Þjóðviljinn - 23.03.1963, Page 6
v SfÐA
H6ÐVILIINH
sem voru aðskorin yfir brjóst-
ið Qg með útsniðnu og mjög
víðu pilsi. Þegar hún gekk til
hrossanna, vissi hún að hún
hafði aldrei á ævinrii litið jafn
vel út.
Hestarnir voru óviðjafnanleg-
ir. Oliver lét hana hafa fallega
hryssu og söðul úr svo finu
leðri að það glóði eins og silki
í sólinni. Þegar hún settist á bak
og fór á sinn stað í röðinni,
horfði þjónustufólk Charles að-
dáunaraugum á hana. Kaup-
mennirnir sem komið höfðu út
til að kveðja, veifuðu og hróp-
uðu: — Góða ferð, frú Hale.
Garnet veifaði á móti og hét
því að hitta þá aftur þegar lest-
in kæmi saman í apríl. Henni
fannst það reyndar uggvænleg
tilhugsun að allan þann tíma
yrði hún að búa undir sama þaki
og Charles, en bún var stað-
ráðin í því að enginn fengi að
vita það.
Charies var glæsilega búinn,
en henni fannst hann líka hlægi-
legur. Þar sem hann sat á viða-
miklu hrossinu, var hann skorpn-
ari en nokkru sinni fyrr. And-
litið var eins og uppþornað epli
og stingandi augun voru eins
og tveir títuprjónar með lituð-
um haus. Hann var í rauðum
silkijakka og útsaumuðum bux-
um og hnakkurinn var allur
Hárgreiðslan
P E R M A. Garðsenda 21,
sími 33968 Hárgreiðslu. og
snyrtistofa
talaði sjaldan til hennar. Þá
sjaldan hann gerði það, var það
með svo ískaldri kurteisi, að það
var næstum móðgandi.
En reyndar stóð henni næstum
á sama um Charles. Charles var
á sama um Charles. Charles
einn megnaði ekki að særa
hana. Það sem særði hana
meira og meira eftir þvi sem
dagamir liðu, var framkoma
■Olivers gagnvart Charles og
henni sjálfri. Hann hefði ekki
viðurkennt það þótt tíu þúsund
nautshúðir væru i boði, en Oli-
ver var hræddur. Hún reyndi
að skilja það. Oliver hafði
' misst foreldra sína þegar hann
Vvar bam að aldri. Alla tið síð-
an hafði hann hlýtt Charlesi
og Charles var harðstjóri. í
fjarveru Charlesar hafði Oliver
orðið ástfanginn af henni og
gengið að eiga hana. En nú var
Oliver eins og drengur sem hef.
ur í fyrsta skipti verið ó’hlýðinn
við ráðríkan föður. Garnet var
undrandi og miður sín og full
af vandlætingu.
Þegar þau láu í „húsinu"
sínu á næturnar — einu skiptin
I
silfurbúinn. Oliver var líka vel
til fara, því að Charles hafði
haft meðferðis ný föt handa
honum í stað þeirra sem hann
hafði slitið út á leiðinni. Oli-
ver var í sinnepslitum buxum j sem þau gátu talað saman í
Dömur, hárgreiðsla við
allra hæfi.
T JARN ARSTOF AN,
Tjamargötu 10. Vonarstræt-
ismegin Sími 14662.
Hárgreiðslu- og snyriistofa
STEINU OG DÓDÓ,
Laugavegi 11. simi 24616.
Hárgreiðslustofan
S Ó L E Y
Sólvallagötu 72.
Sími 14853.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
(Maria Guðmundsc'óttir)
Laugavegi 13. simi 14656.
Nuddstofa á sama stað.
WM'
3
22991 ■ Grettisgötu 62
með grænum og rauðum út-
saumi, jakkinn var úr bláu
silki og hnapparnir voru gerðir
úr gullpeningum frá Perú. Hann
var í drifhgítri skyrtu og með
hvítt silkibelti með gullkögri, í
stígvélum með stjörnulaga spor-
um og með barðastóran, svartan
mexíkanskan hatt með bláa
silkidúska um kollinn. Það var
löng röð af klyfjahestum og
lausum reiðhestum, það voru tíu
vikapiltar klæddir buxum í öll-
um regnbogans litum með lit-
skrúðug, röndótt slá á herðun-
um. Þau voru litrík og silfur-
gljáandi þegar þau Jögðu af
stað með hófadyn og flaxandi
mökkum, þetta var eins og kon-
unglegt fylgdarlið. Engum hefði
dottið í hug að þarna leyndust
ofsalegar innibyrgðar tilfinning-
ar, en Garnet vissi að svo var.
Ferðin var þægileg. Hestarnir
voru vel haldnir og úthvíldir
og þjónustufólkið meðhöndlaði
Garnetu ein$ og prinsessu. Þótt
það undraðist útlenda hætti
hennar, tók það samstundis við
henni sem hinni miklu frú á
ranchóinu. Þegar Þau áðu, var
samstundis komið með ullar-
teppi handa henni, vatn og vín
og allir hneigðu sig lotningar-
fullir þegar þeir réttu henni það.
Maturinn var afbragð, nauta-
kjöt, kryddað með chili-pipar,
jafningar úr niaís og baunum,
skálar með súkkulaði með húð
úr grófum, brúnum sykri. Rétt-
urinn nefndist panocha. Og
henni var þjónað með feimnis-
legum, hrífandi brosum, eins og
hún væri gyðj,a sem ætti að
meta fómargjafir þeirra.
Leiðin lá gegnum óræktar-
land. sundurskorið af giljum og
umlukt fjöllum sem minntu á
hauga af kryppluðu, dökku
flaueli. Um miðjan daginn
stönzuðu þau við ár sem voru
jaðraðar vínviði og tóbaks-
runnum og á stöku stað var
sterk, gömul eik sem hafði hald-
ið dauðahaldi í jarðveginn þama
i margar aldir. Fyrir mánuði
hefði Garnet verið hrifin af
fjöllunum og hún hefði líka haft
gaman af hinni elskulegu auð-
mýkt í Kalifomíu. En nú var
hún ekki í skapi til að njóta
neins.
Charles hataði hana. Hún sá
það, þegar hann gaut augunum
á glæsilegu reiðfötin hennar,
hann hataði hana vegna þess
að hún var hress í bragði og
létt í lund, vegna þess að hún
var stórlynd og lét ekki bug-
ast, hann hataði hana vegna
þess að hún var þarna. Hann
trúnaði, reyndi hún að fá hann
til að tala opinskátt við sig. En
hvernig sem hún reyndi, þá fékk
hún aldrei skýlaus svör. Oliver
sagði: — Elsku vina mín, hafðu
ekki áhyggjur af Charles! Ég
sagði að það tæki sinn tíma áð-
ur en hann sætti sig við þig.
—• Það er ekki Charles sem
ég hef áhyggjur af. sagði Gam-
et. — Heldur þú. Þú kemur
fram eins og ég væri eitthvað
sem þú þyrftir að blygðast þín
fyrir.
— Garnet, hrópaði Oliver
þreyttur og örvílnaður. ■—• f
guðs bænum hættu að angra
mig.
Og svo tók hann hana í fang
sér og bað hana fyrirgefningar
á því, að hann skyldi tala svona
hranalega til hennar. Hann elsk-
aði hana — elskaði hana meira
en allt annað í heiminum — var
það ekkj nóg?
Nei, hugsaði Garnet þegar hún
lá andvaka á næturnar, það var
ekki nóg. Hann elskaði hana,
en hanu þorði ekki að treysta
henni. Hún vildi ást. En hún
kærði sig ekki um veiklundaða
lilbeiðsiu,
Hún 'svaf óvært og hún vissi
að Oiiver gerði það líka, enda-
þótt hann segðist vera hress og
sprækur á morgnana. Hún
sagðist lika vera það, en hún
var það ekki. Henni leið hreint
ekki vel. Þetta var gerólíkt volk-
inu í lestarferðinni. Hér var
hún ekki þyrst, hér var enginn
kæfandi hiti, ekki ská!ar með
köldu pinolpe sem marraði í
undir tönn. Hér var það að-
eins nístandi reiði Charlesar og
ótti Olivers við hana og henn-
ar eigin fyrirlitning á Oliver.
Tlún hafði enga lyst á hinum
Húffenga mat, hún borðaði hann
aðeins vegna þjónustufólksins,
sem hafði Jagt sig í líma til
að gera henni fil hæ.fis.
Morgun einn, þegar þau riðu
njður fjallaskarð, sá Gamet
fyrir neðan sig staðinn sem hún
átti að búa á um veturinn. Það
var auðskilið hvers vegna
Charles hafði sagt „ranchóið
mitt“. Enginn sem þekkti þá
Hale-bræður hefði getað í-
myndað sér að Oliver ætti neinn
þátt í skipulagningu búsins.
Charles hafði sett stimpil sinn á
landið. Hin mikla landareign
var snurfusuð og snyrtileg eins
Og nýstífaður flibbi. Það var
augljóst við fyrstu sýn að
Charles var rikur, ekki notalega
ve! haldinn eins og Don Anton-
ios, heldur harður og strangur í
auðtegð sinni, teljandi hverja
húð og hvern þrúguklasa.
Aðalbyggingin var stórt hús,
hvítmálað með gleri í gluggum.
Fyrir framan það hafði Charles
látið gera vatnsgeymi með
steinveggjum sem fékk vatn úr
tveimur ám sem runnu niður úr
fjallinu, Umhverfis húsin voru
blómagarðar og ávaxtagarðar og
vingarðar. Allt var gróðursett
í beinar raðir og áveituskurðir
á milli og ekkert illgresi fyrir-
fannst sem gæti sóað hinu dýr-
mæta vatni. í hæfilegri fjarlægð
frá íveruhúsi Charles voru hús
þjónustufólksins og vörugeymsl-
urnar og verkstæðin. Þau voru
líka í beinum röðum eins og göt-
ur í skipulögðu þorpi. Garnet sá
fjölda fólks og ógrynni af naut-
gripum á beit. Jú, þama var
velmegun, óhugnanleg velmeg-
un. Hver fermetri lýsti fyrir-
litningu Charlesar á vinnuað-
ferðum hinna innfæddu. í
fyrstu varð Garnet beinlínis ó-
glatt. En svo langaði hana mest
til að hlæja, þvi að þegar hún
horfði á alla þessa snyrtimennsku
og leit síðan upp til fjallanna
í kring, fannst henni sem hún
hefði aldrei á ævi sinni séð neitt
eins fráleitt.
Ó, Oliver, hugsaði hún ör-
vílnuð, af hverju geturðu ekki
haldið velli fyrir þessum út-
blásna vindbelg og harðstjóra?
Og hvað bíður þin eiginlega hér
á þessum stað sem þú óttast
svo mjög?
Hún vissi ekki hvað Það var.
Þau riðu heim að ranchóinu og
þjónamir komu út til að taka
við hrossunum. Charles talaði
til þeirra með kuldalegum virðu-
leik, sagði þeim að senoran
væri eiginkona Don Oliveros og
þeir ættu að hugsa vel um hana.
Þeir voru undrandi en hneigðu
sig kurteislega. Charles 5agði
henni að hún og Oliver ættu að
fá svefnherbergi og stofu til
eigin afnota. Hann sagði þetta
eins og hann væri að tala um
fátæka ættingja,
Lífið á ranchóinu gekk eins
og eftir stundatöfl-u. Á hillu í
borðstofunni var stór amerísk
klukka og hún sló högg sín
með angurværum hljómi. Ef
Garnet hefði haft þörf fyrir
sönnun þess að Charles væri
harðstjóri, hefði það eitt nægt
að honum hafði tekjzt að fá
mexíkanana til að hlýða slög-
um klukkunnar. Þjónustufólk
Charlesar var hrætt við hann.
Það var þegjandalegt og þegar
Garnet reyndi að vingast við
það. virtist það lika vera hrætt
við hana.
Morgunverður var klukkan sjö.
Tládegisverður klukkan tólf. Eft-
ir hádegi mátti fólkið fá sér
dálítinn lúr. Charles hafði megn-
ustu óbeit á þeim ósið, hann
leit á það sem enn eitt sýnis-
horn af óforbetranlegri leti
heimamanna, en jafnvel ekki
Charles gat fengið mexikanana
til að vinna eftir hádegið.
Kvöldmaturinn var klukkan
átta
Eftir morgunverðinn fóru
Charles og Oliver í langar
ferðjr um landareignina og
Garnet þurfti að finna sér eitt-
hvað til dundurs á meðan. Hún
fór í gönguferðir og lagfærði
fötin sín og í borðstofunni fann
hún fáeinar bækur. Bækurnar
stóðu á áberandi stað og hún
gerði ráð fyrir að þær væru
hafðar þar til að ganga í aug-
un á gestum i þessu bókalausa
landi, þvi að ekki var að sjá, að
þær hefðu nokkurn tíma verið
opnaðar og lesnar. Þar voru
þrjár bækur á spænsku og tylft
slitinna binda á ensku, sem
virtist hafa verið stungið með
í kassa til að fylla þá — rit-
gerðir eftir löngu gleymda
prédikara. fáeinar gamlar
SKOTTA
Laugardagur 23. marz 1963
Við þurfum að laga okkur til. Svavar Gests er að koma.
Laust starf
Kópavogskaupstaður óskar að ráða forstöðukonu fyrir
leikskóla og dagheimili frá 1. júlí n.k. Umsóknir ásamt
upplýsingum um menntun og fyrri störf meðmælum og
kaupkröfu sendist bæjarstjóranum í Kópavogi fyrir 15.
apríl n.k.
Starf byggingarfulltrúa
Kópavogskaupstaðar er laust til umsóknar. Upplýsingar
um menntun og fyrri störf ásamt meðmælum berist
skrifstofu minni fyrir 1. maí n.k. Starfið verður veitt
frá 1. júli n.k.
Kópavogi 21. marz 1963.
BÆJARSTJÖRINN.
Aðalfundur
meinsfélags
Mánudaginn 25. febrúar sl. var
aðalfundur Krabbameinsfélags
Reykjavíkur haldinn í hinu nýja
húsnæði krabbameinsfélaganna
að Suðurgötu 22. Formaður fé-
lagsins, Bjarni Bjamason lækn-
ir, flutti skýrslu félagsstjómar
frá liðnu ári. Eins og að und-
anförnu hefur það verið aðal-
viðfangsefni deildarinnar að sjá
um fjáröflun, og í því skyni
voru haldin þrjú happdrætti á
árinu, og varð nettóhagnaður af
þeim tæpl. 400 hundrað þúsund
krónur. Vegna margra aðkall-
andi verkefna, mun deildin
leggja áherzlu á frekari fjáröfl-
un á þessu ári. Lagðir voru fram
endurskoðaðir reikningar félags-
ins og þeir samþykktir. Stjómina
skipa nú: Formaður: Bjami
Bjarnason læknir; ritari: dr.
Kaffidrykkja
Strandamanna
á sunnudaginn
Undanfarin ár hefur það verið
venja hjá Átthagafélagi Stranda-
manna í Reykjavík að bjóða
rosknum Strandamönnum til
kaffidrykkju einu sinni á vetri.
Nú er ákveðið að halda slíkt
kaffiboð næstkomandi sunnudag,
24. marz, kl. 3 síðdegis í Skáta-
heimilinu. Allir eldri Stranda-
menn og velunnarar þeirra eru
hvattir til að notfæra sér þetta
tækifæri til að hitta gamla
kunningja og sýslunga.
Síra Jón Guðnason mun flytj-
cáTn''
Krabba-
Reykjavíkur
med. Gísli Fr. Petersen yfirl.;
gjaldkeri: Ólafur Bjamason dós-
ent; meðstjómendur: frú Sigríð-
ur Eiríksdóttir hjúkrunarkona;
Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi og
Hans R. Þórðarson stórkaupm.
Virkir ársfélagar um sl. ára-
mót voru 842, ævifélagar eru
646, samtals 1488, eða 70 fleiri
en sl. ár.
Erlend tíðindi
Framhald af 7. síðu.
vísindamenn við eldflaugasmíð-
ar fyrir Egypta og þar að auki
vjnni 250 Þjóðverjar j egypzk-
um flugvélasmiðjum.
Eftir því sem fréttaritari Necw
York Times skýrir frá eru
Egyptar ekki einir um það fyr-
ir Miðjarðarhafsbotni að bisa
við að koma sér upp kjamorku-
vopnum. Vitað er að ísraels-
stjóm hefur látið reisa í Ne-
gev-eyðimörkinni kjamorku-
ver sem framleiðir plútóníum
hæft í kjamorkusprengjur. Ben
Gurion forsætisráðherra hefur
skipað svo fyrir að alger leynd
skuli höfð um kjamorkufram-
kvæmdir ísraelsmanna, og hann
hefur látið sér fátt finnast um
baráttu ýmissa þekktra vísinda-
manna í landinu fyrir að ríkin
við Miðjarðarhafsbotn verði
gerð að svæði án kjamorku-
vígbúnaðar. Israelsstjóm ræður
þegar yfir að minnsta kosti
einni gerð meðallangdrægra
Hdflauga, og leggja fáir trúnað
^ð þær séu aðeins ætlaðar til