Þjóðviljinn - 23.03.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 23.03.1963, Qupperneq 1
Laugardagur 23. marz 1963 — 28. árgangur — 69. tölublað. ísland vann Noreg en tapoði fyrir Danmörku — oja trasogn Fn- manns á 8. síðu. Tveir skipverja drukkn- uðu er Erlingur IV fórst Sá hryggilegi atburð- ur varð um kl. hálf 7 í gærmorgun, að vélbátn- um Erlingi IV. VE-45 hvolfdi skyndilega er hann var á leið í róður vestur í Eyrarbakka- bugt og fórust tveir skip- veriar. Hnútur mun hafa riðií aftantil á skipið með þeim afleiðingum að það lagðist fla'tt og tók í sig sjó. Svo brátt bar þetta að, að ekkert ráðrúm gafst 'til að kalla á hjálp og varð með naumindum náð til gúmbjörgunarbátsins í tæka tíð. Báturinn hafði ekki einu sinni blásið sig upp, er skipið sökk. Tveir skipverjar komust ekki í bátinn og fórust með skipi sínu: Samúel Ingvason háseti, 21 árs ókvæntur og barnlaus, hann átti he'ima að Hjarðarhaga 64 í H- vík. Guðni Friðriksson 1. vél- stjóri, tæpra 35 ára að aldri, einnig ókvæntur og bamlaus. Hann var til heimilis í Vest- mannaeyjum að Herjólfsgötu 8. Mjög víðtæk leit var gerð að þeim félögum í gær frameftir degi, en hún varð órangurslaus. 16 skip röðuðu sér á leitarsvæð- ið með mílu millibili og Dougl- asflugvél Flugfélagsins, Glófaxi undir stjórn Karls Schiöths flug- stjóra flaug þvert á leið þeirra í 500 feta hæð. Eitthvað brak mun hafa sézt, en að öðru leyti varð leitin árangurslaus. Vélbáturinn Halkíon frá Vest- mannaeyjum bjargaði öðrum skip- verjum, 8 að tölu er þeir höfðu verið búnir að velkjast í sjón- um og í bátnum í hálfa klukku- stund. Þeir voru mjög þrekaðir og mátti ekki miklu muna að þeir króknuðu, enda fáklæddir sumir. Einn var fluttur meðvit- undarlítill á sjúkrahúsið i Eyj- um er þangað kom. Veður var heldur slæmt en ekki ófært, enda voru bátamir á leið í róður er slysið varð. Erlingur IV. var einn í hópi sex báta, sem smíðaðir voru í Svíþjóð árið 1946 eftir íslenzkri l i I I BjargaBi nú þríðju skipshöfninni Við höfðum í gær tal áf Stefáni Stefánssyni skipstjóra á Vestmannaeyjabátnum Hal- kíon og báðum hann að segja okkur með hverjum hætti hann varð var mannanna af Erlingi IV. Honum fómst orð á þessa leið: „Við vorum á Ieiðinni þarna út í morgun og sáum þetta neyðarblys fyrst, en gerðum okkur ekki grein fyrir hvað það var. Það var svo langt í burtu. Fyrst hélt ég að þetta væri bauja, sem lengi var þarna á landhelgislín- unni og nú væri nýbú'ið að setja út aftur. Eg spurðist fyrir um þetta hjá hinum bátunum, en þeir sögðu mér að það væri ekki. Þá fór ég að huga betur að þessu, en hélt að ég væri kominn fram- fyrir það, því að við náðum ekki miðun á það í fyrstu. Ég leitaði því betur undan vcðrinu, en þá var skotið upp rakettu og bátur scm var rétt hjá og vissi um þetta sá hana og lét okkur vita. Hann gat líka gefið okkur upp stefnuna og svo sáuni við neyöarblys frá þeim rétt á eftir og náðum þá til þcirra. Mennirnir voru þá komnir i gúmbátinn. Slysið bar svo brátt að, að það var ekki einu sinni hægt að komast í talstöðina og tveir mann- »nna komust ekki í bátinn. Erlingur IV. fór af stað í róðurinn nokkru á undan okkur og keyrði rólega; það var dálítið hvasst, alltaf ein 8 vindstig, en við keyrðum það miklu meira að við vor- um farnir að draga vel á hann. Hann hefur því sýnt fulla aðgæzlu. Ilnúturinn kom aftantil á hann og lagð- Stefán Stefánsson. ist hann undan honum. Svo hefur komizt sjór einhvcrs- komum til þeirra um kl. 7. Þeir hafa því verið hálftíma í bátnum. Svo vorum við 10 mínútur eða meira að ná þeim upp, því að þeir voru bæði kaldir og þrekaðir eft- ir vistina í bátnum, enda flestir fáklæddir. Ef við hefð- um fundið þá þó ekkii væri nema 10 mínútum seinna ef- ast ég um að þeir væru allir á lífi. Svo var af þéim dreg- ið. Við komum svo til hafnar með mennina um kl. hálf tólf í dag og þá voru menn- irnir farnir að hrcssast vel, nema einn sem hafði venið mcðvitundarlaus mestalla leið- ina. Hann var strax fluttur á sjúkrahúsið og að því er ég bezt veit er hann að hressast. Þessi björgun hefði vcrið algerlcga útilokuð nema með þessum gúmbátum, svo brátt bar þetta að“. Stefán Stefánsson hefur orðið þeirrar gæfu aðnjótandi I I teikningu. Þeir hafa reynzt illa, enda ekki nema tveir þeiira of- ansjávar í dag. Borgarey fórst með allri áhöfn í Hornafjarðar- ál skömmu eftir að hún kom til landsins. Hamar hvolfdi og sökk í Faxaflóa í fyrrasumar, er hann var á leið til síldveiða fyrir Norðurlandi í bezta veðri. Berg- ur VE fór á sömu leið undir Jökli í byrjun desember sl. Hann var þar að síldveiðum og varmeð nokkra dekkhleðslu. Eftir eru nú aðeins Snæfugl á Reyðarfirði og Siguriari á Patreksfirði. Sýnist full ástæða til að þeir verði nú þegar teknir úr umferð og halla- prófaðir og fái síðan ekki haf- fæmisskírteini fyrr en gengið hefur verið úr skugga um að ekki sé hætta á að þeim hvolfi í logninu. Mönnum hefur lengi verið Ijóst að bátar þessir eru og voni viðsjálverðir gallagripir en ekkert mun hafa verið gert í málinu frá hendi yfirvalda. Sjópróf verða væntanlega í dag. Skipstjóri á Erlingi IV. var Ásberg Lárentíusson. Viðtal er við skipstjórann á Halkíon á öðr- um stað í blaðinu. — G. O. Verkföllin í Finnlandi Enn engar horfur á skjótri lausn HELSINKI 22/3 — Verkfall ríkis- starfsmanna í Finnlandi, sem m. a, hefur nú lamað allar járn- brautarsamgöngur í landinu á fjórðu viku, heldur áfram og enn eru engar horfjpr á skjótri lausn þess. Forseti finnska alþýðusam- bandsins (FFC), Rantanen, reyndi í dag að miðla málum í deilunni, en það mistókst. Stjóm ríkis- starfsmanna vísaði miðlunartil- lögu hans á bug og hélt því fram að hún hefði verið enn ó- aðgengilegri en tillögur þær sem sáttasemjari í deilunni, Kuus- koski, forseti hæstaréttar, hefði lagt fram. Ekki hafði verið búizt við því að stjóm ríkisstarfsmanna myndi fallast á tillögu Rantan- ens, þar sem hún er í nánum tengslum við klofningssambandið sem sósíaldemókratar hafa stofn- að (FLO). Hún hefur í staðinn farið þess á leit að fá að taka upp beina samninga við ríkis- stjómina, en ekki hefur verið gengið að því. Idag komu til Helsinki fulltrú- ar frá samtökum ríkisstarfs- manna á öðrum Norðurlöndum til að ræða um hugsanlega fjár- hagsaðstoð við starfsbræðuma i Finnlandi. Um 1100 haía orðið hraunfíóði að bráð DJAKARTA 22/3 — Nú er vit- að að 1100 manns a.m.k. hafa látið lífið í hraunflóðum af völd- um eldgossins á eynni Balí und- anfarna daga. Allt þetta fólk bjó í einu þorpi sem stóð við rætur eld- fjallsins. Öttazt er um Ííf 500 íbúa í þremur öðrum þorpum. Þau eru einangruð nema sjávar- megin og verður reynt að bjarga þorpsbúum af sjó. Skip og flug- vélar hafa verið send frá Súra- baja með matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar handa hinu nauð- stadda fólki. Enn í dag varð gos í fjall- inu og streymir nú hraunleðjan niður allar hlíðar þess. Brezki sjómaðurinn fannst í fe/ustað Tekinn að íand- helgisveiðum Árdegis í dag hefjast réttar- höld hér í Reykjavík í máli skip- stjórans á brezka togaranum Carlisle frá Grímsby, sem varð- skipið Óðinn stóð að ólöglegum botnvörpuveiðum í landhelgi undan Vesturlandi í fyrrinótt. Var komið með togarann til R- víkur síðdegis í gær. Æskulýðsfylkingin í Rcykjavík efnir til kvöldvöku í Tjamar- götu 20, annað kvöld, sunnudag, klukkan 20.00. Til skcmmtunar: Ólafur Ilannibalsson flytur frá- söguþátt um Bandaríkjadvöl, sýnd verður tékknesk brúðu- mynd, kaffidrykkja og almenn- ur söngur. — ÆFR. Lögreglan lýsti í fyrradag eft- ir sjómanni af brezka togaran- um Macbeth frá Hull; hét sá O’Flagherthy og var lýst sem svarthærðum manni og hrokkin- hærðum og tattóveruðum á handleggjum. Hafði lögreglan í Reykj avík töluverðar áhyggjur af þessum manni og var mikið leitað að honum, einkum í höfninni, og var jafnvel óttazt að hann hefði týnt lífinu Máf þetta fór þó heldur bet- ur en á horfðist og fannst mað- urinn í gærkvöld í húsi einu á Hverfisgötunni ásamt útlend- ingum öðrum, Dönum að því er heizt varð skilið, og hafði hann ætlað að fela sig hér á landi. Var hann settur í geymslu og beðið úrskurðar útlendinga- eftirlitsins. Annað hafði ekki borið til tíð- inda hjá lögreglunni, en ölvun var á allháu stigi eins og reynd- ar flest önnur föstudagskvöld. .Vegna óvæntra ó- I happa í prentsmiðju | I Þjóðviljans er blað- | g ið aðeins 8 síður í ^ | dag og óvíst um út- | | komu þess á morg- k | un, sunnudag. Eru 5 lesendur vinsamlega * * I beðnir að athuga, að ^ vegna þessa hefur ó- | 1 hjákvæmilega orðið | | að ryðja út marg- | | víslegu dagbundnu | | efni blaðsins. staðar niður og þá cr ekki að að bjarga alls 3 skipshöfn- sökum að spyrja. Nokkur töf varð á því að gúmbáturinn blési sig upp, um. Fyrir nokkrum árum var hann á Ieið í siglingu til Englands. Rakst hann þá á því Iínan í loftflöskuna er vélbátinn Blátind frá Kefla- 15 faðma löng og þeir urðu vík sem var með bilaða vél að draga hana alla að sér áður en hægt var að kippa í spottann. Það endaði með því að gúmbáturinn var að blása sig upp um það Ieyti, sem hinn sökk. Mér finnst að það ætti að vera önnur og á reki suður af Færeyjum í vondu veðri. Báturinn var á leið til Danmcrkur til að fá nýja vél. Halkíon dró svo bátinn til Færeyja. Halkíon bjargaði allri áhöfn Bergs í vetur, a.m.k. 13 mönnum, þeg- nota £ svona tilfellum. Auð- vitað yrði að fara ákaflega hátt og Eringur IV. nu og Hamar hafði gert skömmu lína styttni í flöskunni til að ar hann fór í hafið á sama ^ i varlega mcö hana. Þetta er áður. Og nú bjarga þér Halkí- alveg það sama og kom fyrir on-menn átta af 10 manna á honum Bergi. áhöfn Erlings IV. Báturinn fékk áfallið kl. Margur hefur verið kross- hálf sjö i morgun, en við aður fyrir minna. — G.O. Vélbáturinn Erlingur IV. VE á siglingu vlð Vestmannaeyjar. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.