Þjóðviljinn - 05.05.1963, Page 8
g SIBA
MÓÐVILJINN
Sunnudagur
5. maí
1963
r; V
{■', rjz'i
WMM
J
fe: J
í.' ■ • •. .. : .:::.. . ?
»//í. '
C ? . ■ . /.' :: 3
: • • ■ :
i ;í' íí&JxS&ííjj
■-;
I«®
: Í
■■'■,:
vortízku í
Mannfólkið er, eins og nðr-
ar s'kepnur jarðarinnar, háð
duttlungum náttúrunnar. Þeg-
ar sól hækkar á lofti, grasið
grænkar og allt sem lifir fær-
ist í nýjan búning fer það að
langa til að fá nýjan svip
líka. Einkum er kvemfólkið
næmara fyrir þessari tilfinn-
ingu — það bókstaflega verð-
ur að fá sér eitthvað nýtt —
og fer þá náttúrlega eftir efn-
um og ástæðum hvað þetta
nýja verður, hvort það verður
hattur, blússa, kjóll, skór eða.
jafnvel dragt eða kápa.
Þetta vita þeir mætavel,
sem verzla með kvenfatnað og
hafa vit á að koma alltaf með
eitthvað alveg nýtt á vorin —
e'kki bara erlendis þar sem
þörf er á að breyta klæðnaði
sínum á sumrin vegna hit-
anna, heldur Mka hér uppá Is-
landi þar sem minni munar
gætir í veðurfari sumar og
vetur. Við viljum kasta vetr-
arhamnum ekki síður en aðr-
ir.
Vorsýningar
Þessvegna mun kvenfólkið
óefað flykkjast á sýninigarnar
á voi-tízkunni sem nú eru
hafnar hér í Reykjavík. Fyr-
irtækin Eygló Laugavegi 116
og Feldur Austurstræti 10
kynntu framleiðsluna í
Klúbbnum sl. föstudagskvöld
og gera það aftur í kvöld og
næsta föstudags- og sunnu-
dagskvöld. Indælis sýnimgar-
stúlkur, laglegar og eðlilegar
í framkomu, menntaðar í
Tízkuskóla Andreu, gnnga í
fötunum um salarkynni
Klúbbsins. Mest eru það
dragtir og kápur sem aýndar
eru að þessu sinni, svo og
sportfatnaður.
Frauðefni
Helzta nýjungin er efnið í
kápunum svokallað foam-efni,
sem mætti kannski þýða með
frauð á íslenzku. Þessi efni
eru þannig unnin að á röng-
unni er frauðsvampur, léttur
og lipur, sem veldur því að
flíkin ber sig helmingi betur
en ella. Þar að auki er sagt
að svona efni hafi reynzt
mjög auðveld í hreinsun —
jafnvel svo að sé t d. um að
ræða jersey með frauði geti
maður þvegið það sjálfur með
góðum árangri
Fatnaðurinn sem Eygló og
Feldur sýna er yfirleitt inn-
lend framleiðsla og er á-
mægjulegt að sjá að hún gef-
ur í engu eftir þeirri erlendu,
hvorki hvað snertir efni, snið
né frágang og þar að auki er
sérstaklega miðað við þarfir
okkar og íslenzkt veðurlag.
Hér á síðunni birtast nokkr-
ar svipmyndir af sýningunni,
em sjón er sögu ríkari og ef
þið viljið sjá fleira og sjá
það betur getið þið sjálf
brugðið ykkur í Klúbbinn
kvöldstund og hresst upp á
skapið meðan vorið er enn
svona grátt með að skoða
fallegar íslenzkar fllkur á
fallegum íslenzkum stúlkum.
/Etti að verða ánægjulegl
bæði fyrir konuna og eigin-
manninm!
Þorbjörg Bernharð » blárrl blússu við hvíta dragt. Efnið er
tcrelyne og stórir biviir hnappar bæði á blússu og pilsi ljá
búningnum sérkennil ‘gan svip. Þessi búningur er einkum fyrir
ungu stúlkurnar, en tii hægri er svo Vildís Garðarsdóttir í
dömulegri flík, svartri ullardragt með silkipífum.
Guðrún Dóra Ellertsdóttir sýnlr Brynju Ingimundardóttur káp-
una sína, sem hægt er að snúa við og hafa hvort sem maður
vill einlita með köílóttum kraga og uppslögum eða köflótta
með einlitu Kjóll ú: köfiótta efninu er náttúrulega alveg til-
valinn við kápuna. Bryn.ia er í fötum sem allar skólastúlkur
eru vitlausar i: piisi og vesti úr nappa.
r
r
í gær var opnuð í Hafn-
arstræti 8 ný tízkuverzlun,
Parísartízkan, eign Rúnu
Guðmundsdóttur Hvann-
berg og Gyðu Árnadóttur,
sem báðar hafa starfað um
árabil hjá Markaðnum,
Rúna sem verzlunarsfjóri
og Gyða forstöðukona
saumastofu.
í Parísartízkunni eru seldjr
kjólar, undirfatnaður, skart-
gripir og snyrtivörur. en aetl-
unin er að háfa þar einnig
dragtir á boðstólum. Hélming-
ur kjólánna er jnnlend frám-
leiðsla og er saumastófa í
tengslum við búðina. Efnin í
kjólana hafa þær Gyða og
Rúna keypt frá Frakklandi,
ftalíu. Bandaríkjunum og Sviss
og kjólana sem ekki eru frárn-
leiddir hér, frá Englándi og
Frakklandi. Undirfatriaður ér
franskur. svo og skartgripir og
snyrtivarningur og hefur vérzl-
unin umboð fyrir franíka
snyrtivörufyrirtækið Rouge
Baiser.
Blaðamönnum var boðið að
skoða verzlunina sl. föstudag
og sýndi þá Ragna Ragnará
nokkra kjóla. Innrétting verfel-
unarjnnar er létt og skemráti-
leg, gerð af Manfred Vi’ihjalms.
syni arkitekt. Myndir birtéáf
í næsta heimilisþætti.
Andrés önd kynm
krakkamyndir
Góðan daginn!
Það lítur út fyrir að i dag
eigi að lata okkur hlæja því
að það er svo mikið af gaman-
myndum í bióunum. Það eru
ýmsir skrítnir karlar sem hægt
er að sjá í dag, beirra fremst-
ur og frægastur — og skemmti-
legastur — er þó Chaplin
gamli sem er í Tónabíó í
myndasyrpunni Gamli tíminn.
Gög og Gokke eru í Bæjarbíó
í Gög og Gokke í lífshættu og
Abbott og Ck'stello i Kópavogs-
bíó í myndinni í útlendingaher-
sveitinni. Svo eru þeir Dean
Martin og Jerry Lewis í
Aldrei of ungur í Háskólabíó
og Jerry karlinn er líka í
Ævintýri í Japan í Laugarás-
bíó.
1 Tjarnarbæ er enn ein gam-
anmyndin. Sá hlær bezt . . . ,
svo þið sjáið að þnð er satt
sem ég segi, það á að láta
okkur hlæja. Því miður éru
flestar þessar myndir gamlar.
svo hætt er við að mörg vkk-
ar hafi begar séð þær.
Myndin í Nyja bíó er til-
tölulega nýleg, hefur verið sýnd
tvisvar til þrisvar. og er l.iórn-
andi skemmtileg. Hún heitir
Ævintýri Indíánadrengs og ger-
ist í frumskógum Ameríku. í
hinum bíóunum eru gamlár
myndir, en nokkuð góðar, ég
hef sagt ykkur frá beim áður:
Órabelgir í Hafnarfjarðarbíó óg
Þiísund og ein nótt í Stjörttþ-
bíó.
Verið þið svo sæl að sinni'
Andréfc
Eygló og
Þær eru á leið i Klúbbinn í kápum úr frauðefnum. Frá vinstri:
Margrét Gi,nn 1 augsdó11ir, Guðrún Dóra Ellertsdóttir, Hrafnhildur
Guðmundsdóttir, Þorbjörg Bernharð, Brynja Ingimundardóttir og
Vlldís Garðarsdóttir. Verðið á kápunum er frá 2485 uppx 36Ö0
— þær dýrustu eru með skinni, Hattarnir? Nei, þvi miður,
þeir eru ekki til sölu. Það vildi bara svo vel til að fi-ú
Andrea átti sjálf frarska hatta sem pössuðu við allar kápurn-
ar. Á efrii eindálka myndinni hér fyrir neðan er Þorbjörg í
kápu úr nappa mcð !oðk»aga og á þeirri neðri VildíS í köfl-
óttum jalkakjól úr jersey. (Ljósm. vh).
(
\
(