld sem
Asjkenazí telur sjálfur ein-
hvem efnilegasta tónsmið
lands síns.
Hvort þau ætluðu að skoða
sig eitthvað um héma? Það
var ekki gott að vita, tíminn
er naumur. Ekki svo að skilja
að góðan vilja skorti; Þórunn
vildi helzt setjast upp í vöru-
bíl og brana norður á land . .
Vladímír Asjkenazí er
fæddur í Moskvu 1935. Hann
settist fyrst við hljóðfærið
fimm ára gamall, en árið 1945
fékk hann inngöngu í Músík-
skóla Tónlistarháskólans í
Moskvu og lauk þaðan prófi
1955. En er hann var í næst-
síðasta bekk gerðust þau tíð-
indi að hann var ásamt sex
öðrum ungum píanistum val-
inn til að vera fulltrúi lands
síns á Chopinkeppninni í Var-
sjá og vann hann þá sinn
fyrsta stórsigur: hlaut önur
verðlaun. 1955 hóf hann nám
við músíkháskólann í Moskvu
og lauk þaðan prófi árið 1960;
kennari hans var prófessor
Léf Oborín. Árið 1956 vann
hann fyrstu verðlaun í sam-
keppni Elisabetar Belgíu-
drottningar í Bruxelles. Nú
í ár hlaut Vladímír Asjkenazi
ásamt enska píanóleikaranum
Ogdon fyrstu verðlaun í sam-
keppni píanista sem kennd er
við Tsjækofskí.
Asjkenazí hefur ekki haldið
kyrru fyrir: hann hefur hald-
ið hljómleika í Þýzkalandi,
Júgóslavíu, Englandi, og nú
síðast um Bandaríkin en
þangað hafði hann komið áð-
ur 1958. Hann er nú jafnan
talinn í röð fremstu píanóleik-
ara heimsins.
Vladímír Asjkenazí kynntist
Þóranni Jóhannsdóttur árið
1958 er fyrsta Tsjækofskísam-
keppnin var haldin í Moskvu.
Tveim árum síðar kom Þór-
unn aftur til Moskvu til
framhaldsnáms hjá Oborín.
Þau giftust í febrúar 1961 og
eiga einn son. I viðtali við
Þjóðviljann í sumar sagði
Asjkenazí að hann myndi
með mikilli ánægju leika fyr-
ir Islendinga — og nú verður
þetta égæta loforð efnt. Á.B.
!
Halldór Stefánsson spurður
I dag, sunnudag, klukkan
fjögur verður efnt til bók-
menntakynningar x Snorrasal:
kynnt verða verk Halldórs
Stefánsson — en hann varð
sjötugur fyrir skömmu, og
hefur engu að síður sent frá
sér nýtt safn smásagna,
Blakkar ránir, sem kom út í
afmælisútgáfu Máls og menn-
ingar nú á dögunum. Mermta-
skólanemendur kynna skáld-
ið; þeir flytja erindi um hann,
lesa upp úr verkum hans og
einnig mun Halldór sjálfur
lesa upp úr nýjustu bók sinni.
Blakkar ránir.
Allt era þetta góð tíðindi,
og fullgilt tilefni til að ónáða
Halldór sjálfan með einhverri
hæfilegri forvitni.
Ég bað hann um stutt við-
tal. Ég get víst ekkert sagt
þér, blessaður vertu, svarar
hann.
Ég lofaði að haga mér vel
og skikkanlega. Og spurði
hvort Halldór gæti ekki sagt
tíðinda
lítillega frá tilorðningu smá-
sagna sinna, hvort einhverjar
þeirra hefðu ekki orðið til
með nokkuð sögulegum hætti.
Þetta fannst Halldóri held-
ur vond spurning sem eðlilegt
var. Ég ætti, sagði hann, erf-
itt með að gera grein fyrir
því hvernig saga varð til,
jafnvel þótt ég hefði nýlokið
við hana. Jú, ég er ekki frá
því að stundum gerast ýmsir
þeir atburðir í mannlífi og
þjóðlífi sem eru sá neisti sem
seinna verður að sögu. En
síðan getur liðið langur tími
meðan þetta er að brjótast í
þér. Og síðan tekur við sjálf
vinnan að sögunni, löng vinna
og erfið. Tíminn sem líður,
vinnan sem unnin er — allt
verður til þess að ótalmargir
nýir hlutir skjóta upp kollin-
um og fella oft það sem upp-
haflega hratt sögunni af stað.
Halldór vildi auðvitað ekki
taka annað fram um Blakkar
'únir en að þetta væra sögur
skrifaðar á síðasta áratug.
Og hvað ég sé að gera núna?
Jú, sagði hann, ég skrifa,
þetta er orðið vani. En ég get
engu lofað um það hvað úr
þessu verður.
Nei, Halldór vildi sem
minnst tala um sjálfan sig og
bækur sínar. Hinsvegar vildi
hann gjama tala um aðrar
bækur og aðra menn. Um út-
gáfustarfsemi á Islandi og um
leikritagerð hjá Frökkum,
Ameríkönum og Rússum.
Þannig sneri Halldór á blaða-
manninn og gerði það svo
stillt og rólega að hann tók
ekki eftir því sjálfur.
Hitt er svo annað mál að
það er vitanlega til miklu
betri leið til að kynnast Hall-
dóri Stefánssyni en eiga við
Iialldór Stefánsson
hann blaðaviðtal. Þessvegna
fyrirgefum við honum líka
allar syndir gagnvart okkar
stétt. Á.B.
Jólatrésskemmtun
veiður 3. jóladag kl. 3 í Iðnó. — Aðgöngumiðai
í Tjainargötu 20 fiá og með þriðjudeginum 18.
desember.
Sósíalistafélag Reykjavíkui.
Hryssan kastaði á
hátíðlegri stund
Reykhólahreppi 5/12. — Svo bar
til hér á Reykjanesi hinn 1.
desember síðastliðinn, að bónd-
inn á Skerðingsstöðum fór að
draga undan hestunum.
Þetta skeði nákvæmlega í hinn
sama mund og borgarstjórinn i
Reykjavík, herra hermangshluta-
bréfaeigandi Geir Hallgrímsson,
kom fyrir hljóðnema Ríkisút-
varpsins í hátíðasal Háskóla Is-
lands, hvar hann lýsti því fyrir
alþjóð, hvílík ógn hann taldi, að
peninga „lýðræðis“-viðreisn
þeirra sjálfstæðismanna almennt
stafaði af stjómmálasamtökum
róttækrar alþýðu í landinu —
og hans eigin hlutabréfum, og
atkvæðisrétti þeirra þó alveg
sérstaklega.
En þegar bóndinn kom í hag-
ann varð ekkert fjær huga hans
en hlutabréf eða heimskomm-
únismi, því þar fann hann 23
ára gamla hryssu. sem hann á,
alveg nýkastaða. Hryssa þessi
kastaði næst þar áður vorið 1961
og gekk folaldið undir síðastlið-
inn vetur. Folaldið unga er und-
an veturgömlum fola.
Enginn maður hafði grun um.
að svona væri ástatt fyrir hryss-
unni.
Litla hryssan nýfædda var
lánsöm að finnast þennan dag,
því um nóttina gerði vonzku-
kafaldsbyl. — JJJ.
Hugíeiðing
í stað messu
I dag kl. 2 e.h. verður hald-
in helgistund í Neskirkju. Barna-
kór úr Melaskóla syngur jóla-
söngva undir stjórn Daníels Jón-
assonar söngkennara og tveir
ungir piltar úr Hagaskóla leika
saman á orgel og trompet. Loks
verður almennur safnaðarsöngur
og sungnir jólasálmar með að-
stoð kirkjukórsins. Ennfremur
lesa leikmenn úr ritningunni og
flutt verður jólahugleiðing.
1 GÆR urðu allmargir árekstr-
ar, enda umferð mikil síðara
hluta dagsins, en engin slys urðu
á mönnum.
Deilda-
keppnin
9. deild: Kleppsholt 55%.
15. deild: Selás og Smálönd.
53%.
5. deild: Norðuimýx-i 51%.
1. deild: Vesturbær 46%,
7. deild: Rauðarárholt 40%.
8. deild a: Teigarnir 40%.
10. deild b: Vogamir 40%.
3. deild: Skerjafjörður og
Grímsstaðaholt 38%.
13. deild: Þingholtin 38%.
4. deild a: Þingholtin 37%.
14. deild: Herskálakampur
37%.
4. deild b: Skuggahverfi
36%.
11. deild: Smáíbúðahverfi,
vestanmegin 32%.
10. deild a: Heimamir 31%.
2. deild: Melamir, Skjólin
og Seltjamarnes 29%.
6. deild: Hlíðamar 29%.
8. deild b: Lækimir 26%.
12. deild: Sogamýrin og
Gerðin 18%.
Hvað er athyglisvert við
skrána í dag. Kleppsholtið
rýkur upp í fyrsta sæti úr
fjórða sæti og er það vel
af sér vikið og hafa þeir
félagar verið í ágætri sókn
þessa daga. Vrlamir hoppa
í 7. sæti úr 10. sæti og
voru fyrir nokkram dögum
í þrettánda sæti. Þeirstefna
greinilega á toppinn. Þá
hefur Rauðarárholtið farið
í 5. sæti úr 8. sæti og
Blesugrófin í 9. sæti úr 11.
sæti.
Allsstaðar var þakkarverð
hreyfing í bænum. En óð-
um líður að lokadegi og
herðum sókiýna þessa síð-
ustu daga. Minnumst kjör-
orðsins. Skilum aðeins pen-
ingum, engum miðum.
Skipver|i á Gullfossi
|áfar smygl á viSfœkfum
Þegar GuIIfoss kom (iil Reykja-
víkur sl. mánudag hófst rann-
sókn í smyglmáli, er upp kom
við næst síðustu komu skipsins
hingað þann 18. nóvember sl.,
en við tollleit í skipinu þá fund-
ust 40 transistorviðtæki falin
undlir rúmi í klefum skipverja.
Rannsóknarlögreglan fékk máí
þetta ekki til meðferðar fyrr en
eftir að Gullfoss var farinn aft-
ur til útlanda og gat rannsókn
því ekki hafizt fyrr en nú. Einn
skipverja játaði á sig að vera
eigandi að öllum tækjunum og
hann hefði keypt þau í Hamborg
á sem svarar 800 kr. íslenzkar
hvert tæki eða fyrir samtals 32
þúsund krónur.
Málið mun nú fara til dóms.
Beinið viðskiptum ykkur uð öðru jöfnu tii þeirn sem uuglýss í Þjóðviljunum