Þjóðviljinn - 05.01.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.01.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA Otgefandi: Sameiningarfloklcur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.|, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Siguröur V. Friðþjóís9on. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Leiðbeiningar frá LÍÚ og FÍB Ttlorgunblaðið birtir annað veifið leiðbeiningar ITl fyrir menn í verkalýðsfélögunum. í gær birti blaðið þannig leiðbeiningu til sjómanna að kjósa umfram allt íhaldsþingmanninn Pétur Sigurðs- son í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur og lags- menn hans úr Alþýðuflokknum, og jafnframt til- kynnir Mogginn það sem Alþýðublaðið hefur ekki talið nauðsyn, að stjórnarkosningunni 1 Sjómanna- félagi Reykjavíkur Ijúki í þeirri viku sem nú er að hefjast, og upplýsir ennfremur að framboð starfandi sjómanna, þeirra sem að B-listanum standa, jafngildi „árás kommúnista og fylgis- manna þeirra“ á Sjómannafélag Reykjavíkur! Segja má að skiljanlegt sé að Sjálfstæðisflokk- urinn meti það mikils að geta se’tið við stýri í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Það var innsta ráðaklíka þess flokks, sem misnotaði aðstöðu sína í stjórn Landssambands íslenzkra útvegsmanna til að hefja ósvífnustu kauplækkunarherferð síðari ára, herferð Landssambandsstjórnarinnar gegn kjörum síldveiðisjómanna, einmitt þegar sjómenn- irnir skófluðu upp afla sem þýddi ofsagróða fyr- ir launalækkunarpostulana. Og þegar sjómenn voru að brjóta á bak aftur þessa ósvífnu her- ferð Sverris Júlíussonar og kumpána var gripið til ríkisvaldsins og þeir Bjarni Benediktsson og Emil Jónsson lá’t'nir semja gerðardómslögin al- ræmdu sem urðu þess valdandi að stórum hluta var stolið af samningsbundnu kaupi sjómanna, og fengið útgerðarmönnunum. Eina röksemd Sjálfstæðisflokksins var að sjómenn bæru of mik- ið úr býtum á síldveiðunum! Þeirri röksemd er hins vegar ekki flíkað þessa dagana, um vetrar- síldveiðarnar nú. l^að voru líka menn úr innsfa hring Sjálfstæðis- * flokksins sem sendu, inn á Alþingi hina fárán- legu kröfu um afnám vökulaganna í núverandi mynd, um fækkun manna á togurunum og leng- ingu vinnutímans. Sjómennirnir, þingmenn Al- þýðubandalagsins og blöð, snerust hart gegn þeirri árás og kváðu hana niður í það skipti. En sú krafa er ekki dauð, og skiljanlegt að flokksbræð- ur Péturs Sigurðssonar í stjórn Félags íslenzka botnvörpuskipaeigenda vilji hafa viðkunnanlega menn við stýri í Sjómannafélagi Reykjavíkur þegar farið verður á flot með hana næst. Og hver veit nema íhaldsklíkan sem öllu ræður í Eim- skipafélagi íslands hafi kunnað að meta far- mannasamningana sem Pétur Sigurðsson. Jón Sigurðsson og kumpánar þvinguðu upp á sjó- menn á sl. sumri. Sjómenn hafa hins vegar ekki kunnað að meta þá. Skyldi sjómönnum að fenginni reynslu undan- farandi ára þykja nauðsyn að fara eftir leið- beiningum Morgunblaðsins um stjórn í Sjómanna- félagi Reykjavíkur? Að vísu viðgengst í því fé- lagi það hneyksli. að allt að helmingur félags- manna er menn sem að réttu lagi ættu ekki að hafa full félagsréttindi. svo mikið vafamál er að st'arfandi sjómenn geti yfirleitt ráðið úrsiitum allsherjaratkvæðagreiðslu í bessu aðalfélagi sínu. En þeir geta enn reynt það. — s. MÓÐVILJINN Sunnudagur 5. janúar 1964 Efst á óskaiistanum VÍSINDASJÓÐUR BORG- ARSJÚKRAHÚSSINS Hátíð á Kúbu Nýlegu var hafin framleiðsla á þessum barnahjólum í Englandi. Þau hafa þegar náð miklum vinsældum og er allt útlit fyrir að þau verði í efstu sætum á jólaóskaseðlum brezkra barna. Aðaifundur Styrktarfélags lamaðra og fatiaðra Aðalfunilur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra var hald- inn sunnudaginn 8. des. s. I. Formaður félagsins Svavar Pálsson flutti skýrslu stjórn- ar fyrir starfsárið 1. október 1962 — 30. september 1963. Æfingastöðin á Sjafnargötu var rekin með sama hætti og áður. 353 sjúklingar komu þangað á árinu og fengu 9451 æfingarmeðferð. Er það um 50% aukning á meðferðafjölda frá fyrra ári. Þá rak félagið sumardvalar- heimili fyrir fötluð börn í Reykjadal í Mosfellssveit. Dvöldust þar 40 börn um nokk- urra vikna skeið við leiki og æfingar. Tekjur félagsins námu alls 2 millj. 660 þúsund krónur. Er það fyrst og fremst ágóðahluti af eldspýtnasölu — 1476 þús- und krónur og síðan dánargjöf Ástríðar Jóhannesdóttur og Magnúsar Þorsteinssonar hús- eignin Eiríksgötu 19 talin á brunabótamati rúmlega 1 millj- ón krónur. Þessum tekjum var varið til að greiða rekstrarhalla á æf- ingastöð félagsins og á rekstri sumardvalarheimilis, sem sam- tals nam rúmlega 1 milljón kr. Til eignaaukningar fóru 1577 þúsund krónur. Hrein eign fé- lagsins nam skv. efnahags- reikningi 5,3 milljón krónum og eru þá þrjár fasteignir fé- lagsins taldar á brunabólamati. 1 stjórn félagsins eru nú: Svavar Pálsson, endurskoðandi, Andrés G. Þormar, aðalgjaM- 'keri, Baldur Sveinsson fulltrúi. 1 framkvæmdaráði eru: Hauk- ur Kristjánsson. yfirlæknir, Haukur Þorleifsson, bankafull- trúi, Sigríður Bachmann, yfir- hjúkrunarkona, Guðjón Sigur- jónsson, sjúkraþjálfari, Páll Sigurðsson, læknir. (Frá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra). Á fundir borgarráðs 17. des. S.L var Iagt fram bréf hjón- anna Unnar Jónsdóttur og tílf- ars Þórðarsonar læknis, þar sem tilkynnt er, að þau hafi ákveðið að stofna með 150 þús. króna framlagi sjóð, Vísinda- sjóð Borgarsjúkrahúss Keykja- víktir, til minningar um Þórð Sveinsson Iækni og Þórð Úlf- arsson flugmann. Bréfið er á þessa leið: „Þegar nú styttis't óðum til þess að Borgarsjúkrahúsið tek- ur til starfa, kemur vafalaust upp í huga margra Reykvík- inga sú ósk, að þetta sjúkra- húg megi verða borgarbúum bæði til sóma og álitsauka fyr- ir borgina, að starfið hið innra megi svara til fagurs og glæsilegs útlits hússins. Til þess að svo megi verða veltur á miklu, að efnilegir og vel menntaðir læknar telji eftir- sóknarvert að . starfa við sjúkrahúsið. Fátt má telja lík- legra til þess að laða lækna að slíkri stofnun en þá von eða vissu að geta þar beitt sér al- veg sérstaklega að ákveðnum verkefnum helzt vísindalegs eðlis, í sínum sérgreinum eða í framhaldi af þeim. Nú er það svo að ekki er eðlilegt að gera ráð fyrir því, að í fjárhagsáætlun Borgar- spítalans séu í framtíðinni fyr- irhugaðar greiðslur, sem ekki varða rekstur, viðhald eða aukningu sjúkrahússins í venjulegum skilningi. Það væri því vel til fallið og raunar lyftistöng fyrir allt læknisstarf Borgarsjúkrahúss- ins, ef það hefði til umráða fjármuni til vísindalegra rann- sóikna, tilrauna og annarra starfa á þessu sviði læknisfræð- innar, sem fram færu utan við venjuleg störf stofnunarinnar en á hcnnar vegum og sem allra mest innan hennar veggja. 1 því skyni að þetta megi með tímanum verða mögulegt, viljum við hjónin stofna sjóð með 150.000,00 króna framlagi. Með þessu viljum við miimast tveggja ættingja okkar. en tim leið sýna Reykjavik nokknrn vott þakklætis fyrir þau ár, er við höfum lifað hér og starfað. Fylgir hér með skipulagsskrá fyrir slíkan sjóð, og vonum við, að borgarráð og borgarstjórn geti fallizt á þær tillögur, sem í henni felast. Aðalefni skipulagsskrárinnar er það, að úr sjóðnum skuli út- hluta styrkjum í þvi skyni að örva og styrkja vísindalegar at- huganir, rannsóknir og tilraun- ir, er fram fari á Borgarsjúkra- húsinu eða í náinni samvinnu við það. Borgarsjóður skuld- bindur sig til að leggja til sjóðsins um 10 ára skeið jafn- háa upphæð og sjóðurinn vex við peningagjafir og vaxtatekj- ur, þó ekki hærri fjárhæð en kr. 100.000,00 að meðaltali á ári. Sjúkrahúsnefnd Reykjavikur fer með stjóm sjóðsins ásamt einum ættingja Þórðar Úlfars- sonar, er hún tilnefnir. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum á að fara fram á aldarafmæli Þórðar Sveinssonar 20. des. 1974, en þar næst á afmælis- degi Þórðar Úlfarssonar 14. júní og svo til skiptis þá daga, en sjóðstjórn ákveður hvort út- hlutun skuii fram fara á hverju ári eða lengri tími líða milli útnlutana. Borgarráð félls fyrir sitt leyti á ákvæði skipulagsskrár- innar og fól borgarstjóra að flytja gefendum þakkir fyrir höfðinglega gjöf. SUNNUDAGSKRQSSGÁTA HAVANA 3/1 — Fimm ára águrafmæli byltingarinnar á Súbu var fagnað í gær í Hav- ana og hvarvetna í landinu með miklum hátíðahöldum. 'idel Castro forsæt'sráðherra ’rélt ræðu á aðaltorginu í 'lavana og talaði í tvær ltlst. læðunn' var bæði útvarpað ')g sjónvarpað. LÁRÉTT: 1 ástundun 6 líkamshl. 8 lag- tega 9 Kffæri 10 líffærin 12 fræðari 14 eldstæði 16 tregari 18 dýrið 21 drykkur- inn 23 afl 25 rifna 28 á ný 29 líffærin 30 for 31 gjaldið. LÓÐRÉTT: 1 lundin 2 dýr 3 lim 4 yfir höfn 5 fagið 6 glas 7 skítinn 11 fiskur 13 slægjuland 15 fugl 16 ginnta 17 dráttar- vél 19 gát 20 elskar 22 útlend 24 jarð- vegur 26 fátæk 27 snjólaus.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.