Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 2
Það óeðlilega ástand er nú í landinu að veru- legur hluti af árstekjum launþega er fyrir utan eðlilega kjarasamninga. Þessar tekjur eru fengn- ar með eftirvinnu, næturvinnu, helgidagavinnu og hverskyns yfirborgunum, og tekjur af þessu tagi geta atvinnurekendur hætt að greiða hvenær sem þeir telja sér hen.ta. Atvinnurekendur neita hins vegar að gera eðlilega kjarasamninga, vegna þess að þeir vita að ákvæði sem komin eru í samninga er erfitt að taka aftur. Þær hagstæðu aðstæður sem nú eru þurfa launþegasamtökin að nota til þess að stórbæta samninga sína og stefna að því marki að fá sómasamlegar árstekjur fyrir dagvinnu eina sam- an. Alþingiskosningamar munu ráða úrslitum um það hver samningsaðstaða verklýðsfélaganna verður. r r • Osamræmi Undanfama daga og vikur hafa stjómarblöðin birt ókjör af grobbfréttum og línuritum þess efnis að hagur þjóðarbúskaparins sé betri en nokkru sinni fyrr. Blöðin styðja það með ýmsum rökum að afkoma atvinnuveganna hafi aldrei verið slík sem nú, og ein- stakir atvinnurekendur vitna dögum oftar um vel- megun sina. Gunnar Thoroddsen fjármálaráöherra segir afkomu ríkissjóðs með einstökum ágætum og horfur á að hún fari batnandi. Ekki er minni ánægja hjá bönkum og fjármálastofnunum, og varla hefur hrifmngin af hinni glæsilegu gjaldeyrisstöðu farið fram hjá nokkrum mann. Aukagreiðslur En allar þessar lýsingar á velmegun og góðæri og gróða eru í harkalegri andstöðu við ástandið í kjara- málum launþega. Þessa dagana er svo ástatt að svo til öll verkalýðsfélög hafa lausa samninga og geta hafið verkfoll hvenær sem er með sjö daga fyrirvara; ~>g alvarleg verkföll eru raunar þegar hafin. Opinberir starfsmenn hafa sótt fástar á en nokkruJsinni fyrr um lagfæringu á kjörum sínum, og býða nú örlaga- ríkrar niðurstöðu kjaradóms eítir nokkrar^vikur. Laun- þegum landsins — sem eru meira en þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar — ber þannig saman um að lífs- kjör þeirra séu alltof léleg og í engu samræmi viö lýsingar stjórnarflokkanna á hag þjóðarheildarinnar. Engu að síður er það stefna atvinnurekenda og stjórn- arvalda, að ekki skuli fallizt á samningsbundnar kjarabætur, eins og glöggt hefur komið í Ijós í við- rœðum verkalýðsfélaganna við Vinnuveitendasamband, íslands og Vinnumálasamband Samvinnufélaganna að undanförnu. Græða þrátt fyrir 100% álag Bilið milli heildarafkomu þjóðarbúsins og samninga verkalýðsfélaga er svo mikið, að atvinnurekendur hafa í verki orðið að fallast á að tryggja launþegum mun meíri árstekjur en samningar gera ráð fyrir með eðlilegum vinnutíma. Þetta hafa atvinnurekendur gert með því að taka upp eftirvinnu, nœturvinnu og helgi- dagvinnu í ríkara mæli en dæmi eru um áður, og slíkri aukavinnu er oft lofað í auglýsingum og ráðn- ingarskilinálum. í annan stað eru yfirgreiðslur tíðkað- ar ákaflega víða með hvers kyns fyrirkomulagi; menn fá ákveðna prósentu ofan á kaupið sitt, menn fá goldið fytir „umsamda eftirvinnu“ sem aldrei er unn- in, fá laun fyrir 13 mánuði á ári og þar fram eftir götunum. Telja fróðir menn að mikill meirihluti ís- lenzkra launþega fái slíkar aukagreiðslur á einhvern hátt Ekki samningsbundið Með slíku fyrirkomulagi viðurkenna atvinnurekendur í verki að þeir hafa efni á að greiða mun hærra kaup en um hefur verið samið. Þegar atvinnurekendur kveinka sér ekki við að láta vinna næturvinnu og helgidagavinnu, heldur sækjast eftir því, eru peir að sanna að peir hagnast á að kaupa vinnu verkamanna pótt hún sé greidd með 100% álagi. Lýsingar þær sem Gylíi Þ. Gíslason hefur birt á árstekjum iðnað- armanna verkamanna og sjómanna eru til marks um það nvernig menn geta með linnulausum þræl- dómi haft út úr atvinnurekendum árstekjur sem eru jafnvel tvöfalt hærri en samningar kveða á um méð eðlilegum vinnutíma. Geta tekið þær aftur En tekjur þær sem launþegar fá á þennan hátt rrtfeð aukagreiðslum og stórauknum þrældómi eru ekki samningsbundnar. Ef aðstæður breytast er það atvinnu- rekendum í sjálfsvald sett að fella niður alla auka- n vinnuþrælkun. Fullar árstekjur Ef Framsókn fær aukið fylgi sezt hún í vilreisnarstjórn Fyrir nokkrum árum skrif- aði Bandaríkjamaövir, sem hér hafði dvalizt um skeið, dokt- orsritgerð um hernámið. 1 þess- ari ritgerð fjallaði hann eink- um um afstöðu ísienzku stjóm- málaflokkanna til hemámsins og hvemig hún heíði breytzt. Athyglisverðust var lýsing hans á hegðun Framsóknarflokksins. Hann rakti með skýrum rökum að FramsóknarfJokk- urinn hrfði alltaf lýst and- stöðu við hernámið FYHXR KOSNINGAR með mis.jafn- lega skýru orðalapi. Fftir kosningar fór afstaða flokks- ins eftir kosningaúrslitunum. Ef flokkurinn TAPAÐI í kosningum hélt liann áfram anðstöðu sinni viö hernámið og magnaði hana jafnvel. En ef flokkurinn SIGRAÐ5, sncri forustan við blaðinu og notaði atkvæði hcmámsand- stæðinga til þess að festa hemámið i scssi — þar til óttinn við kjósendur magn- aðist á nýjan leik. Formúl- an var þannlg þessi: Þegar leiðtogar Framsóknarflokks- ins eru hræddir við kjósend- ur og vilja afla fylgis þeirra eru þeir á móti hernáminu; þegar leiðtogarnir hafa náð fylgi kjósenda og þurfa ekki á þeim að hakla um sinn eru þeir ineð hernáminu. Stefna Framsóknar- flokksins í heild Niðurstaða doktorsritgerðar- innar um þetta eina mál á við STEFNU FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS f HEILD, í hverju einasta stórmáli. Og ástæðan til þess að fiokkurinn getur leikið þennan gráa leik er sú að hann er skiptur í afstöðu sinni til allra mála; innan vébanda hans eru bæði einlægir vinstrimenn og harðsvíraðir hægrimenn. Telji flokkurinn sig þurfa á vinstriotefnu að halda getur hann kvatt til menn sem boða slíka stefnu af einlægni og kappi. þannig að þeim veröur trúað, og á meðan hafa bægri- mennimir hljótt um sig. En það eru alltaf hægri- mennirnir sem ráða i for- ustu flokksins. Cg þegar at- kvæðum hefur verlð safnað með vinstriáróðri, eru það hægrimennlrnir sem nota fylgið tíl framdráttar sinni eigin stefnu. Þetta hefurver- ið og er afstaða Eysteins Jónssonar. T vískinnungur Forusta Framsóknarflokksms hefur nú leikið þennan leik svo lengi að almenningur er far- inn að átta sig á honum. Sér- staklega í kosningaha-4ttunni nú hefur t'dskinn'ingurinn gengið svo langt «ð hnnn hefur naumast farið fram bjá nokkr- um manni. Hinir tveir armar flokksins hafa gripið hvor fram fyrir liendurnar á öðrum dag frá degi, þannig að segja má að Tíminn hafi stundum verið í harðvítum-i deilu vlð sjálfan sig. Einn rtneinn sagði blaðið að utanrikisstefna Fmrnsóknar- flok!:sins væri fvFkomin and- stæða við stefnu stjórnarflokk- anna; næeta dag sagði blaðið að Framsóknarflokkurinn væri „engu siður en stjóniarílokk- arnir“ með Atlanzhafsbandalag- lnu og hemámsstefnunni. Þeg- ar Tíminn var nokkrum sinn- um réttilega búinn að kalla landhelgissamninginn nauðung. arsamning, sneri hann snögg- lega við blaðinu og lýsti yfir því að „Framsóknarflokkurinn myndi að sjSfsögðu standa við samninginn". Skrif Tímans um Efnabagsbandalag Evrópu mega heita þögnuð með öllu eftir að sannað hef- ur verið að fortíð Ey- steins Jónssonar. Helga Bergs og félaga þeirra er nákvæmlega hin sama og forlíð stjórnar- flokkauna — og myndi þá ekkj framtíðin geta orðið á sömu lund? Og í kjaramálum virðist forusta Framsóknarflokksins ætla að ljúka kjörtímabilinu á sama hátt 03 hún hóf það; i ársbyrjun 1959 aðstoðaði hún stjórnarflokkana vlð að Iækka kaupið um 13,4% og afnema vfsitölubætur; síðustu vikum- ar hefur Vinnumálasamband samvinnufclaganna haft ná- kvæmlega sömu afstöðu og Vinnuveitendsamband fslands í samningum við verkalýðsfélög- in. Þannig er tvískinnungur Framsóknarflokksins nú þegar ljós fyrir kosningar. Og má þá ekki öllum vera ljóst hvað gerast muni eftir kosningar, ef Eysteinn Jónsson fær svo mik- ið kjörfylgi að hann telji sig ekki hafa ástæðu til að óttast kjósendur. Aðhald frá vínstri Framsóknarflokkurinn hefur verið og er mikið afl í ís- lenzkum stjómmálum. Þúsund- ir manna hafa kosið bann flokk kjörtímabil efttr kjör- tímabil í trausti þess að kosn- ingasigur flokksins myndi styrkja vinstristefnu á fslandi. Þessar vonir hafa alltaf brugð- izt; Forusta Framsóknar hefur aðeins boðað vinstristefnu þeg- ar hún befur óttazt um kjós- endur — aldrei þcgar hún hefur halt kjósendur vísa. Stuðningur við Framsókn f þessum kosningum er stuðningur við það að Ey- steinn Jónsson semji við Bjarna Benediktsson um þátttöku í viðreisnarstjórn- inni. Eina ráðið til þess að koma f veg fyrir að Fram- sókn taki þá stefnu, er að efla Alþýðubandaiagið sem mest. ■ Kjósendur! — Minnizt þess að Framsóknarflokkurinn getur ekki fengið neinn uppbótarþingmann. ■ Af þeim ástæðum geta mörg hundruð og jafnvel þúsundir atkvæða sem Framsókn eru greidd orðið áhrifalaus. ■ Slík áhrifalaus atkvæði gætu nægt til þess að tryggja stjórnar- flokkunum áframhaldandi völd. ■ Hvert atkvæði sem Alþýðubandalaginu er greitt hefur áhrif einn- ig við úthlutun uppbótarþingsæta. ■ Stjórnarandstæðingar! Hættið ekki á að gera atkvæði ykkar áhrifsM laus. — Kjósið Alþýðubandalagið. — G-listann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.