Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 3
stórbætta aðstöðu tiE nýrra samninga vinnu, næturvinnu og helgidagavinnu. Á sama hátt geta. þeir að eigin geSþótta hætt pegar þeim sýnist áS greiða yfirgreiðslur í hvers kyns formi. Ekkert af þessum tekjum er bundið í samningum verklýðsfélag- anna, þótt þarna geti verið um að ræða allt uppundir 50% af árstekjum launþega. Atvinnurekendur geta tek- ið þessar tekjur af launþegum þegar þeim sýnist án þess að hafa brotið nokkra samninga. Búast við breytingum Þarna er skýringin á því einkennilega ástandi sem nú er komið upp, að mikið ósamræmi er á milli samn- inga verklýðsfélaganna og raunverulegra árstekna. At- vinnurekendur hafa tekið þann kost að fallast á marg- víslegan hátt á kauphækkanir án þess að gera um það bindandi samninga. Þetta ástand er að mörgu leyti óhagkvæmt fyrir atvinnurekendur sjálfa og veldur þeim ýmsum skipulagserfiðleikum. En þeir hafa valið þessa leið vegna þess að þeir vita að þessar umframgreiðsl- ur geta þeir tekið aftur þegar þeim hentar. Þeir vita af langri reynslu að það er erfitt verk og hartnær óframkvæmanlegt að lækka umsamið tímakaup, en greiðslur sem ekki hefur verið samið um er að sjálf- sögðu hægt að fella niður. Óþolandi ástand Þessi aöferð atvinnurekenda sýnir að þeir reikna með því að aðstœður í þjóðfélaginu kunni að gerbreyt■ ast, að senn kunni að Ijúka þeixri miklu eftirspurn eftir vinnuafli sem einkennt hefur ástandið um skeið. Öllum sem átta sig á þjóðmálum er ljóst að það góða atvinnuáscand sem nú er í landinu er ekki afleiðing af viðresninni, heldur var það einmitt einn tilgangur hennar að „draga úr þenslunni“. Þau urðu einnig áhrif viðreisnarinnar í upphafi. eins og glöggt má marka af því að fyrsta ár hennar minnkaði inn- flutningur meira að segja af matvœlum og öðrum brýnustu nauðsynjum almennings. Breytingar þær sem síðan hafa orðið á þessu ástandi stafa af óvenjulega góðu árferði frá náttúrunnar hendi, meira aflamagni en dæmi eru til áöur í sögu þjóöarinnar og hækkandi verði á afurðum okkar á heimsmarkaönum. Þar hefur forsjónin tekið í taumana hjá viðreisninni. En atvinnurekendur reikna með að viðreisnin verði yfirsterkari ef hún fœr að haldast. Þess vegna leggja peir ofurkapp á að fallast á þær kauphœkk- anir oq aukagreiðslur einar sem hœgt er að taka aftur. Þess vegna vilja þeir ekki að vélmegun þjóð- arbúinu festist í kjarasamningum verkalýðsfélaganna til frambúðar. Kosningar ráða úrslitum Launþegar hljóta hinsvegar að leggja áherzlu á að þeir íái sinn hlut af sívaxandi þjóðartekjum í föstum samningum um kaupgjald og vinnutíma. Það ástand sem nú ríkir er algerlega óþolandi, bœði vinnuþrœlk- unin og það fyrirkomulag að einstaklingar og starfs- hópar semji munnlega um kaupuppbætur sem hægt er aó taka aftur pegar atvinnurekendum sýnist. Á- standíð er svo alvarlegt aö gerbreyting á allri vinnu- tilhögun á íslandi er orðin óhjákvœmileg nauðsyn. Þaö verðui að skipa málum þannig að vinnuþrælkun- in verði afnumin og að menn fái tryggðar óskertar árstexjur fyrir eðlilegan dagvinnutíma með samn- ingum. Tíl þess að þetta megi takast þurfa launpegar i verklýðssamtökunum og í samtökum opinberra starfs- manna að láta faglega og pólitíska baráttu fylgjast að. Kosn-.ngar þær sem framundan eru munu ráða úrslitum um pað hvernig kjaramálin þróast á nœstu mánuðum Alpýðubandalagið á rœtur sínar í laun- þegasamtökunum, og fylgi Alþýðubandalagsins verð- ur skoðað sem mœlikvarði á það hversu fast laun- pegar fylgja kröfum sínum eftir. Hvert atkvæði sem Alþýðúbandalaginu er greitt er krafa um afnám vinnu- prælkunar, krafa um óskert árskaup fyrir eðlilegan dagvinnutíma einn saman, krafa um samninga sem tryggi rétt launþega til frambúðar. Kjörseðillinn er vopn í kjarábaráttunni, og launþegar sem skilja ékki pá einföldu staðreynd eiga á hættu að beita því vopni gegn liagsmunum sínum. VIKIÐ TIL fyrir eðlilega dagvinnu eina saman HVERJIR VILJA GERAST SVARAMENN? Eysteinn Jónsson á flokksþingt Frajnsóknar: „Geti stjórnarflokkarnir ekki ráðið EINIR eft- ir kosningar verða þeir að TAKA TILLIT TIL Framsóknarflokksins . ., Það er ekki árennilegt að fela stjórnarf'okkunum EINUM SAMAN völdin á næsta kjörtimabili.“ Bjarni Benediktsson i Morgunblaðinu: „Sjálf- stæðismenn hlytu að fagna því ef Framsóknar- menn vildu taka upp HEIÐARLEGT SAMSTARF UM GÓÐ MÁLEFNI... Ef menn gætu treyst því að Framsókn vildi taka upp heiðarlega samvinnu \áð núverandi stjórnarflokka væri EKKI NEMA GOTT UM SLÍKT AÐ SEGJA.“ EINA RÁDIÐ TIL AÐ KOMA í VEG FYRIR HÆGRISVEIFLU FRAM- SÓKNAR ER AÐ EFLA ALÞÝÐUBANDALAGIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.