Þjóðviljinn - 05.05.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 05.05.1963, Page 1
• Allt frá því að ísland var hernumið á nýjan leik árið 1951 hefur bandaríska sendiráðið verið miðstöð hinna umfangsmestu njösna- starfsemi. Þessar njósnir hafa ekki aðeins beinzt gegn öllum þátt- um íslenzks þjóðfélags, íslenzku landi og hafsbotni, heldur gegn hverri einustu fjölskyldu í landinu, hverjum einasta manni. Banda- ríska sendiráðið hefur fyrir löngu komið sér upp spjaldskrá yfir alla Islendinga, þar sem rakin er ætt þeirra og ævi, stjórnmálaskoðanir og hverskyns einkamál. Hafa þessar njósnr verið framkvæmdar í skjóli hernámsflokkanna þriggja og með beinni aðstoð þeirra • Þjóðviljinn he’fur í fórum sínum margvísleg gögn um njósnas’tarfsemi bandaríska sendiráðsins á íslandi, frumgögn að njósnum um einstaka menn, fyrirmæli um það hvernig njósna beri um einstaklinga í tilefni af tilteknum atburðum, fyrirskipanir um það hvernig eigi að vinna efni úr dagblöðunum, ýtarlegar njósnaskýrslur um atburði líðandi sfundar þar sem m. a. er fjallað um forustumenn hernámsflokkanna og afstöðu þeirra. Mun Þjóðviljinn í dag og næstu daga kynna lesendum sínum þessi sönnun- argögn um viðurstyggilegar njósnir erlends ríkis á íslandi, njósnir sem ekkert eru 'fengdar hernaðarátökum, heldur beinast að einkalífi og skoðun- um landsmanna sjálfra. • Gögn þau sem Þjóðviljinn hefur um persónunjósnir bandaríska sendi- ráðsins eru samin á íslenzku. Er þa” lögð áherzla á ætt manna og upp- runa, skólagöngu og æviferil, hjúskap og böm og síðast en ekki sízt stjóm- málaskoðanir. Sendiráðið hefur auðsjáanlega lagt kapp á að fá ættfræði- legar upplýsingar, því er ljóst að íslendingar eru frændræknir og að stjórnmálaágreiningur slítur sjaldnast slík fengsl. Eftir að sendiráðið fékk þessi gögn í hendur voru þau þýdd á ensku, hver maður fékk sitt spjald, og sérstakir njósnarar hafa verið gerðir út til þess að afla viðbótar- vitneskju og bæta inn á spjöldin ár frá ári. Þjóðviljinn birtir í dag mynd af einum slíkum njósna- seðli. Er þar fjallað um hinn kunna vísindamann Unn- stein Stefánsson, sérfræðing í fiskideild Atvinnudeildar Háskóla íslands. Frumskýrslan um hann hljóðar í heild á þessa leið: „Helgi Unnstelnn Stefánsson, f. að Sómastaðagerði í Reyðar- fjarðarhreppi, Suður-Múlasýslu 10. nóvember 1922. For. hj.: Her- borg, f. 1. janúar 1883. Bjöms- dóttir bónda í Dölum í Fáskr- úðsfirði, Stefánssonar og Stefán verzlunarmaður í Rvík., f. 28. febrúar 1882, Þorsteinsson bónda á Eyri í Fáskrúðsfirði, Lúðvíksson- ar. Unnsteinn varð gagnfræðingur utanskóla við Menntaskólann í Rvík 16. júní 1938 með I. eink- unn 7,71. Hann sat í III. og IV. bekk (stærðfr.d.) M.sk. Rvík. veturna 1938—1940. . Þar varð hann utanskóla stúdent í mála- deild 17. júní 1942 með I. eink unn 8,51. Hann var innritaður í læknadeild Háskóla Islands veturinn 1942—1943 og tók próf í efnafræði vorið 1943. Á árun- um 1943—1946 stundaði hann nám við University of Wisconsin, Madison, Wisconsin, U.S.A. Þar tók hann Master of Science-próf í efnaverkfræði á árinu 1946. Hann var verkfræðingur í rannsóknarstofu Fiskifélags Is- lands 1947—’48. Frá árinu 1948 hefur hann verið sérfræðingur í fiskideild Atvinnudeildar Háskóla Islands og hefur einkum unnið að sjórannsóknum. Hann átti námsdvöl í Banda- ríkjunum 1953 og var þá fuil- trúi Islands á fundum hafrann- sóknaráðs Norðvestur-Atlanzhafs- ins. Hann var kennari við Verzl- unarskóla Islands í Rvík 1946— ’48, 1950—’51 og 1952—’53 og ^ £****<. /S-f/tsþjpz, £ kenndi þar aðallega stærðfræði. Hann átti sæti í stjóm Verk- fræðingafélags Islands 1951—1953. Eftir hann liggja nokkur rit- störf, aðallega viðvíkjandi sjó- rannsóknum og lífi þar. Hefur þetta birzt í erlendum tímarit- um og innlendum og bókum Fiskideildar. Hann kvæntist 9. nóvember 1946 Guðrúnu Einarsdóttur, f. í Vestmannaeyjum 17. október 1914. For. hj.: Kristín, f. 22. okt. 1878, Traustadóttir trésmiðs á Patreksfirði, Einarssonar og Ein- ar, f. 17. sept. 1883, trésmíða- meistari í Rvík. Runólfssonar. Böm Guðrúnar og Unnsteins era þrjú og heita: 1) Kristín, f. í Rvík. 9. apríl 1947 2) Stefán, f í Rvík 11. september 1950 og 3) Einar. f. í Rvík 2. október 1952. Heimili þeirra (sl. 3—4 ár) er í Mosgerði 2. Rvík Kristín Traustadóttir er alsystir dr. Trausta Sigurðar, f. í Rvík. 14. nóvember 1907, Einarssonar próf- essors við verkfræðideild Há- skóla íslands, sem • giftur er Nínu, f. í Rvík 27. janúar 1915, Þórðardóttur. alsystur kommún- istans Agnars Þórðarsonar rit- höfundar, Suðurgötu 13, Rvík. Kristín Traustadóttir og Trausti, f. í Breiðuvík, Barðastrandasýslu 22. júní 1896, Ölafsson efnafræð- ingur, Eiriksgötu 6, Rvik eru systraböm. Unnsteinn er Þjóðvarnarmaður. Hann er I Þjóðvarnarfélagi Reykjavíkur. 1 alþingiiskosningunum 24. júní 1956 var hann 10. maður á lista þjóðvarnarmanna í Rvík. Fyrir stofnun Þjóðvarnar- flokks Islands 15. marz 1953 var hann framsóknarmaður". Næstu daga mun Þjóðviljinn birta fleiri dæmi um persónu- njósnir bandaríska sendiráðsins og önnur atriði úr njósnaskýrsl- um þes*.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.