Þjóðviljinn - 17.01.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1-7. janúar 1S63
Þaré©viL.HNN
SlÐA <J
Fyrir réttum hundrað árum
fæddist í Moskvu sá maður sem
hefur haft meiri og merkilegri
áhrif á leiklist Rússlands en
nokkur maður annar — já og
reyndar gaetir áhrifa hans miklu
víðar en í ættlandi hans. Þessi
maður var Konstantín Stanís-
lavskí.
Ættarnafn hans var raunar
ekki Stanislavskí heldur Alex-
éef, og var faðir hans verk-
smiðjueigandi af gömlum rúss-
neskum ættum. Um þessar
mundir var rússnesk borgara-
stétt í miklum uppgangi, af-
rám bændaánauðarinnar haföi
veitt henni stóraukið svigrúm,
upp frá þessum tíma tekur hún
æ virkari þátt í efnahagslegu
og andlegu lífi landsins. AO vísu
þekkjum við frá þessum tím-
um margar sögur af stórkosi-
legu og írumstæðu svalli kaup-
manna og iðjuhölda frá Nís-
jní-Novgorod og Novosíbírsk,
en samtímis gerðust — a.m.k.
í höfuðborgunum Moskva og
Pétursb. ýmis ánægjulegri tið-
indi. Ýmsir auömenn höfðu vit
á því að tryggja sér málsgrein
í sögunni með því að styrkja
listir og bókmenntir: Tretjakof
fór ekki til Nizza á sumrin til
að spila frá sér þúsund manns-
lífum á einu kvöldi: hann fór
fótgangandi um álfuna, skoðaði
myndir; í Moskvu stofnaði hann
merkasta málverkasafn rússn-
eskrar listar. Verksmiðjueig-
endurnir Soldaténkof og Saba-
sjníkof gáfu út bækur scm voru
mikilsverðar vísindum og list-
um en áttu sér ekki fjölmenn-
an lesendahóp. Savva Mamon-
tof, sem lagði járnbrautir víða
um landið, var jafnframt söngv-
ari, leikritaskáld og leikstjóri:
hann stofnaði fyrstu einka-
óperuna i Rússlandi. Allt var
þetta enn ein hlið á þeirri frægu
rússnesku sál sem Frakkar
fundu upp með "'aðstoð Dosto-
jefskís.
Alexéefar höfðu svipaðar til-
hneigingar og þeir menn sem
nú voru taldir, og beindist á-
hugi þeirra einkum að leiklist.
Vegna þess er heiti það,
sem Staníslavskí valdi sjálfs-
ævisögu sinni, „Líf í listum".
eins satt og hugsast getur. Allt
hans líf gerðist í leiklist — allt
frá því að hann fjögurra ára
gamall kom fram í skrautsýn-
ingu á sveitasetri fjölskyldunn-
ar (og kveikti reyndar í sen-
unni), allt frá því að hann
barnungur sór það við helgi-
myndimar að hann skyldi verða
forstjóri hringleikahúss. Það
er gaman að fylgjast með því
í ævisögunni hve langa sögu
honum tekst að segja af viður-
eign sinni við leiklistina áður
en allt í einu kemur að þessari
fróðlegu setningu f kaflanum
um stofnun Listaleikhússins:
„Auk þess hafði ég nóg að
gera við stjórnarstörf á verk-
smiðju minni og skrifstofu".
Þetta er næstum því í eina
skiptið sem á svo hversdags-
lega hluti er minnzt. Hinu ber
svo ekki að neita, að „verk-
smiðjan" hafði sín áhrif á það
að Konstantín Alexééf tók sér
pólska ættarnafnið Staníslavskí:
ungur lék hann í áhugamanna-
sýningu með „falsspilurum og
léttúðarkverjdum“, og því á-
kvað hann að dyljast undir
þessu heiti vegna mannorðs
síns.
Erfiðfeikar
Eins og áður var sagt kom
Staníslavskí snemma upp á
leiksvið. Hann var fjórtán ára
þegar hann fékk fyrsta hlu.t-
verk sitt — hlutverk stærð-
frscðikennara í stuttum gaman-
þætti sem færður var upp af
heimilisfólkinu. Síðan lék hann í
fjölmörgum öðrum gamanleikj-
um með ættingjum sínum. Og
eftir nokkurn tíma tók hann
að leika með öðrum áhuga-
mannahópum.
Leið Staníslavskís í listinni
var löng og erfið. Snemma kom
fram hin takmarkalausa sjálfs-
gagnrýni hans, oftar talar hann
um kvöl leikarans en sælu,
aldrei var hann sáttur við þann
árangur sem hann hafði náð.
Á þessum tíma féll hann oft í
freistni að stæla ýmsa ágætustu
leikara samtíðarinnar, bæði
Rússa og erlenda leiksnillinga.
Hann naut fremur lítillar
kerfisbundinnar tilsagnar, en
þó nóg til þess að gera sér
grein fyrir ávirðingum leik-
fræðslu þeirrar sem þá tíðkað-
ist: „Því var lýst fyrir okku”,”
skrifar hann, „af mikilli snil'd
og sterkum litum hvað gera
ætti úr þessu eða hinu hlut-
verkinu, eða leiknum i heild.
Lokaárangri sköpunarstarfsins
var brugðið upp fyrir okkur,
en um hitt vorum við ekki
frædd hvaða tækjum og að-
ferðum skyldi beitt til að ná
þessu marki .... Það vantaði
alveg undirstöðuna og sam-
hengið“. Staníslavskí varði síð-
an mörgum árum til að rann-
saka þessi „tæki“ og „aðferðir",
en á þessum tíma lýsir hann
svo afleiðingum stælingar og
gallaðrar uppfræðslu: „Það fór
því svo, að leikur minn varð
aðeins ytri stæling á því sem
aðrir höfðu lifað og hrærzt í“.
Árið 1888 hefst nýtt tímabil
í sögu Staníslavskís. Þá tókst
honum, ásamt loikstjóranum A.
Fédotof og F. Kommisarzjevskí
að stofna „Lista-og bókmennta-
félag“, sem sameinaði fulltrúa
von, að með þessu móti kæm-
ist hann í nauðsynlegt hugar-
ástand, findi þann „undirstöðu-
geðblæ“ sem einn gat hjálpað
honum að ná tökum á þessu
hlutverki. Þessi tilraun tókst að
vísu ekki — en hún sýnir ágæt-
lega hve alvarlega afstöðu þessi
ungi leikari hafði til viðfangs-
efnanna, afstöðu sem hlaut að
duga honum til góðra hluta.
Hróður hans sem leikara óx
mjög í leikflokki Lista- og bók-
menntafélagsins. Hann gat sér
gott orð í ýmsum erfiðum hlut-
verkum. Og í þessum flokki
tekur hann fyrst að sér leik-
stjórn: árið 1891 setur hann á
svið nýjan gamanleik eftir Léf
Tolstoj — Ávextir upplýsingar-
innar.
Listaleikhúsið
í júnímánuði 1897 fór fram
þýðingarmikið samtal í veit-
ingahúsinu Slavneski basarinn
í Moskvu. Þar hittust þeir
Staníslavskí og Némíróvítsj-
Dantsjénko, sem þá var orðinn
allþekktur leikritahöfundur og
stjórnaði leikskóla. — Þeir
hörmuðu hnignun leiklistarinn-
ar í landinu og ákváðu að
skapa leikstarfsemi nýjan
grundvöll. Þeir ákváðu að
stofna nýtt leikhús og ræddu
allar hliðar þess máls: „— mik-
ilvæg stjórnmálavandamál
munu tæpast rædd af meiri ná-
kvæmni á heimsþingum stór-
veldanna en við sýndum i bess-
um umræðum" segir Staní-
slavskí í „Líf í listum”.
, Þeir ræddu um túlkunarað-
ferðir og skipulagsmál — og
ekki sízt um siðfræði llstar-
innar Til marks um afstöðu
Nemírovítsj-Dantsjcnko og Konstantín Staníslavskí — stofnendur
Listalcikhússins í Moskvu. Myndin er tekin í Moskvu 1923.
slæmum ástum, illum aðbúnaðí,
Því nefndu þeir Staníslavskí og
Nemírovitsj-Dantsjenko það
sem eitt brýnasta verkefni sitt
að skapa leikurunum mann-
sæmandi starfsskilyrði — til að
síðan væri hægt að gera nýjar
og auknar kröfur um afstöðu
þeirra til starfsins. Og beir
sömdu strangan codex ethicus
fyrir leikarana, sem ekki aðeins
sagði nákvæmlega fyrir um
hegðun þeirra á æfingum, held-
ur bannaði einnig daður og
Samstarfið við Tsjékhof var Listaleikliúsinu og Staníslavskí sjálíum sérstaklega mikils virði. har
voru öll leikrit hans flutt og í þeim vann Staníslavskí sína ágætustu sigra sem leikari og lei'<-
Xii vinstri er hann í .hlutverki Versjíníns í „Þrjár systur” — en einmitt í því kom haoo
fram á Iciksviði á 30 ára afrnæli leikhússins 192K. Myndin til hægri sýnir Staníslavskí í
hlutverki Gaéfs i „Kirsubcrjagarðinum ”. Báðar myndirnar eru tcknar árið 1901.
stjon.
síðast
ýmissa listgreina, og á vegum
þessa félags var stofnaður leik-
flokkur. Staníslavskí fór með
tvö hlutverk á fyrstu sýning-
unni sem þessi flokkur hélt:
hann lék ágjarna riddarann í
samnefndum einþáttungi Púsj-
kins og Sotenville í „Georges
Dandin" Moliéres. Þetta voru
erfiðari viðfangsefni en þau
sem Slaníslavskí var áður van-
astur. Einkum reyndist riddar-
inn honum þungur í skauti: í
örvæntingu sinni greip hann ti)
þess ráðs að loka sjálfan si.e
inni í neðanjarðarhvelfingu í
gamalli miðaldahöll í þeirri
þeirra má nefna þessar seln-
ingar úr samræðunum; Hvað
álítið þér um leikkonuna B?
— Hún er góð leikkona en hent-
ar okkur ekki. — Hvers vegna?
— Hún elskar ekki listina he’d
ur sjálfa sig í listinni.
Áhyggjur þeirra af siðferði
leikstarfsins voru mjög skiljan
legar. Við þurfum ekki len?
að fletta Tsjékhof, Kúprín o”
öðrum rússneskum höfundur-
bessa tímabils til að rekast á
frásagnir af harmsögu leikar-
ans; furðuvíða er getið um ó-
sigra þeirra fyrir brennivíni,
glysgirni. Hugsjón þeirra var
samhentur flokkur sem leit á
þjónustu sína við listina sem
heilagt mál. í ræðu sem Staní-
slavski hélt yfir leikurum hins
nýja leikhúss við opnun þess
segir: „Við reynum að skapa
hið fyrsta skynsamlega sið-
“æna og alþýðlega leikhús, og
^essu háleita markmiði helgum
"'ð lif okkar“.
Og í þessu leikhúsi var flestu
'llu sagt stríð á hendur: „Vi-'
'éðumst gegn öllu því gamla-
uppgerðarákefð. glamurkenndri
framsögn, skúífusjónleikjum o?
venjubundinni sviðsetningu . .
Við risum gegn úreltri leik-
sviðsíkreythigu, stjörnuleik .. .“
segir í „Líf i listum“.
Ekki leikarar
Hið nýja leikhús þeirra fé-
I'áganha. LTsTS'léikh'úsið •*r' 'j ••
Moskvu (MHAT) var opnað
14. október 1898 með sýningu
á sögulegu leikriti eftir A. K.
Tolstoj ..Tsar Fiodor Ioannov-
itsj“. Á fvrstu starfsárum þess
voru set.tir á svið fleiri leikir
í svipuðum stil. stil sem Stani-
slavski kallaði sjálfur „sögu-
lega raunsæisstefnu“ bar sem
mikil áherzia var lögð á ytri
tækni, ytri auðkenningu og
sögulega nákvæmni F.kki var
látið þar staðar nurnið: Staní-
slavskí gerir s.iálfur grein fyr-
ir „kynja-stefnu“ symbólisma
og impressiónisma í leikhúsi
sinu; þar höfðu menn opin augu
fyrir öllu bví sem va„ Pð ger-
ast. En það var öðru fremur
leikritun Tsiékbofs að bakka
að leikhúsið fann sjálft. siS. og
skaDaði bær sýnmear sem í
sjálfsævisögu Staníslavskis eru
skilgreindar með „innsæi og
tilfinning" Það var ekki bægt
að túlka Tsjékhof með venju-
legum leikaðferðum. leikrit
hans gerðu ný.jar og óvenjuleg-
ar kröfur til leikara. samstarfs
beirra, leikst.ióra; einmitt bess
vegna var þáttur Tsjékhofs í
sögu leikhússins svo dýrmætur.
Listaleikhúsið var ekki að-
eins róttækt í öllu því er við-
kom leiklist — bað var einnig
róttækt í afstöðu sinni til
þjóðmála, og kom þetta hvað
greinilegast fram á árunum fyrir
fyrri nússnesku byltinguna. Á
leikárinu 1900—1901 hafði leik-
húsið sett á svið „Þjóðníðing-
inn“ eftir Ibsen, og lék Staní-
slavskí sjálfur Stockmann —
þessi hugprúði læknir varð
mjög vinsæll i Rússlandi. sem
svo mjög þarfnaðist manna sem
þorðu að segja sannleikann. Og
síðar fjölgaði leikritum af þessu
tagi — Staníslavskí talar jafn-
vel um það að tekin hafi verið
upp ný stefna í leikritavali sem
hann kallar „samfélagsstefn-u ’
Einmitt í þessum anda voru
leikrit Maxím Gorkís. Það var
ekki að ástæðulausu að fyrsta
'eikritið eftir hann sem sett
var á svið í Listaleikhúsinu,
Qmáborgararnir“, var frum-
'mt undir lögreglueftirliti.
\f öllum þessum ástæðum
varð hið unga leikhús sönn
ímynd alls hins bezta og fram-
1863 - 1963
sæknasta í rússneskri menn-
ingu. Leikarar heyra oft ým-
islegt lofsamlegt, en fáir hafa
heyrt ummæli sem þau. er
beint hefur verið til listamanna
Listaleikhússins; ,,í þessum
flokki eru hvorki leikarar né
leikkonur. Aðeins menn ...“
, Þeir hafa útrýmt leikhúelýg-
inni og sett sannleikann í stað-
inn”.
Kerfið
1906 fer Listaleikhúsið í
fyrstu leikför sína til útlanda
og vann ágæta sigra.
Svo gæti virzt sem nú hefði
Staníslavskí náð takmarki sínu:
hann hafði skapað leikhús sem
ekki átti sér sinn líka í land-
inu. En það var öðru nær.
Um þessar mundir sækja á
hann nýjar og gamlar efasemd-
ir með auknum kraffi, hann
finnur hjá sér sterka hvöt til
endurskoðunar. I þessu sálar-
ástandi fer hann til Finnlands
sumarið 1906, situr á kletti við
hafið og hugsar ráð sitt.
Það sem olli Staníslavski
svo þungum áhyggjum var það,
hvemig finna mætti öruggar og
árangursríkar aðferðir til að
h.iálpa leikaranum til að laða
fram það ástand líkama og sálar,
sem gæti orðið honum til örf-
unar í sköpunarstarfi hans.
Þetta ástand vildi hann kalla
sköpunarástand til aðgreining-
ar frá leikhúsástandi. er hann
nefndi svo. Hann vissi að þetta
sköpunarástand kemur svo að
segja af sjálfu sér hiá leik-
snillingum en hjá þeim sem
minni hafa listgáfu er það
sjaldgæfara, eins konar helgi-
dagafyrirbæri „En“. segir
hann, „allir listiðkendur geta
komizt í þetta sköpunar-
ástanri ''ití.r einhverjum óbekkt-
um leiðum „innsæis og hugsýn-
ar“. og því virðist sem
menn þiggi það að gjöf
frá guðunum. og ekki standi í
mannlegu valdi að laða bað
fram. ,.Þó tók ég að velta bví
fyrir mér hvort ekki myndi
unnt að laða fram þetta sköp-
unarástand með einhvers kpnar
'tækniaðferðum, Auðvitað er
ekki við það átt. að unnt sé
að skana sjálfan innblásturinn
með því móti. . Hins vegar.
mundi ég óska að mér gæti
lærzt að búa bonum góðan
jarðveg í huga mér. hvenær
sem á þyrfti að halda“.
Þessar hugleiðingar Staní-
slavskís voru upphafið að
margra ára rannsóknum hans
á beim ,.jarðvegi“ sem búa má
skönunarástandinu. rannsóknir
á lögmálum sköpunarstarfsins
sem nátengdar voru reynslu
hans og kenningum um leik-
tækni, leikhúsið sjálft og skipu-
lagningu bess og siðfræði list-
arinnar Niðurstöðurr.ar af
þessu mikla starfi eru hið svo-
kallaða „kerfi Stanislavskís“,
en það hefur verið sett fram í
gagnmerku riti sem hann samdi
á siðustu árum ævinnar: fyrra
bindi þess kom fyrst út á ensku
árið 1936 og var nefnt ,.An
actor prepares“; um það hefur
Chaplin sagt; „Það skýrir í
ljósu máli frá þeim aðferðum
sem gera leikaranum kleift að
ná tökum á þeim innblæstri
sem óhjákvæmilegur er til að
fram komi allt það bezta sem
hann býr yfir“. Hinu síðara
auðnaðist honum ekki að Ijúka
til fulls; bað hefur á ensku
verið nafnt „Building a Char-
acter“. Þessar bækur hafa orð-
ið sannkölluð helgirit fjöl-
margra leikhúsmanna.
Siðustu ár
Staníslavskí og byltingunni
kom tiltölulega vel sarnan.
Hann lýsir svo viðbrögðum
sínum við þá atburði sem gerð-
ust 1917: „Leikhúsin fengu nýtt
hlutverk Nú áttu þau að
standa opin allri alþýðu manna,
milljónum fólks, sem aldrei
hafði átt þess kost að hagnýta
sér verðmæti menningarinnar..
Við kenndum einnig til van-
máttar er við sáum allan þann
f jölda sem nú þyrptist í leik-
húsin. En hlutverk okkar var
mikilfenglegt, og það vakti o.kk-
ur fögnuð og hrifningu“.
Staníslavskí starfaði mikið
sem fyrr. Á árunum 1922—24
var hann með leikhúsi sínu á
Framhald á 10. síðu.
4
1
i
I,.