Þjóðviljinn - 17.01.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 17.01.1963, Page 1
Fimmtudagur 17. janúar 1963 — 28. árgangur — 13. tölublað. Krústfoff í rœðu í Austur-B erlín: ttir við bræ Sésíaiistar, Kópavogi! Félagsfundur verður ha-ld- inn í Þinghóli í lcvöld, fimmtudag og hefsf kl. 20,30. Dagskrá: Reikningar féiagsins. Fréttir af flokks- þingi Önnur mál. Stjórnin. samninga við vesturveldi Stefán Ögmundsson, Eggert Þorbjarnarson. Sósíalisiafélag Reykjavíkus ^BERLÍN 16/1 — 1 margra klukkustunda ræðu, sem Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, flutti í dag á þingi Sameinaða sósíalistaflokksins austur- þýzka, lagði hann megináherzlu á að ágreiningur innan hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar yrði jafnaður og að deilumál stórveldanna yrðu leyst með samningum. Sósíaiistafélag Reykjavík- ur heldur fyrsta félags- fundinn á árinu í Tjarnar- götu 20 kl. 8,30 í kvöld, fimmtudaginn 17. janúar. Dagskrá fundarins verður þessi: 1. Verkalýðsmál. Framsögu hefur Stefán Ögmunds- son. 2 Þjóðviljinn og næstu vcrkcfni flokksins. Fram- söguntaðuv Eggert Þor- bjarnarson. 3, Önnur mál. Féiagar eru hvattir jil að fjölmenna og sýna skírteini við innganginn. Krústjoff leit í upphafi ræðu sinnar yfir farinn veg síðan októberbyltingin var gerð í Rúss- landi: 1 dag eru Sovétríkin stór- veldi sem fyrir löngu er komið fram úr öðrum Evrópuríkjum i efnahagsmálum og nálgast r.ú Bandaríkin, og stöðugt verða bar stórstígar framfarir í vísindum og tækni. Sovézku geimförin eru glöggt dæmi um það. Síaukin framleiðsla Krústjoff nefndi sem dæmi að a síðustu fjórum árum hefði iðn- aðarframleiðslan í Sovétríkjun- um aukizt um 45 prósent í stað 39 prósenta sem gert hefði ver- ið ráð fyrir í sjö ára áætlun- inni. Á síðustu tólf mánuðum hefði verið framleiddur meiri vamingur í Sovétríkjunum en á stðustu þrettán árunum fyrir stríðið. Það væri á hinn bóginn nauð- synlegt að taka jafnan tillit til breyttra aðstæðna og marxisiar yrðu að kunna að bregðast við nýjum vandamálum efnahags- lífsins sem upp kæmu. Framfarir í Austur- Þýzkalandi Hann lýsti ánægju sinni yfir því að svo virtist sem allt gengi nú betur í Austur-Þýzkalandi. Þar hefðu orðið miklar framfar- ii, þó að fjandmenn hins þýzka sósíalistíska rikis í Vestur-Þýzka- landi hefðu reynt að tefja fyr- ir þeim. Austur-Þýzkaland yrði öflugra með hverjum degi og því vonlausari yrðu fyrirætlan- ir þeirra afla í Vestur-Þýzka- landi sem enn dreymdi um að brjóta sósíalismann þar á bak aftur með hervaldi. Friðarsamningar Krústjoff ræddi því næst um Berlínarmálið. — Fljótt á litið kann svo að virðast sem ekkert hafi breytzt síðan við fyrir fjórum árum bárum fram kröf- una um friðarsamninga við þýzku ríkin og lausn Berlínar- málsins. Enn hafa engir friðar- samningar verið gerðir, en að- stæður hafa breytzt. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þess- um fjórum árum. Friðarsamn- ingar sem nú yrðu gerðir við þýzku ríkin myndu ekki vera öðrum í hag, en hinum í ó- hag. Sovétríkin leggja því tjl að undirritaður verði friðarsamn- ingur sem taki tillit til þeirra fcreytinga sem orðið hafa síðan I Síldveiði var engin í fyrrinótt og rúmar 3000 tunnur fengust nóttina áður, mest í Meðallands- bugt. Flotinn mun nú allur í höfn vegna veðurs. Sunnan og suðvestan stinnlngskaldi hefur verið á miðunum og spáð er áframhaldi á því. lorgarsfjórnar- fcindur kl. 5 í dag 1 dag kl. 5 síðdegis verður haldinn fundur í borgarstjórn Reykjavíkur. Á dagskrá fund- arins eru auk nokkurra fundar- gerða borgarráðs og nefnda tvær tillögur frá Guðmundi Vigfús- syni. önnur tillagan er um að fela stjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur að athuga mögu- leika á smíði skuttogara en hin tillagan fjallar um Húsatrygg- ingasjóð. I fulliini skrnði á kjörstað Það vakti allmikla athygli við Sjómannafélagskosningarnar í gær, að þangað kom til að kjósa alskrýddur sjóliðsforingi úr Landhelgisgæzlunni. Jón R, Eyj- ólfsson. Sjómenn. Munið að í dag er kosið frá kl. 10 til 12 f.h og 3—6 e.h. Dragið ekki að greiða B-listanum atkvæði ykkar og stuðlið með því að sigri hans og ykkar sjálfra Nikita Krústjoff. stríðinu lauk. í því sambandi benti Krústjoff á að Austur- Þýzkaland hefði nú þegar öðl- azt rétt til að verja landamæri sín og ráða eitt yfir aðflutn- ingsleiðum til Vestur-Berlínar. Hættu verði bægt frá Undirróðurs- og niðurrifsöflum i Austur-Þýzkalandi var stjórn- að frá Vestur-Berlín. En 13. á- gúst 1961 voru þau lokuð úti. Það var mikilvægasta skrefið t:l að tryggja landamæri Austur- Þýzkalands. öll ríki ættu að sjá hag sín- cm bezt borgið með því að bund- inn væri endi á það óeðlilega ástand sem enn ríkir í Vestur- Berlín og kallar stríðshættu yí- ir þjóðir Evrópu og alls heims- ins. Nazisminn veður uppi í Vestur-Þýzkalandi. 1 útvarpi og blöðum, í ræðu og riti, gera menn í Vestur-Þýzkalandi krof- ur til landa annarra ríkja. Þess- ir menn sem bezt væru geymd- ir á geðveikrahælum krefjast að fá í hendur kjarnorkuvopn og þeir loka augunum fyrir þeirri staðreynd að Vestur-Þýzkaland myndi eyðast í eldi á fyrsta and- artaki kjamorkustríðs. Framhald á 3 síðu Afríka 1961 Lionel Rogosin, höfundur kvikmyndarinnar nm Suður- Aíríku sem Kópavogsbíó sýnir um þessar mundir. Rogosin er Bandaríkjamaður og varð frægur fyrir mynd sína „On ihe Bowery“, sem fjallar um Iíf drykkjusjúklinganna i fátækrahverfi Ncw York borgar. Grein um Afríku-myndina er á 2. síðu . Sextugur maður barinn og rændur í Aðalstræti Um kl. 10,30 í fyrrakvöld var ráðizf á mann nálægt Adlonsjoppunni í Aðalstræfi 8. Maðurinn var barinn í göfuna og hlaut hann all mikinn áverka á augabrún og e.t.v. skemmdir á auga. Einnig var hann rændur peningaveski sinu með um 800 krónum í peningum í. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar í gær kom maður inn á Adlonsjoppuna í fyrrakvöld um kl. 10,30 og sér hann þá þar inni mann um sex- tugt, illa til reika og alblóðug- an, og tvo pilta. Báðu piltamir manninn að koma særða mann- inum á sly.savarðsto;funa og gerði hann það. en á leiðinni skýrði gamli maðurinn honum frá því, að hann hefði orðið fyrir árás. Á slysavarðstofunni var gert að sárum gamla mannsins. Reyndist hann hafa fengið djúp- an skurð á hægri augabrún og er beinið e.t.v. eitthvað skadd- að. Sjálft augað er sokkið í bólgu og hefur ekki enn verið hægt að rannsaka hvort sjáald- ur augans hefur skaddazt eða ekki. Samkvæmt frásögn gamla mannsins var hann nokkuð við skál og með vínflöslcu á sér, er hann varð fyrir árásinni. Hitti hann pilt í Aðalstræti sem bað 1 Dagsbrún . og 27. janúar Stjórnaikjör í Dagsbrún fer fram um aðra helgi, 26. og 27. janúar n.k. Tillögui uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs urn stjórn og aðra trúnað- armenn félagsins fyrir árið 1963 liggja frammi í skrifstofu félagsins frá og með deginum í dag, 17. janúar. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstoíu Dagsbrúnar fyrir kl. 6 e.h. á morgun, föstudaginn ,18. janúar. hann að gefa sér vín og gerði hann það. Þá bað pilturimi hann að gefa sér peninga en maðurinn neitaði og mun piltur- inn þá hafa slegið hann, líklega með flöskunni, og síðan rænt hann veskinu, en í því voru eins og fyrr segir um 800 krónur í peningum. í gærkvöld var árásarmaður- inn ófundinn og biður rannsókn- arlögreglan alla Þá, sem kynnu að geta gefið einhverjar upp- lýsingar um málið að gefa sig fram. SigurSur fékk ?0S5IÖ0 mörk í gær seldu 5 íslenzkir togarax ú Þýzkalandi og Bretlandi. Pétur Ilalldórsson í Kiel, 272.8 tonn af síld fyrir 162.582 mörk, Haukur seldi 74 tonn af síld í Bremerhaven fyrir 36.300 mörk og 135 tonn af öðrum fiski fyrir 111.200 mörk, alls fyrir 147.500 mörk. Sigurður seldi í gær og fyrradag 158.7 tonn af síld í Cux- haven fyrir 74.507 mörk og 207.4 tonn af öðrum fiski fyrir 134.232 mörk, eða alls fyrir 208.739 mörk. Þá seidi Karlsefni í Grimsby, 192.2 tonn af fiski fyrir 12.860 sterlingspund og Marz seldi 264.5 tonn í Hull fyrir 17.373 pund. Sjö strætisvagna- irindur pantaðar Innkaupastofnun Reykjavíkur hefur lagt til að pantaðar verði sjö strætisvagnagrindur frá sænsku Volvoverksmiðjunum til afgreiðslu í marzmánuði n.k. Á fundi borgarráðs í fyrradag var fallizt á þessa tillögu stjórnar innkaupastofnunarinnar með 3 samhljóða atkvæðum. t «

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.