Þjóðviljinn - 16.06.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.06.1963, Qupperneq 1
f&9 ÞjóBviljinn óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleBilegrar hátíðar ÞEGAR BLÁHVÍTI FÁNINN VAR TEKINN MED HERVALDI Á miðvilcudaginn í síðustu viku, 1 2. júní voru liðin rétt fimmtíu ár síðan sá atburður gerðist á ytri höfninni hér í Reykjavík, að skipherrann á danska varðskipinu Islands 1913 1963 Falk, Rudolph RotKe, lét taka Keimatilbúið flagg, blátt með Kvítum krossi, af skemmti- báti, sem var á sveimi þar umhverfis varð- skipið. Héldu Danir því fram, að ætlun Is- lendinganna á bátnum Kafi verið sú að sýna danska fánanum lítilsvirðingu. Framkoma danska varðskipsforingjans vakti mikla ólgu meðal íslendinga. Efnt var meðal annars til útifundar í garðinum framan við stjórnarráðshúsið í mótmælaskyni og þar var fánatökunni lýst sem móðgun við íslend- inga^ Gremjan út af tiltæki þessa danska sjóliðs- foringja hjaðnaði áður en langir tímar liðu, en atburðurinn mun samt Kafa orðið til þess að ýta á eftir því, að birtur var konungsúr- skurður 22. nóvember þá um Kaustið um ís- lenzKan sérfána og skipun nefndar sem gera skyldi tillögur um gerð og lit þessa væntan- lega fána. Frásögn af atKurðinum á ReykjavíKurhöfn 1 2. júní 1913, eins og hann er skráður á bæk- ur, er birtur á 5,: síðu blaðsins í dag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.