Þjóðviljinn - 05.01.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.01.1964, Blaðsíða 5
Simnudagur 5. janúar 1964 HÓÐVILIINN SlÐA g ÞREKÞJÁLFUN OG MÆLINGAR ERU UNDIRSTAÐA AFREKANNA segir Benedikt Jakobsson iþróttakennari □ Benedikt Jakobsson íþrótíakennari er nýkominn heim frá Dan- mörku, en hann sat þing þjálfara í frjálsum íþróttum sem haldið var í Vejle. □ Þrír aðrir íslendingar voru og á þinginu, þeir Sig. Guðmunds- son frá Núpi, Guðmundur Þórarinsson, sem undanfarið hefur stundað íþróttakennslu í Svíþjóð, og svo Ingimar Jónsson sem var á heimleið frá Austur-Þýzkalandi, en hann stundar þar íþróttakennaranám. Þetta var 2. þjálfaraþingið sem efnt er til. en það fyrsta var haldið í fyrra í Osló og höfðu Norðmenn frumkvæðið að þingum þessum. Hafa Norð- menn gefið því heitið Trener- Forum, eða þjálfaraþing. Er ætlunin að það verði haldið ár- lega og fyrir þjálfara frá Norð- iöndunum. Er svo ráð fyrir gert að til þings þessa verði hverju sinni boðið kunnustu og færustu þjálfurum í frjáls- um íþróttum. hvaðnæva úr úr heiminum. Benedikt sagði að á þinginu þessum ætti að ræða þau vandamál sem ei-u efst á baugi f frjálsum íþróttum hverju sinni. og að fá fræðslu um þau mál hjá þeim sem lengst eru komnir á sviði þjálfunar frjálsíþróttamanna, og sklptast á reynslu og skoðunum. Hvað getur þú sagt okkur um þing þetta? í fáum orðum sagt var þing þetta hið merkilegasta, enda vorum við mjög heppnir með gesti þingsins, en þeir voru að þessu sinni valdir frá Þýzka- landi. Sá sem talaði á sunnudegin- um var Tony Nett, sem er heimskunnur maður meðal frjálsíþróttamanna. Hann er formaður Þjálfarasambands. Evrópu, stórvirkur rithöfundur, sem sendir frá sé bók um þjálfun árlega. Erindi sitt nefndi hann ,.Vöðvaþrekþjáifun“, og hafði frá mörgu að segja. Á mánudeginum var það Fridell Schirmer sem talaði og -------------------------—-3 Skjaldarglíman verður 2. febrúar Skjaldarglíma Ármanns verð- 1 ur háð sunnudaginn 2. febrúar | n.k. á Hálogalandi, og hefst kl. 4 síðdeg. Þátttökutilkynningum ber að skila til Harðar Gunn- arssonar, Múla við Suðurlands- . braut. eigi síðar en 20. janúar. I byrjaði hann að tala kl. 9 um morguninn og hann lauk máli sínu kl. 11 um kvöldið með venjulegum matar- og kaffihléum. Málflutningur þeirra var lif- andi og fjörugur allan tímann, og er það mikið afrek og þarf til þess mikið þol. Schirmer er sérfræðingur í tugþraut, og var erindi hans um tugþaut, sem þá um leið var á margan hátt almennt um allar greinar frjálsra i- þrótta. Hann gat þess að i Þýzkalandi væri unnið að því að gera tugþraut að séi;grein, ala íþróttamennina upp sem tugþrautarmenn. Færði hann sterk rök að því að þetta væri það eina rétta. Með þessu taldi hann að hægt væri að gera íþróttamann sem annars væri góður efniviður, að tugþraut- armanni sem gæti eftir 4—6 ár komizt yfir 8000 stig. Iþróttamaður sem hugsar sér að gera tugþraut að sérgrein sinni verður að taka æfingar sínar og þjálfun vísindalega, þegar frá upphafi. Æfingaprógramm Schirmer er frægur fyrir tugþrautarkennslu sína, og að búa út séstök ,,prógrömm". Þessar æfingar eða tímaseðill er sendur þeim mönnum sem ætla sér að iðka tugþraut sér- staklega. Mánaðarlega kallar hann svo þessa menn saman á vissum stöðum og þolreynir þá á ýmsan hátt. Með því get- ur hann fylgzt með því, hvérnig menn æfa og hvaða framför- um þeir taka. Hann kvaðst sjá nákvæm’ega hvaða menn gerðu eins og tímaseðillinn legði fyrir og hverjir ekki. Þeir sem ekki ná eðHlegum árangri, hætta, eða eru látnir hætta. I Þýzkalandi eru hinir ýmsu aðalþættir þjálfunarinnar greindir í marga smáþætti, og hver þeirra, svo reyndur á sinn hátt, og þannig íá Þjóð- verjarnir hvert atriði til að samverka þannig að toppárang- ur náist, með vísindalegri þjálf- un. Þjálfun þeirra manna, sem ætla sér að ná toppárangri,- er engin hvíld t.d. um hátíð- ar eða jólaírí, það er æft allt árið. Okkur norðurlandabúunum þótti það merkilegt að í Þýzka- landi væri mikið af fólki sem vildi leggja þetta á sig. Ég vil taka fram, sagði Bene- dikt, að ef hér væru s'lík skil- yrði og Þjóðverjinn drap á, og til þarf til að ná topp- árangri, gætu okkar menn náð árangri á heimsmælikvarða. Engir sigrar án undirbúnings Það er kunnara en frá þurfi að segja, heldur Benedikt á- fram, að okkur tókst að sigra i landskeppni f frjálsum i- þróttum og að eiga afreks- menn á heimsmælikvarða; menn sem þó höfðu ekki geng- ið undir hina vísindlegu þjálf- un. Svona einstaklingar geta kofnið fram ennþá, en sá tími er liðinn er við gátum teflt fram t.d. landsliði i frjálsum íþróttum með ekki meiri þjálfun að baki en þá var gert, og sá tími kemur aldrei aftur Við getum ekki fengið 28—30 menn til þess að taka á sig allt það, sem krafizt er í dag um þjálfun manna, og má segja að þar komi margt til, bæði viðráðanlegt og eins ó- viðráðanlegt. Við verðum að hafa kjark til að horfast i augu við þær staðreyndir þeg- ar við ræðum um að senda menn á alþjóðamót og lands- keppni í frjálsum íþróttum. Það er ánægjulegt að verða þess var á þingum eins og í Vejle, að undirstaðan undir biálfun toppíþróttamanna sé byggð á líffræðilegri þjálfun. Hér heima hefur þessi kenn- ing mætt miklum misskilningi. Má i því sambandi benda á þolreynslu þeirra manna, sem Benedikt Jakobsson. iðka íþróttir með það fyrir augum að ná toppárangri. Annarsstaðar er einmitt þessi þólreynsla, og það í mikið rík- ara mæli, notuð sem undir- staða undir alla þjálfun topp- iþróttamanna. Þessar mælingar eru nokk- urskonar ,,barómet“ á þjálfun hvers einstaks, og það kann að þykja furðulegt að með prófum þessum er hægt að fylgjast með líkamlegri heil- brigði manna. 1 þessu sam- bandi má nefna að í seinni tíð hafa t.d. blóðrannsóknir aukizt mjög mikið á íþrótta- mönnum, enda er það öllum kunnugt hverja þýðingu blóð- ið hefur fyrir alla líkamsstarf- semina. Það h'Lýtur Mka að vera einn þýðingarmikill hlekkur í þjálf- un manna, að fylgzt sé með heilsufari þeirra, og því hvort líkaminn þolir þá áreynslu sem á hann er lagður, og hvort við séum ekki að eyðileggja það sem okkur er falið að styrkja, en með mælingum er auðvelt að fylgjast með slíku. Lífeðlisfræðingar byrjuðu Tiil fróðleiks og gamans má geta þess hér að þessar mæl- ingar byrjuðu ekki sem atriði í þjálfun íþróttamanna. Það voru enskir lífeðlisfræðingar í Lieds í Englandi sem byrj- uðu á mælingum þessum. Voru það aðallega menn sem höfðu liðið heilsuleysi og orðið um langan tíma að vera frá vinnu af þeim sökum. Áður höfðu þessir menn farið aftur til vinnu, er þeir höfðu fengið lækningu meina sinna. en þá kom í Ijós að þeir höfðu ekki það þrek sem til þurfti á borð við þá sem voru í vinnu- þjálfun. Reyndist þetta mjög alvariegt fyrir menn þessa. Þá var það, að hinir brezku líf- eðlisfræðingar fóru að gera til- raunir með hringþjálfun og þessa þolprófun, og gaf hún fljótlega góða raun. Þetta mun hafa verið uppúr 1950. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem farið var að mæla þrek íþróttamanna, og tekið er upp hringstöðvakerfið í þrekþjálfun manna. Danskur frömuður Meðal þeirra sem voru á þinginu í Vejle var Bjerregárd frá Danmörku, en hann er sá sem innleiddi fyrstur hring- stöðvakerfið í Danmörku. Hann mun og vera fyrsti landsþjálf- arinn sem notar þessa aðferð til að byggja upp þjálfun keppenda á Olympíuleikunum 1960 í Róm. Ræddi Bjerregárd mikið um hringþjálfunina og kvað ýmsar umibætur hafa verið gerðar á kerfi þessu, og hvatti alla til að notfæra sér það. Hann gat þess t.d. að handknattleiksmenn þeir sem valdir væi-u til að keppa i landsleikjum, eða væru líklegir til þess, væra prófaðir einu Myndin sýnír hluta úrvalsliðs frjálsíþróttamanna í þrekæfingum hjá Benedikt Jakobssyni haust- ið 1962. sinni í mánuði. Hefur hann margbrotið og dýrt tæki til að mæla þrek manna, á ýms- an hátt, ekki aðeins almennt þol, heldur einnig vöðvakerfi. Gat hann þess, að almennt væru menn fyrir löngu búnir að átta sig á þeirri nauðsyn að fylgjast með toppíþrótta- mönnum með mælitækjum. Með líffræðilegri þjálfun verður þjálfunin að vera reglu- leg og sömuleiðis mælingarn- ar. Bjerregárd kallar saman sem fyrr segir, og þá sér hann hvort hver einstakur hefur æft af samvizkusemi og elju. Fyrst kennir hann þeim auðvitað æf- ingarnar nákvæmlega, og svo hafa þeir tímaseðilinn með sér heim. Þeir sem gáfu eftir í æfingunum heima, náðu ekki þeim árangri sem ætlazt var til, en til þess að ná full- komnum árangri verður hver og einn að taka á eins og hann frekast getur, því aðeins næst toppárangur. Á þetta lagði Bjerregárd mikla áherzlu. Ég vil geta þess hér, sagði Benedikt, að ég hef oft látið menn fá tímaseðil, en oftast hefur það orðið svo, að menn hafa ekki farið eftir gefnum fyrirmælum, og meðan svo er, næst ekki árangur. Það má segja að þjálfunar- stigin séu mörg og vandinn sé að blanda þeim rétt saman, og svo, að íþróttamaðarinn auð- vitað leggi þá vinnu sem þarf í hvert stig. Það tekur tíma. heldur Bene- di-kt áfram að, fá líkamann til að venjast þvi, sem á hann er lagt, en það er eins og menn hér skilji ekki þessa staðreynd. Það má segja að með langri og markvissri þjálf- un, verði byflting í líkama mannsins. Með þessum endurtekningum og hörðu álagi er t.d. hægt að auka æðakerfið um 50%. Til gamans má geta þess hér að sennilega verður hægt að skilgreina með mælingum hvaða íþróttagrein menn eigi að stunda og þá benda mönnum á tilteknar greinar sem þeir eigi mesta möguleika í. og á þann hátt spara þeim tíma og fyrirhöfn við að leita að sinni grein, ef svo mætti segja. Það er löngu vitað að gerð vöðva er mismunandi, og bygging manna sömuleiðis. Sjálfri gerð- inni er ekki hægt að breyta, en starfsemi þeirra má örfa, og auka afköstin. Lýsti Bene- dikt þessu svo og mörgu öðru mjög skemmtilega. Dýr vanræksla Hvað vilt þú segja um frjáls- ar íþróttir hér í dag? Margt af því sem ég hef sagt hér að íraman er óbeint um þær líka. Ég vil þó endurtaka að við eigum mikinn og góðan efnivið en aðstaða naumast til. Það vantar þjálfara sem kunna að byggja upp þjálfun, það vantar tæki, og svo er það hin mikla vinna og brauð- strit unga fólksins. Mér finnst líka vanta hinn rétta íþrótta- anda, það var betra áður. Menn verða að skilja að til þess að ná árangri verða menn að fórna flestu því sem tilheyrir lífsins lystisemdum í dag. Við lifum í nýju þjóðfélagi og margir hafa ekki áttað sig á því enn. Ný lífsviðhorf blasa við æskumanninum í dag sem áður voru ekki til. Hanr. fær ekki þrek úr starfi og striti sem áður var. Skólaæfingum er ætlað að koma í stað þess strits sem ungi maðurinn fékk fyrr á árum, en ef að er gætt er leikfiminni þannig háttaðað þeir hafa ekki möguleika að fá þá þjálfun sem þarf. Skólaæf- ingarnar ei-u ekki nærri nógu margar, þyrftu að vera ein á dag. ef vel vaari, og það æiing- ar sem krefðust áreynslu. Þetta byggist á því lögmáli að líkaminn verður að reyna stöðugt á sig til að fá eðlilegan þroska, til að geta náð for- svaranlegum vinnuafköstum. — Þetta er vandamál víðar en hér það má segja að það sé al- þjóðlegt. Tap þjóðfélagsins Hugsum okkur ungan mann 20 ára gamlan, sem ekki hefur íengið nema litla og slaka þjálfun á vaxtarárunum. hann hefur tiltölulega lítinn kraft eða stai-fsorku. Rannsóknir hafa þó sýnt að þessi maður getur með markvissri þjálfun náð miklum afköstum. Ef þessi maður hættir nú æf- ingum um langan tima, kemur það merkilega fram að hann er aftur kominn á það stig sem hann var áður en hann byrj- aði að þjálfa sig. Þetta var reiðarslag fyrir þá sem vildu ala upp hrausta þjóð. Og þá vaknar spurningin? Hvað kostar það þjóðfélagið mikið að vanrækja líkamlegt uppeldi æskufólksins. Hvað mikið lakari vinnuafköst? — Hvað mikið lakara heilsufar? Hve mikið minni viljastyrkur? FRÍ er fjárvana Frjálsíþróttasamband Islands er allt of þröngur stakkur skorin hvað fjármál snertir. Það getur í rauninni ekkert Framhald á 2. síðu. sitt af hverju ★ Þýzk/austurríska skíða- stökk'vikan hófst í Oberst- dorf rétt fyrir jólin. Norð- maðurinn Yggeseth sigraði í fyrstu keppninni. 2) Inunon- en (Finnland), 3) Kovalenko (Sovét), 4) Bolkart (Vestnr- Þýzkal.) og 5) Balfanz (USA). ★í Rúmenar, núverandi heimsmeistarar í handknatt- Ieik, munu áxeiðanlega ekld sleppa titlinum auðveldlega í Prag í vetur. Nýlega unnu þeir Frakka í landsleik með 18:11 og Austur-Þýzkaland með 13:10. ★; Keppt liefur verið um tit- ilinn „lélegasta knattspyrnu- lið Englands“, og var það liðið „Beeston Wandrers" lilaut þennan titil. Þetta lið keppti til úrslita við „Whit- ford United“ sem vann — 4:2. 800 manns sáu Ieikinn, sem fór fram á heimavelli Wliitford, en að meðaltali eru 8 áliorfendur á Ieikjum liðsins á heimavelli. Beeston liefur keppt 16 sinnum á þessu keppnistímabili, tapað 15 sinnum en gert eitt jafn- tefli. Þeir hafa fengið á sig 109 mörk en skorað 17. 500 mörk hafa verið sett hjá Whitford, síðan félagið var stofnað fyrir fjórum árum. Á síðasta ári töpuðu þeir 11 leikjum af 13. ★> Alþjóða sundsamhandið liefur staðfest nokkurlieims- met í sundi: 4x100 m fjór- sund kvenna: 4,44,7 mín. (Austurþýzk landssveit). 220 jarda bringusund kvenna: 2.50,2 mín. (Mit- chell, Englandi). 110 jarda skriðsund: 54,0 sek. (Mc- Gregor, Englandi).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.