Þjóðviljinn - 23.12.1962, Side 8

Þjóðviljinn - 23.12.1962, Side 8
8. SÍÐA ÞJOÐVTT /JfNN Sunnudagur 23. desember 1962 ÞJÖÐLEIKHÚSIÐ: Dýrin í Hálsaskógi, Bessi Bjarnason í hlut- verki Mikka refs og Baldvin Halldórsson í hlutverki Marteins. STJÖRNUBÍÓ: Kazim — breáötjaldsmynd í Iitum. % mmampm mm * ' jjpwa * 1* á - » dm ááml. ’ . ,*■ fíwmm ............ ■ i fMil sxswwwEfTOv.-• <• •••* v ' -"í -■ -■'■'■ ■'. . ■ illiiliia Sk - ' ' , ,, '\ -■ ■::■■: '' TJARNARBÆR: Furðulegar kúnstir í fögru, skrautlegu og sérkennilegu umhverfi. Jólamyndir kvikmyndahúsanna í Reykja- vík og Hafnarfirði eru langflestar af létt- ara taginu að þeasu sinni: skrautlegar gamanmyndir og grínmyndir og ævintýra- myndir o.s.frv. — Það þýðir ekki að bjóða mönnum upp á annað um þessa hátíð, segja stjórnendur bíóanna, og sumir bæta við: En um áramótin er ætlunin að hafa nýársmyndina veigameiri. Að venju verð- ur getið hér á síðunni í örstuttu máli kvikmyndanna, sem bíóin hefja sýningar á annan jóladag, og sagt frá leiksýning- um þann dag. Jólasyníngar leik- og kvikmyndahúsa Þjóðleikhúsið Á annan í jólum frumsýnir Þjóðleikhúsið hið stórbrotna leikrit „Pétur Gaut“ eftir Hinrik Ibsen. Æfingar á leiknum hafa staðið yfir í langan tíima, en þetta er í fyrsta sinn, sem leikurinn er settur í heild á svið hér á landi. Fyrri hluti ieiksins var sýndur af Leikfélagi Reykja- víkur fyrir 19 árum. Leikstjóri er Gerda Ring, einn aðalleikstjóri við norska þjóðleikhúsið. Hljómlist Ed- vards Griegs verður flutt með leiknum, en hljómsveitinni er stjórnað af Páli Pampichler Pálssyni. Gunnar Eyjólfsson leikur aðalhlutverkið Pétur Gaut, Arndís Björnsdóttir leikur Ásu. Margrét Guðmundsdóttir Sólveigu, Jón Sigurbjömsson Dofra konunginn, Herdís Þor- valdsdóttir þá grænklæddu, en auk þess koma fram um 40 leikarar í leiknum auk margra aukaleikara. Leiktjöldin eru gerð af Lárusi Ingólfssyni. Jólasýning barnanna í Þjóð- leikhúsinu verður kl. 3 síð- degis á þriðja í jólum og þá sýnt leikrit Thorbjöms Egn- ers „Dýrin í Hálsaskógi” sem leikhúsið hefur sýnt að und- anfömu við mikla aðsókn og hrifningu yngstu leikhúsgest- anna. Síðasta sýning leikrits- ins á þessu ári verður svo sunnudaginn 30. desember. Stjörnubíó Austurlenzkur ævintýrablær er að nokkru yfir jólamynd- inni í Stjörnubíói. Hún er ensk-amerísk, nefnd Kazim og fjallar um baráttu við ræn- ingja- og ribbaldaflokka á Vestur-Indlandi á þeim tíma er þar voru brezkar herstöðv- ar. Aðalhlutverkið, ættarhöfð- ingjann Kazim, leikur Victor Mature, en aðrir helztu leik- endur eru Anne Aubrey, An- thony Newley og Norman Wooland. Á barnasýningu kl. 3 á annan í jólum sýnir Stjörnu- bíó myndasyrpu, teiknimynd- ir og stuttar gamanmyndir. Nýja bíó Jólamynd Nýja bíós í ár verður Tryggðarvinir frá 20th Century Fox, kvikmyndafé- laginu bandaríska. Mynd þessi ' gerist í Hollandi og Belgíu og segir frá fátækum sveita dreng, afa hans og hundi, sen þeir finna á fömum veg; Sagt er frá því hvernig si ósk drengsins að verða list málari rætist og hvernig hon um tekst að halda hundinum. þrátt fyrir að fyrri eigandi beitir öllum brögðum til að LAUGARÁSSBÍÓ: I leit að háum eiginmanni. ná honum aftur. Drengurinn er leikinn af David Ladd, en leikstjóri er James B. Clark. Hafnarbíó Velsæmið í voða er nafnið á bandarískri kvikmynd, sem Hafnarbíó byrjar að sýna á annan í jólum. Þau fyrirtæki sem fyrir gerð myndarinnar hafa staðið munu ekki ýkja þekkt, en hinsvegar fara fræg- ir leikendur með aðaihlut- verkin og skal þar fyrst telja Ginu Lollobrigidu, einnig Söndru Dee, Rock Hudson og Bobby Darin. Leikstjórinn heitir Robert Mulligan. Þetta er gamansöm mynd, þar sem einkum er sagt frá tveim ungum og fríðum kon- um og tveim ungum Amerík- önum; önnur þeirra er ítölsk og þá gefið hver hana leikur. Myndin gerist á Italíu og er í litum. 1 Kópavogsbíó Kópavogsbíó býður upp á jólamynd af léttasta tagi, það er bandarísku kvikmyndina Á grænni grein með hinum frægu grínleikurum og ærsla- belgjum Abbott og Costello. Þessi mynd er að einhverju leyti að minnsta kosti byggð á ævintýrinu um baunagras- ið sem allir kannast við og mörg spaugileg hliðarhopp tekin frá söguþræðinum. Risann í ævintýrinu:. og myndinni leikur Buddy nokk- ur Bear og ætlum við að þar sé kominn sami maðurinn og frægastur var fyrr á árum fyrir hnefaleika — og líkams- stærð. Kóngsdótturina leikur Shaye Cogan. Laugarássbíó Vormisserið er nýbyrjað I Custerháskóla. Próf. Osman er að sýna starfsbróður sínum skólann, Leó Sullivan, sem er nýkominn þangað. Þá ber svo við, að ung þokkadís á reið- hjóli álpast á þá, og þau steypast í bendu í götuna. Hún heitir Jané Ryder og hefur innritazt í skólann til þess að finna sér hávaxið mannsefni. Og hún hefur þeg- ar útvalið sér körfuboltahetju skólans, Ray Blent, sem þjálf- ar nú í óðaönn með flokki sínum til að keppa við rúss- neska körfuboltasveit. Jane gerir allt sem hún getur til að vekja athygli Rays á sér, lætur meðal annars sem hún hafi ódrepandi námsáhuga jafnt á eðlisfræði, efnafræði og siðfræði, og hún treður sér í þessum greinum í næsta sæti við Ray í tímum.... Þetta upphaf söguþráðarins, sem tekið er úr leikskránni, gefur til kynna hvers eðlis jólamyndin í Laugarásbíói sé; hún er bandarísk og heitir I leit að háum eiginmanni, aðalleikendur: Jane Fonda, Anthony Perkins og Ray Walston. Háskólabíó Háskólabíó byrjar að sýna á annan í jólum brezka mynd. Tiara Tahiti nefnist hún, æv- intýra- og ástamynd í litum er gerist að verulegu leyti á segir í pró- grammi. Þetta er litkvikmynd frá Rank og fara tveir frægir Igiþarar með aðalhlutverkin: John Mills leikur Clifford Southey, James Mason leikur Brett Aimsley, en báðir eru þeir uppgjafaherforingjar úr brezka hernum, ólíkir þó mjög að skapferli. Segir mynd- in frá skiptum þeirra í lok heimsstyrjaldarinnar og næstu árin á eftir, ástum o. fl. Aðal- kynbomban í kvikmyndinni er Rosenda Monteros, ung leikkona sem ekki hefur áður sézt á hvíta tjaldinu. Tónabíó Víðáttan mikla er nafnið á jólamyndinni í Tónabíói. Þetta er bandarísk kvikmynd og hefur hlotið mikla frægð og viðurkenningu erlendis, t. d. talin af kvikmyndagagn- rýnendum i Englandi bezta myndirj) sem sýnd var þar í landi árið 1959, enda munu yfir 10 milljónir manna hafa séð hana þar. Framleiðandi og leikstjóri er William Wyl- er kunnur kvikmyndagerðar- maður sem sent hefur frá sér ÞJÓÐLEIKHtíSIÐ: Atriði úr Pétri Gaut. Brúðarránið á Heggstað. Pétur Gautur ræhir Ing- unni úr hrúðkaupinu. ekki ástæða til að rekja, enda ■ Suðurhafseyjum,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.