Þjóðviljinn - 27.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.06.1963, Blaðsíða 1
síld um mi&nætti Vaðandi Þjóðviljinn hafði samband við síldarleitina á Raufarhöfn seint í gærkvöld og Ieitaði eft- ir fréttum af miðunum. Þá nýlega höfðu borizt fréttir af vaðandi síld 50 sjómílur norð- austur af Raufarhöfn og tóku skipin þegar stefnuna á þetta svæði. Þá höfðu einnig borizt fréttir af vaðandi síld 30 til 40 sjómílur út af Bjarnarey og tóku nokkur skip stefnuna þangað. Þannig má búast við nokkurri síldveiði í nótt á þessum svæðum. Sérstök blíða var á miðun- um í gærkvöld og voru síld- arskip stödd allt að 130 sjó- mílur út af Hraunhafnartanga og miðnætursól roðaði æginn. Tíu síldarskip biðu eftir lönd- un á Raufarhöfn og var land- að á tveimur krönum. Skemmtun G-listans Skemmtun fyrir starfsfólk G-listans í nýafstöSnum kosningum verður haldin að Hótel Borg, sunnudag- inn 30. júní og hefst kl. 9 síðdegis. Allir þeir sem tóku þátt í kosningastarfinu geta fengið aðgöngumiða að skemmtuninni hjá Kjartani Ólafssyni, Tjarnargötu 20 á föstudag og laugardag. Skemmtiatriði auglýst síðar. Aðeins 14 komust af—en 28 fórust A þessari mynd sést einn af hópum Vestur fslendinga, scm Loftleiðir fluttu til íslands og vinna nú við fiskvinnu í Vestmannaeyjum. Of langur vinnutími. of lágf kaup: w V-lslendingarnír í Eyjum saroanæ ir með •• 26 þús. mál Síðastliðinn sólarhring fengu 40 skip 26 þúsund mól af síld út af Sléttu og við Langanes og er síldar- flotinn nær eingöngu stadd- ur þessa daga á norðaust- ursvæðinu. Skipin voru að streyma í gærdag til Siglu- fjarðar, Húsavíkur, Raufar- hafnar og Seyðisfjarðar. Síldarverksmiðjan á Seyðisfirði hóf bræðslu í fyrradag og gengur bræðsl- an illa. Áttatíu mjölpokar voru komnir í gærmorgun. Byrjunarörðugleikar eru eftir miklar breytingar og stækkun. 1 þróm verksmiðjunnar eru 17 þús. mál. Þessi skip fengu afla síðastliðinn sól- arhring: Fagriklettur 400, Gullver 550, Rán 350, Jón á Stapa 650, Þorlákur 600, Akurey 900. Ásgeir 200, Garðar 200, Hamravík 400, Þorbjörn 700, Stapafell 400. Helga Björg 400, Mímir 850, Jón Jónsson 600, Helgi GK 900, Höfrungur 2 1350, Guð- björg 500. Jón Garðar 700, Þórkatla 500, Áskell 800, Eldborg 500, Vörður 300. Keilir 500, Gjafar 900, Sæ- fari BA 350, Ólafur Bekk- ur 1200, Höfrungur 1700, Valafell 850, Svanur IS 500, Anna 900, Guðmundur Þórðarson 1000, Þorgrímur 650, Vattanes 1000, Fiska- skagi 350, Hoffell 400, Hug- inn 350, Seley 200, Smári 250. Héðinn 700. Bára 800. Þjóðviljinn hefur fregnað það eftir áreiðanlegum heimildum, að megn óánægja sé ríkjandi meðal Vestur-íslendinganna frá Kanada, sem réð- ust til starfa hjá fiskiðjuverunum í Vestmannaeyjum í vor og sumar fyrir milligöngu séra Roberts Jack. Telja þeir að þeir hafi verið stór- lega blekktir í samningum varðandi upplýsingar allar um kaup og kjör hér á landi. Sumir Vestur-íslendinganna munu þegar vera farnir að hyggja til heimferðar aftur en margir þeirra eiga óhægt um vik þar eð fargjöld vestur eru mjög dýr og þeim mun seint safnast fyrir farinu. Farið til íslands fengu þeir hins vegar ókeypis enda var ekkert til sparað kostnaði eða loforðum 'til þess að lokka þá hingað til starfa. Ljóst er nú af frétta- skeytum að 28 manns hafa farizt þegar togar- inn Múnchen fórst við Grænland í fyrradag. Togarinn var á leið inn til Færeyingahafnar, þegar slysið varð. Illt var í sjó og annaðhvort hefur aflinn kastazt til í skipinu, eða þá að það hefur steytt á skeri, sem er þarna utanvið inn- siglinguna, því að skipinu hvolfdi mjög snögglega. Margir af áhöfninni fóru í björgunarbátinn og gúmbáta skipsins, en aðrir stukku í sjó- inn björgunarvestislausir, þeir drukknuðu allir. Björgunarbátn- um hvolfdi strax og drukknuðu allir sem í hohum voru. Danskir þýzkir og færeyskir togarar, sem komu á slysstaðinn, náðu 26 mönnum lífs og 13 iíku-m. en 12 menn létust á leiðinni í land, eða skömmu eftir að landi var Eins og kunnugt er sendu fisk- iðjuverin í Vestmannaeyjum séra Róbert Jack út af örkinni í vor vestur til Kanada til þess að reyna að fá Vestur-íslendinga hingað heim til starfa. Hefur atvinnuleysi verið talsvert þar vestra og þótti því vænlegt um árangur fararinnar. Árangurinn lét heldur ekki á sét standa því að þrír hópar Kanadamanna komu hingað til lands í vor og sumar, langflest Vestur-Islendingar. Voru þetta alls 30—40 manns. Samkvæmt því sem Þjóðvijinn hefur fregnað eftir Vestur-Is- lendingunum sparaði séra Róbert Jack hvergi fögur fyrirheit um uppgripaatvinnu hér. Hét hann þeim munnlega 3500 kanadadoll- ara árstekjum, en það mun vera nálægt 140 þús. ísl. krónur. Hitt mun honum hafa láðst að skýra út fyrir þeim, að til þess að vinna fyrir þessari fjórhæð hér á landi þyrftu þeir að þræla dag og nótt að kalla. Mun Vest- ur-íslendingunum heldur en ekki hafa brugðið í brún þegar þeir komu hingað og kynntust af eigin raun hinum langa vinnu- degi hér, því að í Kanada er víðast hvar aðeins 40 stunda vinnuvika og slíkur vinnuþræl- dómur sem hér þekkist þar ekki Einhverjir Vestur-fslending- anna munu þegar ráðnir til heimferðar en flestum mun þeim nokkuð örðugt að komast til baka vegna þess hve far- gjaldið er dýrt. Eru þetta margt kornungir menn og vill þeim eyðast kaupið fljótt í dýrtíðinni hér sem að líkum lætur. Farið til íslands fengu þeir hins veg- ar frítt. Sumir Vest-ur-Islendinganna hurfu frá góðri vinnu vestra er þeir réðust til Islandsferðarinn- ar og þykjast þeir nú illa svikn- ir þar sem bæði kaupið er lægra og vinnutíminn lengri en þá óraði Framhald á 2. síðu. Saltsíld- arverðið óbreytt Verðlagsráð sjávarútvcgsins gékk frá saltsíldarverðinu seint í gærkvöld og verður það sama og í fyrrasumar. Verð fyrír uppmælda tunnu vcrður kr. 220.00 og fyrir upp- saltaða tunnu kr. 298.00. Þessu vcrður ckki skotið fyrir gerðardóms. náð. Þriggja var enn saknað 1 gær og vonlaust talið að þeir gætu verið á lífi. Skipstjórinn var meðal þeirra, sem bjöguðust, en hann fékk alvarlegt taugaáfall þegar i land var komið og gat ekki gefið hinar minnstu upplýsingar um hvemig slysið vildi til. Strax og neyðarskeyti togarans barst, lagði Sólfaxi Flugfélagsins upp frá bækistöð sinni á Græn- landi og leitaði að mönnunum þremur, sem týndir voru. Leitin stóð yfir allt frá hádegi í fyrra- dag og til kvölds, en bar ekki árangur. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin af togaranum, þegar hann var hér í Reykjavík í vet- ur til viðgerðar. (Lm. Þjv. G.O.). TEKINN í LANDHELGI í FYRRINÓTT 1 fyrrinótt kom varðskipið öð- inn að brezka togaranum Dorade SN49 frá North Shiclds, þar sem hann var að meintum ólögleg- um veiðum rúml. 1 sjómílu inn- an við fiskvciðitakmörkin f Lónsbug. Varðskipið tók togar- ann mótspyrnulaust og fór mcð hann til Seyðisfjarðar. Skipin komu þangað á hádegi í gær. Doradc cr nýlcgt skip, smíð- að árið 1961 í Gateshead og er 246 tonn að stærð. Myndin er af togaranum. Aðalfundur Sósíalista- félagsins annað kvöld Aðalfundur Sósíalistafélags Reykjavíkur verður haldinn annað kvöld, föstudaginn 28. júní, og hefst fundurinn kl. 20.30 í Tjarnargötu 20. Á dag- skrá eru venjuleg aðalfundar- störf, en auk þess talar Einar Olgeirsson um úrslit Alþingis- kosninganna. Félagar sýni félagsskírteini við innganginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.