Þjóðviljinn - 18.12.1962, Blaðsíða 4
4 SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
Þriðjudagur 18. desembér 1962
SNJALLT LISTAVERK
JÓLAGJÖF
I þessari bók, hlns afburða skemmtilega skopsagnahöfundar Willy Breinholst, hef-
ur snilld hans og félaga hans Léon, sem teiknar skopmyndirnar, slíka yfirburði
að allir munu hlæja og hlæja hverju sinni, sem þeir opna þessa bók, eða
hugsa til hennar.
FRÓÐI
Útgerðarmenn!
Skipstjórar!
BÁTALÓN H.F.
Hafnarfirði — sími 50520.
FH gjörsigraði Þrótt 34:13
Hafnfirðingarnir eru eins og
undanfarin ár í mjög góðri æf-
ingu, og eiga eftir að verða
enn betri er líða tekur á mótið.
Þeir eiga eftir að „bursta" all-
flest félögin hér í borg og er
Full taska af sælgæti kr. 25,00.
Látið innlendar bátasmíða-
stöðvar smíða fiskibáta yð-
ar. Reynslan hefur sýnt
að bátar smíðaðir innan-
lands eru fyllilega sam-
bærilegir við erlenda báta.
Getum smíðað inni I húsi alar stærðir og gerðir af bátum úr eik og furu, frá litlum op
um bátum upp í 150 rúmlesta þilfarsskip.
Þaulvanir fagmenn.
Leitið tilboða hjá os
íslandsmótið í handknattleik hafið
Víkingur sigraði
Ísianésmeistarma
Sigurhorfur
hjá Everton
Brezka knattspymuliðið „Ev-
erton“ í Liverpool jók um helg-
ina líkurnar fyrir sigri sínum
í 1. deild brezku deildakeppn-
innar, og þar með þátttöku í
Evrópubikarkeppni liða á
næsta ári. Everton sigraði
Bumley með 3:0 og hefur þá
fengið 33 stig, sem er 3 stig-
um meira en næsta lið Totten-
ham. Buraley hefur nú 29 stig.
Rúmlega 48 þús. manns sáu
leikinn, en þetta var 29. leik-
urinn í röð sem Everton vinnur
á heimavelli.
Sigurganga Evertons kemur
ekki á óvart. Liðið hefur á síð-
asta ári keypt marga úrvals
leikmenn fyrir mikið fé. Meðal
almennings er Everton oft kall-
að „The Bank of England“
vegna hinna dýru kaupa und-
anfarið.
„Fulham" sigraði Leicester,
en er eftir sem áður í næst-
neðsta sæti með 15 stig. „Ip-
swich“ hefur 16 stig, og eru
bæði þessi lið talin í fallhættu.
NEW YORK 16/12 — Þau
furðulegu tíðindi gerðust í
hnefaleikakeppni í nótt, að létt-
þungaviktar-hnefaleikarinn —
Doug Jones sigraði Zora Folley
með rothöggi í sjöundu lotu f
tíu-lota keppni. Folley er þriðji
maður á lista Alþjóða-hnefa-
leikasambandsins sem áskor-
andi á heimsmeistarann f
þungavikt.
Gunnlaugur Hjálmarsson IR skaut hörkuskoti að KR-markinu.
Boltinn fór í þverslá og síðan í netið, og þar með var fyrsta
mark 24. Islandsmótslns skorað. Strákarnir stara höggdofa á
þessa tilkomumiklu sjón.
Handknattleiksmeistaramót íslands 1963, hið
24. í röðinni, hófst s.l. sunnudag kl. 14.00 á Há-
logalandi. Með móti þessu verður sú merka nýj-
ung tekin upp, að leika tvær umferðir í meist-
araflokki karla í I. deild.
mjög líklegt að mót þetta verði
ein sigurganga fyrir þá. Þó veit
maður eldrei hvað fyrir kann
að koma, en þau eru afar fó
liðin sem geta ógnað þeim.
Fyrri hálfleikur var leikinn
á hálfri ferð af báðum liðum
og fyrst í stað var leikurinn
fremur jafn, 1:1, 2:2, 3:3 en
þá fóru Hafnfirðingar af stað
og breyttu í 6:3 og litlu síð-
ar í 10:4. I leikhléi var staðan
12:6.
1 síðari , hálfleik keyrðu
Hafnfirðingar á fullu og settu
22 mörk gegn 6. Aftur og aftur
komust þeir einir upp og skor-
uðu án þess að Þróttarar fengju
rönd við reist.
Flest mörkin fyrir FH setti
Ragnar og Birgir níu mörk
hvor. Fyrir Þrótt Helgi fjögur
mörk.
Vikið var af leikvelli í tvær
mínútur fyrir gróf leikbrot:
Helgi Ámason Þrótti, Axel
Axelsson Þrótti, Haukur Þor-
valdsson Þrótti, Auðun Óskars-
son FH, Birgir Bjömsson FH.
Dómari var Hannes Þ. Sig-
urðsson. H.B.
Leikur dagsins var á milli
Fram og Víkings
Víkingarnir komu talsvert á
óvart með hinum mjög svo
góða sigri sínum yfir Fram,
en þeir sigruðu með 26 mörk-
um gegn 21. Allan leikinn til
enda réðu þeir gangi hans
og höfðu ávallt forustuna með
allt að sjö mörkum yfir. Þeir
léku mjög yfirvegað og vönd-
uðu hverja sendingu til hins
ýtrasta enda varð þeim vel
ágengt í baráttunni við hina
harðsnúnu Framara.
Það var Pétur Bjannason
sem setti fyrsta markið en
Guðjón Jónsson jafnaði fyrir
Fram. Pétur nær aftur for-
ustunni fyrir Víking 2-1 og
bróðir hans Bjöm bætir við
3-1. Víkingar tryggðu sér síð-
an örugga forustu eins og þess-
ar tölur bera með sér. 5-2,
8-3, 12-5 og í leikhléi var
staðan 13-7.
Síðari hálfleikur var aftur á
móti jafnari en þar höfðu
Framarar einu marki betur.
Ekki tókst þeim þó að nálgast
markatölu Víkings neitt sem
nam, þrátt fyrir ýmsar góðar
tilraunir m.a. „maður á mann“.
Víkingamir voru þetta 4-7
mörk yfir og ógnuðu Framar-
arnir aldrei neitt að ráði.
Mesta athygli í liði Víkings
vöktu þeir, Helgi Guðmunds-
son markvörður og nýliðinn
Þórarinn Ólafsson sem setti sjö
mörk. Verður það mikill skaði
fyrir Víking að hann getur ekki
leikið mikið með liðinu næstu
mánuðina vegna atvinnu sinn-
ar, en hann er sjómaður.
Vikið var af leikvelli í tvær
mínútur fyrir gróf brot: Hilm-
ar Ólafsson Fram, Björn Krist-
jánsson Víking og Rósmundur
Jónsson Víking (tvívegis).
Dómari var Gunnlaugur
Hjálmarsson.
Enn lifir í gömlum glæðum
— KR vann IR 35—29
KR-ingum tókst að sýna á-
gætan leik enda voru þeir Karl
Jóhannsson og Reynir Ólafsson
í miklu „stuði“.
ÍR-ingar eiga líka sínar
stjömur, þá Gunnlaug. Her-
mann og Matthías Ásgeirsson
hefur gengið í lið þeirra að
nýju. En vamarleikur IR var
í svo miklum molum, að KR-
ingar gátu gengið sig í gegnum
vömina og fengu skorað marg-
sinnis mjög ódýrt enda er mark-
varzla iR-inga fremur slæm.
Gunnlaugur Hjálmarsson setti
fyrsta markið en því svaraði
Karl Jóhannsson með 3 mörk-
um í röð. ÍR-ingum tekst þó að
jafna bilið í 4:4 en eftir það var
forusta KR-in-ga óslitin. 1 leik-
hléi var staðan 18:13 KR £ vil.
Síðari hálfleikur var aftur á'
móti jafnari en KR-ingar höfðu
þó einu marki betur (17:16.
Flest mörk fyrir KR settu
þeir Karl 11 og Reynir 10. Fyrir
IR Gunnlaugur 10, Hermann 8
og Matthías 7. Vikið af leik-
velli í 3 mínútur fyrir gróf
leikbrot; Reynir Ólafsson KR,
Kárl Jóhannsson KR Herbert
Haraldsson KR. Gylfi Hjálm-
arsson IR, Hermann Samúels-
son IR. — Magnús Pétursson
dæmdi leikinn.
Bótagreiðslur almannatrygginga
í Reykjavík
Til þess að greiða fyrir bótagreiðslum verCfcir afgreiðsla
Tryggingastofnunarinnar opin til kl. 6 síðdegis í dag,
þriðjudaginn 18. desember.
Greiddar verða allar tegundir bóta.
TRYGGINGASTOFNUN RlKISINS.