Þjóðviljinn - 17.01.1963, Page 5
1
FiflMntudagur 17. xuwier 1<963
Leikfélag Reykjavíkur:
Ástarhringurinn
eftir ARTHUR SCHNITZLER
Leíkstjóri: Helgi Skúlason
Arthur Schnitzler var skil-
gétihn sonur Vínar og skáld
hinnar sögufrægu borgar á síð-
asta blómaskeiði hennar, en Vín
var fyrrum háborg tónlistar
og fagurra söngva, glaðværs
nautnalífs og skemmtana, sér-
stæðrar gl.æsimennsku; þar réðu
feigur aðall og auðugir borg-
arar rík.ium. En allt tekur enda,
stórveldið áusturríska hrundi
til grunna í heimsstríðrnu fyrra,
Vín hin foma er ekki lengur.
Verk Arthurs Schnitzler eru
svo rígbundin stað og stundu
að þau hafa bliknað með ár-
un.um og virðast okkur í sumu
framandi og f.iarri; engu að
síður var Schnitzler mikill lista-
maður og skipar virðulegan
sess meðal þýzkra leikskálda
síðari tíma.
Þó að Schnitzler gagnrýndi
á stundum hið stéttskipta þióð-
félag sinna daga er ástin bæði
um á sem flest svið kynlifs og
ásta, en söguhetium sínum lýs-
ir hann af skilningi, lítur á
hegðun þeirra með sönnu um-
burðarlyndi og sálarró. Schnitzl-
er ann að siálfsögðu fögrum
dætrum Vínar, hrífst af glysi
og gliti ættborgar sinnar, en
gerir sig aldrei sekan um til-
finningasemi eða væmni, lýsir
feimnismálum þessum með
annálsverðri nærfærni og ó-
brigðulli háttvísi. Það sem
framar öllu gefur leiknum gildi
er auðug kímni skáldsins og
heilbrigð glettni — við heyrum
notalegan og hressandi hlátur
að baki, spéfuglinn kvakar í
skógi. Schnitzler skopast á sinn
góðlátlega hátt að breyzkleik-
um þessa ástleitna og léttlynda
fólks, sjálfsblekkingum, van-
mætti, tilgerð, hégómagirnd.
Stéttamunurinn er honum ljós,
en í ríki Amors eru allir syst-
Birgir Biynjólfsson og Bryndís Pétursdóttir í hlutverkum sínusn.
lengri tíma en kynnast má í
erlendum leikhúsum; skemmti-
legt er að horfa á breytinear
þessarar gegnum hálfgagnsæ
tjöldin. Rétt ljósbrigði eru ærið
mikilvægt atriði í þessum leik,
og óneitanlega mætti sumstað-
ar beita ljósunum á markviss-
ari hátt. Þýðing Emis Eyjólfs-
sonar er eflaust vandað verk,
nákvæmt og heiðarlegt í alla
staði, en sum orðsvörin gætu
orðið eftirminnilegri og ris-
meiri.
Þóra Friðriksdóttir hefur
Hclga Bachmann og Erlingur Gislason i ei.iu atriði leiksins.
uppistaða og ívaf í langflest-
um verkum hans — eilíf bar-
átta kynjanna, leikur karls og
konu að eldinum. „Hringdans"
eins og ,,Ástarhringurinn“ heit-
ir réttu nafni er raunsætt verk,
en ekki sjónleikur í venjuleg-
um skilningi, það er haglega
smíðuð keðja tíu sjálfstæðra
svipmynda úr ástalífi tíu Vín-
arbúa af ýmsum stéttum; þar
er hver kona í þingum við tvo
menn og • gagnkvæmt, unz
hringurinn lokast og dansinn
er á enda. „Fyrst er sjón og svo
er tal“ segir í gamalli vísu, og
þannig eru öll atriðin tíu gerð
með sama hætti: við kynnumst
aðdraganda samfaranna, heitri
eftirvæntingu og fýsn holdsins,
og hlustum loks á kveðjur
hinna mettu eða þreyttu elsk-
enda að loknum leik. „Ástar-
hringurinn“ er ekki svipstórt
verk, en samið af mikilli list-
fengi, mannlegum skilningi og
sálrænni skarpskyggni; þess má
geta að Schnitzler var meðal
þeirra höfunda sem fyrst kynnt-
ust að marki kenningum Sig-
munds Freud, enda samborgari
og vinur hins mikla byltingar-
manns. Það er honum sönn
nautn að beina leitarljósum sin-
ur og bræður og söm að eðli:
vændiskonan og auðmannsfrúin.
hermaðurinn og greifinn.
Helgi Skúlason stjórnar hin-
um litríka skemmtilega hring-
dansi með auðsærri lagni og
skilningi og þeirri hófstillingu
og smekkvísi sem verkinu sæm-
ir. Leikendurnir tíu vinna ekki
mikil afrek, en bregðast ekki
heldur köllun sinni, samvaldir
og samtaka á flesta lund, ung-
ir leikendur sem unnið hafa
saman á undanförnum árum
og allir komizt til nokkurs
þroska. Ýmislegt mætti auðvit-
að betur fara, sum atrðin njóta
sín ekki til hlítar, verða ekki
nógu hugtæk og lifandi — við
hljótum nauöug viljug að minn-
ast kvikmyndarinnar frægu „La
Ronde“ og þeirra úrvalsleik-
enda franskra sem birtust a
hinu hvíta tjaldi. Mest prýði
sýningarinnar eru sviðsmyndir
Steinþórs Sigurðssomar, unnar af
mikilli hugkvæmni og listfengi,
fjölbreyttar og fallegar og seiða
fram blæ hins horfna tírna; á
frumsýningu var hinum unga
og snjalla málara lengi og inni-
lega fagnað og mjög að verð-
leikum. Hin tíðu sviðsskipti
ganga greiðlega og taka þó sýnu
dansinn og lýkur honum í á-
gætu gervi ungrar föngulegrar
vændiskonu. Túlkun hennar er
jafnan raunsæ, blátt áfram og
svikalaus, og þó sýnu áhrifa-
meiri í lokin. Steindór Hjör-
leifsson leikur fyrri viðskipta-
vin hennar hermanninn snot-
urlega og snurðulaust, en reyn-
ist ekki rétt manngerð á þess-
um stað og orðsvör hans og
framganga tilkomuminni en
ætla mætti af hinum ágæta
leikara. Hermaðurinn hittir síð-
an skartbúna lífsþyrsta þemu
í fögrum skemmtigarði. Bryn-
dísi Pétursdóttur, glæsilega og
girnilega stúlku. I næstu mynd
þjónar stofustúlka þessi unga
herranum Birgi Brynjólfssyni
til borðs og sængur — þá fyrst
færist verulegt fjör í leikinn,
og þar nýtur sín til hlítar
safarík kímni skáldsins. Bryn-
dís er hæfilega daðurgjörn,
ísmeygileg og kankvís og trú
stétt sinni og stöðu, og Birgir
lýsir svo kostulega og skemmti-
lega hlægilegum óstyrk og ó-
stöðvandi fýsn ungherrans að
ég efast um að hinn geðfeldi
en mistæki leikari hafi nokkru
sinni leikið eins vel eða betur.
Fjórða mynd reynist líka ósvik-
ið gaman, þótt reyndar mætti
gera meira úr slysni elskhug-
ans, en þar kynnumst við
stefnumóti ungherrans og eigin-
konunnar ungu, Kristínar Önnu
Þórarinsdóttur. Bæði halda vel
á sínum hlut, ekki sízt Kristín
Anna sem lýsir ágæta vel upp-
gerð, duttlungum og ungæðis-
skap hinnar tilgerðarlegu hof-
róðu, létt og fyndin túlkun.
Það kemur síðar á daginn að
þessi ótrúa eiginkona er gift
rosknum og ráðsettum manni,
Guðmundi Pálssyni, nokkuð
þröngsýnum og siðavöndum við
fyrstu kynni. Að framsögn
Guðmundar má finna, en leik-
ur hans er jafnan traustur og
ísmeygilega glettinn, kostir hans
birtast ekki sízt þegar hinn í-
skyggni broddborgari tekur öll-
um að óvörum að daðra við
ljúflyndu stúlkuna. það er Guð-
rúnu Ásmundsdóttur. Guðrúnu
veitist auðvelt að birta helztu
eiginleika þessarar léttúðugu
stúlku, hún er ung og fríð,
slungin og skreytin og kann
að vefja karlmönnum um fing-
ur sér, aka seglum eftir vindi.
Fyndin og notaleg túlkun Guð-
rúnar nýtur sín einnig vel á
ástarfundi hennar og skáldsins,
Helga Skúlasonar, en þar kem-
ur meðal annars skemmtilega
í ljós að stúlkan ljúflynda er
átakanlega jarðbundin og ger-
sneydd öllum áhuga og skiln-
ingi á andlegum málum. Helgi
fer mjög nærfærnum höndum
um hugtækt hlutverk skálds-
ins, rómantískur og frjálslegur
á svip, hæfilega tilgerðarlegur
og sýnilega hrifinn af gáfum
sínum og frægð; leikarinn skop •
ast óneitanlega að skáldi sínu,
en fer aldrei yfir markið.
Fundur skáldsins og leikkon-
unnar er eitt af beztu atrið-
um kvöldsins, gætt mergjuðu
tvísæju háði. Það er reisn vfir
Helgu Bachmann í góðu gervi
hinnar dáðu, ástþyrstu og ráð-
ríku listakonu, framkoman ör-
ugg og tilsvörin skýr og fynd-
in; það verður tæpast lagt
henni til lasts þó að hún sé
helzti ung og geðfeld og ekki
eins frámunalega ósvífin og
veraldarvön og leikkona þessi
virðist eiga að vera. Erlingur
Gíslason leikur annan ástmann
hennar, greifa að tign, dramb-
saman og myndarlegan náunga.
en ekki stórmenni í neinu.
Túlkun Erlings er nokkuð mis-
jöfn og ekki nógu hnitmiðuð
og sannfærandi er leikkonan
veiðir hann í net sitt; í annan
stað eru ærin tilþrif í leik hans
þegar greifinn vaknar timbrað-
ur og ringlaður í herbergi vænd-
iskonunnar, og lokaorð leiksins
flytur hann af skýrleik og
þrótti.
Enda þótt flutningur „Ástí
hringsins“ geti ekki talizt
hinna merkari atburða
að honum tilbreytni og g
skemmtun og vinsældir ha
dreg ég ekki í efa.
A. Hj.
SÍÐA 5
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð-
ur Guðmundsson (áb)
Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjórn; afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði.
mawwwwwiiii' im.wi u
Moggi fagnar skertum h/ut
j^gorgunblaðið virðist enn lifa í þeim drauma
heimi að einstaklega friðsamlegt hafi verið
í launamálum sjómanna undanfarið, fagnar því
að „sættir£< hafi tekizt „við sjóinn“, lýsir alveg
sérstakri ánægju sinni með síldveiðisamningana
í haust, og segir í grein nú um helgina: „það jafn-
vægi er nú komið á um skipti aflaverðmætis-
ins sem báðir aðilar virðast sæmilega geta sætt
sig við, að minnsta kosti þegar vel aflast, enda
væri fásinna að tefja útgerð vegna rifrildis um
einn eða tvo hundraðshluta þegar miklir fjár-
munir bíða þess að verða hagnýttir í þágu sjó-
manna, útvegsmanna og þjóðarheildarinnar".
jfyjorgunblaðið hefur nýlega verið minnt á hve
friðsamlegt var í kjaramálum sjómanna á
liðnu ári. Og í friðartali Morgunblaðsins mætti
það minnast þess, hvernig sam’tök útvegsmanna
hafa hangið eins og hundur á roði í sjómanna-
kaupinu, ýmist til að hindra sjálfsagðar lagfær-
ingar eins og í hinu langa ' togaraverkfalli, og
berja þar jafnvel fram verulega lækkun á kaupi
skipverja þegar siglt er með aflann, eða til að
lækka kaupið, eins og á síldveiðunum. Hvað
síldveiðikjörin snertir hafa „sættirnar" og frið-
urinn í launamálum sjómanna markazt á liðnu
ári af hinni fádæma ósvífnu kjaraskerðingar-
kröfu Landssambands íslenzkra útvegsmanna,
af ofbeldisaðgerð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins, þegar kjaraskerðingin
var framkvæmd með hinum alræmdu gerðar-
dómslögum og gerðardómi. Og svo loks voru
það menn Morgunblaðsins í L.Í.Ú. sem stöðv-
uðu haustsíldveiðarnar með því að halda enn
fram fáránlegri kjaraskerðingarkröfu, ekki um
eitt eða tvö prósent af aflaverðmæ'tinu, heldur
krafðist LÍÚ þess í haust að síldveiðikjör á vetr-
arsíldveiðunum yrðu langtum verri en gerðar-
dómurinn hafði ákveðið.
jjannig hafa menn Morgunblaðsins sfaðið að
„sættum við sjóinn‘c á undanförnum mánuð-
um og efist menn um að það sé réttnefni að
kalla hinar ofstæku stjórnarklíkur Félags ís-
lezkra botnvörpuskipaeigenda og Landssam-
bands íslenzkra útvegsmanna menn Morgun-
blaðsins, æ'tti að prenta nöfn þessara manna svo
það sæist svart á hvítu hverjir það eru, sem gert
hafa margendurteknar og svívirðilegar árásir á
sjómannakjörin á liðnu ári, jafnframt því að
þeir hafa skóflað í sinn vasa stórkostlegum gróða
og bætt við hann milljónum sem ríkisstjórn
íhalds og krata beinlínis stal af kaupi síldveiði-
sjómanna í sumar með gerðardómnum. Kjörin
á sjónum eru ekki komin í neitt „jafnvægi“, sjó-
menn eiga áreiðanlega eftir að rétta sinn hlut.
Það er nefnilega ekki hægt að veiða fisk án sjó-
manna, en hins vegar fengjust hvorki færri síld-
ar né þorskar úr sjó, þó samanlagðar stjórnir
Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda og
Landssambands íslenzkra útvegsmanna hættu
því þokkalega starfi að raka að sér arðinum af
erfiði íslenzkra sjómanna. — s.
> »