Þjóðviljinn - 23.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.07.1963, Blaðsíða 10
Norðmenn færa lýðháskól- anum í Skálholtí stórgjöf ■ Vígsla hinnar nýju dómkirkju í Skálholti fór fram á sunnudaginn samkvæmt áætlun, svo og a-t- höfnin í kirkjunni eftir vígsluna, er Þjóðkirkjunni var afhentur til eignar og umráða Skálholtsstaður með öllu föstu og lausu. ■ Þá um daginn var 'tekin fyrsta skóflustungan að grunni lýðháskólabyggingar þar á staðnum og við það tækifæri var skýrt frá stórgjöf sem Norð- manna hafa fært þessari fyrirhuguðu mennta- stofnun kirkjunnar. Einstaka menn, sem unnu að margháttuðum undirbúningi kirkjuvígslunnar í Skálholti, höfðu spáð því að allt að 20 þús. manns myndu koma til staðarins vígsludaginn. yrði veð- ur gott. Nú brást veðrið að nokkru. Aðfaranótt vígsludagsins rigndi mikið, en stytti upp er leið á morguninn og tók að hvessa. Hélzt síðan þurrt um daginn en hvassviðri var talsvert. Fulltrúi lögreglustjóra hefur gizkað á að 6000-7000 manns hafi verið í Skálholti á sunnudaginn, þegar þar var fjölmennast, en aðrir á- Þrír íraskir kommánistar Hfíátnir BAGDAD 21/7 — Þrír fé- lagar í íraska kommúnista- flokknum voru hengdir á sunnudag, eftir að herrétt- ur hafði dæmt þá til dauða, segir Bagdadútvarpið. Þeim var gefið að sök að hafa staðið fyrir uppreisn í her- búðunum í A1 Rachid 13. júlí sl. líta þá tölu of háa; um 300 sé sanni nær. Hér verður ekki lýst vígslu dómkirkjunnar né athöfn þeirri sem fram fór í kirkjunni að Bjami Benediktsson kirkjumála- ráðherra afhendir þjóðkirkjunni Skálholtsstað — (Ljósm. Þjóðv Ari Kárason). vígslunni lokinni, því að útvarp- að var frá'Skálholti: Við síðdeg- ismessu, klukkan þrjú var kirkj- an opin almenningi og komust færri í hana en vildu, en við vígsluna um morguninn höfðu Flugvél hlekkt- ist á í lendingu boðsgestir einir aðgang að kirkju- bekkjum. Mannfjöldi fylgdist hinsvegar með athöfninni utan dyra, þar sem gjaliarhomum hafði verið komið fyrir. Hundruð manna skoðuðu kirkjuna að vígsluathöfn lokinni, svo og síðar um daginru Um miðjan daginn, að lokinni vígslu og áður en almenna guðsþjón- ustan hófst, lék Lúðrasveit R- víkur á flötinni framan við bisk- upshúsið í Skálliolti og stjómaði henni dr. Páll ísólfsson, en í kirkjunni lék Guðmundur Gils- son, organleikari við Selfoss- kirkju, á kirkjuorgelið. Að síðdegisguðsþjónustu lok- inni tók biskup Islands, hr. Sig- urbjöm Einarsson fyrstu skóflu- stungu að grunni lýðháskóla- byggingar, sem rísa á í Skál- holtslandi, vestur undan dóm- kirkjunni, og séra Harald Hope, prestur frá Noregi, skýrði frá stórgjöf sem Norðmenn færa þessari fyrirhuguðu menntastofn- un, 200 þús. n. kr. eða um 1.200. 000 kr. íslenzkar. Þriðjudagur 23. júlí 1963 28. árgangur — 162. tölublað Kjólarnir eiga að síkka í haust PARIS 22/7 — Frönsku tízku- húsin hófu í dag sýningar á kvenfatatízkunni eins og þau vilja hafa hana í haust og vet- ur. Sameiginlegt öllum sýning- unum í dag var að kjólamir síkka allverulega, um allt að 8 sm frá því sem nú þykir hæfa. Þeir eru aðskornir og mittið er á réttum stað. Skómir hafa lága hæla. Bræðslan í Borgar- fírði brátt tilbúin Borgarfirði eystra. — Hér hefur veriS mjög óhagstæö veðrátta og heyskapur gengið illa. Afli hefur verið sáralítill. Hinsvegar hefur verið mik- il atvinna og bygging síld- arbræðslunnar er komin framúr áætlun og standa vonir til að næstu daga verði hægt að taka síld í geymslu og vinnsla hefjist bráðlega. Allir vænta sér góðs eins af þessu framtaki, þó í smáum stíl sé og vona að fleira komi á eftir. Verk- smiðjan er þó hvorki að stærð né stofnkostnaði eins og ný Vikutíðindi segja, hún á að afkasta 500 mál- um á sólarhring. — Gunnþór. Líkur á sáttum ekki taldar hafa aukizt Viðræðum kínverskra og sovézkra kommúnista skotið á frest um sinn MOSKVU 21/7 — Viðræðum fulltrúa kommúnistaflokka Sovétríkjanna og Kína sem hófust í Moskvu 5. júlí sl. var slitið í gær að tillögu Kínverja. Tekið er fram að þær muni teknar upp aftur cíðar, en ekkert getið um stund né stað. Mönnum ber saman um að lítið sem ekki hafi miðað til samkomulags, oö styður tilkynning sú sem kínverska frétiastofan Hsinhua gaf út um viðræðumar þá skoðun. í tiikynnjngunni er komizt svo að orði: „í viðræðunum gerðu báðir aðilar grein fyrir sjónarmið- um sínum og viðhorfum til margra mikilvægra mála sem varða þróunina á alþjóðavett- vangi, hina kommúnistísku hreyfingu og sambúð Kína og Sovétríkjanna. Að tiljögu kinversku fulltrúanna urðu báðir sammála um að slíta viðræðunum um sinn. en taka þær upp aftur að nokkrum tima liðnum. Miðstjómir flokkanna beggja munu ákveða stund og stað.“ Áður en kínversku fulltrú- arnir héldu heimleiðis. allir nema kínverski sendiherrann í Moskvu sem varð eftir, var þeim haldin veizla í Kreml og voru þeir þar kvaddir með virktum. Formaður sovézku nefndar- innar, Mihail Súsloff, kvaddi hina kínversku gesti með handa- bandi á flugvellinum. en þaðan ílugu þeir með tveimur sovézk- um þotum heim til Peking. Með þeim voru tveir fulltrúar úr kínversku sendinefndinni sem var á heimSþingi kvenna i Moskvu. Hinir fulltrúarnir fóru heim í siðustu viku. Ekki alger vinslit Flestir leiðtogar Kína töku á móti fulltrúunum þegar þeir komu til Peking og var Mao Tsetung einn þeirra, en hann leggur slikt annars ekki í vana sinn. Var honum ákaft fagnað af mannf jölda, sem þar var sam- an kominn. Franska fréttastofan AFP seg- ir að í Peking sé ekki talið að algerlega muni slitna upp úr vináttu kommúnistaflokkanna tveggja, enda þótt ágreiningur þeirra sé mikill og djúpstæður. Þrátt fyrir mjög harðorðar á- ráslr kínverska „Alþýðudag- á sovézka flokkinn, á laugardaginn, yæri blaðsins“ nú síðast ekki ástæða til að ætla að sam- staða flokkanna væri úr sögunni fyrir fullt og allt. Hins vegar væri augljóst að enn meira bil væri nú á milli þeirra en var áður en viðræð- urnar hófust í Moskvu 5. júlí. Forystugrein í „l’Unitá" Luigi Longo, annar helzti leið- togi ítalgkra kommúnista, ritaði í gær forystugrein í málgagn þeirra „l’Unitá" um deilur kommúnistaflokkanna. Reuters- fréttastofan hefur það eftir hon- um að ákvörðun sovézkra kommúnista að birta bréfin sem farið hafa milli þeirra og Kín- verja bendi iil þess að sovézku leiðtogarnir hafi gefið upp alla von um að ná samkomulagi við kínverska kommúnista. Longo sakar Kínverja um alhæfingar sem eigi sér engan stað og rangar túlkanir á meginkenning- um marxismans. Kínverjar tönnlist á kennisetningum án þess að gera sér minnstu grein fyrir hvernig starfa skuli eftir þeim. Þeir virði algerlega að vettugi allar aðstæður barátt- unnar í dag, er haft eftir Longo. Flokkslejðtogar á fundi I Moskvu er búizt við að sov- étstjómin muni leggja skýrstu um viðræðumar við Kínverja fyrir fund stjórnarleiðtoga og ílokksforingja úr löndum Aust- ur-Evrópu sem haldinn verður í sambandi við fund í efnahags- samvinnustofnun landanna (Comecon), en hann hefst í Moskvu á miðvikudag. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■• ■ Bilslys i | Hrunamanna- \ hreppi Laust fyrir kl. hálf tólf j á sunnudagsnótt varð bif- j reiðaslys skammt fyrir ofan | Hólakot í Hrunamanna- j hreppi. Sex manna fólks- j bifreið úr Kópavogi valt út j af veginum og slösuðust j fimm, er í bílnum voru. j Fólkið var flutt á Slysa- j varðstofuna í Reykjavík. j Voru fjórir síðan sendir j heim en einn maður lagður j inn á spítala og mun vera j rifbrotinn. Vegurinn þar sem slysið : varð er þröngur og slæmur. j Slysið varð með þeim hætti, j að tveir bilar mættust á j mikilli ferð. Þeir sluppu þó j fram hjá hvor öðrum, en j bifreiðastjórinn á fólks- j bílnum virðist hafa misst j stjórn á bifreiðinni með 5 þeim afleiðingum, er fyrr j greinir. Bílinn er nrjög illa j farinn. Þessa sömu helgi varð j og bifreiðaslys austur í i Landbroti. Voru það tveir j Reykjavíkur-bílar, er skullu j saman. Farið var með fólk- j ið á Selfoss, en ekki munu i meiðsli þess hafa verið al- j ■ varleg. ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• Heildaraflinn mál og tunnur hálf milljón $1. laugardag Siglufirði 22/7 — Um 9 leytið si. Iaugardagskvöld hlekktist lítálli einkaflugvél á í lendingu hér á flugvelllnum við Siglufjörð. Flugvélin var að koma frá Akureyri og voru tveir menn í henni. Veður var gott, vindur btóð af norð-austri. Þegar flugvélin kom inn til iendingar rakst nefhjól hennar í fjörukambinn á brún flugbraut- arinnar. Hentist flugvélin við það í loft upp og áfram 50 metra vegarlengd, en kom þá aftur niður á brautina á réttum kili, og risti np‘|!, ' "- gin 30 m langa rás í völlinn. Mennirnir sem í flugvélinni voru sluppu ómeiddir með öllu, en ljóst er að engu hefði mátt muna að stórslys hlytist af. Talsverðar skemmdir urðu á flugvélinni. — GE. Síldveiðin var rýr í síðustu viku. Aílinn varð aðeins 72.710 mál og tunnur, en var í sömu viku í fyrra 361.581 mál og tunna. Heildaraflinn í vikulokin var kominn uppí 508.704 mál og tunnur, en var á sama tíma í fyrra 851.563 mál og tunnur. A móti þessu vegur nokkuð að mestallur aflinn var saltað- ur og var heildarsöltunin kom- in uppí 170.626 tunnur, sem er nokkru mcira en á sama tfma i fyrra. Aflaleysið mun einkum hafa stafað af því, að skipin áttu oft 1 erfiðleikum með að athafna sig vegna veðurs, en aðalveiði- svæðið var við Kolbeinsey og útaf Sléttu. 214 skip höfðu fengið einhvem afla, en 190 aflað 500 mál og tunnur, eða þar yfir. Aflahæsta skipið er enn Sig- urpáll með 11,390 mál og tunnur, Jón Garðar er næstur með °^31, Grótta er með 9289, Sr- ^ 'K 9201, Sigurður Bjarnaí - l, Halldór Jónsson 8863, . að- mundur Þórðarson 8832 og Þor- bjöm Grindavík 8725. Fleiri skip hafa ekki náð 8000 málum, en síldarskýrslan er birt í heild á 2. síðu. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.