Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.05.1963, Blaðsíða 2
SÍÐA WðÐVILJINN Miðvikudagur 15. mai 1963 ármann Snævarr endurkjörinn háskólarektor í gær fór fram kjör rektors Háskóla íslands fyrir tímabilið 15. september 1963 til 15. sept- ember 1966. Núverandi háskóla- rektor, Ármann Snævarr próf- essor, var endurkjörinn en hann var fyrst kjörinn rektor haustið 1960. Áskorun til MÍR-félaga Stjórnn Menningartengsla ls- lands ok Ráðstjórnarrikjanna hvetur alla félaga MÍR til að notfæra sér það einstaka tæki- færi, sem Sovézka kvikmynda- vikan á íslandi, 13.-19. maí, býð- ur upp á til kynningar á sov- ézkri kvikmyndalist. Tortíming Keflavíkurflugvallar Framhald af 1. síðu. sérfræðingar hans ráð fyrir því, að ef Keflavíkurflugvöllur yrði fyrir árás, yrði það eldflauga- árás, vegna þess hversu mikið „skotmarksgildi" völlurinn hefur og þar sem engar varnir eru til gegn eldflaugum. Um það atriði segir ennfremur svo í skýrsl- unni: „Eldflauginni (eða flaugunum) mætti skjóta úr kafbát, frá flug- vél langt frá Keflavík (air to ground missile) eða þá frá jörðu (surface to surface missile). Minnsta fjarlægð frá Keflavíkur- flugvelli til Varsjárbandalags- ríkis er fjarlægðin frá Keflavík til Austur-Þýzkalands, en hún er 1880 km. Þetta samsvarar 13 mínútna flugtíma fyrir cldflaug. Fiaugin yrði líklega af meðal- iangdrægri gerð (Intermediate Range Ballistic Missile eða IRBM). Slíkar flaugar draga allt Kosningaskrifstofur Alþýðubandalagsins Reykjavík Kosningaskrifstofan er í TJARNARGÖTU 20, opið dag'ega frá kl. 10 til 7. Stuðn- Ingsmenn Alþýðubandalagsjns eru beðnir að Iíta inn og gefa upplýsingar, sem að gagni mega koma. — SÍMAR SKRIFSTOFUNNAR ERU: 17511, 17512 og 20160. Vesturlandskjör- dæmi Kosningaskrifstofan er að félagsheimilinu REIN Á AKRANESI opið frá kl. 2 til 11. — SÍMI 630. Revk janesk jördæmi Kosningaskrjfstofan er í ÞINGHÓL. KÓPAVOGI. opið frá 5—7 og 8—10. SÍMI 36746 Norðurlandskjör- dæmi vestra Kosningaskrifstofa að SUÐ- URGÖTU 10, SIGLUFIRÐI, opið frá kl. 10 til 7. — SÍMI 194. Norðurlandskjör- dæmi eystra Kosningaskrifstofan á AK- UREYRI ER AÐ STRAND- GÖTU 7, opifí a'lan daginn. — SÍMI 2965. Austurlandskjör dæmi Kosningaskrifstofan í NES- KAUPSTAÐ ER AÐ MIÐ STRÆTT 22, opið allan dag- inn. Suðurlandskjör- dæmi Kosningaskrifst. x VEST- Mánnaeyjum er að BÁRUGÖTU 9 (Hólshúsi), opið frá kl 5 til 7 og 8 til 10. — SÍMI 570. Á SELFOSSI er kosninga- skrifstofan að AUSTURVEGI 10. — SÍMI 253. að því 3.500 km, og duga því til hemaðaraðgerða innan Evrópu, en ekki til hernaðaraðgerða milli heimsálfa. Álitið er, að Sovétrik- in eigi um 700 slikar flaugar. Minnsta fjarlægð til Sovétríkj- anna sjálfra er 2150 km, en það samsvarar aftur 14 mínútna flug- tíma. Eldflaug skotið úr kafbát hefði styttri flugtíma. Ennfremur væri flugtími flaugarinnar styttri ef henni væri skotið frá flug- vél, nema að það væri flaug knúin þrýstilofti. Hins vegar yrði samanlagður flugtími flaugar og flugvélar lengri en 14 mínútur, líklega um ein klukkustund. Að framangreindu má sjá, að búast má við að Iengsti aðvör- unartími, sem gæti gefizt, yrði 14 mínútur, og raunverulegur að- vörunartími minni en það“. Búast má við tveim- ur sprengjum í skýrslunni eru flugvellir Bandaríkjanna flokkaðir eftir „skotmarksgildi" þeirra. Kefla- víkurflugvöllur er kallaður ADC völlur (stytting á Air Defense Command). Um hættuna sem vofir yfir þeirri tegund flugvalla segir svo: „Um ADC flugvelli er erfitt að segja. Sé áreiðanleiki flauganna, sem beint er gegn þeim, ekki meiri en 80%, og séu þetta ekki álitnar nægilegar líkur fyrir eyðileggingu þeirra (og sé eng- inn hörgull á flaugum), þá má búast vlð tveggja flauga árás. Séu flaugarnar (IRBM) hins veg- ar 90% áreiðanlegar eða meira, og séu þetta álitnar nægar lík- ur fyrir eyðileggingu ADC vallar. má hins vegar búast við einni flaug. Sé gert ráð fyrir verra tilfell- inu má búast við tveimur sprengjum á Keflavíkursvæðið". Hættan af her- stöðvunum Þannig komast sérfræðingamir að þeirri niðurstöðu, að ef til styrjaldar komi séu mun meiri líkur á því að herstöð Banda- ríkjamanna á Keflavíkurflug- velli kalli yfir þjóðina árás; þeir telja að gerð vallarins geri lík- legar eina eða tvær eldflauga- árásir með kjamorkusprengjum, en lengsti aðvörunartími sem Framsókn með landhelgissamningnum 1 hvert skipti sem Morg- unblaðið ygglir sig á Tím- ann sver Þórarinn Þórarins- eon um hollustu sina við hemámsstefnuna og allar af- leiðingar hennar. Nú síðast hefur Morgunblaðið spurt með mi'klum þjóst hvort Framsókn ætli að segja upp nauðungarsamningnum við Breta um landhelgina og landgrunnið ef hún fái að- stöðu til, og Tíminn marg- tvinnar yfirlýsingar sínar: „Við samninga verður stað- ið .... Það er grundvallar- stefna Framsóknarflokksins að standa við gerða samn- inga, hversu óhagstæðir sem þeir eru .... Framsóknar- flokkurinn mun standa við gerða samninga og alls ekki rifta þeim.“ Ekkert er minnzt á þáð í Tímanum að það þarf tvo aðila til að standa við gerða samninga. Bretar hafa þegar brotið samninginn af sinni hálfu með því að neita að virða þau mörk sem þeir hafa sjálfir samið um og beita flotavaldi til þess að bjarga lögbrjótnum. Aug- ljóst er að stjórnarflokkarnir ætla að sætta sig við samn- ingsrof Breta, og svardagar Þórarins sanna að ekki stendur á því að hann láti sér ofbeldið vel lynda. Her- námsvinna Síðustu dagana hefur Tím- inn lagt áherzlu á að Fram- sóknarflokkurinn eé ekki síðri hemámsflokkur en Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn. Þessu til sönnunar birtir Tíminra í gær grein um „hringsnúninga Alþýðubandalagsins í utan- ríkismálum.“ Megiraefni þess- arar greinar er tekið úr bók Benedikts Gröndal ritstjóra Alþýðublaðsins, en sú bók var nýlega gefin út á bóka- forlagi Sjálfstæðisflokksins. Hefur verið vakin athygli á því hér í blaðinu að aðal- uppistöðumar í málflutningi Gröndals séu hugtakarugl- irngur og ívitnanafalsanir. enda fellur uppprentun Tím- ans vel að öðru efni blaðs- ins. En betur gat Tíminn ekki auglýst hina fullkomnu hernámsþjónustu sína en með því að prenta upp áróð- ursgrein eftir stjórnmálarit- stjóra Alþýðublaðsins, gefna út af forlagi íhaldsins. Annars er Benedikt Grön- dal gamall heimilisvinur Framsóknarflokksine. Áður en hann tók við ritstjóm Al- þýðublaðsins var hann áróð- ursstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Þá komst hann þannig að orði í bók sem forlag Framsóknar- flokksins gaf út að eitt mesta afrek þess flokks hefði verið að „plægja her- námsgróðann inn 5 sam- vinnuhreyf inguna. “ Hól um Bjarna I einni af njósnaskýrslum bandaríska sendiráðsins er sagt frá því að þau vopn sem Bjami Benediktsson telji bezt duga eéu ókurteisi og ruddaskapur (discourtesy and rudeness). Staksteina- höfundnr Morgunblaðsins segir í gær að þetta sé til marks um það a'ð „Bjami Benediktssora, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé sá Isleradingur, sem bandaríkja- mönnum eigi að vera hættu- legastur og mest þörfin sé á að gefa nánar gætur“. Þetta heitir að skilja ekki mælt mál; í njósnaskýrslunni er auðvitað verið að hæla Bjama. — A'ustri. gæfist væri 14 mínútur. Og eins i og rakið var í blaðinu í gær hafa þeir reiknað út að í algerri styrjöld gætu allt að tveir þriðju þjóðarinnar tortímzt. En þeir gera einnig ráð fyrir að af her- námsstefnunni geti leitt annars konar hættur; þeir segja: . „Sama máli gegnir um gas- og sýklaórásir eins og kjamorku- árásir, að slíkar árásir á íslend- inga „per se“ þjóna engum hem- aðartilgangi og em því ólíklegar (en ekki útilokaðar). Hins vegar kynnu hvoru tveggju að vera beitt, ef barizt yrði hér á landi. Einu varnirnar gcgn gasi eru gríma og plasthlifðarföt eða loft- þétt byrgi með gassíu í Ioftinn- takinu". „Fyrsta og nauðsynlegasta vömin gegn sýklahemaði er að hafa tiltæka sýklarannsóknar- stofu til að rannsaka sóttkveikju- tegundir, er kynnu að valda skaða hér. Ennfremur þarf að hafa tiltækilegar birgðir af lyfj- um og mögulegum móteitrum". Eins og ævinlega leggja sér- fræðingamir þama áherzlu á það að árás á íslendinga hafi engan tilgang; hættan stafi EIN- VÖRÐUNGU af bandarísku her- stöðvunum og „skotmarksgildi" þeirra, ef styrjöld skellur á. Landspróf í Eesinni stærðfræði 1. dæmi: x^' + x. ~ 2 —*------ xr - 7x 2. dseml; 2 - 13x + 42 x2 + 2x +•___2E__\ Vx ~ 1 x ~ V a) *) S 2x — 4. - ax. +. 3. = bx - ^ - 1 . . a. 3. dæmi: Þegar tölu nokkurri er deilt með 14, verður afgangurinn einn seytjándi hluti deilistofnsins, en einum minni en heila talan í, kvótanum. Finn töluna, sem deilt er í. 4. dæmi: Á skotkringlu eru þrír sam- miðja hringir, hver með tiltek- inni stigatölu. Summa stigataln- anna er 11. Maður skýtur 5 skotum í innsta hringinn, 2 í miðhringinn og 3 í yzta hring- inn. Fyrir þessi skot fær hann 44 stig. Annar maður skýtur einu skoti í innsta hringinn, 6 í miðhringinn og 5 í yzta hring- inn. Hann fær 30 stig. Finn stigatölu hvers hrings. Dæmin nr. 5—7 eru einungis ætluð þcim, sem lesið hafa Reikningsbók Ólafs Daníelsson- 5. dæmi: Tún nokkurt gæti A slegið einn á 33% úr degi, B á 30 dög- um og C á 27 döum. Þeir fara nú allir að slá, en eftir einn dag veikist B og kemur ekki að verki eftir það. Hve lengi er verið að slá túnið? 6. dæmi: a. Maður nokkur seldi vörur fyrir 59.20 kr. og skaðaðist um l*/3% á sölunni. Hve dýrt hefði hann þurft að selja þær. til þess að græða 10% ? b. Á jafnarma þrfhymingi eru armamir 5.7 cm hvor, og hæð- in á annan þeirra 4.2 cm. Finn þriðju hliðina á þríhymingnum. 7. dæmi: Þjófur stelur hesti, og ríður 8 mílur á dag. Þegar hann er 40 mílur brott riðinn, veitir hest- eigandinn honum eftirför og ríður dag hvem 10 mílur. Eftir hve marga daga nær hann þjófn- um? Dæmin nr. 8—10 eru einung- is ætluð þeim, sem lesið hafa Reikningsbók handa framhalds- skólum, II. hefti A. 8. dæmi: Verktaki tekur að sér fyrir kr. 17409.70 að grafa skurð, sem er 220 m langur, 2.5 m breiður og 0.8 m djúpur. Fyrir gröftinn verður hann að borga 8.75 kr. fyrir hvem m3 Fyrir að aka burtu moldinni borgar hann 14.00 kr. fyrir hvern bíl, en hver bíll tekur %m3. Hve mikið kost- ar að grafa skurðinn? Hve margir bílar af mold koma upp úr skurðinum? Hve mikil verða útgjöld verktakans? Hve mörg % er hagnaður hans? 9. dæmi: Tveir hreyflar eyða sama rafmagnsskammti, annar á 70 tímum en hinn á 105 tímum. Hve lengi endist sami skammtur báðum hreyflunum til samans? Á þessum tíma kostaði raf- magnseyðslan 63,50 kr. Hvemig skiptist hún á hreyflana? 10. dæml: A fer frá Reykjavík kl. 8 f.h. áleiðis til Akureyrar og ekur með 45 km hraða á klst. að jafn- aði. B leggur af stað frá Reykja- vík einni klst. síðar sömu leið og A, en B ekur að jafnaði með 60 km hraða á klst. Hvað er klukkan, þegar B nær A? RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 - Sími 24204 *5»«lH*t^g3ÖRNSSON 4 CO. p.O. BOX 1S*4 • RtYKlAVlK bifreiðaleigan HJÓL Hverflsgötu 8? Sfml 16-370 PIONUSUN LAUGAVEGI 18ia SÍMI 19113 SELJENDUR ATHUGIÐ: Höfum kaupendur með miklar útborg- anir að íbúðum og einbýlishúsum. TIL SÖLU: 2 herb. nýleg íbúð við Rauðalæk. 2 herb. íbúð í smíðum i Selási. 3 herb. íbúð við Óðinsgötu. 3 herb. íbúð við Engjaveg. 3 herb. góð kjallaraíbúð við Mávahlíð. sér inngangur, 1. veðr. laus. 3 herb. kjallaraíbúð við Langholtsveg, sérinngang- ur. 3 herb. íbúð við Njarðar- götu, sér hitaveita, 1. veðr. laus. 3 herb. fbúð á Seltjamar- nesi. 3 her. hæð í timburhúsií Kópavogi, 1. veðr laus. 3—4 herb. íbúð í smíðum við Safamýri. 4 herb. hæð við Melgerði, 1. veðr. laus. 4 herb. kjallaríbúð við Ferjuvog, 1. veðr. laus. 4 herb. glæsileg hæð við Longholtsveg. bílskúr, 1. veðr. laus. 5 herb. vönduð hæð i Hlíð- unum, sér inngangur, sér hitaveita, 1. veðr. laus. I SMlÐUM: Glæsllegt einbýlishús 1 Garðahreppi. selst tilbú- ið undir tréverk og málningu. Glæsilegar 130—140 ferm. hæðir í Kópavogi, með allt sér. Höfum til sölu nokkrar Htl- ar fbúðir og cinbýlishús f borginni og i Kópavogi, út- borganir 50 til 150 þúsund. Lítið einbýlishús við Breið- holtsveg Otb. 150 þús. Einbýlishús í Gerðunum, 4 herb. og eldhús. Arki- tekt Sigvaldi Thordarson. Hús við Hitaveituveg, allt nýstandsett, stór lóð og stórt útihús. Timburhús við Heiðargerði. Raðhús í enda við Skeiða- vog. Timburhús við Suðurlands- braut, útb. 50 þús. Timburhús við Borgarholts- braut, útb. 100 þús. Hafið samband við okkur ef þér þurfið að kaupa eða selja fasteignir. GERID BETRI KflUP EF ÞIÐ GETID

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.