Þjóðviljinn - 05.05.1963, Side 7
Sunnudagur 5. maí 1963
ÞlðDVILIINN
SlBA y
MEISTARINN
RÉTTINDALAUSI
Margt er ótrulegt í tilverunni. Það er t.d. hægt að vera meistari í
starfsgrein sinni, án þess að hafa nokkurn rétt til þess að snerta
á henni! I verksmiðju einni hér í bæ er t.d. maður sem smíðað
hefur tugi véla sem notaðar eru við framleiðsluna þar — án þess
að hafa nokkurt bréf uppá það að mega kalla sig smið.
En hvenær hefur
nokkur uppfinninga-
maður „haft bréf
uppá það“ sem hann
hefur verið að finna
upp?
í dag skulum við ræða við
meistarann réttindalausa, Karl
Stefánsson í Blikksmiðjunni
Gretti. Langt er síðan kynni
okkar hófust og ég komst ekki
hjá því að vita þrennt um
hann: að þar færi drengur
góður, að hann gæti fyrirhafn-
arlaust rekið mig á stampinn
í ýmsu því er beztu rithöfund-
ar okkar hafa sagt og að hann
væri á kafi í að smíða alls-
konar vélar. Lengi var hann
sjómaður og fékkst við allskon-
ar störf, en hefur starfað í
Blikksmiðjunni Gretti frá stofn-
un hennar. Þar hefur hann
smíðað tugi véla sem þar eru
notaðar við framleiðsluna —
án þess að hafa nokkurt leyfi
til að kalla sig blikksmið eða
járnsmið.
Ættfróðir menn segja að
hann sæki þetta til ættföður
síns, Egils smiðs Skallagríms-
sonar á Borg. Kirkjubækur
staðfesta að langa-langafi Karls
hafi verið Finnbogi sá er reisti
Finnbogabæ í Grjótaþorpinu og
langafabróðir hans Teitur smið-
ur Finnbogason. sá er á sín-
um tíma átti Smedens hús (það
er nú er í tölu útvaldra í Ár-
bæ), sá er synti fyrstur Við-
eyjarsund, fékk verðlaun fyrir
að byggja fyrsta húsið við Suð-
urgötu, fékk víst Dannebrogs-
kross og var kallaður dýralækn-
ir. En þrátt fyrir þetta er Karl
hvorki í Reykvíkingafélaginu
né heldur Borgfirðingafélaginu
þótt hann sé einnig Borgfirð-
ingur að langfeðgatali.
Oft hef ég ymprað á því að
mega skrifa eitthvað eftir Karli
en hann talið slíkt fráleitt.
Loks fékk ég hann til að svara,
og hér kemur svar hans —
með orðalagi hans óbreyttu:
—; Blessaður farðu ekki að
skrifa um mig og þetta fúsk
mitt, Jón minn. Það verður
okkur báðum til lífstíðar for-
smánar og ærutjóns. Þetta fúsk
mitt. sem þú heldur að sé hug-
vit pg tæknisnilli, veldur hverj-
um banghögum manni vork-
unnlátu brosi. 1 augum vinnu-
félaga minna myndir þú gera
mig að einu allsherjar viðundri,
en á það er sízt bætandi. „Nú
er Kalli orðinn alveg snarvit-
laus“! myndu þeir segja, svo
kæmu spottandi hlátrar og
hvínandi háðglósur. Mín elsku-
lega eiginkona sem staðið hef-
ur við hlið mér i blíðu og
stríðu, myndi skilja við mig
samstundis. Börnin fleygja mér
út og biðja mannherfu þessa
aldrei að þrífast.
Skrif þín um þetta saklausa
dund mitt gætu kannski hrund-
ið af stað málaferlum fyrir al-
þjóðadómstólnum í Haag, þar
sem ég yrði sakfelldur fyrir að
brjóta mannréttindaskrá Sam-
einuðu þjóðanna með því að
stela höfundarrétti sprenglærðra
tæknisnillinga á Gróttakvörn-
um nútímans. Það gæti endað
með því að þú yrðir dæmdur
í lífstíðarfanigelsi fyrir skrifin
og ég til hengingar.
— Þegar tékið var til að efna
niður i mig þá held ég að það
hafi ekki tekizt nema rétt neð-
an við meðallag, því mér skilst
að af nógu hafi verið að taka,
eða svo finnst mér þegar ég
fylgi látnum ættingjum til
grafar. Þá eru forfeðurnir eng-
in venjuleg múgmenni, heldur
sýslumenn, prestar. höfðingjar
og hagleiksmenn, og oftast
að hætta þeim störfum. vegna
þess að þeir þola ekki ofhleðslu
kynkirtlanna.
Vegur minn hófst ekki veru-
lega fyrr en ég fór að vinna i
blikksmiðjunni Gretti og gerð-
ist þar hlandrennusmiður fyrir
Bretann. Síðan finnst mér æv-
Karl Stefánsson
sem er höfundur allskonar
smíðavéla í Gretti
tekst presti einhverstaðar í
líkræðunni að nudda þeim
látna til einhvers skyldleika
við hinn kunna galdrakarl,
Snorra frá Húsafelli, en hann
var járnsmiður mikill og trú
manna að hann kynni kalda-
bras.
Þar sem afar mínir áttu
beztu höfuðbólin í Borgarfirði,
Húnavatnssýslu og stóran reit
úr hjarta Reykjavíkur. finnst
mér blátt áfram smekkleysa að
láta mig fæðast inni í Skugga-
hverfi og alast upp vestur í
Sauðagerði og verða þaráofan
síðarmeir að hrökklast uppyfir
inlega að sú lykt muni vera
af þeirri þjóð.
Hvenær Grettir var stofn-
aður man ég ekki, en það var
á þeim tíma sú trú manna, að
eina leiðin til að halda við-
skiptum væri að undirbjóða
hvern annan og í því bölvaða
nurlara-kapphlaupi voru helztu
verkefnin viðgerðir og smíði
á hænsatrogum og öskuskúff-
um, sem enginn lét þó smíða
án þess að leita fyrst tilboða i
hverri einustu blikksmíðaholu
og eftir allt það þref og prútt
þótti gott ef eitthvað smávegis
fékkst greitt um hver mánaða-
þess sem ónauðsynlegt mátti
teljast til daglegra þarfa.
Á þeim árum gekk ég með
harðspennta hungurólina og
svalt með sifjaliði mínu og
varð að ægilegum bolsévíkka,
sem vildi niðurbrjóta betta
djöfuls þjóðskipulag atvinnu-
leysis og eymdar.
Það hefur áunnizt, íhalds-
ókindinni til skapraunar, að
það hafa allir sem vinnufærir
eru nægjanlegt að éta. Ég hafði
meira að segja svo rúman fiár-
hag, þann tíma sem íhaldsblöð-
in kalla vandræðatimabilið, að
ég gat byggt mér hús, sem ég
Ejn af „KöMunum" — I»að yrði of langt að lýsa því livernjg hún vinnur.
Læk; þá finnst nú gömlum
Vesturbæing vart neðar hægt
að komast.
1 sveit hef ég verið og get
talað af reynslu og mannviti
um það. Að temja hesta er af-
arómannúðlegt. Það verður að
leggja á þá fjötra, slíta úr þeim
eistun, skríða upp á hrygginn
á þeim og láta þá bera sig.
Var áður gert af illri nauðsyn,
nú iðkað sem sport, aðallega
af afvegaleiddum mönnum sem
finna að þeir þyrftu að bæta
ráð sitt, því þeir ímynda sér
að þetta sé mannbætandi.
Margt mætti segja um störf
bóndans en yrði of langt. E'rá
þeim störfum fékk ég sálar-
heill minni borgið með þvi að
fara til sjós og líkaði ágætlega,
en oft verða mestu sægarpar
mót og ævinlega heimtaðar pró-
sentur þó aðeins væri um smá-
upphæð að ræða, og eftir lang-
varandi vanskil var eina vonin
að reyna að semja upp á nýtt
um síðustu skuldaleifarnar.
Það sýndist því ekki auðveld
leið fyrir blásnauða unglinga
að brjótast upp þann örðuga
hjalla að verða efnalega sjálf-
stæðir. Það tókst þeim þó, með
því að hafa það að meginreglu
að stofna aldrei til þeirra skuld-
bindinga sem gætu orðið fyrir-
tækinu fjötur um fót. Vera
lausir við alla skammyinna
fjármálaóra og uppskafnings-
eyðslu. Grandvarleikinn á fjár-
reiðum fyrirtækisins og sam-
vizkusemin sat svo mjög í fvr-
irrúmi að heimili eigendanna
báru lengi svip vöntunar alls
kalla auðmannavillu — og bað
er það, ef teknar eru til saman-
burðar þær íbúðir sem ég varð
áður að kúldrast í. Mér er á-
nægja að minnast þess að ég
naut við það velviljaðrar að-
stoðar blikksmiðjueigandans,
vinnufélaga minna og noklcurra
kunningja.
Einu sinni þegar húsbóndinn
var erlendis gerðist ég svo
djarfur að salla niður eir og
smíða mér úr því þakrennur
Fyrir það tiltæki mitt sæmdu
vinnufél^gar mínir mig nafn-
bótinni: Kalli í Gullkoti.
Aldrei hef ég haft, eins rúm-
an fjárhag og þann tíma sem
ég var að byggja og vinstri
stjórnin sat að völdum. Hún
kann að hafa valdið einhveri-
um mönnum vandræðum, en
ekki launþegum; síðan við-
rcisnin tók við er ég alltaf með
síðustu krónuna og er viðreisn-
in launþegum sannkölluð vand-
ræðastjórn.
Þegar ekki var lengur hægt
að þráast gegn að nýta vinnu-
aflið í landinu varð brátt svo
mikill hörgull á fagmönnum að
teknir voru menn til að bjarga
þjóðinni frá algjöru ófremdar-
ástandi, menn eins og ég sem
aldrei höfðu átt kost á mennt-
un eða faglegri verklegri þjálf-
un og settir til að vinna alls-
konar fagvinnu. Hlutum að
launum nafnbótina gervismiðir
eða bara gervimenn. Mér er
nær að halda að í öllum iðnaði
og flestri fagvinnu sé enn í dag
meirihlutinn ófaglært fólk. Mér ■
sýnist því augljóst, ef þetta ó-
faglærða fólk hefði ekki 'eyst
sitt hlutverk, þá væri helm-
ingi minni iðnaður. mun færri
íbúðir byggðar og algjör vand-
ræði með viðhald á bifreiðum,
húsum, skipum o. fl. o. fl.
Gizka mætti á að i bygging-
um nýrra verksmiðja, ef ekk-
ert hefði verið notazt við gervi-
menn, þá væri aðeins áburðar-
verksmiðjan risin, engin sam-
entsverksmiðja. Svo er líka at-
riði sem stundum þykir nokk-
urs um vert: Það þarf ekkl að
grelða ófaglærðu fólki eins hátt
kaup.
Maður skyldi því ætla að
þetta fólk nyti einhverrar vel-
vildar í orðum vindbelgjanna
yfir kokkteilglösunum í reisu-
gildunum og vígsluhátíðunum,
eða hvatningar mannanna með
silfurspaðana við hornsteinana.
en slíkt gerist aldrei og myndi
í þeim herbúðum vekja regin-
hneyksli Hins vegar er þrástag-
azt á því hvað byggingar og
mannvirki verði dýr af völdum
þess fólks (!) og mér er sérstak-
lega í minni ein áramótaræðan.
sem var að verulegu leyti
byggð á þeim boðskap.
Það er því ekkert að undra,
þá einusinni gervimanni er
sýndur sá sómi af blaðamanni
að eiga við hann viðtal, þó
hann noti tækifærið og grobbi
svolítið af sjálfum sér og sinni
ágætu stétt. Harma ég bara að
ekki skyldi verða skeleggari
maður fvrir valinu.
Svo urðu goðin reið hinni
miklu vinnu og velmegun 1
landinu; ætluðu sér að ráða
hverjir og hvað yrði gert i
landinu. Minnka skyldi fjár-
festinguna. Dæmi er víst t.ilum
það, að maður væri settur
í tugthús fyrir að byggja lítinn
steinvegg! Sérstaklega voru
lagðar á það strangar hömlur
að menn gætu flutt inn vélar
scm gætu örvað innlendan Iðn-
að. En þeim láðist að láta sói-
ina hætta að skína svo lífið
gekk sinn gang, meira að segja
ég gat haldið áfram að duðra
við að smíða stansa. Þeir skipta
nú orðið hundruðum, en beir
„Kalla“ tíunda, sem frá er
sagt í greininni. Höfundur
hennar stendur á bak við hana.
eru ekki allir fallegir. Ég er
hræddur um að þeir sem call-
ast mega verkfærasmiðir myndu
hrista höfuðið yfir sumum
þeirra. Með fyrstu stönsunum
sem ég smíðaði voru fyrir fiski-
spaða; þá voru krakkarnir mín-
ir að læra að lesa og sungu:
Sat ég undir fiskispaðahlaða
föður míns! Margar húsmæður
nota þessa fiskispaða enn í dag.
Þá vantaði blikksmiðjuna
tveggja metra hníf, sem engin
leið var að fá innflutningsieyfi
fyrir, svo það kom sér vel ,.ð
ég gat klúðrað honum af.
Hann hefur verið í daglegd
notkun síðan og er búið að
saxa niður í honum svo skiptir
hundruðum tonna af plötuiámi.
Svo þarna sérðu hvort verknað-
ur minn hefur ekki stundum
jaðrað við glæpsamlegt athæfi!
En það er nú hægt að telja
á fingrum sér þær vélar sem
ég hef smíðað sem svo rmkil
vinna liggur f, en stundum er
sagt: Gerðu þetta í Köllu. Með
þeim talsmáta er átt við að
gera eitthvað í einhverju app-
arati sem ég hef smíðað.
Við skulum því til að gera
sem mest úr hlutunum kalla
vélina sem ég er nú að smlða
„Köllu tíundu". Hún er búin
að valda mér andvökum með
verkjum í höfði og maga og er
bráðum komið ár síðan ég byrj-
aði á henni, með litlum frá-
töfum. Það er meira en smiða
þetta, þvi þó hugmyndin sé
tekin úr erlendum fyrirmynd-
um þá hef ég aldrei séð svona
vél svo hjá því verður ekki
komizt að semja. reikna og
teikna, þó ég hafi aldrei séð
hvemig aðrir menn bera sig
til með sirkil og reglustriku.
Þegar hér var komið svari
Karls gat ég ekki stillt mig
um að grípa fram í — enda
þótt það kæmi upp um a’gera
fávizku mína í öllu þvf er við
kemur vélum:
— Já. en segðu mér, hvað
gerir þessi vél þfn. að hvaða
gagni er hún? Hvað er þetta
illyrmislega lífshættulega rör
sem hún spýtir út úr sér?
Hvemig vinnur þetta verkfæri
þitt?
— Eins og þú sérð er nún
býsna snúin, ég treysti rr,ér
ekki til að lýsa henni fyrir
blaðalesondum. Hún skávindur
lóðrétta renninga á rör. úr
jámi, eir, aluminíum o.s.frv.
Skávindingur fananna er stlli-
anlegur. Hún getur ofið a
1” rör niður í 5/16”. Þvkkt
renningsins er 1/2 mm en
breiddin fer eftir þvermáli cör-
anna sem ofið er á t.d. 20 mm á
*/«” tommu rör. Vélin brýtur
2 mm vinkilkant á renninginn
sem leggst á rörið. Yfirborð
Framhald á 10. siðu.
1