Þjóðviljinn - 17.01.1963, Síða 10

Þjóðviljinn - 17.01.1963, Síða 10
|8 S#BA Firnmtöclagur 17. jajaáar 1963 TÞsémmmm GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEIT Konstantin Stanislavskí Merunimir tveir horfðu á Gar- net. Maury leið sálarkvalir en Kimball stairði ósvifnislega á hana, renndi augumum upp og niður eftir henni með ruddalegu augnaráði sem hefði fyllt hana ofsareiði jafnvel þótt Florinda hefði ekki verið geymd i! skápn- um. Með Oliver við hlið sér var hún ekki eins hrædd og í veit- ingaisakium kvöldið áður. Hún sendi honum augnaráðið sem ungfrú Wayne hafði kennt henni. Það var nístandi augna- ráð, þrungið vandlætingu, og átti að lama fómardýrið. Maðurinn var vanur andstseð- ingum sem gáfu frá sér hljóð, en hann hafði aldrei komizt í kast við kvenmann, sem útsknf- aður var úr sérskóla fyrir ung- ar stúlkur. Hann stóðst augnaráð Gametar örstutta stund svo varð hann enn rauðari en hann var fyrir. Hann ræskti sig, leit niður á stígvélin sín, sparkaði með tánni í flygsu á gólfteppinu og leit svo upp aftur. „Jú, reyndar sá ég pils,“ sagði hann með yfirlæti. Ohver svaraði ekki. Gamet leit ekki niður. Það var eins og Kimball ykist hugrekki við að heyra sína eigin rödd, og hann hélt áfram: „Eg sá pils, ég sá það hverfa hingað inn, Og það var grænt pils.“ Hann kinkaði kolli. „Grænt var það.“ Oliver hleit á látlausan, dökk- bláam kjól Gametau-. Hann brosti ögn. „Eg held ekki,“ sagði hann, „að okkur karlmönnunum sé lá- andi þótt við villumst á kven- fatnaði. Ef þér hafið gengið framhjá þessum dymm í morg- un, þá hljótið þér að hafa séð frú Hale fara inn í þetta her- bergi.“ „Þama sjáið þér“ hrópaði Maury. „Þetta sagði ég alltaf. Frú Hale, ég bið innilega af- sökimar.“ „Em ekki fleiri hér inni?“ spurði Kimball og fór innar í herbergið og svipaðist um. Garnet hafði gengið svo vel að beita augunum að hún fékk hugrekki til að beita röddinni líka. „Viljið þér gera svo vel að fara út úr svefnherberginu mínu,“ sagði hún kuldalega. „Hann færi ekki að amgra þig, vina mín,“ sagði Oliver. Hann gekk til hennar og tók um axlir henni. Hann leit á rjóða náung- ann og sagði: „Viljið þér ekki fao-a út um dyrnar." , Oliver var vanur að fást við náunga af öllu tagi. Hinn ó- boðni hörfaði til baka. „Komdu nú!“ sárbændi Maury. „Kvenmaðurinn er ekki héma. Hún getur ekki verið héma. Eg sagði það alltaf." Feitlagni maðurinn lét sem hann heyrði ekki til Maurys. Hann stóð fyrir utan dyrnar og horfði inn. Gamet fór og settist á stól sem vissi að dyrunum. Kennslukonumar höfðu kennt henni að koma fram í danssölum og veizlum. Þær vissu sjálfsagt ekki, að sú fræðsla gat líka kom- ið að gagni þegar verðir laganna voru annars vegar. Hún hallaði sér útaf eins og hún væri hjálp- arvana kvenpersóna, sem þyldi ekki ruddalega karlmenn. Kimball fór að taila við Oli- ver, hann var orðinn daufur í dálkinn. „Jæja, kannski hefur mér skjátlazt, herra minn. En við erum að leita að vandræðakven- manni. Hún býr á þessu gisti- húsi, og ég þóttist sjá á eftir henni hingað inn.“ Hann klóraði með stígvélunum í gólfið. „En það hefur trúlega verið eitthvert annað herbergi." „Þér viljið kannski lita inn í hitt herbergið í þessari fibúð?“ spurði Oliver. Hann tók lykil af skrifborðinu. Þeir biðu meðan Kimball lauk upp dyrunum úr ganginum og inn í stofuna. Eftfir andartak kom hann fram aftur. „Þar er enginn heldur. Þökk fyrir, herra minn. Það er mjög vinsamlegt af yður að taka svona vel í þetta. Mér þykir leitt, að ég skyldi valda yður óþæg- indum. En við verðum að gera skyldu okkar, skiljið þér.“ „Eruð þér vissir um að þessi kvenmaður sé hér i gistihús- inu?“ spurði Oliver. „Já, hún er hér, það er öld- ungis víst. Hún kom hingað í gærkvöldi og hún hefur ekki farið út í morgun. Við erum með verði við allar dyr. Og einn bíður í herbergi hennar, ef hún skyldi koma þangað aftur. Hún getur ekki sloppið. Það er af og frá,“ sagði hann einbeittur. Oliver sneri sér að Maury. „Viljið þér ekki segja mér, hvemig það má vera að virðu- legt gistihús skuli hýsa svona glæpamann?" Maury neri saman höndunum. „Heyrið mig nú, herra Hale, hvemig átti ég að vita, hver hún var? Hún kom og íór eins og aðrir gestir og borgaði skilvís- lega fyrir sig. Hvernig átti ég að vita, að hún væri ákærð fyrir „Morð!“ stundi Gamet. Nú þurfti hún ekki að leika. Hún sat álút, og það var skelfing í stórum augunum. Kimbail kinkaði kolli hátíð- legur á svip. „Já, frú, morð.“ Hainn hélt áfram tfil þess að þau væru ekki í neinum vafa um að hamn hefði verið í sínum fulla rétti til að ryðjast inn til þeirra. „Þið skiljið að við verðum að hafa vaðið fyrir neðan okkur í svona máli. Hún svífst einskis, það er einmitt það.“ Gamet var ekki sérlega lífs- reynd. En hún minntist kæti Florindu, eðlilegrar framkomu hennar og henni fannst lýsingin ekki viðeigandi. „Eruð þér viss- ir um þetta“ spurði hún. „Já, frú,“ svaraði feitlagni maðurinn með áherzlu. „í spila- viti í New York borg skaut hún reyndar tvo menn, steindrap báða, ójá.“ Gamet stimdi þungan. Auð- vitað. Selkirk-morðið. Einhver hafði skotið Selkirk og annan mann í spilavílti. En ekki Flor- inda! Nei, og aftur nei. Hún heyrði Oliver spyrja: „En hvaða kvenmaður er þetta eiiginlega?“ „Ef þér viljið fá að vita hvað hún heitir, herra minn, þá er mér eiginlega ekki kunnugt um það. Það veit víst enginn með vissu. Hún skiptir um nafn á hverju ári og ekki að ástæðu- lausu, það er áreiðanlegt. Síð- ustu mánuðina hefur hún skemmt á stað hér í borginni, sem heitir Skrúðgarðurinn og þar kallaði hún sig Juliette La Tour.“ Hann tók vasabók upp úr vasanum og fór að blaða í henni. „Þar- áundan skemmti hún í Skart- gripaskríninu í New York.“ ,, Skartgri p askríninu! ‘ ‘ endur- tók Gamet. „Já, frú. Það eir ekki staður fyrir yður, þótt þér komið til New York. En þá gekk hún und- ir nafninu Charline Evans." „Og hún hefur framið svo voðalega glæpi,“ sagði Oliver, „að lögreglan í New York sendir eftir henni hálfgerðan her?“ „Nei, við erum ekki venjuleg lögregla, herra minn. Það var sko ekki hægt að fela lögreglunni svona erfit mál,“ sagði hann hreykinn. „Þér vitið hvers konar fuglar það eru, þeir sjá ekki einu sinni það sem er i sömu stofu og þeir.” Hann naut þess, að at- hyglin beindist að honum og sagði með yfirlæti: „Satt að segja arum við ráðnir prívat." „Prívat!“ endurtók Oliver og hrukkaði ennið. „Já herra minn. Sjáið þér til, annar maðurinn sem var drep- inn, var fínn maður, það var hann sko, átti fínt heimili og fallega, unga konu og veslingur- inn er alveg niðri í sandi. Hann hét Selkirk.“ Gamet heyrði ekki hverju Oli- ver svaraði. Það sem digri ná- unginn hafði sagt, lagðist yfir hug hennar eins og þoka. Það var ekki satt. Það gat ekki verið satt. __ Digri náungiinn hélt áfram. „Jú, herra mnn, ég skal segja yður hvemig lá í þessu. Hún skaut Selkirk, vegna þess, já, vegna þess að hann hafði átt vingott við hana meðan hann var piparsveinn. Þið vitið hvem- ig þessir peningamenn eru við leikkonumar, e.n þegar hann giftist, sagði hann þessari tæfu að hann vildi ekkert meira með hana hafa, alveg eins og heið- virðum manni sæmir, en hún vildi ekki sleppa honum. Hann var síðasti. sjansinn hennar, skiljið þið. Hún var búin að vera í Skartgripaskríninu. Ekki svo að skiilja að píiumar þar þyrftu að vera neinir englar, en hún drakk og stundaði ólifnað, svo að jafnvel þeim ofbauð.“ Gamet fann til reiði. Florinda var hvorki drykkfelld né létt- úðug. í gærkvöldi hafði hún drukkið mjólk með kvöldmatn- um og í morgun hafði afþakkað glas af víni. Gamet leit kvíð- andi á Oliver. Hann leit ekki á hana, en hún sá dálitla bros- vipru Við augað. Hún hafði séð hana fyrr. Hún táknaði að Oli- ver var ósköp kurteis, en hið innra var honum skemmt. Digri náunginn hélt áfram. „Hún noddaði • og nuddaði í ves- lings Selkirk, en hann sagði henni skýrt og skorinort að hann vildi ekkert hafa saman við hana að sælda lengur. Og þegar hún skildi loks að honum var alvara, elti hún hann eitt kvöldið í Alabama-spilavítið. Alabama-spilavítið i Park Row. Hún elti hann og skaut hann tiil bana.“ Kimball kinkaði kolli með hægð. „Er það ekki skelfi- legt?“ „Jú, það má nú segja,“ sagði Oliver fullur vandlætingar. Yipr- umar titruðu. „En þér sögðuð að hún hefði skotið tvo menn. Hver var hinn?“ „Hann hét Mallory, herra minn. Það var náungi, sem var staddur þama af tilviljun þetta kvöld, ómerkilegur maður. Ann- að skotið geigaði víst.” Kimball hristi úfinn kollinn. „Og hvað haldið þið, lögreglan lét þennan kvenmann sleppa. Já, herra minn, hún komst burt úr borg- inni. Hún hvarf. Hún þóttist víst fær í flestan sjó.“ Hann stanzaði til að gefa orðum sínum meiri áherzlu. „En hvað haldið þér að hafi skeð?“ „Það get ég ekki ímyndað mér,“ sagði Oliver þurrlega. „Jú. herra minn, veslings Sel- kirk átti vin. Fínan mann sem hét Reese. Og þessi vinur mátti ekki til þess hugsa að þessi kvensnift fengi að ganga laus. Hann leigði okkur til að finna hana. Og við röktum slóð henn- ar hingað til New Orleans. Það tók sinn tíma. New Orleans er tveggja vikna leið frá New York, og það var seinlegt að koma bréfum fram og aftur. En við fundum hana,“ sagði hann með þunga. „Og þegar við fundum hana, þá stóð þessi blyggðunar lausa kvensnift á opinbem leik- sviði og hagaði sér eins og hún hefði ekki agnarögn á samvizk- unni“. Hann hristi höfuðið enn, rétt eins og hamn væri sárhrygg- ur yfir þessu dæmalausa sið- leysi. „Er ekki furðulegt hvern- ig svona kvenmenn geta hagað sér? Já, mér finnst stundum þær vera verri en karlmennirnir." En nú þegar Oliver var búinn að heyra málavexti, hafði hann engan áhuga á himspekilegum vangaveltum. Hann lét sem hann myndi nú fyrst eftir Gamet og sagði: „Eg þakka yður fyrir upplýs- ingarnar, herra Kimball, en satt að segja verð ég að biðja yður að fara núna. Eg býst við að konan mín hafi fengið að heyra meira en hún kærir sig um.“ „Það er ég viss um,“ tók Maury undir. „Góði maður, þér ættuð ekki að koma með þessar ljótu lýsingair. þegar dama. er nærstödd. Eg vona, frú Hale, að þetta hafi ekki haft alltof ó- heppileg áhrif á yður.“ Framhald af 7. síðu leikferðum um Ameríku, og á þeim tíma .skrifaði hann sjálfs- ævfisögu sína, „Líf í listum". Þegar heim kom fékkst hann mikið við uppfræðslu — í sam- bandi við Listaleikhúsið voru stofnaðir þrír leikskólar hver af öðrum — einn þeirra varð síðar grundvöllur eins bezta leikhúss Rússlands — Vakhtan- gof-leikhússins. Hann stýrði einnig óperuskóla Stóra leik- hússins. sem árið 1926 var breytt 1 sjálfstætt óperuleik- hús, er nú ber nafn hans. Síðustu ár ævinnar varStanl- slavskí mjög farinn að heilsu. Hann kom síðast fram á sviði árið 1928 þegar haldið var há- tíðlegt þrítugsafmæli Listaleik- hússins; þá kom hann fram í frægasta hlutverki sínu — Ver- sjnín í „Þrjár systur“ Tsjek- hofs, — en eftir þá sýningu hlaut hann að Jeita til lækna; hann var með alvarlegan hjartasjúkdóm. Eftir þetta á- fall gat hann æ sjaldnar kom- ið í leikhúsið, en hann hélt samt áfram að starfa — kenna, leiðbeina; leikararnir komu heim til hans til æfinga, væri hann rúmfastur var unnið í svefnherbergí hans. Hann lézt 7 ágúst 1938. Aldarafmælis hans mun minnzt um öll Sovétríkin. já og allstaðar þar sem list er í heiðri höfð. í Moskvu og mörg- um öðrum borgum verður hald- in leiklistarhátíð, og fræðimenn munu ræða þýðingu hans fyr- ir leikhúsmenningu vorra daga. Og Listaleikhúsið mun endur- vekja nokkrar af þeim sýning- um sem hann skapaði. Á. B. tók saman. morð?” AUt í einu er söngur Conchitu rofinn af bölvi og fonnælingum, og flestir gestirnir flýta sér til dyranna. Þeir þekkja landið og vita hvað deila getur þýtt. Tömas ætlar að borga og fara með öðrum, en bar- < einu grípur i’aravano um handlegg hans. „Þér veróið að haga yður sómasamlega“ æpir hann. Conehita ætlar að blanda sér í máhð, en förunautur hennar hindrur hana í þvi — „Blessuð farðu ekki að skipta þér d maðurinn læt jr sem hann heyri ekki til hans, og ant þessu.’! segir hann. Prentarar! HANDSETJARI óskast strax Gott kaup — Góð vinnuskilyrði PrentsmiBja Þjóðviljans BÆÚSGJALDKERASTARFIB hjá Húsavíkurbæ er laust til umsóknar. Umsóknir ásamt mcðmælum og upplýsingum um fyrri störf og menntun sendist bæjarstjóranum í Húsavík fyrir 15. febrúar n. í. Nánari upplýsingar um starfið gefur bæjarstjóri. BÆJARSTJÓRINN í HÚSAVlK. Dagsbrún TILLÖGDR uppstillingamefndar og trúnaðarráðs um stjóm og aðra trúnaðarmenn félagsins íyrir árið 1963 liggja frammi i skrifstofu félagsius frá og með 17. þ. m. öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 6 e. h. föstudaginn 18. þ. m., þar sem stjómarkjör á að fara fram 26. og 27. þ. m. Athygli skal vakin á, að atkvæðisrétt og kjörgengi hafa aðeins aðalfélaga-- sein eru skuldlausir fyrir árið 1962. Þeir, sem enri skiuda, eru hvattir til að greiða gjöld sín strax í skrifstofu féla ’sins. KJÖRSTJÓRN DAGSERÚNAR. SKYKDISALA FRA 16 — 3 0. JANÚAR. Scljum ýmsai gecðir vegg- og loftljósa með miklum af- slætti. Einnig ým„ar tegundir smávegis gallaðra húsgagna seldar með 10—15% afslætti. HÚSBÚNAÐUR H.F. Laugavegi 26 — Sími 20970

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.