Þjóðviljinn - 27.06.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.06.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA HÖÐVIHINN Fimmtudagur 27. júní 1963 ísótópagreining Framhald af 10. síðu. an þetta vatn kemur, um hvaða jarðlög það rennur, hve lengi það dvelst neðanjarðar o. fl. Magn þungs vetnis í vatni fer eftir því hver hæðin er yfir sjávarmáli, hvort það kemur úr jökli, á eða upsprettu. Litarefni hafa verið notuð til þess að fylgjast með rennsli vatns, sn í þessu tilfelli mundu þau koma að litlu haldi. Kjamorkumálanefnd Banda- ríkjanna lét smíða meginhluta massarófritans við Chicagóhá- skóla undir leiðsögn Dr. Fried- mans. Utanmál tækisins er um 2x2, 7x2 metrar og það vegur um 900 kíló. V-Íslendingar Framhald af 1. síðu. fyrir. Engir skriflegir samningar voru gerðir við þá og öll lof- orð aðeins munnleg svo að erf- itt getur reynzt að herma brigð á viðsemjenduma. 1 þessu sambandi er rétt að minna á ummæli formanns Is- lendingafélags eins í Kanada Snorra Gunnarssonar í viðtaii við hann sem flutt var í út- varpinu snemma í þessum mán- uði. Lét hann þar í ljósi nokkr- ar áhyggjur yfir þessum manna- ráðningum til Islands og taldi að þeir sem til fararinnar réð- ust myndu ekki hafa gert sér Ijósa þá staðreynd, að atvinnu- leysistrygging f Kanada væri hærri en sem svaraði dagvinnu- kaupi á Islandi! Jafnframt benti hann á að af tekjum þeim sem Vestur-Islendingunum hefði verið lofað hér yrðu þeir að greiða háa skatta en á samsvar- andi tekjur í Kanada væru sama og engir skattar lagðir — þær þættu svo lágar. Þetta myndu íslandsfararnir ekki hafa athugað heldur. Það virðist nú komið í ljós að áhyggjur hans voru ekki á- stæðuláusar. LAUGAVEGI 18® SIMI 19113 TIL SÖLU 3 herb. íbúð við Sogaveg, útb. 150 þús. 3 herb. nýstandsett fbúðvið Bergstaðastræti, sér inn- gangur og sér hiti. 3 herb. hæð og 2 herb. í risi við Kárastíg, sér inn- gangur útb. 175 þús. 4 herb. hæð með allt sér við Öðinsgötu, verkstæðis- pláss á jarðhæð. 5 herb. glæsileg fbúð f Högunum. I. veðr. laus. 2 herb. ný íbúð við Aust- urbrún . 2 herb. íbúð í Selási í smið- um. 3 herb. efri hæð við Oð- insgötu, sér inngangur. 3 herb. ný og glæsileg íbúð í Laugamesi. 3 herb. góð fbúð á efri hæð í Gerðunum ásamt stofu og eldhúsi á fyrstu hæð, 1. veðr. laus. 3 herb. hæðir 90 ferm. í timburhúsi við Engjaveg. 4 herb. vönduð hæð við Langholtsveg með bílskúr innréttuðum sem verk- stæði, 1. veðr. laus. 1 KÓPAVOGI: Raðhús við Álfhólsveg, 5 herb. og eldhús. Elnbýlishús við Lyng- brekku, 5 herb. og eldh. Höfum kaupendur með miklar útborganlr að: 2 herb. fbúðum f borginni og i Kópavogi. 3 herb. fbúðum í borginni og í Kópavogi. 4—5 herb. hæðum f borg- inni og í Kópavogi. EinbýHshúsum helzt við sjávarsíðuna. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að kaupa eða selja fasteiguir. Gunnar Sverrír Guðnwndsson f. 28/6 1917 — d. 21/6 1963. mörgu í sambandi við fram- tíðaröryggi sinnar stóru fjöl- skyldu. fundu að lífsviljinn var mikill, þótt baráttan væri frá upphafi greinilega vonlaus. Gunnar var áhugasamur fé- iagsmálamaður og tók virkan þátt í hverju því starfi sem mfðaði að farsælli lausn hinna ýmsu félagslegu vandamála. í því efni var aldrei spurt um tíma eða fyrirhöfn. Það er mik- ill styrkur hverri starfsstétt að þeir sem fara með mál hennar, hvort heldur er á ytri eða innri vettv. félagsmálastarfsins, hafi til að bera festu og prúðmennsku. Ég, sem þessi kveðjuorð rjta, hafði náin kynni af Gunnari siðasta hálfan annan áratuginn og mikið af þeim tíma störf- uðum við saman í stjórn félags- samtaka okkar og tel ég að Gunnar hafj sameinað þessa kosti í bezta lagi. Tillögur hans í dag er til moldar borinn Gunnar S. Guðmundsson bif- reiðarstjóri, ritari Vörubílstjóra- félagsins Þróttar, en hann lézt 21. þ.m. tæpra 46 ára að aldri, eftjr alllanga og stranga sjúk- dómslegu. Með Gunnari er kvaddur fyrir aldur fram sterkur og á marg- an hátt sérstæður p>ersónuleiki. sem óhjákvæmilega verður harmdauði öllum sem honum kynntust. Þeir sem fylgzt hafa með þeirri baráttu sem staðið hefur undanfama mánuðj milli hins ógnþrungna sjúkdóms annars vegar og hins dula, viljasterka og umfram allt hins verkefna- hlaðna heimilisföður, sem taldi sig eiga eftir að ljúka svo bunauppbót borgarstarfsmanna Framhald af 10. síðu. taki laun eftir einu. samræmdu flokkakerfi. Það er líka skylda borgaryfi-valdanna gagnvart umbjóðendum sínum, alþýðu Reykjavíkur, að launaflokkarn- ir gefi rétta mynd af launa- greiðslunum." Með athugasemdinni er prentað i borgarreikningunum svar borgarstjóra og er það svo- hljóðandi: „Eins og kunnugt er hefur kjaradómur til úrskurðar kaup- og kjaramá] starfsmanna ríkis- ins. Af hálfu borgarinnar og félaga starfsmanna hennar eru nú starfandi nefndir, sem leitast við að ná samkomulagi um kaup oe kjör borgarstarfs- manna. Úrslit þessara mála eru væntanleg nú í sumar.“ í þessu svari borgarstjóra er gersamlega sniðgengin sú stað- reynd sem bent er á í athuga- semd endurskoðandans, að ..viss- um mönnum" er ereidd mánað- arleg launauppbót en öðrum ekki og þannig farjð í kring- um launasamþykktina og með því skapað misræmi í launa- greiðslum til borgarstarfsmanna. Það er hins vegar rétt sem fram Leiðrétting 1 minningarorðum um Indriða Waage sem birtust hér í blað- inu í gær urðu vegna mistaka allmargar og leiðinlegar prent- villur. Þannig misritaðist föður- nafn Elísabetar konu Indriða, en hún er Gunnarsdóttir en ekki Guðmundsdóttir eins og stóð í blaðinu. Einnig misritaðist nafnið á einum leikritahöfundinum, sem nefndur var í greininni, heitir hann réttu nafni Wolfgang Borc- hert (ekki Borlhert). Aðrar prent- villur i greininni mun auðvelt að lesa í málið. Þjóðviljinn biður hlutaðeigendur afsökunar á bess- um leiðu mistökum. kemur í svari borgarstjóra að launakjör opinberra starfs- manna hafa verjð og eru í end- urskoðun og samnjngar um launamál borgarstarfsmanna fylgt þar i kjölfarið en borgar- yfirvöldjn hafa enga forustu haft um þá endurskoðun sem þeim hefði þó borið skylda til eins og endurskoðandinn bend- ir á. ö- íslenzkt Vísir kémst í gær að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að vera bæði sósíalisti og góður íslendingur, vegna þess að sósíalistar hafi aðr- ar skoðanir á Sovétríkjunum en heildsalablaðinu eru þóknanlegar. Virðist blaðinu þannig vera mikið í nöp við skoðanafrelsi er það vill gera andlega fordóma sína að mæli- kvarða á íslendingseðli manna. Skal sízt dregið í efa að þama talar ritstjóri Vísis af fullri hreinskilni. Sem betur fer munu þó fleiri þeirrar skoðunar að á- greiningur um menn og mál- efni sé ekkert óíslenzkt fyr- irbæri. Ur þvílíkum ágrein- ingi verður reynslan að skera en engin fyrirmæli ein- hvers sjálfskipaðs skoðana- stjóra hjá Vísi. Þá fyrst voru hollar og heiðarlegar. Uim leið og ég kveð góðan dreng, vil ég fyrir hönd stjórn- ar félags okkar þakka sam- starfið á liðnum árum. Ég flyt konu hans og börnum, öldruðum föður og öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði vinur. verður ágreiningur um al- þjóðmál hættulegur, ef menn verða svo gagnteknir af hon- um að þejr gleyma því að þeir eru íslendingar. Vísir hefði ástæðu til að væna sós- íalista um óíslenzka hegðun ef þeir beittu sér til að mynda fyrir þvi að fsland gengj i Varsjárbandalagið, ef þeir vildu ólmir koma hér upp sovézkum herstöðvum, ef þeir mæltu með því að sov- ézkir fengju undanþágur til veiða í islenzkrj landhelgi. ef þeir reyndu að að’.aga allt efnahagskerfj íslendinga sov- ézku skinulagi í bví skyni að innlima fsland síðar i „stærri heild“ Enginn íslenzkur sósíalisti hefur nokkru sinni orðað þvf- líkar hugmyndir. En það eru til fleiri ríki en Sovétríkin i heiminum. Og það eru ekki aðeins sósialistar á íslandi, — Austri. Einar Ögmundsson. I veiðiferðina Höfum mikið úrval á lægsta verði af veiðistöngum, veiðihjólum, línum, spónum, flugum, önglum, sökkum, flugubox, spónabox, veiðitöskur, laxapokar, regnkápur o.fL Vesturröst h.f, Garðastræti 2. SÍLDARSTÚLKUR Söltunarstöðin ÓSKARSSÍLD h.f., Siglufirði. getur enn ráðið nokkrar síldarstúlkur. — Kaup- trygging, gott húsnæði og fríar ferðir. Upplýsingar í síma 16568- Ný verzlun hefur á boðstólum afbragðs hljóm- plötur og tóntæki. Hverfitónar — Hverfisgötu 50 Við vorum að fá nýja úrvalssendingu af plötum frá DECCA — CBS RECORDS PHILIPS — DEUTSOHE GRAMMOPHON M. A. Vladimir Asjkenazy leikur hjá DECCA tvo vinsælustu píanókonserta heimsins: RACHMANINOFF nr. 3 TCHAIKOWSKY nr. 1 II Trovadore með listamönnum Scala ópérunnar MILANO — DGG plata. Lítið inn hjá okkur — Við afgreiðum pantanir yðar fljótt —■ Sendum um land allt. HVERFITÓNAR Hverfisgötu 50. R- — Sími 22940. ESAB rafsuðuþráður fyrirliggjandi, margar teg- undir — .Verð mjög hagstætt. = HÉÐINN ~ Vélaverzlun Seljaoeg! 2, tlmi 2 42 60 Vélritunarstúlka óskast Félagsmálaráðuneytið vantar stúlku til af- leysinga við vélritun nú í sumar. Sími 1 67 40. STJÓRN UNARFÉLAG ÍSLANDS SKRIFSTOFUTÆKNU SÝNING Stjórnunarfélag íslands hefir ákveöið í samráði við innflytjendur skrifstofuvéla og hjálpartækja ýmissa við skrifstofuhald, að efna til sýningar á slíkum tækjum 14—21. september n.k. Sýningin veröur haldin í húsakynnum Verzl- unarskóla íslands. — Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í sýningu þessari og ekki hafa þegar tilkynnt þátttöku hafi samband við framkvæmda- stjóra félagsins fyrir 3. júlí n.k. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS sími 20230 — Pósthólf 155. * I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.