Þjóðviljinn - 26.07.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.07.1963, Blaðsíða 5
Föstudagurinn 26. júh' 1963 ÞJðÐVILIIHN SÍÐA IMORG HORN AÐ LITA Það var 5 ársbyrjun 1939, í hinnd vaxandi ólgu vegna styrjaldarhættunnar, að rann- sóknarnefnd rikisins var stofnuð á Alþingi, skipuð þremur mönnum, einum á veg- um hvers hinna 3ja stærstu stjórnmálaflokka. Það spáði nú ekki góðu, að slíkur hátt- ur skyldi hafður á um nefnd- arskipunina, en það má segja strax, að aldrei svo mikið sem eimdi af stjómmálaviðhorfi í starfsemi ráðsins nokkurn tíma á ferli þess, og urðu þó allir núverandi flokkar á Al- þingi aðilar að fulltrúavali 5 ráðið. Upphaflega var rann- sóknarnefndin og síðar ráðið skipað Pálma Hannessynd, menntaskólarektor, formanni, Emil Jónssyni, þáv. vitamála- stjóra, og mér. Stríðsástandið mót- aði störfin í fyrstu Verkefni rannsóknarnefnd- arinnar, sem fékk heitið Rann- sóknarráð árið eftir, mótuðust eðlilega strax af heimsá- standinu og einkum af kvíða fyrir því, að Island einangrað- ist til aðdrátta á ýmsum nauð- synjum, líkt og gerzt hafði 1914, en þá kvað mest að skorti á eldivið og feitmeti, fyrst í stað. Móvinnsla var því strax tekin á dagskrá, og sett á fót í Húnavatnssýslu og rekin fáein ár. Var þá unn- ið með móvinnsluvélum og stuðst við vélgröft á mónum. Síðan hefur móvinmsla verið eilífur augnakarl hjá Atvinnu- deiidinni, þótt undarlegt kunpi að virðast, því íslenzkur mór er ekki gott eldsneyti, of sandi blandinn. Surtarbrandur var einnig á dagskrá eldivið- armálanna, og náman á Skarðströnd athuguð. Löngu síðar var myndaður félags- skapur einstakra manna um þá námu, og unnið eldsneyti handa rafveitu Reykjavíkur, vegna hitaveitunnar. Nú er sú starfsemi horfin, eins og mó- vinnslan, en máske verða surtarbrandur og mór síðár tekin til meðferðar, til þess að eima úr þeim efni, í stað þess að brenna þeim. , ,Br æðingur inn‘ ‘ til viðbits Um feitmetið má líka segja smásögu, þótt síður hafi það komizt í hámæli. Hér var þá unnið meðalalýsi við góðan orðstír, og féll til svonefnt sterin við þá vinnslu. Ster- 5nið má gera að matarolíu, ó- líkri lýsinu sjálfu, og með hæfilegri verkun var sterínið vel nothæft til viðbits, bland- að tólg, ef geymslutíminn var stuttur. Þess vegna var á ný gerður „bræðingur" úr þess- um efnum, og prófaður til viðbits, án þess að kæmi að sök. Þó kom aldrei til þess að framleiða slíkan bræðing til sölu, því feitmetisskortur- inn herjaði aldrei á okkur, sem betur fór. En þessar að- gerðir með sterínið urðu m. a. til þess að sett var á fót hér í bæ um 1948 framleiðsla á harðfeiti til manneldis úr þorskalýsi, sem notuð er enn þann dag í dag I smjörlíkis- gerð, og litlu síðar kom eiming á fjörefnum úr lýs- inu, sem jafnframt reyndist vera hin ágætasta forverkun á því fyrir harðfeitigerðina Slík forverkun á lýsi til harð- feitigerðar, eða lýsisherzlu, er ★ A síðastliönu vori var aldarfjórðungsafmælis At- vinnudeildar Háskóla íslands minnzt með ýmsum hætti. í tilefni afmælisins bauð háskólinn Ásgeiri Þorstejnssyni verkfræðingi, formanni Rannsóknaráðs ríkisins, að flytja erindi á vegum skólans um starf ráðsins og tengsl þess við atvinnulífið. ★ Þjóðviljinn birtir í dag kafla úr upphafi erindis Ás- geirs, þar sem rakin er að nokkru saga þess. enn 5 dag einedæmi á íslandi, að ég hygg. Silfurbergsnáman í Helgustaðaf jalli Víðar en í eldsneytismálun- um var tekinn upp gamall þráður. 1 Helgustaðafjalli, eystra, var jarðnáma, sem Björn Sigurðsson var horfinn úr námunni. Hróður námunmar 5 Helgu- staðafjalli var dauður. Leit að heitu vatni í stað gulls Framtakssamur, íslenzkur skipstjóri frá Boston í Banda- ríkjunum var um líkt leyti að kanna möguleika á gullvinnslu á Snæfellsnesi. Hann hafði meðferðis litinn jarðbor, og þegar á daginn kom, að gull- kvæmri not.kun afgangsorku Sogsvirkjunarinnar til áburð- arframleiðslu. Þetta sjónarmið tóku erlendis sérfræðingar til greina þegar verksmiðjan var reist. Þetta er dæmi um nauð- syn staðháttaþekkingar í verkfræðilegum efnum. Nú er verið að athuga efnatop^-' á sama grundvelli. Enda þótt Ranmsóknarráðið hafi ætíð haft talsverð rann- sóknamál undir höndum sjálft, og framkvæmt tilraunir þar að lútandi, hefur þess þó jafnan verið gætt, að koma slíkum málum á hendur ann- arra aðila, þegar sýnrt var að um framhald yrði að ræða. Þannig var starfsemin á Keldum afhent læknadeild há- skólans 1943, er Dr. Björn Sigurðsson var orðinn með- limur ráðsins og tók við stjórn tilraunastofnunarinnar í meinafræði. Sömuleiðis var jarðhitaleit- in fewgin í hendur raforku- Ásgeir Þorsteinsson Umil Jónsson Sagt frá margvíslegum störf- um Rannsóknarráðs ríkisins Þorbjörn Sigurgeirsson vart átti sinn líka í heimi. Það var silfurbergsnáma. Hún hafði langi verið á flækingi í ráðstöfunum manna á milli og hafnaði nú hjá Rannsókn- arráði. Silfurbergið úr þessari námu var víðfrægt að gæðum til nota í Ijósbrotstækjum. Var mú hafizt handa og safn- að úr haugum og nýtt efni brotið. En þegar til þess kom að selja krystallana ytra kom það á daginn, að á þessum vettvangi voru molar ekki lengur brauð. Það var stærðin sem máli skipti, og kjarninn vinnisla þar svaraði naumast kostnaði, voru áhöldin boðin til kaups. Borinn komst 5 hendur rannsóknarráðsins, sem nú hófst handa með leit að heitu vatni, en ekki gulli, undir forsjá hins ósérhlífna framkvæmdastjóra Steinþós Sigurðssonar magisters, sem gekk jafni ötullega fram í jarðboruninni, sem móvinnsl- unni sumarið 1939. Nýr bor var síðan fenginn 1942, og boranir framkvæmdar í Krísu- vík og Hveragerði. Á síðari staðnum var komið upp eim- túrbínustöð í tilraunaskyni. Fjölmörg mál á dagskránni Eftir að ný lög voru samin 1940 um Rannsóknarráðið og afskipti þess af stjórn At- vinnudeildar háskólans, voru ýmis fleiri mál tekin á dag- skrá, sem of langt yrði upp að telja. Var jöfnum höndum unnið að málum, sem sérfræð- ingar og utan Atvinnudeildar höfðu áhuga á, og viðfangs- efnin sótt í náttúru jarðar og til atvinnuveganna. Keldur í Mosfellssveit voru valdar til þess að vera vett- vangur sauðfjársjúkdóma- rannsókna og jafnframt var komið þar á fót tilraunum í votheysgerð. Fjörefnarannsóknir á lýsi voru gerðar 5 sambandi við læknndeild háskólans og sdðar í fiskirannsóknastofu Fiskifé- lags Islands. Jafnframt var síldarlýsi efnagreint í iðnað- ardeildinni með nýrri tækni. Hafin var leit að efnum til sementsgerðar, svo og marg- víslegur undirbúningur undir áburðarverksmiðju, mest- megnis , fyrir tilstilli sépfræð- inga Atvinnudeildar. Nauðsyn staðhátta- þekkingar Eins og sjá má í tímariti Verkfræðingafélags Islands 1942, voru leidd rök að hag- málastjórnarinsiar árið 1945, til þess að orkumálin yrðu undir einni stjóm. Þang- og þarahaf í Breiðafirði Heklugosið 1947 tók hugi allrá íslenzkra náttúruvísinda- manna og var Steinþór Sig- urðsson ætíð í fararbroddi. Hann lézt af slysförum í ranmsóknarstarfi við Heklu, þá um haustið. Nokkur bið varð á ráðningu nýs framkvæmdastjóra unz fenginn var Þorbjöm Sigur- geirsson eðlisfræðingur í des. 1949. Þang- og þaravinnsla var þá á dagskrá ráðsins, og fór Þorbjörn í leiðangur á Breiðafjörð næsta sumar til þess að kanna þaragróður með sjávarkíki og einföldum vinnslutilraunum. Er þar vafa- lítið um góðan uppakerustað að ræða, ef til þess kæmi að vinna þara reglulega úr sjó. Þetta mál lá síðan niðri unz raforkumálastjórnin tók það upp á ný og hefur sinnt þvi nokkuð, en eingöngu í sam- bandi við gróður, sem berst á land á Stokkseyri og Eyrar- bakka. Heyfóðurmál vom snemma tekin til meðferðar og hafa veríð í höndum ráðsins til þessa dags, með allvíðtækum tilraunum upp á síðkastið. Héraðsslægjur voru allmikið ræddar í upphafi, sem leið til þess að útvega öruggara og jafnara heyfóður. Segulmælingastöð var kom- ið á fót undir forsjá Þor- bjarnar Sigurgeirssonar og komst hún siðar 5 hendur Há- skóla Islands er Þorbjöra varð prófessor i eðlisfræði og forstöðumaður Eðlisfræði- stofraunar hás'kólans. Stofnun opinbers visinda- sjóðs var fyrst rætt í Rann- sóknarráði 7954, að tilhlutun dr. Bjöms Sigurðssonar, sem varð fyrsti formaður raunví_- indadeildar sjóðsins. Rannsóknamál raunvísinda Þá lét Rannsóknarráð kanna itarlega ástandið í raransóknamálum raunvísinda hér á landi 1957, sem leiddi í ljós meðal annars talsvert misræmi í skipan tækni- menntaðra manna, og stórt bil óbrúað milli iðnaðai-manna og verkfræðinga, í atvinnuvegum vorum. Er það mál nú ofar- legalega á dagskrá. Pálmi Hannesson rektor féll frá 1956, og tók þá sæti í ráðinu Tómas Tryggvasora, jarðfræðingur. Sem sérfræð- ingur Atvinnudeildar hafði Tómas átt þátt 5 margvísleg- um jarðrannsóknum í tengsl- um við ráðið, og fann meðal annars allmikla námu bik- steins í grennd við Kaldadal. Seinna átti hantn þátt að at- hugun kísilsteins í Mývatni, í samvinnu við efnafræðing raf- orkumálastjórnarinnar, Bald- ur Lindal. Má vænta þess, að þar finnist brátt grundvöllur til sfóriðjufi’amkvæmda. Framkvæmdastjóraskipti urðu í des. 1957, er Steingrím- ur Hermannsson verkfræðing- ingur var ráðinn í þá stöðu. Tók hanra sér fyrir hendur at- hugun á þróun rannsókna og tilrauna hér á landi tímabilið 1950—1960, og Ieiddi í ljós mörg athyglisverð atriði 5 sambandi við þau mál. Jafn- framt starfaði hann á vegum Atvinraumálanefndar, og lagði fram drög að þeim breyting- um, sem ríkisstjórnin hefur á- formað að gera í rannsóknar- starfsemi opinberra stofnana, og eru nú til meðferðar á Al- þingi. Lítil liðveizla gegn Kúbumðnnum Bandaríska blaðið New York Times heíur skýrt frá því að Bandaríkjastjórn eigi örðugt með að fá bandamenn sína til þess að beita Kúbumenn þving- unarráðstöfunum, svo sem verzlunar- og ferðabanni. Eftir því sem blaðið segir hafa rík- isstjórnir bandamannaríkjanna sýnt málaleitunum Bandaríkj- anna skilning og samúð, en engin þeirra fallizt á að beita þvingunarráðstöfunum gcgn þeim flugfclögum sem flytja vörur og farþega til Kúbu eða hindra samgöngur við eyna á annan hátt. Mexico-stjórn hefur heimilað flugfélagi ríkisins að hefja að nýju flugferðir til Havanna og Bretar hafa neitað að banna flugvélum sem eru í Kúbu- ferðum að lenda á brezkri grund, þar sem slíkt bryti i bága við alþjóðasamninga um flug. Kanada hyggst ekki hætta vöruflutningum þeim sem eiga sér stað loftleiðis milli Toronto og Havanna. Blaðið segir að fáar ríkis- stjórnir hafi trú á því að vest- urveldin ynnu mikið með því að herða á hafnbanninu. Enn- fremur er þvi haldið fram að Bandaríkjastjórn viti þetta sömuleiðis en neyðist til að steyta hnefana gegn Kúbu- mönnum vegna þess að repú- blikanaflokkurinn heimtar bað. Hversu mikill er hávaði þinn, ó guð? Er hann álíka og flugvélagnýr? Loftið á hæðum leiftrar þar/ líka skruggurnar duna / mjög því að þú ert mikilsháttar / minn guð, þegar fram brunar. Þetta stendur í gömlum sálmi og sálmaskáldið hefur sýnilega trúað því að þar sem guð færi um loftin fylgdu honum elding- ar og skruggur. En að guð hefði álíkt við í hjörtum manna. fyllti þau glymjandi, ærandi gný, það hefði mig aldrei grun- að fyrr en ég sá þetta á prenti fyrir skemmstu. og það í mikilli drápu, orti af Matthíasi Jo- hannessen um Skálholtskirkju, og skyldi ætla að ekki hefði verið kastað höndum til slíks verks, enda væri því ætlaður ekki skemmri aldur en kirkj- unni. og því ber að trúa að þetta hafi verið mælt af alvöru og sannfæringu, og hljóða hendingamar svo: Eins og fljúgi flugvél yfir fjallatind með drunum þungum. þannig veit ég. þjóð mín. lifir þríeinn guð í hjörtum ungum. efst og hæst á himni bláum, heilagt orð á mörgum tungum. Hér er sagt að guð lifi í ung- himni bláum, og mun eiga að skilja það svo, sem að hjörtun séu sem á himni stödd og lifi guð í þeim þar (með drunum þung- um?), en þar á eftir sýnist vera sagt um einhvern (líklega guö) að hann sé heilagt orð á mörg- um tungum. En æ, nú er mig farið að sundla. Það fer svona þegar einfeldningur reynir að lesa það sem háfleygt er, og fyrir ofan hans skilning. En líklega reyni ég að gera kvæð- inu betri skil seinna. þegar mý| sundlar minna. — X

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.