Þjóðviljinn - 16.12.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.12.1962, Blaðsíða 1
 ■ .- ' -i A-'' '■ S S mmmmmmmmmmm :W;:x- Sunnudagur 16. desember 1962 — 27. árgangur — 276. tölublað Lífskjarabót Gylfa í janúar 1959 var almennt kaup Dagsbrúnarverkamanna kr. 23.86 á klukkustund. Þá kostaði einn lítri af flösku- mjólk kr. 3.40. Dagsbrúnar- verkamaður var þannig — .. 9 mínútur að vinna sér fyrir 9 mjólkurpottinum. * Nú er almennt kaup Dags- brúnarmanns kr. 24.40 á klst. Lítrinn af flöskumjólk kostar nú kr. 4.85, og til þess að kaupa sér einn lítra þarf verkamaður nú að vinna í tæpar 12 mínútur. Lífskjarabót Gylfa Þ. Gísla- sonar er fólgin í því að Dags- brúnarverkamaður þarf að vinna 3 mínútur lengur fyrir mjólkurpottinum.____________b “rA - Landliðshneykslið aistaðar fordæmt Menn Jóns Sigurðssonar og 1- haldsþingmannsins Péturs Sig- urðssonar í hinu sjö hundruð manna landliði í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur fara nú hamförum til að reyna enn að tryggja sér yfir- ráðin í þessu stærsta félagi ís- lenzkra sjómanna, og svipta með því að miklu leyti starfandi sjó- menn áhrifum í stéttarfélagi sínu. Þetta landliðshneyksli er al- staðar fordæmt og á sér enga réttlætingu. Það er athyglisvert að Sjómannafélag Hafnarfjarðar hefur nú fyrir þremur árum gert hreint fyrir sínum dyrum, samþykkti þá í Iög sín fasta reglu um félags- réttindin, reglu sem er svo rúm að enginn þarf undan henni að kvarta, en tryggir hins vegar að Sjómannafélag Hafnarfjarðar sé á hverjum tíma félag starf- andi sjómanna. Lagagreinin, sem Sjómannafé- lag Hafnarfjarðar samþykkti fyr- ii þremur árum er þannig: „Atkvæðisréttar og kjörgengis njóta allir skuldlausir félags- menn, sem unnið hafa á sjó eða við beitingu tvo mánuði eða lengur árið sem atkvæðagreiðsia fer fram eða árið áður. Stjómar- meðlimur heldur þó fullum rétt- indum þótt hann fari ekki til sjós“. Þessi regla snertir ekki rétt manna til að vera aukafélagar, o morgun Á morgun verður dregiö um fjórða aukavinning í Skyndihapp- drætti Þjóðviljans og er það Veritas saumavél hinn eigulegasti gripur fyrir húsmæður. Aðeins dregið úr seldum miðum. 1 dag er skrifstofa happdrættisáns opin frá kl. 2 til 7 og tekið þar á móti skilum. Einnig eru þar líka til reiðu deildarskrár fyrir félaga, sem vinna í dcildunum yfir helgina. Aukið vinnlngsmögu- leika yðar með því að gera skil strax. OPIÐ Á ÞÓRSGÖTU 1 FRÁ KLUKKAN 2 TIL 7 ef þeir æskja þess, en tryggir hitt, að starfandi sjómenn séu á hverjum tíma þeir sem taka á- kvarðanirnar í félagi sínu og ráða stjórn þess. Með þessu er ekki haggað rétti nokkurs manns, en því afstýrt að sístækkandi landlið geti hreiðrað um sig, í félaginu, sett starfandi sjó- mönnum stólinn fyrir dyrnar og tekið að ráðska með félagið, stjórn þess og ákvarðanir eins og landmenn ættu að hafa þar öll völd. Starfandi sjómenn ættu að nota vel það tækifæri sem nú býðst við stjórnarkosningu í Sjómannafélagi Reykjavíkur tíl að heimta félag sitt úr höndum hins sjö hundruð manna land- liðs. En til þess má enginn liggja á liði sínu. Kosið er á skrif- stofu Sjómannafélagsins í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu, kl. 3—6 alla virka daga, nema kl. 10—12 á laugardögum. Listi starfandi sjómanna er B-Iistl. iola dog í dag kl. 16 verður kveikt norska jólatrénu á Austurvelli, sem Oslóborg hefur sent Reykja- vílc að gjöf. Ambassador Norðmanna á ís- landi, hr. Jóhann Cappelen mun afhenda tréð en Geir Hallgríms- son borgarstjóri veita því við- töku fyrir hönd borgarbúa. Lúðrasveit Reykjavíkur mun leika ef veður leyfir og Dóm- kórinn syngja undir stjóm dr. Páls Isólfssonar. Ungfrú Astrid Cappelen mun kveikja á trénu. Auk trésins á Austurvelli hef- ur Reykjavíkurborg borizt ann- að tré frá Noregi. Er það 8 m h'átt tré, sem komið hefur verið fyrir á Hlemmi. Það er gjöf frá Sogne kommune. Svíþjóð-Danmörk 15:15 1 fyrrakvöld fór fram í Stokk- hólmi landsleikur í hand- knattleik milli Svíþjóðar og Dan- merkur. Jafntefli varð — 15:15. Komu i gær Þórunn Jóhannsdóttir. Hún kom fyrst til Moskvu 1958 og þegar útvarpið átti við hana stutt viðtal um nýafstaðna samkeppni tónlistarmanna mundi hún einhvemveginn ekki eftir öðram en Asjkenazi . . . Vladímír Asjkenazí. 1 sumar sagði hann, að hann myndi með mikilli ánægju leika fyrir íslcndinga. Og nú verður þetta ágæta loforð efnt. — (Ljósm. Þjóðv. A. K. tók myndimar við komu þeirra hjóna til Reykjavíkur í gærmorgun). Sjá vliðtal á síðu 12. Ágæt síldveiði var á föstudags- kvöldið. Þá fengu margir bá- ar ágæt köst I Kolluál og Jök- uldýpi, en um nóttina versnaði veðrið og var ekki hægt að at- hafna slg við veiðamar. Alls fengru 59 skip veiði, samtals 37500 tunnur. Þjóðviljanum er kuimugt um afla þessara skipa: Til Reykja- víkur komu: Steinunn 700, Hall- dór Jónsson 1100, Sigurður Bjamason 150, Ólafur Bekkur 400, Sæfari BA 250, Hannes lóðs 650, Helga 600, Þráinn 250, Guð- mundur Þóröarson 1000, Hafrún 1700, Helgi Flóventsson 1800, Sólrún 1400, Jón á Stapa 250, Amkell 800, Pétur Sigurðsson 100, Víðir SU 750, Seley 200, Runólfur 500, Skarðsvík 1200, Akraborg 400, Reynir VE 650, Súlan 100, Stapafell 1100, Sse- úlfur 600, Gjafar 1050, Hafþór 150, Guðbjörg 450, Ólafur Magn- ússon EA 200, Ásgeir 100. Til Keflavíkur komu: Jón Guð- mundsson 500, Ingiber Ólafsson 1100, Guðfinnur 550, Vonin 16—1700, Jónas Jónasson 500, Eldey 800, Bergvík 650, Ámi Geir 850, Hilmir 750, Þórkatla 6—700. Jón Oddson 6—700, Hrafn Svein- bjamanson 200. Til Akraness komu: Skímír 1200, Sveinn Guðmundsson 650, Anna 400, Náttfari 400, Harald- ur 200 og Heimaskagi 200. Dagsbrónar- fundur á þríðjudag ★ Verkamannafélagið Dagsbrún heldur fund í Iðnó nJk. þriðjudagskvöld kl. 8.30. ★ Á dagskrá verða ýms félags- mál og samningamálin. ★ Mikilvægt er að Dagsbrúnar- menn fjölmenni á fundinn. Fengu leyfi til að selja jólatré Borgarráð samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag leyfi til handa þrem aðilum til þess að selja jólatré á eftirtöldum stöð- um: Við AUsturver: E. B. Malm- quist. Á horni Langholtsvegar og Álfheima: Blómaverzlunin Dögg. Við efra hlið Fossvogs- kirkjugarðs: Magnea HjáJmais- dóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.