Þjóðviljinn - 23.03.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.03.1963, Blaðsíða 8
Islenzka liðið vann en tapaði fyrir Dönum í Hamar Norðmenn ||jQ Laugardagur 23. marz 1963 — 28. árgangur — 69 tölublað. íslenzka unglingalandsliðið í handknattleik lék fvo leiki á Norðurlandameistaramótinu í Hamar í gær. Úrslitin urðu: ísland—Noregur 16:14 og Danmörk—ísland 21:15. — Frímann Helgason, íþróttafréttaritari Þjóðviljans, er staddur í Ham- ar, og fer hér á eftir lýsing hans á leikjunum: Mótið hófst með því að for- maður norska handknattleiks- samband^ins, frú Nilsen, setti mótið méð ávarpi og bauð kepp- endur og gesti velkomna. Lið Is- Lands og Noregs, sem léku fyrsta leikinn á mótinu, stóðu á vell- inum á meðan. Síðan voru leikn- ir þjóðsöngvar landanna áður en keppni hófst. Island — Noregur 16:14 Leikurinn byrjaði heldur illa fyrir Islendingum, því að Norð- menn skora tvö mörk á 2. og 4. mínútu. Viðar Símonarson skorar fyrsta mark íslendinga, og það lyfti líka undir okkar menn að Brynjar i markinu varði víti. Enn hallar á landann, því að Norðmenn skora mark og Tóm- as „brennir af“ vítakasti. Norð- menn hæta marki við og stað- an er 4:1. Þegar hér er komið, kom Sig- urður Dagsson í leikinn, en hann hafði ekki verið með áð- ur. Fyrr en varir skorar hann glaesilegt mark með einu af sín- um háu uppstökkum, og skömmu eíðar bætir hann öðru við þannig að leikar standa 4:3. Eftir þetta hallar heldur á ó- gæfuhliðina og er eins og að leikur okkar manna fari allur úr skorðum. Norðmenn gera nú hvert áhlaupið á fætur öðru, og áður en hálfleik lýkur hafa þeir bætt 5 mörkum við án þess á landamir fái rönd við reist. Fyrri hálfleik lýkur því með 9:3 fyrir Norðmenn. 1 þessum hálfleik áttu íslendingar fimm stangarskot. Rétt fyrir hlé eyði- lagðist annað vítakast þegar skot- ið var í stöng. Lokasigur. I hléinu var útlitið því ekki glæsilegt fyrir islenzka liðið. Seinni hálfleikur byrjaði held- ur ekki vel, því að Sigurður Hauksson „brenndi af“ vítakast. Þótt nú horfi illa fyrir land- anum, þá fer heldur betur að lifna yfir drengjunum: Stefán skorar og Viðar bætir við. Norð- menn skora enn, en Viðar skor- ar aftur og leikar standa 10:6 fyrir Norðmenn, og er þá liðið á 11. mínútu síðari hálfleiks. Auðunn bætir við marki, en Norðmenn eru ekki af baki dottnir og skora: 11:7. Aftur er það Viðar sem skor- ar og Stefán bætir við, þannig að leikar standa 11:9. Norðmenn koma enn og skora tvisvar: 13:9. Strax á eftir fá landarnir á sig vítakast, og leikar standa 14:9. Þegar hér er komið sögu, er sem landar vorir lifni við, og Norðmenn komast ekki að meira! Jón Karlsson — 10:14. Sigurður Hauksson 11:14. Síðan upphefst Sigurðar-þáttur Dagssonar. Hann gerist einráður og „átti hús- ið“, eins og sagt er á hand- knattleiksmáli, — skorar fjögur mörk í röð, og ísland fær yfir- höndina — 15:14. Síðan kemst Tómas á línu í dauðafæri, en er óheppinn og skaut í stöng- ina. Síðasta markið skoraði svo Jón Karlsson, og leiknum lauk með sigri ~Islands — f§:14. Góður árangur Mörk íslenzka liðsins í þess- um leik skoruðu: Sig. Dagsson 6, Viðar Símonarsson 11, Jón Karlsson 2, Stefán 2, Auðunn Óskarsson og Sigurður Hauksson 1 hvor. Dómari í leiknum var dansk- ur, Ib Lund að nafni, og má segja að hann hafi verið nokkuð góður. Þó fannst okkur íslend- ingunum að hann tæki ekki eins hart á brotum og gert er héma. 1 upphafi virtist sem íslenzku piltamir áttuðu sig ekki á stærð hússins. Þeir voru seinni til og virkuðu heldur þungir í fyrri hálfleik. Norðmenn voru við- bragðsfljótari og hraðari allan fyrri hálfleikinn. Þá virtist vöm okkar manna líka opin í fyrri hálfleik. Þeir áttuðu sig ekki á því hvað línuboginn var stór og höfðu því ekki nægilega gott lag á að þétta vömina, en allt er þetta skiljanlegt miðað við þær aðstæður sem eru til handknattleiks heima . 1 seinni hálfltík snerist þetta alveg við. Islenzka liðið virtist hafa tileinkað sér aðstæðumar og réði lögum og lofum á vell- inum. MikiU fögnuður ríkti með- al landanna á staðnum eftir leikinn. Ásbjöm, fararstjóri og formaður HSI, fagnaði ákaft og faðmaði leikmenn að sér, enda ærin ástæða til. Svíþjóð — Finnland Síðan hófst leikur milli Sví- þjóðar og Finnlands. Fyrri hálf- leikur var afar jafn, og lauk honum með 8:8. Sviar áttu I miklum erfiðleikum með Finna, sem voru miklu harðari og hrað- ari en Svíar bjuggust við. 1 síðari hálfleik yfirtóku Svíar hinsvegar alveg leikinn, og leiknum lauk með sigri Svía - 20:12. Algert öngþveiti í París í gær vegna rafmagnsskorts PARÍS 22/3 — Algert öngþveiti var ríkjandi í Par- ís í dag vegna rafmagnsskor't's, þegar starfsmenn raforkuvera lögðu niður vinnu fjórar stundir í annað sinn í þessari viku til að fylgja eftir kröf- um um kauphækkanir og í samúðarskyni við kola- námumenn sem hófu í dag f;jórðu verkfallsviku sína. Ekki virðast enn horfur á að deila þeirra leysist skjótlega. Þriggja manna nefnd sú sem falið hefur verið að finna lausn á vinnudeilunum í fyrirtækjum rikisins mun á morgun leggja gkýrslu um athuganir sínar fyr- ir ríkisstjómina. Búizt er við •ó nefndin leggi til að fallizt Verði á kauphækkanir í hinum þjóðnýttu iðngreinum. Ríkis- Stjómin mun gera tillögur á grundvelli þessarar skýrslu og hún er sögð vona að hún geti hafið samningaviðræður við verklýðsfélögin snemma í næstu viku. Bílaumferð stöðvaðist viða í París í morgun, þegar umferða- ljósin slokknuðu og neðanjarð- arbrautin var að sjálfsögðu Fleiri franskar kiirnatilraunir LYON 22/3 — Pierre Messmer, landvarnaráðherra Frakklands, sagði í dag i Lyon að Frakkar myndu halda áfram kjaraa- ^Sruntð^r SÍð' W -- ««" “ ^ ^ að koma upp tjlraunastöð fyrir lelða- kjarnasprengingar á Tahiti stöðvuð. Menn áttu í erfiðleikum að komast til vinnu og vinna lá niðri víðast hvar, vegna þess að rafmagnið vantaði. Það er einnig mikill skortur á gasi og hann mun verða enn meiri ef gasverkamenn hætta ekki verkfalli sinu. Njóta stuðníngs mikils mcirihluta þjóðarinnar Niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar voru í dag sýna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar styður verkfallsmenn í baráttu þeirra fyrir bættum kjör- um. 79 af hundraði aðspurðra lýstu sig samþykka þeirri kröfu námumanna að kaup þeirra skuli hækka um 11 prósent. Sáttaboði hafnað Starfsmenn við hinar mikil- vægu jarðgasstöðvar í Lacq í Suðvestur-Frakklandi höfnuðu í dag sáttaboði frá vinnuveitend- um og ákváðu að halda áfram verkfalli sínu sem þegar hefur staðið í rúman hálfan mánuð. Þeir hafa þó hætt við þá fyrir- ætlun sína að loka alveg fyrir jarðgasið frá Lacq. en þaðan kemur nú pðcin.s helr'i""’ir þess ans lagði niður vinnu í dag. Var það eitt af mörgum boðuð- um verkföllum í póst- og síma- þjónustu Frakklands. Danmörk — Island 21:15 Islenzka unglingaliðið lék ann- an leik í gærkvöldi eftir aðeins klukkustundarhlé, og í þetta sinn gegn unglingalandsliði Dana. 1 upphafi var leikurinn mjög jafn. Danir skora fyrsta markið. Viðar jafnar, en Danir komast í 3:1. Þá eru það þeir Sigurð- ur Hauksson og Jón Karlsson sem rétta hlut Islands: en Danir bæta við tveimur mörkum og ná yfirhöndinni: 5:3. Sigurður Dagsson bætir hlut okkar manna: 4:5, en Danir auka haUann enn: 6:4. Viðar bætir við marki, og hinn snjalli línuleikmaður Tómas Tómasson jafnar metin: 6:6. Danir komast í 7:6, en Sigurður Hauksson jafnar: 7:7. Danir skora næsta mark, en Auðunn jafnar og skömmu síðar ná Danir aftur yfirhöndinni: 9:8. Brynjar var í markinu, og þegar hér er komið sögu ver hann vítakast frá Dönum. — Var það til að kóróna ágæta markvörzlu hans. Sigurður Hauksson kemur nú til sögunnar og jafnar: 9:9. Danir skora enn, en rétt fyrir lok hálf- leiks jafnar Auðunn: 10:10. Þegar síðari hálfleikur hefst er Auðunn aftur að verki og nær forystunni fyrir Island: 11:10. Danir jafna en Auðunn skorar aftur: 12:11. Nú skora Danir þrjú mörk í röð: 14:12, og gerast dönsku leikmennimir nú harðir og ruddalegir í leiknum. Jafnframt fara að sjást þreytu- merki á íslenzku leikmönnunum. Danir komast í 15:12, en Viðar réttir enn okkar hlut: 15:13 fyT- ir Dani. Danir kasta enn í netið: 16:13, en næstu tvö mörk skora Viðar og Tómas, þannig að leikar standa 16:15 fyrir Dani. Eftir þetta var úthald pilt- anna okkar á þrotum, og þeir skoruðu ekki fleirl mörk. Danir bæta hinsvegar við 5 mörkum, þannig að leiknum lauk 21:15. 1 heild var leikurinn ekki ójafn Danir eru harðir og óvægir leik- menn, en okkar menn höfðu skömmu áður leikið erfiðan leik, og áttu því við erfiðari aðstæð- ur að búa en Danir. Við þurf- um því ekki að una illa við ár- angur dagsins. Mörk Islands í leiknum við Dani skoruðu: Viðar 4, Auðunn 4, Sigurður Hauksson 3, Tómas 2, Jón Karlsson og Sigurður Dagsson eitt hvor. Myndin er tekin á fyrri fundinum sem prentarar í Newv York héldu um sáttatillöguna, en þá fclldu þeir hana Nú munu þeir greiða aftur atkvæöi um hana og þá í Madison Squarc Garden. Verkfatö prentara í Ne w York að Ijúka? NEW YORK 22/3 — Nú virðast loks horfur á því að takast muni að Ieysa verkfall prentara við dagblöðin í New York sem staðið hefur í hálfan fjórða mánuð. Allan þann tíma hafa cngin dag- blöð komið út í stórborginni, fyrir utan eitt. NEW YORK POST, sem samdi við prentara fyrir nokkrum dögum. Ákveðið hefur verið að leggja sáttatillögu Roberts Wagners borgarstjóra aftur undir atkvæði prentara, en þeir hafa þegar hafnað henni með litlum at- kvæðamun. Að þessu sinni verður fundur þeirra haldinn í stærsta sam- komuhúsi borgarinnar, Madison Square Garden, sem rúmar 18.000 manns eða hæglega alla verkfallsmenn. Fundurinn sem Brezkur raðherra á í vðk að verjast út af kvennamálum LONDON 22/3 — Einn af ráðherrum Macmillans, John Profumo hermálaráðherra, ar í vanda staddur vegna kvennamála og reyndi að verja sig með ræðu á brezka þinginu í dag. Stúlkan sem hann er kenndur við er 21 árs gömul sýningarstúlka og ekki hefur það auðveldað aðstöðu ráðherrans að hún hvarf í síðustu viku. Kyrr;i1'"<'i og á hún að sögn að V‘ m;i í ,taö þeirra í Sahara. Verkf Kona Profumos. kvikmynda- leikkonan Valerie Hobson, var ejn í áheyrendastúku þjngsins þegar hann hélt varnarræðu sína í dag. Profumo neitaði með öllu að hafa verið í tygjum við stúlkuna og sagði að enda þótt hann þekkti hana, hefði aldrej neitt ósæmilegt farið fram þeirra á milli. Hann kvaðst mundu höfða mál gegn hverjum þejm sem því héldi fram. Undanfarna daga hefur geng- ið þrálátur orðrómur um sam- band Profumos við þessa stúiku, Christine Keeler. Hún hóf fer- il sjnn sem þjónustustúlka á næturklúbbum, en varð síðar sýningarstúlka og komst í kynni við marga fyrirmenn og var tíður gestur í samkvæmum ,,fina fólksins“ í London. f siðustu viku varð hún mik- Starfsfólk franska iandssím-úl blaðamatur, þegar elskhugi hennar. Vestur-Indíumaður var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir morðtilraun í húsi einu í Wimpole Street. Christine átti að mæta fyrir rétti sem höfuð- vitni saksóknarans, en kom ekki og síðan hefur ekkert til henn- ar spurzt. „Ég velt ekkert hvar hún cr“ Profumo neyddist til að gera grein fyrir sambandi sínu við 1 Christine þegar sá kvittur kom upp í þinginu, að hún hefði ver- ið í tygjum við hann. — Ég sá ungfrú Keeler síð- ast í desember 1961 og ég hef ekki hugmynd um hvar hún er nú niður komin. sagði hann. Það er ekki minnsti fótur fyrir því að óg hafi átt hluf að því að hún mætti ekki fyrir réttt Hann sagðist hafa hitt stúlk. una fyrst í samkvæmi í Clive- den-höU sem Astor lávarður á, en þar er gamall samkomustað- ur foringja brezkra íhaldsmanna. — 1 þessu samkvæmi voru einnig dr. Stephen Ward sem ég kannaðist við og Évgéní fvan- off höfuðsmaður, einn af fulUrú- um so.vézka sendiráðsins í London, sagði Profumo enn- fremur. — Ég og kona mín höfðum lengi átt boð að heimsæikja dr. Ward og á tímabilinu júlí-des- ember hitti ég ungfrú Keeler sex sinnum í ibúð hans. sagði ráðherrann Ward læknir stundar ein- göngu sjúklinga meðal fyrirfólks London. Hann hefur íbúð í Wimpole Street. en einnig fast herbergi í Cliveden-höll þar sem hann dvelst gjaman um helgar. Hann hefur skýrt frá því í blaðaviðtali, að brezka gagn- njósnaþjónustan hafi spurt sig í þaula um kunningsskap sinn við ungfrú Keeler og ívanoff höf- uðsmann og talið svör sín al- gerlega fullnægjandi. sáttaboðið var fellt á var hald- inn í litlum húsakynnum og komust ekki nær allir verkfalls- menn að. Það þykir benda til þess að sáttaboðið verði nú samþykkt að formaður prentarafélagsins í New York, Bertram Powers, leggur það nú til, en hann var áður andvígur því. Enn tapar brezki íhaldsflokkurinn LONDON 22/3 — Verkamanna- flokkurinn hélt þingsæti sínu í aukakosningum í gær í kjördæm- inu Golne Valley með svipuðu hlutfalli atkvæða og í síðustu þingkosningum. Fylgið hrundi hins vegar af Ihaldsflokknum sem fékk nú aðeins helming þeirra atkvæða sem hann fékk í þingkosningunum. Hins vegar bættu Frjálslyndir enn við sig fylgi. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins fékk 18.633 atkvæði. Frjálslynda 15.994 og íhalds- flokksins 6.038. Fjórði frambjóð- andinn, sem hafði það eitt bar- áttumál að nektardans skyldi leyfður á skemmtistöðum fékk 266 atkvæði. Miðræður hefjast aftnr um Berlín WASHINGTON 2273 — Rusk ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna og Dobrynin sendiherra Sovétríkj- anna munu á þriðjudag hefja aftur í Washington viðrseður um Berlínarmálið. Viðræðum stjóma Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um þetta mál var slitið í októ- ber sl. þegar Kúbudeilan kom á dagskrá, en eru nú teknar upp aftur að frumkvæði sovétstjóm- arinnar. BresnéffogSjn til Kambodja BELGRAD 22/3 — Júgó- slavneska fréttastofan Tan- jug skýrði frá því í dag að á næstunnj myndu þeir Bresnéff forseti Sovétríkj- anna, Líu Sjaosi forseti og Sjú Enlæ forsætisráð- herra Kína fara til Kam- bodjft, ■I'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.