Þjóðviljinn - 17.01.1963, Síða 6
f
6 SfÐA
Fímmtudagnr 17- janúar 1963
!
instakt afrek sovézkra lækna
Landau nábelsverðlaunahafí var
fjórum sinnum heimtur úr helju
Sovézki eðlisfræðingurinn Lev Landau, sem
hlaut nóbelsverðlaunin á síðasta ári, hefur
unnið mörg afrek í vísindum, sem halda munu
á lofti nafni hans. En hann hefur unnið
annað afrek með tilstyrk sovézkra og erlendra
lækna sem einnig mun verða minnisstætt:
Hann hefur lifað af svo mörg meiðsli, að
lygilegt mæ'tti telja.
Landau lenti í bflslysi i
janúar í fyrra, þegar árekst-
ur varð á milli lítils bíls hans
og þungs vörubíls. Hann stór-
slasaðist, varð heymarlaus,
blindur og mállaus. Hann
sýndi engin viðbrögð og fann
ekki fyrir sársauka.
Tímaritið Medical World
News hefur nýlega lýst því
hvemig Landau var heimtur
úr helju í bókstaflegum skíln-
ingi þeirra orða. Listinn yfir
meiðsli þau sem hann hlaut
í slysinu er langur og næsta
ótrúlegt að nokkur maður
hafi getað lifað þau af:
Hann höfuðkúpubrotnaði og
heilaboginn skaddaðist, sömu-
leiðis ennis- og gagnaugablöð
heilans; hann fékk alvarlegt
taugalost; níu rifbein hans
brotnuðu; bæði loft og blóð
komust í brjóstholið; mjaðma-
og klyftabein brotnuðu; kvið-
arlíffærin voru illa kramin;
þvagblaðran var sprungin;
báðir handleggir og báðir
fætur voru lamaðir; blóðrásin
hægði smám saman á sér og
honum varð stöðugt erfiðara
um andardrátt, að því er virt-
ist vegna skemmda á heilan-
um.
Scrfræðingar til kvaddir
Allt kapp var lagt á að
bjarga lífi Landau og voru
beztu læknar Sovétríkjanna
kvaddir að sjúkrabeði hans,
en einnig beðið um aðstoð
kunnra erlendra sérfræðinga,
og flaug hinn kunni kanad-
íski taugaskurðlæknir Wild-
er Penfield frá Montreal til
Moskvu nær samstundis og
hann fékk boðin.
Þegar hann kom þangað
höíðu sovézku læknarnir þeg-
ar opnað höfuðkúpu Landaus,
Lev Landau og kona hans.
en gátu ekki gert upp við sig
hvort þeir ættu að gera á
honum frekari aðgerð eða
ekki. Þeir voru þó helzt á þvi
að þess myndi ekki þurfa við,
enda virtist Landau heldur
vera að hjarna við, meðan
þeir ræddu þetta með sér.
Penfield var þeim sammála.
„Dó“ fjórum sinnum
En þótt allt væri gert til að
halda lífi í sjúklingnum,
hætti hjarta hans að slá fjór-
um sinnum fyrstu vikuna.
Fjórum sinnum dó hann þvi
klínískum dauða. f hvert sinn
var spýtt í hann adrenalíni
og stofantíni og blóði dælt
beint inn í slagæð, svo að
aftur sást með honum lífs-
mark. í sjö vikur var honum
þannig haldið á mörkum
heims og helju, en aðrar sjö
vikur liðu áður en þess varð
vart að heili hans væri tek-
inn að starfa að nýju.
Brcytir viðurkenndri
kenningu
Sovézkir læknar hafa fulla
ástæðu til að vera hreyknir
yfir því að hafa bjargað lífi
manns sem var svo illa leik-
inn. Afrek þeirra hefur ekki
hvað sízt vakið athygli ann-
arra lækna fyrir þá sök að
það hefur orðið til að grafa
undan áður viöurkenndri meg-
inreglu i læknisfræðinni.
Heila Landau hafði skort
bæði súrefni og blóð í meira
en 100 daga. „Áður var talið“,
segir Boris Jegoroff, forstöðu-
maður taugaskurðlækninga-
stofnunar Moskvuborgar, „að
heilafrumurnar eyðilegðust
um leið og þær skorti súrefni.
Tilfellið Landau neyðir okkur
til að vefengja alla reynslu
læknisvísindanna. Það hefur
grafið undan öllum viður-
kenndum kenningum“.
*
i
k
Í
|Kennedy til Bolshoi og Balanchine til Marijinski — Bók um
*
enskar andapíkur — Fjörmiklir prestar
f fyrsta skipti sem Kenne-
dy Bandaríkjaforseti lyfti sér
upp eftir að mesta hættan af
Kúbudeilunni var liðin hjá,
bauð hann Jackie sinni að
horfa á Bolshoi-ballettinn frá
Moskvu, sem þá gisti Wash-
ington á sýningarferð um
Bandaríkin. Bolshoi-dönsurun-
um var tekið með kostum og
kynjum eins og alltaf þegar
þeir láta sjá sig erlendis.
Um sömu mundir var
bandarískur ballettflokkur á
sýningarferðalagi um Sovét-
ríkin, og þótti sú heimsókn
sæta enn meiri tíðindum en
koma Bolshoi-manna til
Bandaríkjanna, því þar var
T ítn
i
b á ferðinni Ncw York-ballett-
| inn undir stjóm George Bal-
I
!
!
i
anchine, Rússans sem fór
ungur að heiman og gerðist
meistari bandarísks nútíma-
balletts.
Áhorfendur í Moskvu tóku
gestunum heldur dræmt, en
þegar kom til Leníngrad, þar
sem Balanchine lærði list
sfna meðan staðurinn hét enn
Pétursborg, varð annað uppi
á teningnum. Hann og dans-
fólkið var hyllt ákaflega á
frumsýningunni f gamla Mari-
jinskileikhúsinu, þar sem Bal-
anchine kom fyrst fram *
sviðið níu ára gamall sein
sveinn einnar álfameyjunnar
í Þymirós. Margir gamlir
skðiafélagar og samstarfsrnenn
voru í leikhúsinu sem nú er
kennt við Kiroff. Bandarísk-
um fréttamönnum fannstmik-
ið til um hve áhorfendur í
Leníngrad og síðar í Kíefí
kunnu vel að meta verk sem
þeim voru áður gersamlega
ókunn. Meira að segja jafn
tormelt verk og Agon þeirra
Balanchine og S.ravinsky
Jacqucline forsetaírú fer með dóttur sína, Karólínu, að
horfa á dansmeyjar Bolshoi-balletsins að æfa sig. Þær mæðg-
ur eru i miðjum áhorfendahópnum aftantil á myndinni.
Karólínu var einkum starsýnt á heimaprjónaðar Icgghlífar
Maju Plísetskaju (t.v.), sem nú hefur tekið við af Úlanovu
sem höfuðdansmær Bolshoi-leikhússins.
reyndust þeim ekki ofviða.
Áður en Balanchine fór frá
Leníngrad átti hann viðræðu-
fund með ballcttstjórum borg-
.arinnar þar sem skipzt var
á skoðunum um danslistina.
íslendingar eiga vafalaust
heimsmet í útgáfu bóka um
miðla, en ekki erum við þó
alveg einir um hituna. Sá er
munurinn að erlendis eru
svikamiðlar afhjúpaðir í bók-
um en hér eru þeir hafnir til
skýjanna. Bókin The Spiri-
tualists eftir Trevor Hall vakti
mikla athygli í Bretlandi á
síðasta ári. Þar er rakinn fer-
ill hinna frægu Cook-systra.
sem í lok síðustu aldar báru
ægishjálm yfir aðra milli-
göngumenn andaheimsins
meðal Breta. Fyrirbærin sem
þær sýndu voru talin óvé-
fengjanleg, ekki sízt sökum
vitnisburðar Sir William
Crookes, forseta Konunglega
vísindafélagsins og Brezka vís-
indafélagsins. Trevor Hall
hefur nú sýnt fram á með
rannsókn á samtíma gögnum,
að systurnar voru ekki ein-
ungis loddarar heldur fégráð-
ugar og lauslátar í ofanálag.
Sir William hafði ólíkt meiri
áhuga á líkamlegum en and-
legum hæfileikum Florence
Cook, og notaði rannsóknir á
miðilsfyrirbærum hennar að
yfirvarpi til að koma hjákon-
unni inná heimili sitt. Hin
systirin og móðir þeirra fé-
flettu miskunnarlaust auðugan
kaupmann í Manchester, sem
þær töldu trú um að hjálpar-
andar þeirra væru færir um
að lækna fávita dóttur hans.
Trúgjarnir prestar koma við
sögu í þessu andapíkumáli
eins og fleirum. í formála
birtir Hall ummæli J. D.
Pearce-Higgins, forustumanns
í sálarrannsóknarfélagi presta
ensku biskupakirkjunnar. —
Vitnisburður Cook-systranna,
sagði sá guðsmaður 1957, veit-
ir „staðfestingu á næstum öllu
sem þörf er á til að geta trú-
að fastlega á annað líf“ og
varpar „einstæðu ljósi á fyrir-
bæri sem svipar til þeirra sem fe
sagt er frá við upprisu Jesú '1
Krists". I
Veslings Pearce-FIiggins á
varla aðra vörn en heilaga
einfeldni, en prestamir sem
greint er frá í annarri ný-
legri enskri bók voru sann-
arlega hvorki heilagir né ein-
faldir. Tcmple of Love eftir
Donald McCormick segir sögu
Spaxton í Sommerset, þar sem
tveir biskupakirkjuprestar og
einn frxkirkjuklerkur höfðu
hver fram af öðrum trúarlegt
kvennabúr undir nafninu
„Heimkynni ástarinnar" frá
1849 til 1927. Þar áttu þeir
„sálarbrúðir" „engilsystur" og
„aðdáunarkonur" hópum sam-
an. Síðasta „sálar-ekkja“ séra
Hugh Smyth-Piggott var bor-
in til grafar 1956.
Ludwig Bemelmans, fyndn-
asti veitingaþjónn sem sögur
fara af, er dáinn í New York
64 ára að aldri. Hann fæddist
á Italíu og kom unglingur til
Bandaríkjanna þar sem hann
var þjónn á Ritz-Carlton
hótelinu. Gamansögur sínar
úr lífi ungþjóna og yfirþjóna,
matreiðslumanna og dyra-
varða, sagði hann í að minnsta
kosti 30 bókum, að vísu ekki
öllum jafn smellnum, en þær
beztu eru á við máltíö á
briggja stjörnu veitingastað.
M. T. Ö.
Óveniulegt ferScstag
Eftir jarðsig í Vésclovskí-
kolanámunum í Svcrdlovsk var
nauðsynlcgt að fá sem fyrst á
staðinn risastóra vélskóflu. Sú
næsta af slíkri gerð var í Karp-
inskí námum. Fróðum mönn-
um reiknaðist svo til að það
myndi taka 12 mánuði að rífa
niður og sctja síðan saman
aftur þessa gríðarmiklu vél sem
er á við tíu hæða hús að hæð
og vcgur 1300 tonn. Það var
alltof löng bið, og tóku verk-
fræðingar síðan það djarfa ráð
að Iáta skófluna marséra til sfn
sjálfa.
Skóflan lagði af stað 25. ág-
úst og var komin alla leið 15.
október. Þá hafði vcrið farið
með hana yfir tyær stórar mýr-
ar, yfir tvær fjallaár, ýmsar
háspennulínur og járnbrautar-
teina.
A myndinni sést neðri partur
þessarar vélar ásamt sjálfri
skóflunni sem rótar upp tiu
kúbikmetrum í cinu.
Okrarinn 9
meðfjórartiiilljónir
í nærbuxunu
\
Í
Undanfarin ár hefur
sænska lögreglan gert harða
hríð að okrurum þar í
landi. Nýlega var handtek-
inn í Linköping einn sá um-
svifamesti í þeirri stétt, eft-
ir að umboðsmenn réttvís-
innar höfðu í fjögur ár
glímt við að sanna, að hann
væri ekki öreigi. Þá var
hann með fjórar milljónir
ísl. króna faldar í nærbux-
unum!
Maður þossi er einhver sá út-
smognasti refur, sem sænska lög-
reglan hefur komizt í kynni vid.
Eftir að búið var að flækja hann
í netið, var byrjað á að leiða
hann fyrir rétt, ákærðan fyrir
meinsæri og fals. Lögfræðingur
hans lýsti yfir því, að skjólstæð-
ingur sinn hefði ekki í hyggju
að svara neinni spumingu, með-
an á réttarhöldunum stæði.
Sækjandinn hélt því þá fram, að
ekki 'væri nein ástæða til, að
slíkur maður gengi laus og féllst
dómarinn á það, svo að okrarinn
var í rauninni handtekinn fyrir
rétti!
Okrarinn hóf starfsemi sína fyr-
tólf árum, og líkt og íslenzkir
stéttarbræður hans byrjaði hann
á fasteignabraski. Viðskiptin
gengu ljómandi vel, og 1955
varð hann að gefa upp 32000
sænskar krónur til skatts, en þá
tókst að sanna, að hann hefði
haft að minnsta kosti 180000 kr.
í tekjur.
1958 fékk hann veður af því,
að lögreglan hygðist krefja hann
um stórfé vegna skattsvika og
skaðabóta lil nokkurra þeirra,
sem hann hafði svikið. Hann
greip það ráð að skilja við kon-
una sína og koma sem mestu af
eignum sínum yfir á hana, en
afganginn losaði hann sig við
með öðrum ráðum. Síðan var
hann auglýstur gjaldþrota, upp-
boð fór íram og þegar kom að
skuldunum til i-íkisins, var ekki
grænn eyrir eftir.
Þúsundkallar í saUbauknum
og brjóstahöldurum
Lögreglan íyrirskipaði nú ná-
kvæma húsrannsókn, en allt kom
fyrir ekki. En eins og menn grun-
aöi, fagnaði okrarinn sigri ein-
um of snemma. Stuttu síðar var
enn leitað í húsinu og þá kom
í ljós, að hann var þegar far-
inn að safna saman eigum sín-
unt.
Ávísanir og verðbréf fyrir
hundruð þúsunda króna komu í
ljós, þegar lögreglan spretti upp
striganum í hjónarúminu, kíkti
undir gólfteppið og vaxdúkinn í
eldhúsinu og hreinsaði óhrein-
indin bak við salerisskálina og
gaseldavélina.
Þrír þúsundkrónaseðlar voi'u
saumaðir í brjóstahaldara kon-
unnar og fimm hundraðkrónu-
seðlar lágu saltaðir í saltbaukn-
um. Loks fannst með aðstoð
geigerteljara peningakistill íalinn
í afhýsi.
Milljónir í nærbuxum
Lögreglumennii-nir voru þó
ekki vissir um, að allt væri fund-
ið, svo að haldið var uppi njósn-
um um ferðir okrarans. Er njósn-
aramir töldu sig loks hafa veitt
hann í gildruna, var hann að
stíga upp í lest í Gautaborg. Einn
lögreglumannanna gaf sig fram
við hann, en þegar hann leit af
honum andartak, sáu hinir, að
okrarinn flýtti sér að ná úr tösku
sinni i mikinn seðlabunka sem
hann stakk undir buxnastreng-
in niður i nærbuxur sínar. Síðan
fylgdi hann lögreglumönnunum
á lögreglustöðina, þar sem átti
að yfirheyra hann.
Lögreglumennirnir gengu hljóð-
lega á eftir framkvæmdastjór-
anum — og þetta er skemmti-
legasti göngutúr, sem þeir muna
eftir í starfi sínu. Eftir stuttan
spöl varð göngulag mannsins
harla einkennilegt líkt og hann
gerði örvæntingarfullar tilraunir
til að halda seðlunum í buxun-
um. Svo fóru seðlarnir að detta,
einn og einn, niður úr skálmun-
um. Lögreglumennirnir gengu á
eftir honum og tíndu þá jafn-
óðum upp. Það varð samtals
hálf milljón sænskra króna eða
fjórar íslenzkar mill'jónir!
Er réttarhöldin hófust fór okr-
arinn fram á, að ríkið greiddi
laun verjandans. Dómarinn hafn-
aði beiðninni.
pm
á heila viku
Sextán ára skóladrengur frá
Israel hefur eytt heilli viku i
árabáti á Miðjarðarhafi án
matar og drykkjar. Drer gur-
inn var í veiðiferð og lenti í
stormi og rak um hafið þar
til báturinn strandaði rétt hjá
Trípólí í Líbanon.
*
í
1