Þjóðviljinn - 23.07.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.07.1963, Blaðsíða 6
» H6ÐVIUINN Viðskipti í frjálsum gjaldeyri og vöruskiptaverzlunin FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld Fyrir þá sem halda að við- skipti í svonefndum frjálsum gjaldeyri séu allra meina bót, sem veiti ævinlega bezt verzl- unarkjör í viðskiptum landa á milli, er holt að kynna sér reynslu Norðmanna af viðskipt- um við Brasilíu. Árið 1959 fluttu Norðmenn til Brásilíu rúmlega 30 þús. tonn af þurrum. saltfiski og nutu þar mjög góðra verzlun- ar- og tollakjara á grundvelli vöruskiptasamninga sem í gildi höfðu verið um mörg ár. En árið 1960 eða 1961 breytt- ust þessi viðskipti á milli land- anna í frjáls vörukaup. Þessi breyting orsakaðist vegna þrýstings frá stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, sem Noregur og Brasilía eru aðilar að. Breytingin varð til þess, að verzlunar- og tollakjör Norð- manna gagnvart Brasilíu versn- uðu svo stórlega, að saltfiskinn- flutningurinn þangað frá Nor- egi, sem var rúmlega 30 þús- tonn 1959, hraðpaði niður í 11 þús. tonn 1962. Hinsvegar fór innflutningur til Brasilíu frá Danmörku á þurrum saltfiski vaxandi á þessu tímabili, og hafa Fær- eyingar notið góðs af þeim viðskiptum. Ástæðan til þessa er sú, að Danir neituðu algjör- lega gagnvart stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðSins að upphefja og breyta í grundvallaratriðum sínum fyrri verzlunarsamning- um við Brasilíu og njóta þvl það miklu betri verzlunarkjara, að hægt er að selja færeyskan og danskan saltfisk á markaði Brasilíu 15% ódýrari heldur en norskan, en bera þó úr býtum ekki minna verð heldur en Norðmenn fyrir fiskinn. Þetta mál kom á stað tals- verðri ólgu meðal norskra fiski- kaupmanna, útgerðarmanna og sjómanna, sem töldu að þarna hefði ekki verið haldið nægj- anlega á málum. Fyrirspurnir komu fram í Stórþinginu til ríkisstjómar um málið, og margt kom þar fram athyglis- vert í þessum umræðum. 1 janúar s.L tók norska rík- isstjórnin málið upp við stjóm Brasilíu, en fékk þá frekar daufar undirtektir um breyt- ingu Norðmönnum til handa á betri verzlunarkjörum. Það var ekki fyrr en í júnímánuði, þeg- ar Gundersen viðskiptamálaráð- herra Noregs reifaði það í Stór- þinginu, að svo gæti farið að Norðmenn yrðu að beita mót- aðgerðum gagnvart Brasíliu og draga úr innflutningi á kaffi þaðan að hreyfing fór að kom- ast á þetta mál. Nú hefur Brasilíustjórn skipað nefnd lil að rannsaka þessi mál, en hvort sú rann- sókn leiðir til þess, að Norð- menn gera að nýju verzlunar- samning við Brasilíu sem setur þá i samkeppnisfæra aðstöðu gagnvart dönskum og færeysk- um saltfiski, eins og var á meðan vöruskiptasamningarnir voru í gildi á milli landanna, úr þvítgetur reynslan ein skor- ið. En þessi reynsla Norðmanna ætti að geta kennt okkur Is- lendingum, að það getur verið miður hollt fyrir smáþjóðir að ætla að fela forsjá viðskipta- mála sinna í hendur erlendra peningafursta, jafnvel þó þeir beri svo virðulegt nafn sem stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðs. Feitsíldar- veiðarnar við Norður-Noreg Feitsíldveiðar Norðmanna sem hófust í stórum stíl í júní- mánuði norður i Barentshafi á áður óþekktum sildarmiðum, hafa nú færzt nær landi. Síld- in er á geysilega víðáttumiklu svæði út af ströndum Norður- Noregs, og síldarmagn í sjónum sagt vera mjög mikið. Tvö hundruð norsk síldveiðiskip stunda nú þessar veiðar og voru 700 þús. hektólítrar komn- ir á land 3. júní s.l., en hæstu bátamir voru þá með 15—17 þús. hektólítra. Fjöldi norskra síldveiðiskipa sem ætluðu á Is- landsmið til síldveiða eru nú við Norður-Noreg að veiðum, en munu máske síðar fara hingað ef þeim þykir það borga sig. Löndunarvandræði hafa ver- ið við margar síidarbræðslur í Norður-Nor«*t vegna þessa mikla afla, ög skipin þvi orðið að flytja síldina langt suður með ströndinni, eða allt til Kristianssunds á Noröur-Mæri. Þá hefur það einnig skapað erf- iðleika, að síldin þolir mjög illa geymslu sökum þess hve hún er full af átu. Þetta er sögð ein allra mesta feitsíldargengd á miöunum þama norður frá, sem menn muna eftir á þessum tíma árs. Enda er ekki liðinn nema mán- uður frá því fyrstu skipin fóru norður í Barentshaf að leita eftir síld. Útlitið á feitsíldarveiðum Norðmanna við Norður-Noreg í ár, er því glæsilegra nú, en verið hefur um fjölda ára á sama tíma. Síðastu fréttir afsiidar- miðunum við Norður-Noreg Kringum 6. júlí s.l. var síld- araflinn við Norður-Noreg kominn í rúma 1 milljón hektólítra. Síld var þá um all- an sjó, en þó mest við aust- anverða Finnmörku, allt að landamærum Sovétríkjanna. Allar síldarverksmiðjur í Norð- ur-Noreg, við Lofot og enn lengra suður, allt til Kristians- sunds á Norður-Mæri, vinna nú nótt og dag en hafa ekki und- an. Vegna þessa mikla, óvænta afla hafa sumir útgerðarmenn kallað skip sín heim af mið- unum við fsland. Síldin á miðunum við Norð- ur-Noreg er mjög misjöfn að fítu; sumstaðar er síldin bein- línis mögur ennþá, en á öðrum miðum hefur veiðst síld sem hefur upp í 19% fitumagn. Á þessum miðum er millisíldin mikið blönduð stórri síld, og þykir sú staðrejmd styrkja kenningar fiskifræðingsins De- vold viðvíkjandi göngum stór- síldarinnar við Noregsströnd. Síldarverksmiðjurnar í Norð- ur-Noregi kaupa nú síldina á eftirtöldu verði: Magra síldin sem hefur verið með fitumagn allt niður í 9% er greidd með n. kr. 16.00 fyrir hektólítra, í íslenzkum pen. kr. 96.00 fyrir hundrað lítrana eða kr. 144.,00 fyrir málið. Hins vcgar cr vcrð á síld mcð 17—19% fitumagni n. kr. 26.00 fyrir hundrað lítrana eða ísl. kr. 156,00. En það verður 234 kr. fyrir málið. Búizt er við að síldin verði mjög fljótt feit á öllum mið- um við Noreg úr þessu, þar sem áta er sögð mjög mikil í sjónum. Síðustu öruggu heimildimar sem ég hef í höndum um síld- veiðarnar við Norður-Noreg eru frá því 6. júlí s.l. en þá voru aflahæstu skipin búin að fá 20 bús. hektólítra af sfld en fjöldi skipa með 10—16 þús. hektó- 'ítra af síld. Mikil bjartsýni ríkti um þess- ar mundir í fiskibæjunum i Norður-Noregi um síldveiði- horfur. En dæmi eru til þess frá miklum feitsíldarárum við Norður-Noreg, þegar síldin hef- ur gengið inn á firðina, áð veiðin hefur haldizt fram á vet- ur. Maður sér því oft haldið fram í borgarablöðunum að verkföll séu orðin úrelt, sem vopn í hagsmunabaráttfi ál- þýðunnar. En saga síðustu ára afsannar þessa kenningu svo rækilega að ekki verður um villzt. Stéttabaráttan er óhjákvæmi- leg afleiðing hinna ósættanlegu mótsetninga auðvaldsþjóðfá- lagsins og aðeins með skipu- lagðri baráttu getur alþýðan fengið einhverju áorkað og veður oft að leggja á sig þung- ar fómir í langvarandi verk- föllum þegar öll sund önnur eru lokuð. Það er öllum ljóst að verka- lýðssamtökin grípa ekki til verkfallsvopnsins fyrr en allar aðrar leiðir hafa verið reyndar til þrautar. Verkföll eru þvi nokkuð öruggur mælikvarði á það hversu hörð stéttabaráttan er á hverjum tíma. Opinberar skýrslur sýna að fjöldi þeirra verkamanna er þátt taka í verkföllum hefur farið vaxandi með hverju ári frá 1958—1962. 1958 var heild- artala verkfallsþátttakenda milli 25 og 27 milljónir en 1962 var hún yfir 56 milljónir eða meir en tvöfaldaðist á þess- um árum. Þessar tölur sýna að verkalýðshreyfingin telur verk- fallsvopnið ekki vera orðið „úr- elt“, og að stéttabaráttan í auðvaldsheiminum er ört vax- andi, þrátt fyrir allar prédik- anir um stéttasamvinnu. Orsaklrnar Vöxtur verkfallsbaráttunnar f auðvaldsheiminum á sér margar orsakir, efnahags- og félagslegar, vaxandi styrkur sósialistaríkjanna, sigrar þjóð- frelsisbaráttunnar í Suður- Ameríku. Asíu og Afríku og vaxandi gengi stefnunnar um friðsamlega sambúð þjóðanna Hin einstöku verkföll og fram- kvæmd þeirra eiga svo sínar mismunandi orsakir, í hverju tilfelli um sig. I hinum þróuðu auðvalds- löndum eru orsakimar fyrst og fremst í sambandi við tilraun- Tr atvinnurekerida til ’að' vélta byrðum harðnandi samkeppni og tækniþróunar yfir á herðar verkalýðsins. Samtök þjóða, eins og Efnahagsbandalagið, auka samkeppnina um mark- aði til mikilla muna, og sí- aukin tækni og endurnýjun framleiðslutækjanna kostar mikið fé, sem atvinnurekend- ur vilja láta verkalýðinn greiða, en hirða sjálfir þann aukna gróða, er framfarirnar skapa. Jafnhliða eru svo tekn- ar upp nýjar vinnuaðferðir. sem allar miða að því að auka afrakstur vinnunnar. Sumar þessara nýju aðferða gefa þó verkamanninum nokkra aukna möguleika til betri afkomu, en hlutur atvinnurekandans verð- ur þó í öllum tilfellum mun stærri. Þessi tæknilega bylt- ing hefur í för með sér gífur- lega aukningu framleiðslunnar, sem svo ýtir undir verkalýðinn til að auka kröfur sínar um betri afkomu, og færir ýmsum hlutum hans nokkra árangra. I Suður-Ameríku sýnir vöxt- ur verkfallsbaráttunnar fyrst og fremst vaxandi byltingarhreyí- ingu alþýðunnar gegn kúgun bandarfska hringavaldsins og innlendum leppum þess. Kröfur alþýðunnar eru þar venjulega mjög pólitísks eðlis, þó á mis- munandi stigi sé. í einstökum löndum. I Afríku- og Asíu-löndunum býr verkalýðurinn enn við mjög bágborin lífskjör, sem eru leifar frá nýlenduskipulag- inu, forréttindi sem ráðandi stétt hinna nýfrjálsu landa reynir að viðhalda sér til á- vinnings. Þar beinist því bar- átta verkalýðsins jöfnum hönd- um gegn leifum nýlenduskipu- lagsins og hinni nýju yfirstétt. sem viða stendur f skjóli gömlii drottnaranna Þessar nýju aðstæður, sem barátta verkalýðsins er háð undir, móta þvi að verulegu leyti baráttuform hans. Nýjar baráttu- aðferðir Efnahagslegar kröfur hafa á- valt verið megintilgangur verk- fallsbaráttunnar. Hærri laun, betri vinnuskilyrði og stytting vinnuvikunnar eru enn sem sem fyrr megin-tilgangurinn, en til viðbótar þessum sígildu kröfum hafa svo komið nýjar um auknar tryggingar, lengri sumarfrí, afnám eftirvinnu og önnur fríðindi. 1 sambandi við kröfur sem þessar verða iðulega verkföll sem ná aðeins til takmarkaðra hópa. Heildartala verkfalla í 9 stærstu auðvaldsríkjunum var árið 1958, 11482 en 1962 voru þau um 15 þúsund. Mörg þess- ara verkfalla voru allsherjar- verkföll í ákveðnum starfs- greinum. Merkust þeirra má ef- laust telja átta mánaða alls- herjarverkfall ftölsku málmiðn- aðarmannanna og kólanámu- verkfallið íranska. Löng verkföll hafa einnig, á þessum tíma, verið háð af jap- önsku sjómönnunum, í franska vefnaðariðnaðinum, sjómönnum og hafnarverkamönnum í Bandaríkjunum, byggingar- verkamönnum í Kanada, málm- iðnaðarverkamönnum í Dan- mörku. byggingaverkamönnum f Finnlandi og togaraverkfallið hér mætti sjálfsagt telja í þess- um hópi. Jafnhliða beinum verkföllum hafa svo verið tekn- ar upp aðrar aðferðir, svo sem „farðu þér hægt“ og að „vinna eftir reglunum" og að banna eftirvinnu. Sem dæmi um þess- ar aðferðir má nefna aðgerðir brezku póstmannanna, I jan. 1962 og sykurverkamanna f Austurríki, f júlí sama ár, sem hvorir tveggja um sig náðu aóðum áragnri. Vegna breyttra framleiðslu- hátta, sérstaklega með tilkornu sjálfvirkninnar, ber æ m.eira á kröfunni um aukið alvinnuör- yggi, sérstaklega er þessi krafa áberandi meðal verkamanna í Bandaríkjunum. Nýlega gerðu hafnarverkamenn á austur- strönd Bandaríkjanna verkfali gegn fyrirhuguðum breyting- um á vinnufyrirkomulagi, sem haft hefði í för með sér fækk- trn verkamanna og unnu sigur eftir 34 daga, í jan. þ. á. Verk- fall prentara í New York, sem stóð í 114 daga og lauk með sigri prentaranna, var gert vegna aukinnar sjálfvirkni í prentsmiðiunum. Kröfur þeirra. Fyrsta grein sem þeir náðu fram, voru um launahækkun og styttingu vinnuvikunnar niður í 35 stundir. Nýjar vinnuaðferðir, „vinnu- hagræðing" og „verkmat" eru í meginatriðum aðeins nýjar leiðir til aukins arðráns og verða því oftlega til þess að skapa ágreining milli vinnu- kaupenda og vinnuseljenda Þessar aðferðir ýta undir kröf- ur verkamannn um rétt verka- lýðsféiagsins á vinnustaðnum og frekari íhlutun verkamanns- ins um framkvæmd þeirra. Með þeim kröfum finnst at- vinnurekandanum vera gengið á þann „helga“ eignarrétt sinn og spinnast út af þessu harð- vítugar deilur. Þessar breyttu aðstæður leiða af sér breyttar baráttuaðferðir. Verkföll, sem standa eiga að- ins fyrirfram ákveðinn tíma, einn tvo daga eða jafnvel að- eins fáar klukkustundir, háð hér í dag og í öðru fyrirtæki á morgun, líkt eins og menn væru færðir til á skákborði, enda hafa þau fengið nafn sitt af því. Þessi aðferð hefur gefið mjög góða raun en hún krefst fuilkominnar skipulagningar og hroskaðrar verkaiýðshreyfingar. Sem dæmi um slíka baráttu má nefna átök yfir einnar milljónar ítalskra málmiðnað- armanna, sem kröfðust frekari réttar verkalýðssamtakanna á vinnustaðnum. Á tímabilinu frá júní 1962 til febrúar 1963, háðu þeir yfir 40 verkföli, af þeim 16 allsherjarverkföll. Tilraunir einstakra atvinnurekenda til að sundra þessari baráttu, með því að bjóða einstökum hópum launahækkanir, strönduðu allar á samheldni verkamannanna. I októberlok fengu verkamenn- imir kröfum sínum framgengt í ríkisfyrirtækjunum, um auk- in réttindi og 10—12% launa- hækkun og síðar náðu þeir samskonar samningum við mörg einstaklingsfyrirtæki, þar á meðal Fiat og Olivetti. At- vinnurekendasamtökin vildu þó ekki sætta sig við þetta svo að deilumar biossuðu upp að nýju í lok nóv. og. náðu hámarki í febr. þ. á., þegar yfir 6 millj. verkamenn tóku þátt í samúð- arverkfalli og endaði með þvi að samningur, sem náði yfir allt landið og tryggði verkalýðsfé- lögunum mjög aukinn rétt á vinnustaðnum, var gerður 17. febr. Þá er mjög algengt, meðan samningar standa yfir, að gera stutt verkföll, eins til tveggja sólarhringa. til frekari áherzlu krafnanna. Sem dæmi um þessa aðferð má nefna verkfall verkamanna í pappírsiðnaði Vestur-Þýzka- iands í sept. 1962. Félögin fóru fram á 12% launahækkun en atvinnurekendur buðu aðeins 3,2%. Félögin höfnuðu tilboði atvinnurekenda og samþykktu aö hefja verkfallsaðgerðir. 3 sept. hófu 11 vinnustaðir verk- fall er smám saman var látið ná til íleiri og fleiri svo að eftir eina viku voru 24 vinnu- staðir komnir í verkfallið áður en verkfallið hafði breiðst meira út, gáfust atvinnurekendur upp og sömdu um 9,13%. 1 Japan hefur verkalýðurinn tekið upp sérstök baráttuform, hina svokölluðu „vorsókn" og „haustsókn". Dæmi um þessar aðgerðir má taka frá árinu 1962, þegar í ársbyrjun að samtök atvinnu- rekenda gáfu meðlimum sínum þá fyrirskipun að ganga ekki inn á meiri launahækkanir en 4%. Bæði verkalýðssamböndin hófu þá sína „vorsókn". er hófst 20. febr. með því að yfir 5 milljónir verkamanna tóku þátt í fundarhöldum og kröfu- göngum. Þessar aðgerðir voru endurteknar 3. marz er fimm og hálf millj. tóku þátt í stutt- um verkföllum víðsvegar um landið og þámarki náði þessi barátta með hinum svokölluðu „einingardögum“. 20. marz hóf ein milljón manna verkfall. 28. tvær milljónir. 5. og 6. apríl yfir 750 þús. 10. apríl yfir ein millj. og 17. apríl nær 700 þús. Þessi stígandi baráttunnar knúði atvinnurekendur til und- anhalds og sömdu þeir um 8—14% hækkun. „Vorsóknin" í ár var þó enn stórkostlegri. Allur skipulagður verkalýður landsins, 9 millj. talsins, tók þátt í henni. Höfuð- krafan er nú um jafn há laun og gilda f Vestur-Evrópu. >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.