Þjóðviljinn - 09.06.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.06.1963, Blaðsíða 8
Þögn um stórhneyksli hafa einkennt hernáms- blöðin síðustu dagana og vikurnar, sem sönnun um málstað sem ekki verður varinn. Kjósendur þurfa að minnast þess í kjörklefanum í dag um hvað her- námsblöðin þegja. Dauðaskýrslan Trúnaðarskýrsla dr. Ágústs Valfells til Bjarna Benediktssonar um afleiðingar hernámsstefnunnar flytur röksemdir sem ekki verða hraktar. Þar er í fyrsta 3agi sannað að stríðshættan stafar af vígbún- aðarkapphlaupinu og herstöðvastefnunni — sem íslenzk stjórnarvöld styðja. í öðru lagi er sannað að hættan fvrir íslendinga stafar af því einu að hér eru bandarískar herstöðvar. í þriðja lagi hafa sér- fræðingarnir komizt að þeirri niðurstöðu að Kefla- víkurflugvöllur sé svo alvarleg herstöð að 75% líkur eru fyrir því að hann yrði skotmark þegar í upphafi styrjaldar. Að lokum segja sérfræðingarnir að ef slíkt gerðist gætu allt að því tveir þriðju þjóðarinnar farizt. Þegar undan er skilinn ómerkilegur skætingur hafa hernámsblöðin þagað um þessar alvarlegu staðreyndir — Tíminn ekki síður en hin hernáms- blöðin. Morgunbíaðið skýrir frá hinni „frækilegu" frammistöðu í Mil- wood-málinu. V.-þýskt fjármagn i gær skýrði Vísir ftá því, að þýzkur auðmaður hefði fest kaup ájörð við Þjórsá, þaí sem hafnarskil- ýrði eru taliii góð. i Ekki er ástæða til þess að amast yið slíkum káup- um útlendinga.á íslenzku landi meðah í»au. eru.í hófi.í Málgagn fjármálaráðherra, Vísir fagnar í ieiðara yfir uppvöðslu erlendra auðhringa hér á landi. 9th Díöoabér 1?5Æ Pagé - iia.’aPAPaaa1 asgai- Ifargunölaáid 25 STovöUíbör 195á — Pagö i.'ó •- -A rticls íy Trau»ti ismaraaon, profóaaor «e soalogy. 3 Ubjoot bo diaOuoao* of MttlTAKr JMPORTA1K3S, Ehould t>a tranalatad. ito tony tot j)o im wiii to hays jhb abtiom trahelated a Oaologioal Oartograply ot loaland - A Contritotlon to íntarnational Eoianot, Morgunblaild - 2nd Boa. 5$ - Bao’í Pago - Story on BAITI.YISTOftr. Mi£ht nota. Mor£unhlodid, 2nd Bao. 56 - Sditorial — naaa worda. of Hannoa Paturnon, jroung poat (jood ena, too) and Oraat Poet. Matthlaa Joahuaaaon u thaaia. for Bditoriú. OooJ* Cr njósnaskýrslum bandaríska sendiráðsins. Kjósið gegn löngum vinnu- tíma og tógu kaupi xG Milwood-málið Allt er nú dottið í dúnalogn kringum Milwood- hneykslið. Þar gerðist þó sá atburður að brezka stjórnin neitaði í verki að virða landhelgissamn- inginn frá 1961, notaði brezka flotann til að bjarga veiðiþjófi andan réttvísinni og koma honum undan. Brezka stjórnin hefur þverneitað að vecða við kröf- um íslenzku stjórnacinnar um að veiðiþjófurinn verði framseldur og skipherranum á Palliser refsað — oq íslenzka ríkisstjórnin buktar sig fyrir ósvífn- inni. Og nú bendir allt til þess að hæstiréttur af- hendi Bretum Milwood þegar að kosningum lokn- um. Þögnin kringum Milwood-málið spáir ekki góðu — alira sízt eftir að Tíminn heíur lýst yfir því að Framsókn muni virða svikasamningana við Breta eins og helgan dóm. Fölsunin í Hafnarfirði Þjóðviljinn skýrði íyrir nokkrum dögum írá því að bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði hefði falsað skipsskráningarskjöl í því skyni að hafa af sjó- mönnum umsaminn hlut. Þetta er einhver óheyri- legastí verknaður sem um getur í dómsmálasögu ís- lendinga — þótt hann sé áframhald af margvíslegri valdníðslu stjórnarvaldanná gegn sjómönnum og öðrum launþegum. Um þennan einstæða verknað þegja stjórnarblöð- in — og Tíminn lætur sér nægja hlutlausa írétt. Njósnir Bandaríkjanna ! kosningabaráttunni heíur Þjóðviljinn birt margvísleg gögn sem sanna einhverja ófrýnilegustu iðju sem stunduð er hér á landi, njósnir bandaríska sendiráðsins um menn og málefni. Hernámsblöðin reyndu fyrst að verja iðju bandaríska sendiráðsins og gera lítið úr sönnunum Þjóðviljans, en eftir að einn njósnarinn játaði á sig verkið hafa þau þagnað — eining Tíminn. Þessi þögn er eðlileg afleiðing af því að njósnir bandaríska sendiráðsins eru framdar í skjóH stjórnarvaldanna og með aðstoð hernáms- flokkanna allra, sem hafa gert skrifstofur sínar að hlekk í njósnakerfi Bandaríkjanna. Uppivaðsla auðhringanna Þjóðviljinn hefur sannað að erlendir auðhringar hafa þegar gert umfangsmiklar ráðstafanir til þess að tryggja sér athafnasvæði hérlendis þegar búið er að innlima ísland í hina stærri heild, Baader- hringurinn á Seltjarnarnesi og Findus í Njarðvík. Þessar athafnir auðhringanna eru bezta sönnunin fyrir því að tilraunirnar til að innlima ísland halda ennþá áfram af fullum krafti bakvið tjöldin. Um þessar sannanir begja hemámsblöðin — einnig Tíminn. Lán fjármálaráðherrans Su'nnudagur 9. júní 1963 — 28. árgangur — 127. tölublað. Siglufjarðarfélög boða verkfall f fyrradag var sam- þykkt á fundi stjórna og trúnaðarmannaráða verkalýðsfélaganna í Siglufirði, Þróttar og Brynju, að lýsa yfir vinnustöðvun í Siglufirði frá 16. þ.m. hafi samn- ingar ekki tekizt við Vinnuveitendafél. Siglu- fjarðar og stjórn S.R. Sigluf jarðarféiögin fylgja í --------------------------- kjölfar Akureyrarfélaganna og svo verður um flest verkalýðs- félögin á Norðurlandj og Austur- landi. Þanniig dregur óðum til átaka um mannsæmandi kjör hér á landi. Athygli hefur vakið af- staða Vinnumálanefndar sam- vinnufélaganna á samningafundi nýlega á Akureyri og er þar annað hljóð í fulltrúum Fram- sóknarflokksins en vinstra hjalið i Tímanum þcssa daga. ★ Vinnumálanefnd samvinnufé- iaganna mun telja sér öliu ó- hætt eftir kosniingar og samfylkir við íhaldið að halda launakjör- um niðri í landinu. um’Ahrif nútímahernaðar A ÍSLENDINGA Skýrslá til dóinsniálara«b»rra eftir •4í’-> Agúst Valfeíls, • • m fors'töSumann Almannavarna Hlutl af titilsíðu trúnaðarskýrslu dr. Agústs ValfeUs til dómsmála- ráðherra um afleiðingar hernámsstefnunnar. ALÞÝÐU BANDAIAGIÐ SíSustu dagana heíur Þjóðviljinn upplýst enn eitt dæmi um fjármálaspillingu stjórnarvaldanna, hvernig einstakir áhriíamenn fara með almennings- fé eins og eigin eign. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra hefur um nær fjögurra ára skeið skuldað borgarsjóði 100.000 kr. — lán sem hann veitti sér sjálfui án samþykkis borgarráðs skömmu áður en hann hætti borgarstjórastörfum. Um betta lán hefur enginn samningur verið gerður, af því hafa hvorki verið greiddir vextir né afborganir. Um bessa fjár- málaspillingu þegja hernámsblöðin þunnu hljóði — einnig Tíminn. Landgrunnið er eign Sslendinga—Engar undanþágur xG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.