Þjóðviljinn - 26.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.07.1963, Blaðsíða 10
270 þús. tonn af fiski á fyrsta þriðj ungi ársins Heildarfiskafli lands-^ manna á tímabilinu 1. jan. til 30. apríl 1963 var 269,865 tonn, segir í ný- Dvöldu árlangt / Ameríku Föstudagur 26. júli — 28. árgangur — 165. tölublad. • r 1 tr O a r Ingi i hopi stor— og alþjóðameista útkominni skýrslu Fiskifélags íslands, eða 40.000 tonnum meiri en á sama tímabili I fyrra. Mismunurinn liggur að mestu í síldinni, en hún var á þessu tíma- bili í ár 75.365 tonn, en í fyrra 41.080 tonn. Einnig var afli togar- anna nokkru meiri. Frysting og bræðsla eru fyrirferðarmes't'u verkunaraðferðirnar, en það er aðallega síld- in sem fer í bræðslu. Af togarafiskinum hefur mest verið flutt út ísað, eða rúmlega 14.000 tonn. Mikið hefur verið hert og nokkru meira en árið áður. Niðursuða var engin nema á krabbadýrum (humar og rækju). Kommúnistar daaðadæmdir HEIRUT 25/7. Dómsitóll í Bagdad í írak dæmdi í dag 21 kommúnista til dauða. 19 þeirra verða skotnir en tveir hengdir. Þrir menn voru dæmd- ir í þrælkunarvinnu, tveir í tíu ár og einn í sjö. Allir hinir dæmdir eru sakaðir um upp- reisnartilraun hinn 3. þessa mánaðar. Gutema/a hótar Bretum GUATEMALABORG 25/7. Forseti Guatemala, Alfredo En rique Peralta, lé| svo ummælt í ræðu sem hann hé't í gær- kveldi að Guatemala muni gripa til sinna ráða ef Bretar láta verða af þeirri fyrirætlnn sinni að veita Brezka Hondur- as sjálfsstjóm. Forsetjnn gat ekki um hvaða ráðstafanir hann hyggðist gera, en í gær rauf Guatemala stjórnmálasamband sitt við Bretland. Brezka stjórnin hefur fallizt á að veíta Brezka Honduras takmarkaða sjálfs- stjóm í innanríkismálum frá 1. janúar næsta árs. Guatemala- menn gera sjálfir kröfu til landsins sem þeir kalla Belice. Peralta forseti sagði að Gu- atemala gæti ekki fallizt á að Bretar leystu málið upp á sitt eindæmi enda bótt þeir hefðu áður lýst því yfir að Belice væri umdeilt landssvæði. Sagði hann að Guatemala væri í þessu máli fórnarlamb brezkr- ar nýlendustefnu. SI. miðvikudagsmorgun, 24. júlí, komu 17 íslenzkir unglingar til Reykjavíkur á vegum stofnunar þeirrar sem á enskunni ber heiitið American Field Service. Var myndin tekin af unglingunum, er þau stigu út úr flugvélinni. Leitað að Sigríði í allan gær- dag, en árangurslaust méð öllu Leitinni að Sigríði Jónsdóttur var haldið áfram í allan gærdag, en án árangurs. Tvær flugvélar tóku þátt í Ieitinni, Björn Páls- son flaug yfir svæðið i gær- morgun og flugvél á vegum Slysa- varnarfélagsins var yfir svæðinu í allan gærdag, með henni var vanur Ieitarmaður, Lárus Þor- steinsson, sem áður var á land- helgisvélinni Rán. Haft er eftir Bimi Pálssyni, að mikill snjór hafi verið á þess- um slóðum í gær og sýnilegt að vont veður hafi geysað þar í fyrrinótt. Margir leitarflokkar voru inni á Kaldadal og Hveravöllum og svæðinu þar í kring í gær, m.a. tvær sveitir frá Slysavamafélag- inu og skátaflokkur fór Kaldadal að Húsafelli. Einskis varð vart. Sigríður Jónsdóttir er búin að vera týnd síðan á laugardag, en þann dag síðdegis lagði hún upp frá Kalmannstungu og ætlaði inn á Hveravelli með viðkomu í Álftakróki, skömmu eftir að hún lagði af stað gerði mjög vont veður, fyrst með mikilli rigningu, en síðan tók að snjóa. Sigríður reið gömlum hesti, sem hún á og var einhesta, hún mun hafa verið sæmilega búin, en illa nestuð. Leitinni var haldið áfram í nótt og verður haldið áfram í dag ef þörf krefur. Sigríður Jónsdóttir er 64 ára gömul, þekkt hestakona og ferða- garpur. Er ein umferð var eftir á svæðismótinu í Halle í Ausfur-Þýzkalandi var Ingi R. Jóhannsson í 5. til 9. sæti með 10 vinninga, 3 og hálfum vinningi á eftir Portisch sem þá var efstur að vinningum. í næstsíðustu umferð mótsins, Robatsch ii7s þeirri átjándu, gerði Ingi jafn- 5.—9. Ingi 10 tefli við Róbatsch. sem er í 3.-4. Kavalec 10 sæti, en annars var röð efstu Melich 10 manna að þessari umferð lokinni Trifunovic 10 sem hér segir: Uhlmann 10 1. Portisch 13V2 í nítjándu og síðustu umferð 2. Larsen 13 svæðamótsins í Halle tefldi Ingi 3.-4. Ivkof 1172 R. Jóhannsson við Trifunovic. Blaðamannaíélagið boðar vinnustöðvun Samningaviðræður hafa staðið yfir undanfarna daga milli full- trúa blaðaútgefenda og Blaða- Betri árangur í 2. umferðinni I 2. umferð Norðurlandameist- aramótsins í skák gekk íslenzku þátttakendunum mun bctur en í þeirri fyrstu. 1 landsliðsflokki gerði Lárus Johnsen jafntefli við Norðmann- inn Ragnar Hoen og Sigurður Jónsson gerði jafntefli við Finn- ann Pentti Simonen. I meistaraflokki, A-riðli, töp- uðu þeir Jón Hálfdánarson og Gunnar Hvanndal sínum skák- um, en í B-riðli unnu þeir sínar skákir Jón Ingimarsson og Bragi Kristjánsson. KANAVERALHÖFÐA 25/7 Bandaríkjamenn höfðu ætlað sér að senda í dag á loft fjar- skiptagervihnött sem nefnist Syncon II, en tilrauninni var frestað aðeins fáeinum minút um áður en geimskotið átti að fara fram. Fresturinn stafar af bilun í stjómtæki eldflaugar- innar. Búizt er við að reynt verði að skjóta hnettinum á loft síðdegis á morgun. mannafélags fslands um endur- skoðun kaup- og kjarasamnings aðilanna. Enn hafa þessar við- ræður ekki borið árangur og hefur Blaðamannafélagið boðað vinnustöðvun frá og með mið- nætti n.k. miðvikudag, 31. júlí, hafi samningar ckki tekizt fyrir þann tíma. V erkf allsbo öun Blaðamannafé- lags Islands nær til milli 60 og 70 félagsmanna, sem starfa við dagblöðin og vikublöð og fá greidd laun samkvæmt kaup- og kjarasamningi félagsins. Blaðamannafélagið hefur að- eins einu sinni áður boðað verk- fall. Það var fyrir átta árum en þá kom aldrei til vinnustöðv- unar þar sem samningar tókust milli aðila áður en hún skyldi hefjast. Harður árekstur f gær varð allharður árekstur á mótum Gunnarsbrautar og Flókagötu. Annari bifreiðinni sem var af Volkswagen gerð ók franskur ferðamaður og voru með honum þrír Belgíumenn. Menn- irnir voru fluttir á Slysavarð- stofuna en ekki er vitað um meiðsli þeirra. í hinum bílnum var einn maður og sakaði hann ckki. „BRUNALYFT - beSiS iti ofvœni eftir hermannasjónvarpí' 1 febrúar síðast liðnum skýrði dagblaðið Vísir frá þvi með miklum fögnuði, að lyftast myndi „brúnin á öll- um þeim hundruðum ef ekki þúsundum sjónvarpseigenda hér í borg og nærsveitum upp úr næstu mánaðarmótum“. Og ástæðan var sú, að her- námsliðið var að stækka sión- varpsstöðina til þess að reyna að ná til fleiri landsmanna. Brúnalyfting Tímans Dagblaðið Tíminn birti Visisfréttina í „Víðavangi" sínum skömmu síðar undir fyrirsögninni „Brúnalyfting Vísis" og bætti Tíminn aftan við Vísisfréttina af mikilli vandlætingu: Það er einlæg hrifningargleði, sem lýsir sér í þessum skrifum Vísis. Það er meira að segja vaíasamt, að „brúnalyfting” þess ágæta blaðs hefði verið meiri, þó að islenzkt sjónvarp hefði tekið til starfa. Og Vísir læt- ur að þvi liggja, að sjónvarps- eigendur séu orðnir svo þús- undum skipti hér á landi og bíði í ofvæni eftir hinu nýja hermannasjónvarpi. Vísir virðist telja það einkar upp- byggilegt fyrir íslenzka ungl- inga og hefur mært það oft og fjálglega, en hins vegar hefur hann uppi lítinn áróður fyrir því að íslenzkt sjónvarp með sæmilegu efni komizt á. Það er frá Vísis dyrum ekki eins mikilvægt og að menn geti horft á hermannasjón- varpið“. — Já, það var nú einhver munur á Vísi og Tímanum; þar fór nú ekki mikið fyrir hrifningunni á hermanna- sjónvarpinu, enda var þetta nokkru fyrir kosningar. Og Tíminn steinþagði um það, að nokkru seinna hófst Kaupfél- ag Árnesinga handa um sölu sjónvarpstækja, — enda 6- skylt málinu! Brúnalyfting Vísis í gær birtist svo á bakssíðu Tímans frétt með aðdáunar- fullu upphrópunarmerki á eft- ir svohljóðandi fyrirsögn: „Sjónvarpað á íslenzku”. 1 meðfylgjandi frétt er skýrt frá því í „einlægri hrifning- argleði” að Keflavíkursjón- varpið muni flytja stutta kvikmynd af vígslu Skálholts- kirkju og gefist sjónvarps- eigendum nú aldeilis á að líta í hermannasjónvarpinu. Og hámarki nær hrifningin í lok fréttarinnar, þar segir, að á sunnudaginn eigi „meira að segja að reyna að hafa ís- lenzkan texta með myndinni t5l skýringar”. Það lotð því ekki langt fram yfir kosningamar áður en framsóknarmaddaman lét fallerast af hermannasjón- varpinu, og vegna undangeng- ins „skírlifis" eru brúnalyft- ingar" her.nar þeim mun ákafari en hinna hemáms- blaðanna: Þannig virðistþessi merka frétt haf« farið fram hjá bæði Mogganum og Al- þýðublaðinu í gær, og Vísir greyið liggur heldur betur undir í samkeppmnreí vlð maddfknuna. Hann birtir ör- litla klausu urr. betta á S. síðu. ■* í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.